Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 6
3); — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. nmí 1957 PIOÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur álpýðu — Sósialistaflokkurinn Yfirlýsing um blómlegan hag Vísir segir í gær að svo sé nú kreppt að „framtaks- tnönnum" þjóðfélagsins að ó- vænlega horfi. Ber hann sig einkum aumlega út af stór- eignaskattinum sem nú verður íiagður á tiltölulega fámenna auðmannastétt til þess að tryggja það að þeir sem mest- um gróða hafa safnað á tímum Verðbólgunnar taki ríflegastan Jþátt i sameiginlegum byrðum. í>etta þykir Vísi og heildsölun- um hið versta ranglæti en al- J)ýða manna er á allt annarri Ækoðun. Hún mælir sannarlega ekki auðstéttina undan því að Inna af hendi sinn hlut af því Eem þjóðfélagið þarf að leggja á þegnana í því skyni að halda uppi framleiðslunni og standa undir nauðsynlegum fram- kvæmdum eins og íbúðabygg- Ingúm, en eins og kunnugt er rennur stóreignaskatturinn ó- Skiptur til byggingalána bæði til sjávar og sveita. ¥ harmatöíum -sínum gleymir * Vísir ekki vinum sínum í Félagi islenzkra iðnrekenda. Kveður Vísir iðnaðinn „sigla In-aðbyri inn í taprekstur og stöðvun, vegna óskynsamlegra v erðlagsá k v æða“. íhaldið er sem sagt ekki af baki dottið við að krefjást hækkunar á vöruverði. Þar er áhuginn vak- andi og einkum bæði að því er snertir verzlunina og iðnað- inn. Heildsalar og iðnrekendur eiga að fá að hækka álagn- inguna og almenningur að borga brúsann. En þegar Vísir er að bera sig upp fyrir hönd iðnrekenda gleymir hann því mikilsverða atriði að iðnrek- endur hafa sjálfir nýlega lýst yfir allt annarri afkomu hjá fyrirtækjum sínum. Þeir hafa ótilkvaddir boðið starfsfólki sinu allt að 6% kauphækkun sem að sjálfsögðu var tekið með þökkum. Ekkert svipað hefur áður gerzt í samskiptum iðnrekenda og verkafólks. Þvert á móti hafa þessir at- vinnurekendur jafnan verið hinir ósvífnustu og tillitslaus- ustu í öllum samningum og oftast orðið að reka þá úr samninganefndum vinnuveit- enda til þess að hægt væri að koma undirskrift samninga í kring. Vísir hlýtur að skilja að menn sem allt í einu taka upp slíka lífsvenjubreytingu lýsa yfir óvenjulega blómleg- um hag fyrirtækja sinna og reksturs, og eru allra manna ólíklegastir til að ætlast til hækkunar á framleiðsluvörun- um, sem færa þeim svo ótví- ræðan hagnað í aðra hönd, þrátt fyrir þægilegar lífsvenj- ur og rúm fjárráð til persónu legra nota. Æskcm og kiarnorkusprengjiir Albert ScKweitzer hefur talað. Frédéric Joliot-Curie hefur talað Magnþrungin orð þeirra hafa farið um heiminn og var- að allt mannkyn við þeim Ijóta íeik sem nú er háður, undir- búningi að ragnarökum. Þau ragþarök, sem þessir menn vara við, eru ægilegri en þau, sem steypa eiga goðum. Þau Banu við sprengjutilraunum j | A lþýðublaðið gerir í gær að J umtalsefni tilraunir þær Eem stórreldin hafa að und- anförnu gert með kjarnorku- Bprengjur, og kveður nú mjög við annan tón en gert hefur að undanfömu. Málgagn ut- ánríkisráðherra hefur einatt yætt þau mál af hálfkæringi jDg skætingi sem minnir á gleiðgosaskrif hvimleiðustu Btríðsæsingablaða vestanhafs, en nú eru þau mál loks rædd af alvöru og ábyrgðartilfinn- ingu. Blaðið segir