Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1957, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (f> „Á einum stað í hinu víð- lenda þýzka ríki, þar sem her- mannahælar glymja á götu- steinum, þar sem hergöngu- lög gjalla og þar sem heræf- ingahróp bergmála í herskál- um---- sem sagt: á einum stað í þýzka keisaradæminu, nánar tiltekið í Prússlandi, það er að segja á lögreglu- stöðinni í Potsdam, situr Vil- helm nokkur Púgt, skósmiður að menntun, og híður þess að einhver hinna tignu herra með gullnar nefklemmur, ógnvekj- andi yfirskégg og nauðrakaða svírissvíra láti svo lítið að inna erindi hans.“ Þetta er nokkurskonar sviðslýsing í upphafi leikrits- ins sem útvarpið flytur í kvöld. Það heitir Höfuðsmað- urinn frá Köpenikk (Der Hauptmann von Köpenick) og er eftir þýzka rithöfundinn Carl Zuckmayer. Höfundur- inn, sem fæddist árið 1896 í smábænum Nackenheim í Rín- arbyggðum, samdi leikritið ár- ið 1931; og fór það síðan sig- urför frá landi til lands. Þeg- ar nasistar komust til valda leitaði Zúckmayer úr landi, og bjó síðan um hríð í Banda-' ríkjunum. Það er augljóst að höfundur Höfuðsmannsins frá Köpenikk gat ekki vænzt góðrar sambúðar við nasista og ríkiskerfi þeirra. Leikritið er hlæjandi ádeila á þýzkan heraga, biturt skop um þýzka skriffinnsku, napurt háð um blint vélgengi þýzkrar her- skipanar. Leikritið hæfði þeim mun betur í mark sem það var ekki með öllu spunnið upp í huga skáldsins, heldur byggðist á sannsögulegum at- ur var þá 57 ára gamall og hafði dvalizt í fangelsum "^rjúgan hluta ævi sinnar. Eins og í leiknum framdi hann fyrsta þjófnað sinn út úr peningavandræðum, fékk ó- 2000 marka verölaun voru heitin peirn er handtœki höfuðsmanninn falska, og hér les Vilhelm Fúgt „ó- ~bxeyttur“ tilkynningu um pað. hæfilega harðá refsingu, gat hvergi fengið vinnu er hann var látinn laus. Hann varð að stela áfram til að hjara. En það var stolt hans í niður- lægingunni, á sama hátt og í sjónleiknum, að hann. stal aldrei frá einstaklingum, heldur aðeins frá opinberum stofnunum — enginn fátækur varð fátækari af verknaði hans. Svo var það eitt sinn er Vilhelm Fúgt var enn að nýju kominn undir lás og slá, að hann trúði samfanga sín- Borgarstjórinn í Köpenikk, fangi höfuösmannsins, kveður konu sína áður hann sé fluttúr til Berlínar burðum; og er nú að segja frá þeim. Aðálpersóna leikritsins heit- ir Vilhelm Fúgt, og svo nefnd- ist einnig skósmiðurinn sem gerði þýzka herinn að aðhlát- ursefni heimsins á haustmán- nðum 1906 — hálfri öld áður en vestrænar lýðræðisþjóðir voru önnum kafnastar að end- urreisa hann enn að nýju, eftir morð og hrun tveggja heimstyrjalda. Fúgt skósmið- um fyrir þvi að nú yrði endir á. þessu hundalífi; þegar hann kæmi út, skyldi hann taka herinn í þjónustu sína og gera eitthvað stórt, Vilhelm nokk- ur Fúgt skyldi sýna þeim í tvo heimana. Og Vilhelm nokkur Fúgt af- plánaði refsingu sína og var látirin laus. Hann labbaði sig til fornsala eins í Potsdam og keypti af honum sæmileg- an höfuðsmannsbúning., Hann hélt til Köpenikk, útborgar Berlínar, með búninginn í pappaoskju undir hendinni, fór inn á salerrii á járnbraut- arstöðinni og skipti þar um föt — nákvæmlega eins og í leikritinu. Út úr sálerninu kom reffilegur Ir'-fuð.smaður í þýzka hernum; sá hélt á öskju undir hendinni (með gömlu fötunum í), bað fyrir hana í farangursgeymslu stöðvarinnar og hélt síðan brott — tigin persóna í hin- um keisaralega þýzka her. Nú segir ekki fleira af Vilhelm Fúgt höfuðsmanni í bili, en siðar þennan sama dag hittir hann á þjóðvegin- um fyrir utan Köpenikk lítinn herflokk sem hafði verið að æfingum, en var nú aftur á leið til herbúðanna. Höfuðsmaður- inn skipaði flokknum að nema staðar, hvað hann og gerði, tókst á hendur stjórn hans í nafni keisarans og sneri hon- um inn til bæjarins. Skýrði hann liðþjálfanum frá því í Hems Rúhmann sem höfuðsmaðurinn frá Köpenikk í nýlegri pýzkri mynd eftir leikriti Zuckmayers. fáum orðum að „byltingar- fundur“ stæði yfir í ráðhús- inu í Köpenikk, og væri það verkefni þeirra að leysa fund- inn upp. Keisarinn lifi! Héldu þeir nú allir til ráð- hússins í Köpenikk og slógu hring um það. Sjálfur fór hinn nýbakaði höfuðsmaður í liinum keisaralega þýzka her inn í ráðhúsið, ásamt nokkr- um mönnum úr flokknum, þar sem þeir handtóku borgar- stjórann pg alla starfsmenn embættisins. Höfuðsmaðurinn skipaði iiðþjálfa sínum að flytja fangana. til Berlínar, en sjálfur varð hann eftir til að setja nýja bæjarstjórn og Þessi mynd var tekin árið 1908, er Vilhe’m Fúgt var látinn laus úr Tegeler-fangelsi eftir afplánaöa refsingu fyrir herhlaupið i Köpenikk. Berlínarbúar fögmiöu honum, par sem hann ók um göturnar. huga að „kassanum“. Kass- inn kom bráðlega í leitimar, og voru í honum 4000 mörk í reiðufé. Stakk höfuðsmaðúr- inn þeim í vasa sinn, hélt síð- an aftur einn síns liðs til járnbrautarstöðvarinnar, sótti öskjuna, fór inn á salernið og kom þaðan út óbreyttur borg- ari — atvinnuleysinginn og þjófurinn Vilhelm Fúgt skó- smiður. Fregnin um herhlaupið i Köpenikk barst eins og eldur í sinu um allt landið og síðan um alla álfuna — m"rgum var ósárt þótt þýzki herinn yrði fyrir dálitlu skakkafalli; bað var hle^ð ,nð honum um þvera og endilanga Evrópu. En höfuðsmannsins týnda var leitað dyrum og dyngjum í hálfan mánuð, en þá kom Vil- heim Fúgt í leitirnar; sam- fangi hans, sem fyrr er getið, leysti frá skjóðunni. En það var ekki hætt að hlæja þótt sökudólgurinn væri fund’nn. Það ^ar einmitt ennþá skemmtiiegra að maðurinn, sem lék á her hans keisara- legu hátignar, skyldi vera þjófur og tugthúslimur sem ekki átti að bera neitt skyn- bragð á hermannlega aðferð. Og nú sýndu þýzk dómsvöld nokkurn snefil af skynsemi: þau dærndu Villielm Fúgt í mjög væga refsingu, miðað við þann virðingarhnekk sem herinn hafði beðið af tiltæki hans. Er hann hafði afplánað refsinguna, hélt hann til Lúx- emborgar. Fé það, sem honum hafði safnazt í síoustu fanga- vistinni, notaði hann til að koma sér upp skósmíðastofu; og stundaði hann þar iðn sina í friði og spekt til dauðadags 1922. Þannig lifði hann fyrri heimstvrjöidina, er hinri keis- aralegi ’: þýzki her hugðist hefna hlátursins frá 1906. Seytján árum síðar gerði hann annað tilhlaup. Og enn er hann ltominn í rAshoIuha. Leikrit Zuckmayers, sem Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.