Þjóðviljinn - 12.03.1957, Page 9
Þriðjudagur 12. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (ö
RITSTJÖRI: FRtMANN HELGASON
V-
Góður árangur á sundmóti ÍH
Mótið hófst með því að for-
maður ÍR ávarpaði gesti og
bauð þá velkomna til mótsins.
Hann sagði, að einmitt í ár
væru liðin 48 ár síðan fyrsti
ÍR-ingurinn tók þátt í sund-
keppni og að þessi sundmaður
væri einmitt hér staddur. Bað
hann forséta ISÍ, en sá var
maðurinn, að koma til sín að
hljóðnemanum og þakkaði hann
Ben. G. Wáge fyrir það sem
hann hefur gert fyrir sundið og
íþróttirnar og sitt gamla fé-
lag ÍR. Hylltu áhorfendur
Benedikt með ferföldu húrra-
hrópi.
Fyrsta keppni kvöldsins var
100 m baksund og bætti Guð-
mundur Gíslason metið á vega-
lengdinni um tvær sek., en
hann átti sjálfur eldra metið.
Verðui' gaman að fylgjast með
þessum unga manni, sem bætir
árangur sinn á hverju móti, og
það ekki með neinum smámun-
um. Árangur Ölafs Guðmunds-
sonar var líka mjög góður og
mun hann sjaldan hafa syntj
vegalengdina á betri tíma.
í 100 m skriðsundinu var Pét-
ur öruggur sigurvegari, en tími
hans var ekki sérlega góður.
Gylfi Guðmundsson var í öðru
sæti og í þriðja sæti var Guð-
mundur Sigurðsson frá Kefla-
vík. Hann hélt í við keppinauta
sina 125 m en þessi frammi-
staða hans bendir til þess að
með meiri þjálfun geti hann
veitt áður en langt um líður,
hai’ða képpni beztu mönnum
á þessari vegalengd.
200 m sundið var mjög
skemmtilegt og af sjö kepþend-
nm syntu 5 undir 3 mín, Sig.
Sigurðsson vann, en keppnin
milli hans og Torfa Tómasson-
ar var mjög tvísýn og ekki
skildi þá nema 1/10 úr sek. við
markið. Einar Kristjánsson,
sem emx er drengur, er mjög
gott efni í bringusundmann og
vai’ð þi-iðji í þessari keppni.
Ungur smávaxinn maður úr
Keflavík vakti á sér athygli í
sundi þessu en hann heitir
Höi’ður Finnsson og synti á
2,59,9, og fimmti maðux'inn sem
synti undir 3 mín. var Magn-
ús Guðmundsson úr Keflavík.
Eitt glæsilegasta afrekið á
mótinu var 400 m skriðsund
Helga Sigurðssonar. Hann
bætti tímann um hvorki meira
né minna um nær 6 sek. Pét-
ur Kristjánsson og Magnús
Guðmundsson úr Ægi réðu ekki
Við hinn mikla hraða sem Helgi
byi’jaði með, og þessi vega-
lengd er líka of löng fyrir Pét-
ur.
I eina boðsundinu á mótinu
var sett glæsilegt fslandsmet,
en það var í 3x100 m þi’ísundi
og var sveit afmælisbarnsins
þar að verki. Guðmundur Gísla-
son synti fyrsta sprettinn fyrir
SR og gaf mikið forskot og
synti á sama tíma og hann
gei’ði í fyrsta sundinu. Hann
var þó búinn að synda 100 m
ski’iðsund og setja ágætt
Öl’engjamet á 50 m flugsundi,
svo sjá má að Guðmundur er í
mjög góðri þjálfun, enda ann-
ars fullmikið að láta hann
keppa svo oft á sama móti.
Næstur Guðmundi synti Ólafur
bringuáundið, en Þorgeir Ólafs-
son úr Áxmanni vann svolítið
upp forskotið, en það var sveit
Áimanns sem veitti harðasta
keppnina. Gylfi tók siðan við
og synti skriðsundið og fyrir
Ármann synti Pétur, og gerði
það snilldarlega, ekki sizt þegar
tekið er tillit til þess, að hann
var rétt áður búinn að synda
400 m Gylfi neytti allrar orku,
en Pétur dró heldur á; bilið
var þó of mikið til þess að
mögulegt væri að sigra. Tími
Sveitar ÍR var líka glæsilegt
met sem var betra en lands-
metið, bæði landssveitar og eins
félagssveitar, en það.yar sett í
Abo 1949, og var það 3,33,6,
félagsmetið var 3,40,0. Árang-
ur sveitar Ánnanns var einnig
undir félagsmetinu gamla.
