Þjóðviljinn - 12.03.1957, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. marz 1957
Pétur Hraunijörð
Framhald af 6. síðu.
flest í Reykjavík, af níu börn-
um sém þau eignuðust. Eftir
að Pétur fluttist til Reykja-
víkur hefur hann unnið lát-
laust almenna verkamanna-
vinnu, var í Dagsbrún, mjög
áhugasamur og skilningsgóð-
ur félagi, enda skildi hann
hvar skórinn kreppir, þar sem
þau hjón hafa lengst af lifað
við kröpp kjör, mikla ómegð,
og þurft mikið á sig að
leggja. Þess er vert að geta í
þessu sambandi, að Pétur taldi
verkamannafélagið Dagsbrún
sérstakt kjörbarn, sem á allan
hátt væri skylt að standa
saman um. Fljótlega komst^
hann því í trúnaðarráð fé-
lagsins, og var í hinni fyrstu
nefnd, sem undirbjó stofnun
byggingafélagsins, er síðar
reisti hina fyrstu verkamarma-
bústaði hér í bæ. Síkviku.r
áhugi hans fyrir félagsriálum
alþýðunnar, var þess va’.dairdi
að hann hvatti félaga sína
bæði á vinnustað og í vina-
hópi.
Pétur Hraunfjörð
Honum var ljóst að hamingja
mannkynsins var fyrst og
fremst undir því komin að
vinna saman að hinum ýmsu
flóknu þróunarmálum, og með
því að stuðla að réttlæti og
jöfnuði þegnanna. Hinn van-
burða ber að styðja; var hann
og barngóður með afbrigðum.
I sálfræðilegum efnum hallað-
ist hann fyrst og fremst að
spíritismanum, hvað viðkom
skilningi á viðhorfi til and-
lega lífsins, enda kynnti hann
sér þetta æðimikið. Bókelskur
og sílesandi, aukandi fróðleik
sinn og þroska.
Það var ánægjulegt að tala
við Pétur um marga hluti,
svo var hann reifur, fróður og
hjartahlýr. 1 eðli sínu var Pét-
ur trúhneigður, og elskur að
ljóðum, orti fjölda ljóða og
vísna, sem flest bera vitni um
trúhneigð og mannvináttu.
Vér söknum Péturs sem hins
trausta, velviljaða og harð-
greinda alþýðumanns. Minn-
ingin um hann er því björt og
góð, — og mun lengi vara.
Vér samhryggjumst fólki
hans, og óskum að hin ljúfa
minning um hann verði því til
styrktar og hjálpar í áfram-
haldandi starfi og lífi, og að
hans bezti óskadraumur megi
rætast.
Har. S. Norðdahl.
í þróttir
'•’ramhald af 9. síðu.
gerðu allir ráð fyrir að keppnin
mundi standa milli Ingvars
Hallsteinssonar og Sigurðar
Lárussonar. En það óvænta
skeði að Ingvar féll úr keppn-
inni fyrstur og Sigurður felldi
| það snemma að hann varð
hugsaði Þriðji, en Guðjón Guðmundsson
mikið um alvarleg efni, stjórn-
mál, sálfræði, félagsmál og
fékkst æðimikið við skáldskap.
ð*--------------------------
Stúdentamótið
Framhald af 7. síðu.
af fullum krafti. Fram til
skamms tíma hefur verið unnið
að því að tryggja fjárhagsleg-
an grundvöll mótsins. Alþingi
Veitti 40 þús. króna styrk á
nýafgreiddum fjárlögum, en
áður hafði bæjarstjórn Reykja-
víkur samþykkt 20 þús. kr.
framlag til mótsins.
Kostnaður íslenzkra aðila, þ.
e. Skáksambands fslands og
Stúdentaráðs Háskóla íslands,
er áætlaður rúmar 100 þús. kr.
Stærsti kostnaðarliðurinn staf-
ar af þeirri skuldbindingu ís-
lendinga að greiða 2/3 far-
gjalds fjögurra keppenda frá
hverju landi frá Kaupmanna-
höfn til Reykjavíkur og til
baka, og er miðað við fargjald
á 2. farrými á Guilfossi. Ekki
er unnt að skýra nánar frá
öðru undirbúningsstarfi; það er
svo umfangsmikið að nauðsyn-
legt verður að ráða fastan
starfsmann eða framkvæmda-
stjóra mótsins, þegar líður að
vori. Líklegt má þó telja, að
skákkeppnin fari fram í í-
þróttahúsi KR við Kaplaskjóls-
veg, en þar er einn stærsti fá-
anlegur salur í bænum, og er-
lendu skákmönnunum verði1
séð fyrir gistingu í einhverjum
bæjarskólanna. Ekki hefur
enn verið gengið frá neinum
samningum um þetta. En frá
þessu öllu mun nánar skýrt
síðar.
