Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 r» Sendimenn frönsku sósíaldemókratastjórnarinnar hafa komið fyrir hundruðum líka á íþróttasvœðinu í Phillippeville í Alsír til þess að reyna að hræða þá sem eftir lifa og fá þá til að sætta sig við ofbéldi og kúgun mótspymidaust. Er pefía vestræní íreM Ifekkrar spurningar um viðhori fil alþjóðamála Morðöldin í Alsír er orðin einhver hörmu- legasta og stórfelld- asta hryðjuverkasaga sem um getur í sögu mannkynsins. Fyrir nokkru átti einn af for- ustumönnum þjóðfi’elsishreyf- ingar Serkja viðtal við dönsk blöð, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Þjóðviljanum, og sagðist þeim þannig frá: „Stríðið í Alsír kostar Frakkland 1,5 milljarð franka á liverjum degi (um 70 milljónir íslenzkra kr.). I landi okkar eru meira en 600 þósund franslrfr lier- menn, og sveitir ór her Atianzhafsbandalagsins í V-Þýzkalandi hafa jafn- vel verið sendar gegn frelsisliðum okkar. Auk þess lokar nær allur franski flotinn ströndum Alsír og meginhluti franska fiughersins tekur sem stendur þátt í bardögum gegn hersveitum okkar“. Og enn sagði þessi forUstu- maður Serkja, Abden’ahaman Haley, svo frá að Frakkar hefðu beitt öll- titm brögðum til að bæla niður frelsishreyfingu þjóð- . arinnar og á síðustu tveim árum hefðu 250.000 serk- neslrfr Alsírbóar verið drepnir. 250.000 drepnir — það þarf ekki að halda þvi fram við íslendinga að slík glæpaverk séu ekki þjóðarmorð. Og það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér einhverja hugmynd um hvílíkar þjáning- ar felast bak við þessa köldu tölu, þjáningar milljóna manna, karla, kvenna og barna. Fyrir hvern myrtan mann eru tugir sem liðið hafa sárustu þjáningar og líða enn. Serkirnir hafa verið hraktir af öllu bezta landinu í Alaír; 2,7 milijónir iiektara eru í eigu Frakka en eyði- mörkin er eftirskilin þeim innbornu. Og eins er myndin af öllum réttindum landsbúa. Þegar Serkir reyna að mót- mæla og berjast með verkföll- um, eru þau brotin á bak aft- ur með algeru ofbeldi; það er ekki langt síðan hingað bár- ust fregnir um það hvernig Frakkar svöruðu verkfalli með því að brjóta upp verzl- anir sem lokað hafði verið og reka verkafólk á vinnu- stað með byssustingjum og láta hermenn standa yfir því með alvæpni og hótunum um líflát ef ekki væri unnið. Serkir hafa því ekki átt ann- an kost en að reyna að svara ofbeldi Frakka með vopnaðri baráttu, en það hefur verið ójafn leilcur, annarsvegar illa búið og vopnlaust fólk, hins vegar nýtízku morðvél frönsku stjómarinnar. Pyiftdingai* Á bak við þessa ofbeldis- stefnu Frakka í Alsír felst kynþáttakenning af sama tagi og sú sem gagnsýrði þýzku nazistana. Hún birtist m. a. í því að Serkir sem handtekn- ir hafa verið eru látnir sæta misþyrmingum og pyndingum af svo ógeðslegu tagi að varla er nokkuð til samjöfnunar. Um síðustu áramót skýrðu sænsk blöð frá ýmsum dæm- um um aðfarir Frakka í Ar- sír sem vert er að ’rifja upp aftur og aftur. Eitt kunnasta borgarablað Svia, Gcteborgs Handels og Sjöfartstidning birti þannig viðtal við fransk- an liðsforingja 29. desember s.l. og sagðist honum þannig frá m.a.: „Við tókum enga fanga með þegar við færðum okk- ur