Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI; FRtMANN HELGASON Er íslenzka glíman Ég gat þess í svari mínu til Kristjáns H. Lárussonar að ég mundi í framhaldi af því varpa fram nokkrum spurningum varðandi glímuna, ef þær gætu orðið til þess að sýna fram á að það er illa við glímuna gert á flestan hátt. Það verður ekki annað sagt en að það sé rækt- arleysi við góðan vin, sem á sínum tíma var lífgjafi og endurvekjandi íþróttalífs í landi voru. Hún var líka að vissu leyti aflgjafi í þeirri þjóðernisvakningu sem af al- vöru greip hugi ungra manna um og eftir aldamótin. Þessu má íþróttahreyfingin ekki glejTna og þar eiga allir hlut að máli, en ekki sízt þeir sem hafa iðkað hana og haft for- ustu um hana, þeir verða að halda uppi merki hennar. Okkur er líka vandara við hana en aðrar íþróttir því hún er sérstæð fyrir okkur og við verðum að skapa henni reglur og fylgjast með henni á alla lund. Við getum ekki farið til annarra landa og séð reglur um íslenzka glímu, eins og um aðrar greinar íþrótta. Flestir sem koma nærri glím- unni eiga nokkra sök á því, hvernig komið er fyrir þjóðar- íþróttinni okkar. Verður nú vikið að sumum atriða, og varpað fram nokkr- um spurningum sem ég mun leitast við að svara og svo geta aðrir spreytt sig á því að finna réttu svörin. Framtið glímunnar veltur e.t.v. á því að rétt svör finnist. Hvað hefur orðið af öllum glímuköppunum ? Þegar maður litur yfir þá sem fara með mál glímunnar rekur maður augun í það að það eru þar tiltöíulega fáir sem hafa um langan aldur verið þátttakendur í glímu og þeir sem lengst hafa komizt og heztum árangri náð eru þar í miklum minnihluta. Nokkrir þeirra hafa fengizt við að kenna hana, en það er langt frá að það sé nógu almennt, og eftir þvi sem bezt verður vitað vantar alltaf glímukenn- ara. Afleiðingin verður eðlilega sú að hætt verður að kenna glímuna og með sama áfram- haldi legst hún alveg niður. I þessu efni verðum við að búa að okkar mönnum, því að menn annarra landa kunna hana ekki. Það er því ekki hægt áð fá erlenda kennara. Það verður því ekki hjá því komizt að gera mikla kröfu til þeirra glímumanna, sem lengst hafa komizt, um það að þeir fyrst og fremst vinni að því að viðhalda henni, leggi fram krafta sína til að gera hana lifandi og þannig að hún verði öðrum það sem hún þeim var, að því er ætla má, skemmtileg og aðlaðandi í- þrótt. I þessu efni hafa alltof marg- ir brugðizt glímunni, og þar með eiginlegá eiga þeir mikinn þátt í því að glímunni hnignar, og að hún skipar ekki eins veg- legt sæti meðal iþrótta á Is- landi og hún á skilið. Víst er, að ýmsir hafa ekki aðstöðu til þess að leggja stund á glímu- kennslu, en langtum stærri hópur hefur þó haft tækifæri til þess, ef þeir hefðu viljað eða verið glímunni trúir. Fyrsta grein Hér er þvi lýst eftir þéssum rnönnum og á þá skorað að beita áhrifum sínum í þá átt að viðhalda, bæta og leiða þjóðaríþróttina. Hví halda þeir ekki uppi áróðri fyrir glímunni ? Naumast. er haldið svo mót hér í Reykjavík t.d., að ekki sé frá því skýrt, sem þar ger- ist í blöðum bæjarins. Glímari er þó undantekning í þessu efni. Það má gott kallast éf getið er stiga þeirra sem giíma.: Á þetta horfa sérfræðingamir sjálfir, og láta sem ekkert sé. Það kemur þeim sýnilega ekk- ert við, hvort frá íþrótt þeirra er sagt eða ekki, hvort fræði- iega sé um hana rætt, átalið það sem illa er gert og því hælt sem vel er gert. Það er Fimmtudagur 7, marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 EHLENÐ TÍÐINDI eins og það hafi aldrei komið í hug þeirra að þetta muni hafa áhrif á tilveru hennar og viðgang, og það mikil áhrif. Hér hafa þeir líka brugðizt og það alvarlega, því umræður og frásagnir um atburði hafa mikið áróðursgildi. Varla getur verið að þeir hafi ekki tíma til að annast þetta, ekki eru mótin svo mörg að það ætti að taka mikinn tíma. Það hefur líka sýnt sig, að meðal glímumanna eru vel ritfærir menn. Það verður því ekki skilið af hvaða ástæðum þeir láta þetta þýð- ingarmikla • atriði svo niður falla. Elina skýringin gæti ver- ið sú að glímumenn eru allra manna viðkvæmastir fyrir því eem sagt er um þá og þá ekki sízt þeir sem fomstuna hafa, og af þeim ástæðum vildu þeir ekki taka á sig það að fella dóma um menn og málefni op- inberlega. Þetta væri sannar- lega að hopa af hólmi og varla glímumönnum sæmandi. En hver svo sem ástæðan er þá hafa þeir brugðizt þessum þætti mjög alvarlega. Ekki er því til að dreifa að blöðin mundu ekki taka