Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 6
 sf>) — ÞJÓBVILJINN — Laugardagur 9. marz 1957 ÐVIIJINN Útgefandi: , SameiningarfLokkur alþýöu — Sósialistaflokkunnn Gerbreytt viðhorf Rokkað í Breiðfirðingabúð Guðsp,jallasöngvar, dans~ æði miðalda og rock ’n rolí 17'yrir nokkrum dögum birti *■ Þjóðviljinn ýtarlegu frá- sögn um kapphlaup stórveld- anna um úrslitavopnið, eld- flaugar sem borið geta kjarn- orkuskeyti og vetnissprengjur meginlandanna á milli án þe3s að nokkrum vörnum verði við komið. Þessi nýju vopn ger- breyta öllum hefðbundnum | viðhorfum í hernaðarmálum, og tslendingum ber að gera sér grein fyrir áhrifum þess á stöðu landsins í alþjóðamál- iim Tj’inn helzti sérfræðingur Bandaríkjanna í hermál- um, mr. Petersen, fram- kvæmdastjóri heimavarnanna, lýsti hinum nýju viðhorfum á þennan hátt fyrir fulltrúa- deild Bandaríkjaþings: „Eftir eitt eða tvö ár, árið 1960 eða síðar, mtmu flugskeyti sem ■ geta borið vetnissprengju ' meginlandanna á milli verða vopnin sem mestu máli skipta. Þegar þetta úrslitavopn kem- ur til sögunnar, munu allar fyrirætlanir um vemd og hrottflutning (óbreyttra borg- ara) reynast einskis nýtar“. ' Og yfirstjóm bandaríska flot- ans gaf þessa lýsingu á hinu gerbreytta ástandi: „Kjam- orkuverið í Oak Ridge, stál- iðjuverin í Youngstovvn og Pittsburg, olíuhémðin og efna- verksmiðjurnar í suðurfylkj- unum, allt Nýja England, New York fvlki, Pennsylvanía og öl! Atlanzhafsströndin era nú in".an skotmáls hinna nýju kjarnorkuflugskeyta, sem hægt væri að skjóta úr sov- ézkum langferðakafbátum". /\g þannig má tilfæra eitt ” dæmið af öðru frá þeim aðiium sem gerzt eiga að vita um að allar fyrri kenningar um sókn og vöm í hernaði eru úreltar, allt það hemaðarkerfi, sem miðað er við fyrri vopna- tegundir, er að verða að fom- minjum, meðal annars her- stöðvar þær sem hrjá þjóðirn- ar um allan heim eins og við Islendingar þekkjum bezt af eigin raun. Y’Trslitavopnin, eldflaugarnar, eru enn ein sönnun þeirr- hr augljósu kenningar að ís- lendingum er engin vemd að hernáminu, það færir okkur ekkert öryggi. Hin nýju vopn eru þess eðlis að það er ekki hægt að verjast þeim, að sögn bandarískra herfræðinga sjálfra. Þessi sannindi em að vísu engin nýung fyrir okkur Islendinga, þau hafa verið augljós hverjum sem lagt hef- ur á sig einhverja hugsun, enda hefur hemámsliðið ekki sýnt nokkum lit á því að það væri hér statt til þess að vernda líf og limi og eignir Islendinga. Engu að síður er .fróðlegt að gera sér grein fyr- ir því að „öryggiskenningin" verður þeim mun fráleitari sem þróunin heldur lengra. Tfins vegar hafa hernáms- ** menn reynt að halda því fram að engu að síður eigum við Islendingar að fórna okk- ur í sameiginlega þágu, sem útvarðsstöð Bandaríkjanna, þannig að radarkerfið hér fái pata af væntanlegri árás og láti vita í tíma vestur um haf. En einnig þessi kenning um að fórna íslendingum í þágu herraþjóðarinnar er hrunin til gmnna. Eldflaugar þær sem verið er að framleiða fara með slíkum hraða að þær myndu þjóta yfir endilangt Island á ca. tveimur mínút- um! Ef radarkerfið yrði á annað borð vart við slíka sendingu í háloftunum myndi frásögnin um hana berast vestur um haf ámóta fljótt og eldflaugin sjálf! llið umfangsmikla herstöðva- kerfi Bandaríkjanna átti sem kunnugt er að hafa þann tilgang að vemda heimaland- ið. Ef til styrjaldar kæmi áttu átökin að skella á herstöðvun- um, en Bandaríkin sjálf áttu að vera hólpin eins og í síð- ustu styrjöld. Nú er þetta gerbreytt, Bandaríkin sjálf em opin og varnarlaus fyrir eldflaugaárásum eins og hver annar staður á yfirborði hnattarins. Þetta gerir það að verkum að hið herfræðilega gildi herstöðvanna er ger- breytt, og kenningin um „hlekkinn í vamarkeðjunm-‘ er hmnin til grunna eins og allar aðrar „röksemdir“ her- námsmanna. 