Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 3
Laugardagiir 9. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Islenzkir námsmenn eriendis fá nær aðra milljén í styrki og lán Iðnaður og verkfræði algengustii námsgreinarnar flestir læra í Þýzkalandi og Danmörku MenntamálaráÖ hefur lokiö viö aö úthluta styrkjum og iánum til námsmanna erlendis. Nema upphæðirnar nær hálfri annarri milljón, en umsóknir voru 337 talsins. 265 hafa fengiö lán eöa styrk. Langflestir námsmanna — eöa -yfir helmingur umsækj- enda — dveljast í Þýzkalandi og Danmörku, og þær námsgreinar sem flestir stunda eru iönaöur og verkfræði. • Á fjórðu síðu er birt skrá yfir úthlutun Menntamálaráðs, en hér fer á eftir greinargerð ráðsins fyrir úthlutuninni: Um framangreinda úthlutun námsstyrkja og tillögur um námslán vill menntamálaráð taka þetta fram: A fjárlögum 1957, 14. gr. B. II. a. og b., eru veittar kr. 875.000,oo til námsstyrkja og kr. 400.000,oo til námslána. Ónotuð námslán frá fyrra ári ivoru kr. 27.000,oo. Einnig eru veittáf sérstaklega á fjárlögum til söng- og tónlistarnáms er- lendis sb'r. 15. gr. A. XXXV., kr. 70.000,oo. Loks hafði ráðið,^ samkv. heimild frá mennta- málaráðherra, úthlutunarrétt á óveittum námsstyrkjum frá fyrra ári. Nam sú fjárhæð kr. 48.000,00. Alls voru því til úthlutunar kr. 993.000,oo til námsstyrkja og kr. 427.000,oo til námslána. Menntamálaráði bárust að þessu sinni 337 . umsóknir um styrki eða lán. Af umsóknun- um voru 186 frá námsfólki, sem -áður hafði hlotið styrki eða lán frá menntamálaráði. Árið 1956 bárust ráðinu 342 umsóknir, þar af 196 umsóknir um' framhaldsstyrki. Eftif dválarlöndum skiptast umsækjendur svo sem hér seg- ir: (samsvarandi tölur 1956 í svigum). Þýzkaland 99 (99), Danmörk - 90 (104); Noregur 29 (29), Svíþjóð 24 (21), Bretland 23 (24), Bandaríkin 23 (23), - Frakkland 20 (14), Austurríki 15 (13), Spánn 5 (6), Ítalía 3 Vilhjáimur Ein-' arsson keppir á IH-méti í kvöld ' Þriðja afmælismót Iþrótta- félags Reykjavíkur verður háð að Hálogalandi í kvöld; að þessu sinni verður keppt í 6 greinum frjálsra íþrótta: há- stökki, langstökki og þrístökki án atrennu, hástökld með at- rennu, kúluvarpi og stangar- stökki. Keppendur verða um 20 frá 4 félögum: ÍR, KR, Ár- manni og Héraðssambandi Strandamanna. Meðal kepp- enda verður Vilhjálmur Ein- arsson, sem nú tekur í fyrsta sinn þátt í opinberu íþrótta- móti eftir olympíuleikana í Mel- bourne. Hann mun keppa í öll- um atrennulausu stökkunum. Þá keppir m.a. Valbjörn Þor- láksson í stangarstökki, Guð- mundur Hermannsson í kúlu- varpi og Sigurður Lárusson í hástökki með atrennu svo ein- hver nöfn séu nefnd. Keppnin hefst kl. 8. (1), önmir lönd 6 (8). Nám í tungumálum og bók- menntum' stunda 34 (37), í hjúkrun, læknis- og lyfjafræði 24 (22.), í landbúnaði, sjávarút- vegi og náttúrufræði 42 (49), í iðnaði og verkfræði 123 (126), í listum 39 (31), í uppeldis- fræði, heimilisiðnaði og íþrótt- um 18 (23), í hagfræði, verzl- un og viðskiptum 20 (22), í ýmsum námsgreinum 37 (32). Veittir bafa verið að þessu sinni styrkir að fjárhæð .sam- tals kr. 943.000,oo. Skiptast þeir þannig: Framhaldsstyrkir kr. 412.500,oo, nýir styrkir kr. 462.500,oo og söng- og tón- listarstyrkir kr. 68.000,oo. Sam- þykktar hafa verið tillögur um lán að fjárhæð kr. 414.500,oo. Eftir er fullnaðarafgreiðsla á umsóknum nokkurra náms- manna, vegna þess að full- nægjandi vitneskja um nám þeirra og próf var ekki fyrir hendi. Að öðru leyti er úthlut- uninni lokið. Námslánin eru vaxtalaus meðan á námi stendur. Afborg- anir hefjast þremur árum eft- ir próf eða eftir að námi er hætt. Lánin greiðast á 10 árum með 3V2% vöxtum. Lántakend- ur verða að útvega tvo á- byrgðarmenn, sem mennta- málaráð tekur gilda. — Náms- styrkirnir eru yfirleitt borgaðir út erlendis af sendiráðum ís- lands og í gjaldeyri dvalar- lands styrkþega. Otborgun styrkja lii námsmanna á Spáni, í Austurríki o. fl. löndum, þar Framhald á 4. síðu Hagsmunir Kóka-kólaverksmiðjunnar skulu ráða skipulaginu! Meirihluti