Sigurvegaramir í 100 m og
400 m skriðsundi fengu litla
bikara sem Ólafur Logi Jónas-
son gaf.
Keppnin milli þeirra Ágústu
Þoi’steinsdóttur og Sigríðar Sig-
urbjörnsdóttur í 50 m bringu-
sundi var mjög tvísýn og
skemmtileg, og fór hún svo að
Sigríður var sjónarmun á und-
an en báðar höfðu sama tíma.
Þessar stúlkur era í mjög
góði’i þjálfun. Þær léku það að
synda næstum báðar leiðir í
kafi. — Ágústa synti 100 m
skriðsund á mettíma.
ÍIRSLIT:
1 (Mí m baksimd:
1. Guðm. Gíslason IR 1,11,6
2. Ólafur Guðmundss. ÍR 1,15,6
3. Sig. Fiáði'iksson ÍBK 1,20,0
100 m skriðsund:
1. Pétur Kristjánsson Á 1,01,5
2. Gylfi Guðmundsson ÍR 1,02,7
3. Guðm. Sigurðsson IBK 1,05,0
100 m skriðsund kvenna :
1. Ágústa Þorsteinpd. Á 1,09,3
2. Mai’gi’ét Ölafsdóttir Á 1,29,2
200 m bringusund karla:
1. Sigui’ður Sigui’ðss. ÍA 2,53,0
2. Tox-fi Tómasson Æ 2,53,1
3. Einar Kristjánsson Á 2,58,3
400 m skriðsund:
1. Helgi Sigurðsson Æ 4,49,5
2. Pétur Kristjánsson Á 5,28,4
3. Magnús Guðmundss. Æ 5,33,0
Gunnar Nielsen
gerist knatt-
spyrnumaður
Samkvæmt nýjustu fréttum
frá Danmörku, lítur ekki svo
út að við fáum að sjá hinn
fræga og ágæta hlaupara Gunn-
ar Nielsen meðal danska lands-
liðsins í frjálsum íþróttimi í
sumar. Þar segir pð- hann hafi
nú áfonnað að hætta keppni í
hlaupum, og gei’ast knatt-
spymumaður.
Félag það sem hann gengur
í er Akademisk Boldklub. Hann
ætti að hafa úthald.
100 m skriðsund drengja:
1. Guðm. Gíslason IR 1,04,3
2. Sólon Sigurðsson Á 1,11,8
3. Sigurjón Hanness. SH 1,12,6
50 m flugsund drengja:
1. Guðmundur Gíslason IR 33,0
2. Birgir Jónsson Á 38,5
3. Tómas Zoega Á 40,2
50 m bringusund drengja:
1.. Einar Kristinsson Á 36,2
2.-3. Hörður Finnsson IBK 37,6
2.-3. Birgir Dagbjartss. SH 37,6
3x100 m þrís.und:
1. Sveit ÍR 3,36,2
2. Sveit Ármanns 3,39,3
3. Sveit ÍBK 3,46,0
Mót þetta var einnig stiga-
mót og skiptu félögin stigunum
þannig á milli sín: Ármann 38,
ÍR 31, Ægir 16, ÍBK 9V2, ÍA 5
og SH-41/o.
-<*>
Valbjörn Þorláksscm.
Fjögur íslandsmet sett é innan-
hússmóti ÍR í frjálsum íþróttum
Vilhjálmui: Einanssou setti nýtt met í þrístökki, langstökki og hástökki
án atcennu, en Valibjöm Þosiláksson í stangazstökki
Áður en keppnin hófst ávarp-
aði Jakob Hafstein áhorfendur
og keppendur og gat þess að
nú væri í fyrsta ' sinn keppt
innanhúss í stangarstökki á op-
inbera móti. Það hefur alltaf
verið áhugamál okkar ÍR-inga
að leggja sem mest af mörkum
til eflingar frjálsum íþróttum i
landinu. Félagið hefur fengið
frægan þýzkan þjálfara og við
vonum að það verði félagi okk-
ar til góðs og ekki síður öðrum
íþróttamönnum landsins. Við
höfum óskað eftir samvinnu
við FRl til hagræðis fyrir
frjálsíþróttamenn yfirleitt.
Keppnin í þrístökki og stang-
arstökki fór fram samtímis. í
fyrsta stökki stökk Vilhjálmur
undir Islandsmetinu, nema eitt
sem hann gerði ógilt. íslands-
metið var 9,82, en stökk Vil-
hjálms voru: 9,53, — 9,83, —
9,84, — 9,92 — ógilt, 9,86. Dan-
íel átti nokkuð góð stökk, voru
þrjú þeirra um og yfir níu og
hálfan metra.