í. H. J.
og Heiðar Georgsson urðu að
keppa um fyrsta sætið með
aukastökkurn; þeir fóru allir
þrír yfir’ 1,75 m.
Mótið í heild var skemmti-
legt og gekk vel. Það bitnaði
svolítið á hástökkvurunum með
atrennu hve þröngt var, þeir
urðu að bið? svolítið.
tíP^LIT:
Langstökk án atrennu:
1. Vilhjálmur Einarss. ÍR 3,24
2. Stígur Herlufsson KR 3,11
3. Guðm. Valdimarss. HSS 3,06
Þrístökk án atrennu:
1. Vilhjálmur Einarss. IR 9,92
2. Daníel Halldórsson IR 9,57
3. Guðm. Valdimarss. HSS 9,09
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,10
2. Heiðar Georgsson IR 3,91
3. Brynjar Jensson IR 3,60
Hástökk án átrennu:
1. Vilhjálmur Einarss. ÍR 1,65
2. Valbjörn Þorláksson IR 1,50
3. Stígur Herlufsson KR 1,45
Kúluvarp:
1. Guðm. Hermannss. KR 14,81
2. Árm. J. Láruss. UMFP 14.24
3. Guðjón Guðmundss. K : 14,12
Hástökk með atrennu:
1. Heiðar Georgsson IR 1 75
2. Guðjón Guðmundss. KR 1.75
3. Sigurður Lárusson Á 1,75
Vilhjálmur Einarsson fékk
flest stig úr atrennulau-u
stökkunum og hlaut fyrir þeð
farandbikar sem Pfaff gaf á
sínum tíma.
HLJÖMSVEITASTJÖRAR
Hljómsveit óskast í Breiðíirðingabúð
frá næstu mánaðamótum
Sendið umsóknir ásamt upplýsingum um hljóðfæra-
skipan og nöfn meðlima til félagsins, pósthólf 1338
fyrir n.k. þriðjudagskvöld.
STJÓRN FÉLAGS ÍSL. HLJÓMLISTARMANNA
Vantar húsnæði
Einhleypur, reglusamur húsasmiður óskar eftir
stofu með samliggjandi, litlu herbergi og geymslu-
plássi einhversstaðar í húsinu. Gjörið svo vel
að hringja. í síma 80410 milli kl. 7 og 8 á kvöldin.
ÞYZKAR PIPUR
filterhreinsara
Söluturninn við Arrmrhöl
Innflutningsskrifstofan
hefur hinn 14. f.m. sett reglur um verðlagningu
sem að áliti þeirra, sem við verzlun fást, eru fjarri
því að vera í samræmi við kostnað við innkaup vara
og dreifingu þeirra.
Samkvæmt gildandi lögum ber að miða allar
verðlagsákvarðanir við þörf fyrirtækja sem hafa
vel skipulagðan og hagkvæman rekstur, en það á-
kvæði hefur verið þverbrotið með hinum nýju reglum.
Óhjákvæmileg afleiðing verðlagsákvæðanna er
stórfelídur taprekstur verzlana, sem svo leiðir af sér
minnkandi vöruúrval og í ýmsum greinum vöruskort.
Af hinum nýju verðlagsreglum hlýtur ennfremur
að leiða versnandi verzlunarkjör fyrir almenning,
þar sem öll verzlunarstarfsemi og þjónusta í þess-
um efnum lamast.
Horfur eru á, að verðlagsákvæðin komi harðlega
niður á hinum fjölmenna hópi launþega í landinu
sem fæst við verzlun og vörudreifingu.
Vegna þeas, að innflutningur og viðskipti að
öðru leyti munu fyrirsjáanlega dragast saman,
hljóta ríkissjóður og útflutningssjóður að missa af
tekjum, sem gert hefur verið ráð fyrir.
Það er harmað, að horfið skuli frá þeirri stefnu
að auka frjálsræði í viðskiptum og láta eðlilega
samkeppni fyrirtækja innbyrðis um hagkvæm iim-
kaup og þjónustu við almenning ráða úrslitum um
vöruverð. Það öryggi um verðlag, sem auk þessa
hefur verið talið felast í tilveru samvinnuverzlana
og einstaklingsreksturs hlið við hlið, er nú einskis
metið af yfirvöldunum, en ströng höft tekin upp að
nýju.
Undirrituð samtök krefjast þess, að horfið verði
frá núverandi stefnu í verzlunarmálum, og teknir
upp frjálslegir verzlunarhættir, en að öðrum lcostí,
að gildandi reglum sé breytt í það horf, að tekið
sé fullt tillit til raunverulegs kostnaðar við innkaup
og dreifingu vara í landinu.
Samband smásöluverzlana
Verzlunarráð íslands
Kaupið vísitölubré
Tryggið fjármuni yðar og kaupið hin skattfrjálsu vísitöiubréf veðdeildarinnar.
Bréfin eru til sölu í bönkum, sparisjóðum og hjá verðbréfasölum.
Landsbanki Islands