Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 9
4 10. tölublað rr* Eéttar vatn Kvæðið Réttarvatn er úr kvæðaflokki, sem nefnist á sjó og landi. Jónas orkti þann flokk á síðustu árum ævi sinriar úti í Kaupmannahöfn, þegar hann kom aftur úr ferðum sínum um ísland. Það mun hafa verið á árunum 1844—1845. Efst á Arnarvatns-hæðum oft hef ég fáki beitt; þar er allt þakið í vötnum, og þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér; ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Jónas Hallgrimssosi, ORÐSENDINGAR Ugla í Vik. Blaðið með textanum skal ég láta senda þér. Orðasamband- ið „hún er ekkí öll þar sem hún er séð“ þýðir nokkum veginn, henni er ekki alveg treystandi, því hun er öðruvísi, en framkoma hennar gefur til kynna. Fjórar heimasætur í Suðursveit. í seinasta blaði var textinn „oft spufði ég mömmu“. Hina textana munum við taka til athugunar. Því miður getum við ekki birt allan þann grúa, sem okkur berst af ..nýtízkudömum“ hvaðanæva af landinu, en við þökkum ykkur og öllum þeim, sem sent hafa myndir af þokka- dísum. Þið ættuð að breyta til og senda við og við eitthvað annað til dæmis litlar sögur, fer- skeytlur, smáleikþætti og ferðasögur. Systa. Þökk fyrir bréf- ið þítt. Þér var alveg ó- hætt að senda tvisvar í skriftarsamkeppnina, það er sízt verra. Það verður birt mynd af Gunnari M. Magnúss í blaðinu mjög fljótlega. Dísa. Við munum í næsta blaði gefa þér eins greið svör og kostur er á við spurningu þinni um dýragarða. Skriftin er ekki slæm miðað við ald- ur þinn, en þú þarft að vanda þig alltaf, ef þig langar til að skrifa lýta- laust. Það er ágætt að nota forskriftarbækur til að æfa sig í. Bækur Guð- mundar í. Guðjónssonar eiga vel við stafagerð þína. Bréf frá Önundar- firði Kæra Óskastund’ Ég þakka þér innilega fyrir alla skemmtunina, sem þú hefur veitt mér á liðnum árum. í hvert skipti sem pósturinn hef- ur komið, hef ég flýtt mér að gá hvort nokkur Óskastund væri í honum. Því miður hefur fyrsta blaðið af Óskastundinni á þessu óri glatazt á leið- inni og þykir mér leitt að tapa því. Ég á hin öll. Nú langar mig til að vita hvort ekki er hægt að fá það sent. Gaman væri að fá fleirí krossgátur í blaðið. Hvernig væri að efna tíl samkeppni meðal lesenda blaðsins um frumlegasta dulnefnið. Það held ég gæti orðið spennandi. Svo langar mig afar mikið til að vita hvað hægt er að lesa úr skrift- inni minni, það eru allir sammála um að hún sé mesta hrafnaspark. Hefur þú fengið mörg bréf frá Önundarfirði? Vertu svo blessuð og sæl. Þín Þóra, Þetta er fyrsta bréfið, Framhald á 3. síðu ILaugardagur ff. marz 1957 — S. árgangur —• Þegar ég var enn drengur innan við ferm- ingu átti faðir minn leir- Ijósan hest, sem hét Leiri. Hann var litill vexti, en ókaflega liðugur. Fót- viss var hann með af- brígðum og úthaldsgóður. En hann hafði það líka til að vera var um sig í haganum, ef hann hafði grun um að ætti að nota hann. Svo hændur var hann að folöldum að oft lagði hann á sig mikið erfiði við að fylgja eftir stóðhrossum, ef folöld voru í hópnum. Urðu að því vandræði þegar Leiri fannst ekki í marga daga vegna þess að hann hafði slegizt í för með stóðinu, sem var ekki við eina fjölina fellt og lifði gjör- ólíkt heimvönum notkun- arhestum. En allt þetta fyrirgafst Leira vegna þess hve duglegur hann var og lipur jafnt á sléttum vegi sem á ófærum. Vegna þess hve ungur ég var hafði ég ekki mikið saman við Leira að sælda, þó fór ég stundum á bak hans bæj- arleið, einkum ef ekki voru fleiri samferða, en Leiri hafði það til að SAGA UM LEIM vera dálítið viljugur í sainfylgd. Ein ferð er mér þó minnisstæð. Ég hafði far- ið fram í Skorradal í sendiferð. Ég reið Leira. Á bænum þar sem ég kom voru böm og dvald- ist mér þar lengi, en Leiri var á beit í girð- ingu alllangt frá bænum. Þegar ég hafði leikiðméi; og hugsaði til heimferð- ar. var eitthvert barn- anna sent til að sækjá Leira. Þegar hann vau teymdur í hlaðið og kormi auga á mig hneggjaðíi hann glaðlega og rak snoppuna í fötin min„ þar sem ég stóð meðal hinna barnanna. g hef stundum hugs- að um það síðan hvað Leiri muni hafa sagt við mig þá, hefði hann mátt mæla. Minningin geymist þo mörg ár séu liðin og Leiri litli hafi fyrir löngu lokið hlutverki sínu og verið lagður til hinztts