greinar um glímuna, ef þær bærust. Af hverju eru glímuinót illa auglýst? Svo sem það er nauðsynlegt að skýra vel frá þvi sem ger- ist á glímumótum, og að fróð- ir menn um glímu geri það, Framhald á 11. síðu. Framhald af 6. síðu. hans hafa spáð Ghana hrak- spám og bent á fjármála- hneyksli, sem nánir samstarfs- menn Nkrumah hafa verið bendlaðir við síðustu árin. Að þeim frátöldum hefur sjálf- stjómin farið Ghanamönnum vel úr hendi. l^yrst um sinn hefur Ghana ekki bolmagn til að láta verulega til sín taka út á við. Fordæmi þess mun engu að síður hafa gífurlega þýðingu um alla Afríku sunnan Sa- hara. Atvinnuvegir landsins Namdi Azikíwe eni vel reknir, bæði kakó- rækt og námugröftur, en Ghanamenn grafa úr jörðu'®' mangan, gull og demanta. Stærstu námurnar eru að vísu í eigu brezkra félaga og brezk fyrirtæki ráða einnig yfir mestöllum kakóútflutn- ingnum. Lækkandi kakóverð 4 heimsmarkaðnum veldur því að nú gengur á 200 milljón sterlingspunda inneign Ghana í Bretlandi. Æðri menntun er komin lengra á leið en í nokkru öðru svertingjalandi Afríku, yf- ir 600 stúdentar eru sem stend- ur innritaðír í háskólann í Accra. Nkrumah hefur látið í ljós von um, að jafnóðum og lönd Vestur-Afríku öðlist sjálfstæði taki þau upp mcð sér nána samvinnu og myndi jafnvel sambandsríki. Bretar hafa þegar lieitið Nigeriu, fjölmennustu nýlendu sinni, sjálfstjórn innan skamms. Mestur áhrifamaður í Nigeriu er Namdi Azikiwe, sem mörgu sAÖpar til Nkrumah, en töluverður rígur er milli mú- hameðstrúarmanna í norður- hluta landsins og fylgismanna Azikiwes í suðurhlutanum. TJranska stjórnin hefur í fyrsta skipti beitt sér fyr- ir mjög takmarkaðri sjálf- stjóm til handa frönsku ný- lendunum í Aíríku, sem ná yfir gífurlegt flæmi en eru strjálbýlli en þær brezku» Frakkar virðast því eitthvaS hafa lært af reynslu sinni s Indó Kína og Norður-Afríku, en ekki taka þeir þó enn í mál að fylgja fordæmi Breta og heita nýlendunum fullu sjálf- stæði með. tímanum. í Kongó, hinni auðugu nýlendu Belga„ og nýlendum Portúgalsmanna eru nýlenduyfirvöldin alls ráð» andi, öll stjórnmálastarfsemii er bönnuð og refsað af mestut grimmd. Að öðru leyti ferst Belgum og Portúgalsmönnum ólíkt við Afríkumenn. I Kongó er þeim séð fyrir staðgóðri verklegri menntun og fá til- tölulega góð laun. I portú- gölsku nýlendunum er hina vegar farið með Afríkumenn eins og þræla. Syðst í Afríku eru svo brezku samveldislönd- in Suður-Afríka og Mið-Afr- íka. Þar eru landnemar frá Evrópu í miklum minnihluta meðal landsmanna en fara með Öll völd. Um allt þetta víðlenda meginland er vand- lega fylgzt með því sem gerist í Ghana. Hátíðáhöldin í Accra í gær eru merki þess, að nýtt tímabil er hafið í sögu Afríku. Sjálfstæði Ghana skýtur hin- um drottnandi minnihluta, Strydom og sálufélögum hans, skelk í bringu, en það vekur fögnuð í brjóstum 150 millj- óna undirokaðra Afríkumanna. M.T.Ó. Aðalfundur FiSN Aðalfundur var nýlega liald- inn í Félagi ísl. stúdenta í Osló. Var Ágúst Þorleifsson kjörina formaður. Félagsmönnum hefur fækkað mjög hin síðustu missiri og telja nú rétt aðeins tylftina. Ekki hefur þó orðið úr að> leggja félagið niður, enda efst á baugi styrkjamál og gjali- eyrisyfirfærslur, sem mönnura þykja nú orðið helzti lágarq enda mörg ár síðan þeim mál- um var skipað svo sem þao) eru nú, en verðlag hækkað á flestum vörum í Noregi sens annarstaðar. Bera stúdentar traust til stjórnai'valdanna, að þau geri þeim einhverja úr- lausn. — Ritari félagsins var kosinn Friðrik Þórðarson og ei' fréttin frá honum send. steihpöN Fjölbreytt úrval af TRULOFUNARHRINGIR. STEINHRINGUM 18 og 14 karata. — Póstsendum — Heimsvieistarakeppninni í ísknattleik, sem háð hefur veríð í Moskvu undanfarna daga, lauk í fyrradag með óvœntum, sigri Svía. Kepptu peir pá til úrslita við sovézka landsliöið og varð jafntefli, 4 mörk gegn 4. Svíunum nægöi jafnteflið til sigurs, par sem peir höföu unniö alla leiki sína fyrir úrslit en Sovétliðið gert eitt jafntefli. — Myndin er af hinum nýbökuðu, sœnsku hemismeisturum og var tekin við setningu keppninnar i Moskvu á döffnrmnr' l ■ j RANGEYINGAFÉLAGIÐ REYKJAVÍK ! SKEMMTÍFUM) ■ I heldur Rangeyingafélagið í Skátaheimilinu við Snorra- : braút, föstudagiim 8. marz, kl. 8.30. ■ DAGSKRÁ: Guðni Þórðarson segir frá Arabalöndum og sýnir kvikmynd þaðan. Skenmvtiþáttur með Rock’n roll sýningu, Dans. — Sigurður Ólafsson syngur með liljómsveitinni. : , Stjórnin * -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.