Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 5
Fimmludagiir 7. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Kapphlaup um úrslitavopnið, hin iangdrægu flugskeyti, er gerbreyta hernaðarviðhoríum Samdóma álif bandarískra sérfrœÓinga aB Sovétrikin séu komin fram úr Bandaríkjunum i smiSi flugskeyta sem engar varnir eru til gegn Að því líður senn. að risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, hafi bæði eignazt eldílaugar sem bor- ið geta kjamorkuskeyti, vetnissprengjur, megin- landanna á milli án þess að nokkrum. vörnum verði við komið, en margt þykir benda til þess að nú þeg- ar séu Sovétríkin komin framar Bandaríkjunum í íramleiðslu slíkra eldflauga. Fréttaritari franska vikublaðs- ins L’EXPRESS, málgagns Mend- es Fratice og stuðningsmanna hans, í Washington, Michel Bos- quet, ritar fróðlega grein um þessi mál í síðasta tölublað þess, 1, marz sl. og birtir þar margar tilvitnanir í opinberar banda- rískar ' skýrslur og ummæli. bandarískra sérfræðinga. Hér fara á eftir kaflar úr þessari grein. Allar varnir til einskis „Mr. Pétersen, framkvæmda- stjóri borgaravarna Bandarikj- anna, skýrði fyrir nokkrum dög- um fulltrúadeild Bandaríkja- þings frá eftirfarandi: ,Eftir eitt eða tvö ár, árið 1960 eða síðar, munu flugskeyti sem geta borið vetnissprengju meginlandanna á rniiii verða vopnin sem mestu máli skipta. Þegar þetta ÚRSLITAVOPN kemur til sögunnar, munu allar fyrirætlanir um vernd og brott- flutning (óbreyttra borgara) reynast einskis nýtar.‘ Sama dag lét yfirstjórn banda- ríska flotans birta eftirfarandi upplýsingar í dagblaði einu í New York: „Kjarnorkuverið í Oak Ridge, síáliðjuverin í Youngs- town og Pittsburg, olíuhéruð- in og efnaverksmiðjurnar í suðurfylkjunum, allt Nýja England, New York fylki, Pennsylvania og öll Atlanz- hafsströndin eru nú innan skotmáls hinna nýju kjarn- orkuflug-I.eyta, sem hægt væri að skjóta úr sovczkum langferðakafbátum.’ Frásagnir af þessu tagi verða stöðugt aigengari í Bandaríkj- unum. Þær eru hafðar eftir stofnunum eða mönnum, sem víta hvað þeir eru að tala um. Nú í byrjun marzmánaðar er hægt að orða niðurstöðu þess sem komið hefur á daginn í Bandaríkjunum um framleiðslu flugskeyta á þennan veg: Bandaríkin eru nú í hörðu kapphiaupi við Sovétríkin um frandeiðslu ,ÚRSLITA- VOPNSINS*. og bandærískir tæknifræðingar virðast telja að í þessu kapphlaupi hafi Sovétrikin ef til vill þegar skotiö Bandaríkjunum aftur fýrir sig. Þessi ótti sem grefur undan mörgum fyrirætlunum og ráða- gerðum byggist á vandlega gerð- um ályktunum njósnaþjónustu og rannsóknarstofnana Banda- ríkjanna. Skýrsla Symingtons. Hér er til dæmis Symington skýrslan, gefin út af undimefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem safnaði í margar vikur vitn- isburðum háttsettra foringja í flugher og landher og leyniþjón- ustu: FLUGVÉLAFRAMLEIÐSLA. — ,Sovétrikin framleiða nú fieiri herflugvélar af nýjustu gerð en Bandaríkin og hafa gert það í þrjú ár. Herfllugvétasveitir Sovétríkj- anna hafa nú mörg þúsund fleiri flugvélar en Bandaríkin eiga. Sovétríkin framleiða núna tíu sinnum fleiri orustuflugvélar en Bandaríkin, og í orustuflugvéla- sveitum þeirra eru nú fleiri þot- ur en í öllum flugflota Banda- ríkjanna. Sovétríkin eiga fleiri þungar sprengjuflug\'élar en Bandarikin og framleiða þær í stærri stíl.