0"" II minnir þessi þróun eftir- minnilega á þá einföldu staðreynd að það er ekki til önnur vernd en vernd friðar- ins, aðeins öryggi sátta og samkomulags. Verði hinum nýju vopnum nokkru sinni beitt verða fáir blettir heims- byggðarinnar samir eftir, og vopnaviðskiptin munu skipta meira máli en leikslokin. Þaðt hefur verið mikill siður í vest- rænum heimi að skopast að öllu tali um frið og telja sam- komulagstilraunir gagnslausar og verri en það, en sú skoðun kann að breytast, eftir að sér- fræðingum ber saman um að Sovétríkin hafi nú forustu í eldflaugagerð, hafl ámóta yf- irburði í smíði úrslitavopns- ins og Bandarikin höfðu um skeið í gerð kjarnorkuvopna. Og varla ætti lengur að þurfa að rökstyðja það hversu ein- sætt það er að íslendingar túlki stefnu friðar og sam- komulags hvenær sem þeir láta til sín heyra á alþjóða- vettvangi. Það hefur alltaÞ veríð fáránlegt að við skul- um vera þátttakendur í hern- aðarbandalagi, en aldrei hefur það verið fráleitari fíflska en nú. Og Islehdingum er það ekki aðeins lífsnauðsyn að losna við hernámið, það er þáttur- í óhjákvæmilegri þró- un, og geta aðeins fávísir rat-J ar streitzt á móti. < |>okkið er búið að leggja ** undir sig heiminn. Svalirn-. ar í Stjömubíói nötra^ á hverju kvöldi undir takföstu stappi hundraða fóta, eftir að aðgöngumiðar að Rock around the Clock hafa verið rifnir út á rúmum klukkutíma. Við Paramount kvikmyndahúsið við Times Square í New York varð um fyrri helgi að kalla á vettvang 175 manna ríðandi lögreglulið til að hafa hemil á 15.000 unglingum, sem fylltu húsið á sex sviðsýningum og 7 kvikmyndasýningum fyrsta daginn sem plötuknapinn Al- an Freed, sem telur sig höf- und nafnsins rokk ’n roll, stjórnaði þar rokkdagskrá. Um tíma leit út fyrir að efri svalimar í Paramount myndu hrynja undan stappi rokk- dýrkenda, svo að ekki þótti þorandi annað en reka 1200 manna hóp úr sætum sínum. 1 Chicago hefur hans tign Samúel kardínáli Stritch látið frá sér fara hirðisbréf, þar sem kaþólskur ungdómur er varaður við þeim vélabrögð- um, sem myrkrahöfðinginn hefur að dómi kardínálans falið í rokkinu. I Leníngrad kváðu framtakssamir náungar hafa skoríð söng Elvis mjaðmagrindar Presleys á notaðar röntgenfilmur og selja þessar heimatilbúnu hljómplötur á fimmtíu rúblur stykkið. I London var lög- reglukona barin í rot þegar BiJI Haley bar að garði með hljómsveit sína. I Osló stöðv- aði æskulýðurinn alla umferð með dansi á götunum eftir sýningar á mynd Haleys, Rock around tlie Clock, og tók að velta bílum þegar lögregl- an ygldi sig út af umferðar- teppunni. 1 Jakarta hrundu kvikmyndahússvalir undan rokklátum. I Japan kom til götubardaga milli unglinga. og lögreglu eftir sýningar á rokkmyndum í kvikmynda- húsum. Yfirforingi bandarísku flotastöðvarinnar Newport bannaði rokk í skemmtiklúbb sjóliðanna, eftir að tíu særðust og níu lentu í svartholinu þeg- ar rokkdansleikur snerist upp í blóðugan bardaga. Rokk- söngvari í Vancouver átti lög- reglunni líf sitt að launa, þeg- ar 2000 áheyrendur gerðu sig liklega til að láta hrifningu sína í ljós með því að slíta hann í sundur á milli sín. Sálfræðingar, klerkar, kenn- arar og tónlistarmenn eru önnum kafnir að skýra tökin, sem rokkið nær á unga fólk- inu. „Rock ’n roll er bara nýtt nafn á svíng,“ segir Al- an Freed. „Það er rytminn sem fer í krakkana. Þau hungrar eftir tónlist sem þau geta dansað eftir, allir eru fyrir löngu orðnir þreyttir á dúllurum.