bæjarstjórnar ákvað' í fyrradag aö láta hús- byggingu kókakóla-verksmið'junnar á Melum ráða skipu- iagi á horni Nesvegs og Hofsvallagötu. Var þetta sam- þykkt meö 10 atkv. gegn 4 í bæjarstjórninni. Guðmundur Vigfússon benti á að óhyggilegt myndi að slá því föstu nú að láta þetta gamla verksmiðjuliús móta framtíðarskipulag á þessum stað. Kvað hann erfitt að ganga. á sæmilegan liátt frá skipulagi þarna með því að ætla verksmiðjuhúsi þessu að falla inn í skipulagið. Mistökin í skipulagsmálum bæjarins sem gerð hefðu verið á undanförnum árum væru svo margvísleg og áberandi að bæj- arstjórn bæri að fara varlega í ákvarðanir sem orkuðu tvímæl- Próíessor lón Steífensen flytur á morgun srindi nm bein nafnkunnra manna úr grunni Skálholtskirkju Á morgim (sunnudag) kl. 2 e.h. mun prófessor Jón Steffensen flytja fyrirlestur fyrir almenning í hátíöasal háskólans, en hann nefnir Nokkrar athuganir á beinum nafngreindra manna úr gnmni Skálholtskirkju. Fyrírlesturinn mun fjalla um ir Vídalínshjónanna, Finns bisk- grafir í grunni síðustu dómkirkj- unnar í Skálholti, þeirrar er Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa. Tímans vegna verður þó eigi unnt að geta ýtarlega nema fárra þeirra, og verða það graf- Ný kjörbáð Kron Framhald af 1. síðu. Við hlið kjörbúðarinnar verða starfræktar mjólkurbúð og fisk- búð, svo að handhægt verður fyrir húsmæður að kaupa í mat- inn á einuin stað. Hús það, sem kjörbúðin er í, hefur Einar Júlíusson bygg- ingarfulltrúi teiknað, en Skúli Norðdahl arkitekt hefur teikn- að kjörbúðina og skipulagt inn- réttingu hennar. Múrvinnu ann- a.ðist Markús Guðmundsson, en trésmíðavinnu þeir Guðlaugur Stefánsson og Karl Einarsson. Þeir hafa og annazt alla smíði búðarinnréttingar, að því er trésmíði lýtur. Rafgeislahitun hf. sá um raflögn og hitalögn, en húsið er hitað upp með raf- geislakerfi. Málningarvinnu unnu málarameistararnir Björn Olsen og Ástþór Jónsson, en skreytingu búðarinnar annaðist Kjartan Guðjónsson listmálari. Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi hafði aðalumsjón með bygg- ingunni og öðrum framkvæmd- um verksins. Verzlunarstjóri hinnar nýju kjörhúðar verður Halldór Jóns- son, en hann hefur kynnt sér fyrirkomulag og rekstur kjör- húða erlendis og einnig unnið að því að koma upp slíkri verzlun í Keflavík. ups Jónssonar og Hannesar biskups Finnssonar. Útliti þess- ara manna verður lýst eftir því sem bein þeirra láta í té efnivið til þess og sú lýsing þorin sam- an við skráðar heimildir af út- liti mannanna og myndir af þeim, hafi þær varðvéitzt. LYKILLININ að auknum viðskiptum et auglýsing í Þjóðviljanum 1S. íhaldið, Bárður og Petrína höfðu þessi aðvörunarorð að engu og samþykktu tillöguna um að verksmiðja Björns Ölafsw sonar skyldi ráða skipulaginui um alla framtíð! Landsilokkaglíman verður háð í íþróttahúsinu að Háloga- landi 22. marz n.k. Keppt verð- ur í 3 þyngdarflokkum full- orðinna, svo og í drengjaflokki og unglingaflokki, ef næg þátt- taka fæst. Er þess vænzt að þát.ttaka verði mikil, en þátt- tökutilkynningum á að. skila fyrir 17. þ.m. til glímudeildar Ungmennafélags Reykjavíkur, sem sér um mótið. Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík Meistarafélag húsasmiöa í Reykjavík hefur opn- aö skrifstofu á Laufásveg 8 í Reykjavík, í hús- næði Landssambands iðnaöarmanna. Sími félags- ins er til að byrja með sími Landssambandsins 5363. Skrifstofufólk Landssambandsins annast af- greiðslu mála félagsins og upplýsingar á venju- legum skrifstofutíma, en stjórn félagsins er til viötals alla þriðjudaga frá kl. 21—22. I dag opna ég undirritaður matvörubáð að Sundlauga\ egi 12 undir nafninu „LUNÐUR66 Ólafur Guðmundsson Hafnfirðingar Baza.r Berklavarnar verður í Sjálfstæðishúsinu í dag klukkan 6. Rerklavörn HAFNARFIRÐI Kópavogsbúar í dag veröur opnuð ný kjörbúö aö HlíÖarvegi 19, og veröa þar á boðstólum kjöt og nýlenduvörur Frá sama tíma hættir félagiö rekstri búðarinnar við HafnarfjarÖarveg Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.