hyUdar. Óskar Þórðarson frá Haga HELGI HJÖRVAR les úr Islendingasögunum fyrir börrl ITtvarpsráð hefur á- J kveðið að gera til- raun með lestur fornrita í útvarp fyrir börn. Það hefur falið Heiga Hjörv- ar að sjá um lesturinn, sem mun hefjast á mánu- daginn kemur. Lesturinn stendur yfir í 15 til 20 mín. í hvert skipti, og verður á mánudögum og fimmtudögum og er á- kveðið að honum veiðí haldið áfram til páska að minnsta kosti. Hér er um hreina tilraun að ræða af hálfu útvarps- ráðs og Helga Hjörvars. Ritstjóri Óskastundar- innar átti símaviðtal við Helga Hjörvar um þetra Framh. á 3. síöu ÍÞRÓTT! RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON ¥el ð< mm ÍR-ingar sigruðu Íslandsmeisíarana í körfuknattleik Fyrsti þáttur í hátíðahöldum þeim, sem ÍR gengst fyrir í sambandi við 50 ára' afmæli sitt var fimleikasýning og körfu- knattleikskeppni. Áður en sýningarnar hófust gengu keppendur og sýningar- fólk undir fána inn í salinn. Þar flutti formaður ÍR Jakob Hafstein ávarp, og bauð íþrótta fólk og gesti sem voru margir, velkomið til hátíðahalda ÍR. Taldi hann það vel til fallið að fyrsta atriðið í hátíðahöldunum væri einmitt fimleikasýning. Á fyrstu árum hefðu það verið fimleikar sem félagið hefði beitt sér fyrir og um skeið voru fimleikaflokkar ÍR góðir og gátu sér orðstír bæði heima og erlendis. Jakob gat þess að IR hefði ætíð fylgt þeirri stefnu að tileirika sér nýjar greinar í- þrótta. Á éftir ávarpi formanns hófst fimleikasýningin, en það var kvennaflokkur undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur sem sýndi. Stúlkur þessar munu hafa æft á annan vetur undir handleiðslu Sigríðar og töldu fróðir menn, að með tilliti til æfingatímans hefði sýningin tekizt undra vel. Að lokinni sýningu kvenn- anna gekk stofnandi ÍR A. Bert elsen fram með fagran blóm- vönd í hendi og afhenti þess- um glæsilegu blómarósum ÍR blómin, sem þakklæti fyrir góða og áuægjulega sýningu. Næsta atriði var körfuknatt- leikur kvenna og kepptu þar ÍR og KR. Eru bæði liðin byrjendur í þessari giein. Leik- ar fóru þannig að afmælisbarn- ið vann með 12 stigum gegn 8. Síðari leikur kvöldsins var milli Islandsmeistarana, Iþrótta félags Keflavíkurflugvallar og ÍR. Var beðið miklum spenningi eftir þeim leik. Leikar fóru þannig að afmælisbarnið vann þann leik einnig og það með meiri yfirburðum en nokkrum datt í hug. Höfðu þeir sýnt miklar framfarir frá því í vet- ur. Fékk IR 46 stig en IKF 26 stig. Þetta fvrsta kvöld ÍR var í alla staði hið ánægjulegasta og ríkti skemmtileg hrifni í saln- um allt kvöldið. Sigge Ericsson keppir ekki meira í vetur Sænski skautahlauparinn Sigge Ericsson hefur látið hafa eftir sér að hann muni ekki keppa í fleiri skautahlaupum í vetur. Ástæðan er sú að hann hefur verið ásakaður fyrir að hafa ekki „gert sitt bezta“ ’ 5000 m hlaupi um daginn í landskeppni við Norðmenn. — Hann mun því ekki keppa í Bergen í landsleik þar og held- ur ekki í nokkrum öðrum skautahlaupum sem hann hafði áður ákveðið. Deilt hefur veiið fast á Sigge fyrir 5000 m hlaupið, og fram- koma hans þar ekki talin í hin- inn rétta íþróttaanda. Frá sýningu kvennajlokks ÍR (Ljósm. Þór Sig.) Skíðagöngubraut opnuð við Laugardalsieikvanginn íþróttabandalag Reykjavíkur hefur haft forgöngu um að koma upp göngubraut hér í Reykjavík, þar sem hægt er að ganga 4 km í Landsgörigu Skíðasambandsins á sjálfu bæj- arlandinu. Hefur verið útbúin ágæt skíðabraut utan í fláanum umhverfis Laugardalsvöllinn nýja, er hringurinn um 470 m á lengd og þarf að ganga rúm- lega 8 hringi. Var brautin vígð í fyrrad kl. 2 og gengu hana Benedikt G. Waage, forseti líS.Í., Bragi Kristjánsson, formaður Olymp- íunefndar íslands, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Gís’i Halldórsson formaður Í.B.R., tílfar Skæringsson formaður Skíðaráðs Reykjavíkur, Baldur Jónsson vallarstjóri og Sigur- geir Guðmannsson framkv.stj. Í.B.R. Var veður hið fegurst ■- og hrautin mjög góð, renns gott og tók gangan um 30 mín.. Verður brautin opin fr mánudegi til föstudags í næst viku ld. 2—8 s.d. Verður starfs- maður þar við, sem skráir þ4 sem vilja ganga leiðina og at- hendir merkin. Fjölbreytt úrval af TRÚLOFUNARHRINGIR STEINHRINGUM 18 og 14 karata. — Póstsendtim —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.