um set. Meðan við vor- um kyrrir á sama stað voru handteknir uppreisn- armenn hafðir í snóning- um fyrir okkur. Þegar okk- ur var skipað að færa okk- ur til voram við vanir að fara með þá nokkur hundr- uð metra ót fyrir herbóð- irnar og brytja þá niður með skothríð ór vélbyssum. Sögurnar um pyndingar eru sannar. í minni lxer- sveit pynduðum við fang- ana til sagna og stundum líka án nokkurrar sérstakr- ar ástæðu. Eg lief sjálfur horft á t\’o fellagha* (skæruliða) pínda til bana.“ Þannig segist 25 ára göml- um varaliðsfoi’ingja í fallhlífa- sveit frá: „I minni hersveit var það álitinn sjálfsagður hlxitur að fangarnir væru pyndaðir. Oft voru síga- rettur slökktar á þeim berum og hver sem vildi mátti koma inn og veita Jxeim spark eða högg með- an yfirheyrslurnar stóðu yfir. Stundum var farxð með fangana á loft í heli- kopterflugvélmn. Þegar koinið var upp í nokkur hundruð metra hæð yfir jörðu voru dyrnar opnaðar og sagt við þá: „Leysið þið nó frá skjóðunni xmdan- dráttarlaust, annars verður ykkur sparlcað ót.“ Venju- lega var þeim hrint út hvort sem þeir sögðu allt af létta eða þögðu.“ Þessi liðsforingi segir, að fjöldi Frakka í Alsír haldi því fram í fyllstu alvöru, að eina færa leiðin sé að útrýma öllum aröbum og berbum í landinu. „Ei'tir nokkrar nætur er enginn vandi að sofa við kvein og óp pyndaðra fanga á næstu grösum. Ekkert er til sem maður lætur sér eins fljótt á sama standa og þjáningar annarra manna.“ Annar sænskur blaðamaður sem verið hefur í Alsír, Svante Lövgren frá síðdegis- blaðinu Expressen í Stokk- hólmi, hefur eftir einum frönskum liðsforingja í Alsír: „Yfirleitt tökum við alls eklrf fanga, því fylgir of mikil fyrirhöfn og áhætta. En séum við staddir nógu nærri herbúðunum getum við farið þangað með þá tíl yfirheyrslu. Þá eru raf- magnstækin sett í sam- ,band, annað skautið sett á stórutána. og hitt á getn- aðarliminn. Arabadjöflamir stcikkva í loft upp eins og flær og Ijóstra upp öllu sem þeir vita og meiru til. Nótímatækni er andskotan- um áhrifameiri.“ Þannig skýrðu fréttamenn sænsku borgarablaðanna frá því sem þeir höfðu orðið vís- ari um hina vestrænu menn- ingarbaráttu í Alsír, og fyrir nokkrum dögum birtust hér í Þjóðviljanum alveg hliðstæðar frásagnir úr frönsku blöðun- um sjálfum. AHIld íslaitds Það hefur verið furðu hljótt um morðöldina í Alsír í íslenzkum borgarablöðum, þau hafa ekki séð ástæðu til að skýra lesendum sinum frá því þótt fjórðungur milljónar manna hafi nú verið sviptur lífi í Alsír fyrir það eitt að berjast fyrir frelsi og sjálf- stæði, þótt þar séu ástund- aðar svo villimannlegar pynd- ingar að hliðstæður séu vand- fundnar. Þetta er þeim mun undarlegra sem íslendingar hafa verið gerðir beinir aðilar að atburðunum í Alsir. Alsír er hluti af landssvæði Atlanz- hafsbandalagsins sem við Islendingar erum taldir ráða yfir meðal annarra. Frönsku hersveitirnar hafa verið fluttar til Alsír með sér- stöku leyfi yfirstjórnar Atl- anzhafsbandalagsins og Atl- anzhafsráðsins í Paris, þar sem fulltrúi íslands á sæti, Vopnin sem Fralckar beita til að myrða og pynda Alsírbúa eru fengin samkvæmt þeirri „gagnltvæmu aðstoð“ sem ráð er fvrir gert í