‘ VÍSINDARANNSÓKNIR. — Framfarir í þróun og fram- leiðslu vísindalegra vopna af nýjum gerðum eru örari í Sov- étríkjunum en i Bandaríkjunum og Sovétríkin munu halda yfir- burðum sínum á þessu sviði, ef Bandaríkin breyta ekki gerðum áætlunum. Helmingi fleiri visinda- menn. og vcrkfræðíngar út- skrifast nú f Sovétrikjunum en i Bandarikjunum. Rannsóknarstöðvar Sovétríkj- anna í kjarneðlisvisindum og rafeindafræðum eru íullkomnari en nokkurs annars lands, og hinir sovézku vísindamenn kunna verk sitt mjög vel.‘ FUJGSKEYTI. — .Rússland byrjaði fyrr en Bandaríkin á að undirbúa framleiðslu flugskeyta og virðist hafa náð á þessu sviði verulegum árangri og að hafa farið fram úr Bandaríkjunum, að minnsta kosti að sumu leyti, í smiði langdrægari flugskeyta (tlugskeyta sem fara miili meg- inlanda, eða yfir 5000 km, og millilengdaílugskeyta, sem fava 800—3000 km). Vitnisburður liggúr fyrir um það að Rússar hafi skotið flugskeytum sem eru langdrægari en okkar og að þeir séu komnir jafn langt og Banda- ríkin, ef ekki lengra, í fram- leiðslu langdrægra flugskeyta". Staðfest af öðrum. Bosquet skýrir frá því að upp- lýsingar Symingtonskýrslunnar hafí verið véfengdar og því haldið fram að hún væri samin í því skyni að fá stjóm og þing Bandaríkjanna til að leggja . ^meira. fé til flughersins, sem aðallega annast framleiðslu flug- skeyta í Bandaríkjunum. En hann teíur ekki að þetta hafi við rök að styðjast og bendir á að Symingtonskýrslan hafi verið staðfest af aðila sem ekki sé hægt að saka um hlutdrægni í þágu flughersins. Hann á þar við skýrslu sem dr. James Killian, rektor Massa- chusetts Institute of Technology, samdi að tilhlutan Öryggisráðs Bandarikjastjórnar og í sam- vinnu við um fimmtíu vísindá- menn og iðjuhölda. í skýrslu Killians er m. a. komizt svo að orði: „Vegna þeirra framfara, sem orðið hafa í Sovétrikjunuin, munu yfirburðir Bandaríkja- manna í sambandi við sprengýn- ^ árásir milli meginlanda verða úrj ræða, sögunni þegar líður að sumri j vélar, ekki flugskcyti sem kemst meg- inlandanua á milli, en likur benda til þess að þau eigi flug- skeyti sem farið getur 1300 km og að þau ntuni eignast á árinu 1957 skeyti sem kemst helmingi lengra." Greinarhöfundur minnir á hinn bóginn á að ýmislegt bendi til þess að Bandaríkin hafi enn ekki fundið lausn allra hinna tnörgu vandamála í sambandi við stjórn þeásara tækja. Fjar- stýrðar flugvélar sem Banda- ríkjamenn hafa verið að gera tilraunir með hafa oftar en einu sinni, siðast fyrir rúmri viku, týnzt og enginn veit hvert þær hafa horfið. Og hann minn- ir einnig á að hér hafi ekki einu sinni verið um flugskeyti að heldur mannlausar flug- sem fara með minna en Einu flugskeytin sem Bandaríkjamenn hafa enn hafiö framleiöslu á í stórum stíl eru stuttdrœg skeyti sem œtl- uö eru til varna gegn sprengjuskeytum. Hér á myndinni sjást nokkur slík skeyti af geröinni Nike, sem nefnd eru í greininni. 1200 km hraða á klukkustund og því tiltölulega auðvelt að skjóta niður. Hann telur þetta benda ein- dregið til þess að Bandaríkin eigi enn ekki flugskeyti sem far- ið geta yfir 1000 km Ieið og að þeir búlst ekki við að geta. fram- leitit þau á næstunni. Hann segir að Bandarikja- menn telji að þeir hafi yfirburði yfir Sovétrík:n í framleiðslu stuttdrægra flugskeyta sem skot- ið er af jörðu og ætlað er að veita vernd gegn árásarskeytum fjandmanna. Bandaríkin eiga allmörg slík skeyti, kölluð Nike, Bomarc og Falcon. Síðastnefnda skeytið sem skotið er úr flugvél- um getur farið 7 km. Langdrægasta flugskeyti sem Bandaríkjamenn eiga nú nefnist Redstone og er byggt á V-2 skeyti Þjóðverja úr siðustu heimsstyrjöld. Það getur farið um 500 km vegalengd. Önnur unnið. Þau eiga vafalaust enn og langdrægari flugskeyti 1957, eí Sovétrikin hafa þá ekki þegar beinlínis náð yfirburðun- um þá. . . Og á tímabilinu 1960 til 1965 munu Sovétríkin hafa aigera yfirburði hvað snertir skeyti sem fara milli megin- landa.