I langstökkinu, sem líka var
án atrennu, hafði Vilhjálmur.
forustuna í keppninni og ekki
vantaði nema 2 sm að liann
næði meti sínu sem er 3,26, og
var það vel gert eftir að hafa
keppt í þristökkinu. Vilhjálmur
byrjaði á 3,11 og átti eitt stökk
lakara (3,09). Stígur Hex’lufs-
son KR stökk í fyrsta og síð-
asta stökki sínu 3,11, og nægði
það honum til að verða annar í
keppninni. Guðmundur Valdi-
marsson frá Héraðssambandi
Strandamanna varð þriðji, og
hann varð einnig í sama sæti í
þrístökkinu.
Imxanhússmetið J, stangar-
stökfó bætt um 20 sm
Stangarstökkskeppnin var
mjög skemmtileg, Fjórir kepp-
endanna fóra yfir 3,60 en þá
heltust úr lestinni Brynjar
Jensson og Valgai’ður Sigurðs-
son, sem er nýr ÍR-ing-ur sem
lofar góðu sem stangarstökkv-
ari. Brynjar stökk 10 sm hærra
en hann hefur áður gert inni.
Heiðar Georgsson og Valbjörn
fóru yfir 3,91 sem er betra en
Vilhjálmur Einarsson
Islandsmetið í innanhússstang-
arstökki. Hærra fór Heiðar ekki
en hann stökk 30 sm hærra en
hann hafði áður gert inni. Val-
björn hélt áfram, yfir 4,00 m
og 4,10, og munaði ekki miklu
að hann færi yfir 4,20. — Við
framkvæmd stangarstökksins er
komið fyrir lágum pöllum sem
mynda um 20 m langa ati’ennu-
bi’aut, og gróp fyrir stöng-
ina komið fyrir á enda pall-
brautarinnai’. Þennan árang-
ur stangarstökkvaranna veiJSnr
að telja mjög glæsilegan.
Glæsiíygt met Vilhjálms
í hástökfó
Það var mikil. eftirvænting í
sambandi við hástökkið án at-
rennu. Mundi Vilhjálmi takast
að bæta met sitt, 1,58, eftir að
hafa keppt bæði í langstökki og
þi’ístökki? Hæðin er komin upp
í 1,55 og þar fellir hann S
fyrstu tilraun, svo það lítur
ekki vel út. í næstu tilraun fer
hann yfir. Það er hækkað upp á
I, 60, og enn fellir hann, en ’í
annarri tilraun tókst allt veE„
og Islandsmetið er bætt um 2
sm. Það er hækkað upp í 1,65.
,,Ef hann stekkur þetta getur
hann alveg éins sett heimsmt/*
sagði sessunautur minn sernx
veit hvað hann segir. Vilhjálm»
ur einbeitir sér, og fólkið I
salnum er hljótt og vill í hu z-
anum lyfta undir „uppáhaldið’*
sitt. Og hvað skeður, Vilhjál a-
ur fer yfir í fyrstu tilraun! og
hví skyldi hann ekki geta seft
heimsmet, það eru „aðeins 8 sm
í það“ ? Þetta sýndi hvílikur af-
reksmaður Vilhjálmur er, að
vinna þetta afrek eftir að hafa
keppt í tveim greinum sama
kvöldið með toppárangri.
Armann J. Lárusson koxn
á óvart í kúluvarpi
1 kúluvarpinu voru aðeir -
þrír keppendur. Guðmundur
Hernxannsson vann með nokkr-
um yfii’burðum, en það eei ~
kom mest á óvart var Árman i
J. Lárusson sem varpaði kú -
unni 14,26 m. Er vafalaust mik-
ið kúluvarparaefni í Áimanr:
ef hann fengi tilsögn, en e.t
kastlagi hans má ráða að han:
er byrjandi eða heíur ekki no ••
ið nægrar kennslu. Hann hefi r
einmitt margt af því sem góði r
kúluvax’pari þai’f að hafa. Þrið.
maður var Guðjón Guðmund --
son úr KR og kom hann einní v
nokkuð á óvart með því as
varpa kúlunni 14,12 m, þvi
kúluvarp hefur ekki verið fér—
grein hans.
Óvænt úrslit í hástökki
með atrennu
Þegar hástökkskeppnin hófta
Framhald á 10. síðu.