Atlanzhafs- bandalagssáttmálanum. Með þátttökunni í Atlanzhafs- bandalaginu bei’um við íslend- ingar fyllstu ábyrgð á morð- öldinni í Alsír, þeim glæpa- verkum sem þar ei-u framin innan Atlanzhafsbandalagsins og í nafni þess. Það mætti þvi heita lágmarkskrafa að Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir létu lesendur sína fylgjast með því sem er að gerast í Norðurafríku. En þvi fer víðs fjarri að svo hafi verið, og þá sjaldan að fréttir birtast eru þær einatt af- skræmdar til þess að óvirða og hrakyrða frelsisbaráttu landsmanna. Spnrntngar En ein saman þögn eða af- bakaðar fréttir nægja ekki þessum blöðum. Fyrir nokkr- um dögum spurði Vísir með nokkrum þjósti hvort mannúð færi eftir kynþáttum og átti þá við fréttir Þjóðviljans frá Alsír, að þær væru birtar í því skyni að skyggja á át- burðina í Ungvei’jalandi; sam- úð Þjóðviljans með Alsírbúum næði auðsjáanlega ekki til Ungverja! Nú er hér uin hreinan þvætting að ræða. Þjóðviljinn hefur ekki farið dult með fréttir af atburðun- um í Ungverjalandi; lesendur Þjóðviljans hafa sannarlega ekki þurft að leita til annarra til þess að fá að vita hvað þar hefur gerzt. En hitt dylst engum, hversu alvariegum augpxm sem hann kann að líta á það sem gerzt hefur í Ung- verjalandi, að atburðimir í Alsír eru margfalt stórfellari og alvarlegri. Blöð, sem telja sig endalaust barmafull af samúð með Ungverjum en eiga aðeins hrakyrði eða t bezta lagi þögn um fallna og pyndaða Serki, þjóna sjónar- miðum sem eru meira en ann- arleg. . En það er vert að íhuga nánar samanburðinn á Ung- verjalandi og Alsír. Það er mikil tízka að kenna kommún- istum og sósíalistum um allan heim um hina hörmulegu at- burði í Ungverjalandi, draga þá til ábyrgðar og krefja þá yfirlýsinga. Og það verður sannarlega ekki kvartað und- an því að kommúnistar og sósíalistar um allan heim hafi ekki tekið þessa atburði til grandgæfilegrar athugun- ar, liugleitt þá, rætt þá, deilt um þá og- reynt að myndo- sér skoðanir í samræmi við lífsskoðun sína og samvizku. Sósíalistar og kommúnistar um allan heim viðurkenna að í Ungverjalandi og Sovétríkjun- um hafi átt sér stað stórfelld og örlagarík mistök, ósamrým- anleg sósíalisma, og að slíkir atburðir megi aldrei framar endurtaka sig. Og þetta er of- ur eðlilegt; þannig hljóta heiðarlegir menn jafnan að bregðast við vandamálum. En hvað um fylgismenn kapítalismans ? Þurfa þeir ekkert að hugleiða og ræða ? Eru morð á hundruðum þús- unda manna, ógeðslegustu pyndingar og ofbeldi í sam- ræmi við lifsskoðanir þeirra og samvizku? Telja þeir þjóð- armorðið í Alsír aðeins eðli- legan og sjálfsagðan þátt auðvaldsskipulagsins ? Eða er samvizkan orðin gersamlega sljóvguð eftir tvær heims- styrjaldir kapítalismans, eftir kjamorkusprengjumorðin í Japan, eftir tortímingarstyrj- aldirnar í Kóreu, Indókína, Malakkaskaga, Madagaskar, Marokkó, eftir níðingsverkin í nýlendunum t. d. á Kýpur, eftir atvinnuleysið, skortinn og hungrið sem hvarvetna hefur verið einkenni auðvalds- skipulagsins kynslóð fram af kynslóð? Er þetta allt með felldu, á þetta svona. að vera, er þetta það skipulag sem mannkynið á að búa við? Það Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.