“ ÓLætt að trúa orðum. jit irra. Greinarhöfundur minnir á að Búlganín og Krústjoff hafi þrí- veús á undanförnum sex mán- uðum talað um „skeyti sem bor- ið geta vetnissprengjur hvert á land sem er í heiminum“ og segir þau r.mmæli bera vitni um að Sovétríkin geri sér ljósa þá yfirburði sem hinir bandarísku sérfræðingar telja þau hafa í framleiðslu slíkra skeyta. Og hann bætir við eftJrfarandi frá ráðherra þeim sem fer mcð mál bandaríska flughersins; Quarles: „Sovétríkin hafa aldrei státað af afrekum sem þau hafa ekki Bandarikjanna. Jupiter, Thor, Polaris, Atlas, Titan, eru enn á undirbúningsstigi. Tilraun sem gcrð var með flugskeyti af teg- undinni Thor i síðasta mánuði inistókst, skeytið komst ekki af stað. Engin vörn til. Bosquet vitnar í ummæli E;s- enhowers Bandaríkjaforseta eft- ir að Symingtonskýrslan var birt: „Okkur er engin knýjardi nauðsyn að vera jafnir Sovét- nkjunum að því er snertir sprengjuflugvélar til langferða," og telur að þau sýni að Banc'a- ríkjastjórn hafi gert sér ljóst að hún geti ekki bæði unrið kapphlaupið um sprengjuflugvól- ar og um flugskeyti. Hins vegar telji hún knýjandi nauðsyn að standa Sovétríkjunum á spo>ði í framleiðslu flugskeyta. Siðan segir hann: ★ „Sé það rétt að Sovétríkin ★ hafi þegar tekið í notkun. ★ flugskeyti sem komast 1300 ★ og 2500 km, eru allar ytri ★ herstöðvar Bandaríkjanna (í ★ Evrópu, Afríku og Asíu) inn- ★ an skotmáls skeyta sem ena ★ um langan tíma verður ekki ★ hægt að stöðva, því að þ; u ★ fljúga í 160 km hæð og með ★ 8000 km hraða á klukku- -k stund, samkvæmt nýlegri frá- ★ sögn Duncan Sandys (land- ★ varnaráðherra Breta).“ Eina vörnin, segir Bosquet, r sú að eiga sams konar vopn t;i að geta svarað í sömu mynt. Framfarir Sovétríkjanna. Greinarhöfundur ræðir allýt- arlega um þá miklu áherzlu sem, nú er lögð á það i Bandaiekj-. unum að ná aftur forustunni í smíði flugskeyta, en kemur síð-t an að því hvað muni hafa valdið hinum stórstígu framförum á þessu sviði í Sovétríkjunum, Hann segir: I „Ailt til ársins 1955 héldu Bandaríkin sig vera Rússum fremri á sviði hinnar : -ðrii tækni. Höfðu þau ekki safnað. til sin þegar fyrir styrjöldina öilum mestu vísindamönnum vestui’- landa? Höfðu þau ekki fengið til sín eftir stríðið snjöllustu sér* íræðinga Þjóðverja í flugvísind-* um og framleiðslu V-skeyta? Rússafnir voru yfirleitt taldir á« gætir eftirhermarar, en heiduþ ekki meira en það. Þessi skoðuví átti svo djúpar rælur, að íjöl-< margir ráðamenn töldu að Púss- ar myndu ekki geta leyst ;:eit1i verkefni, nerna að Bandar.'kja- menn hefðu leyst það fyrst. En sairtt kom það í ljós :ri<i> 1955 að þetta voru allt tálv niv, Á flugsýningunni (í Moskva) 1, maí það ár sýndu Rú ;sai’ sprengjuflugvélar af gerð, rng Bandaríkjamenn höfðu ekki bú« izt við að kæmi fram fyvr eil eftir mörg ár. Þessar sprengiu- flugvélar voru knúnar af þrj úi- loftslireyflum, sem voru hcini- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.