“ 1 Bandaríkjunum, þar sem rokkið kom upp, hafa múgsálfræðingar alla tilburði til að rannsaka fyrirbærið. Að svo stÖddu hafi þeir helzt kom- izt að þeirri niðurstöðu, að sál- fræðilega sé rokkið arftaki dansæðisins, sem gekk hvað eftir annað yfir Evrópu á mið- öldum eins og eldur í sinu. „Háttbundin hegðunarmynst- ur“ kalla sálfræðingar þetta, einhver einn gefur sér lausan tauminn og smitar á skammri stundu heilan hóp. Á miðöld- um var fyrirbærið kallað dans heilags Vítusar. Þá fóru hóp- ar manna með söng, dansi og hljóðfæraslætti um götur og vegi. Hvar sem dansendur fóru um yfirgaf fólk verk sín og gekk í dansinn. Svo sterk tök hafði dansinn á mönnum, að þeir linntu ekki látum fyrr en þeir ultu útaf örmagna. Y?n hvert á þá tónlistin, sem *-J hefur þessi áhrif, rætur sínar að rekja? Um það mál segir Francis Newton, jass- gagnrýnandi New Statesman and Nation: „Roek ’n roll er nefnilega ekkert annað en bandarísk alþýðutónlist, svert- ingja og hvítra manna, sem gerð hefur verið útgengileg verzlunarvara; það er að segja útvötnuð, skrílfærð, svipt því lítilfjörlega tækni- lega og mikla mannlega gildi sem hún er gædd, en skreytt allskonar sölumennskubrögð- um“. Á síðustu árum hefur sala á hljómplötum með al- þýðutónlist aukizt verulega. Dæmi þess er gengi námu- mannasöngs eins og Sextán tonn. „Rokkið er ekkert ann- að en viðurkenning kaup- sýslumanna á, að þama hefur myndazt nýr smekkur, ;sem hægt er að græða á“, segir Newton. Rokkið á mest að sækja til tveggja greina bandarískrar alþýðutónlistar, blúsanna og guðspjallasöngv- anna. I raun og veru er þetta eitt og hið sama að öðru leyti en því að efnið í textum blús- anna er eins veraldlegt og hugsazt getur, en guðspjalla- söngvamir eru trúarljóð, sungin með miklu klappí og stappi í samkomuhúsum heit- trúarflokkanna í Biblíubeltinu í bandarísku suðurfylkjunum. Háttbundnar og ákafar lík- amshreyfingar eru þar snar þáttur í guðsdýrkuninni. Inn- fjálgi rokkara í Breiðfirðinga- búð og iðrandi syndara sem hefur fundið sinn lausnara við guðspjallasöng í bænahúsi í Ozarkfjöllum er innst inni sama hálfósjálfráða taugavið- bragðið. Unglingar hvarvetna eru gæddir svo miklu fjöri og Hfsþrótti, að það þarf ekki annað en háttbundinn hávaða til að koma fiðringi í fæturna á þeim, svo að löngunin til að stappa og dansa verður övið- ráðanleg. Tilfinningaauður þeirra sjálfra er svo' mikill, að þeir sætta sig við vesæl- ustu gervitónlist, ef hún hef- ur aðeins nógu sterkan rytma að bjóða. Annars hefup rokk ’n roll gert tónlistinni nokkurt gagn, með því að vekja athygli á blúsum og guðspjallasöngv- um, en eftirspurn eftir hljóm- plötum með þeim hefur vaxið verulega síðan rokkið komst, í tízku. l^ngum blandast hugur um ■*J að rokkið á eftir að hverfa jafn skyndilega og því skaut upp eins og önnur hliðstæð tízkufyrirbæri. En meðan að- dráttarafl þess endist er það væn féþúfa fyrir ýmsa aðila. Elvis Presley, sem lærði mjaðmavagg sitt og söngtakta í bænahúsum í' Bíblíubeltínu í Texas, er orðinn milljónafyr- irtæki. Síðasta ár seldi R.C.A.- Victor 13.500.000 einstakar plötur með söng Presleys auk 2.750.000 plötualbúma. Þar og hjá fleiri hljómplötufyrirtækj- um er unnið á þrem vökrtum Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.