í forustu- grein: „ A ð dómi vísindamanna stafa margskonar hættur af slíkum sprengjum. Hver getur þá lengur tekið sér það vald í hendur að gera til- raunir á mönnum og öðrum lifandi verum ? Hvaðan kemur stjórnmálamönnum slíkt vald? Læknar og vísindamenn hafa jafnan fordæmt tilraun- ir á mönnum, jafnvel þótt um líf eða dauða væri að tefla. Geta misvitrir stjómmála- menn fremur leyft sér til- raunir á öldum og jafnvel pbomum? Það hlýtur að vera krafa allra sanngjarnra manna, hvaða skoðanir sem þeir annars aðhyllast, að öll- um tilraunum með kjarnorku- vopn sé þegar hætt, hvort sem er í austri eða vestri“. Það er ástæða til að fagna þessúm skrifum Alþýðu- blaðsins. Samhuga almenn- ingsálit um heim allan mun megna að binda endir á hin- ar lífshættulegu tilraunir. Sovétríkin hafa fyrir löngu boðizt til að hætta tilraun- um sínum ef önnur stórveldi fást til að gera hið sama Brezka stjórnin virðist nú fúsari til samkomulags en hún hefur verið nokkm sinni fyrr. Það em aðeins banda- rískir valdamenn sem enn fylgja þeirri aðferð Dullesar að veifa vetnissprengjunni á yztu þröm. F'n þess ber að minnast að tilraunir með kjam- orkuvopn era aðeins einn þáttur þeirra átaka sem nú móta ástandið i heimin um, ófrýnilegt sýnishom um valdstefnuna. Á sama hátt og almenningsálitið þarf að binda endir á sprengjutilraunirnar þarf að kveða sjálfa vald- stefnuna niður. Vandamál heimsins verða aldrei leyst með vígbúnaðarkapphlaupi, ögmnum og ógnunum, heldur með samkomulagi og friðsam- legum samskiptum. Framlag íslands til þeirrar þróunar er að aflétta hernáminu, og þess er að vænta að Alþýðublaðið taki senn einnig undir þá kröfu að framkvæmd verði tillaga Alþýðuflokksins frá 28. marz 1956. ls& ' Proíessor Joliot-Curie eru ægilegri en ormsta góðs og ills í Armageddon Opinber- unarbókarjnnar. Þeir Schweitz- er og Joliot-Curie tala af þekk- ingu á þessum leik. Annar hlaut friðarverðlaun Nóbels, en hinn eðlisfræðiverðlaun. Þeir þekkja þennan leik betur en við Dulles. Hvorugur okkar er læknir eða eðlisfræðingur. Það er okkur báðum sameiginlegt í þessu máli, en svo skilur irvilli okkar. Eg, einn lítill karl úti á íslandi, er hræddur við afleiðingamar af kjarnorku- vopnum vegna þess að ég treysti lýsingum þeirra Schw- eitzers og Joliot-Curie. Dulles, einn heljarmikill pótentáti vest- ur í Washington, er ekki hræddur við þær. Þó er ég sannfærður um að hann veit um afleiðingar kjamorkutil- rauna alveg eins vel og ég, eða jafnvel ennþá betur. Hann sagði fyrir nokkru, að það væri sannfæring sín, að sprengju- tilraunimar hefðu engin áhrif á heilsu manna. Dulles er reynd- ar níu árum eldri en ég, verið orðinn sæmilega læs þegar ég fæddist. Ég er hræddur við tilraunirnar. Ekki mín vegna, heldur vegna þeirra, sem nú eru að alast upp og eiga eftir að alast upp um ókomnar ald- ir. Dulles er sennilega ekki hræddur sín vegna, en hann er heldur ekki hræddur vegna þeirra, sem eiga eftir að fæð- ast vanskapaðir eða hálfvitar. Dulles er líka trúaður vel á kristna vísu, en ég trúarvana. Mér er það hugleikið, að börn- in sem nú em að ajast upp og þau, sem ófædd eru, verði hraust og hamingjusöm. Dull- es, sem er roskinn maður, læt- ur sér það í léttu rúmi liggja. Nú er verið að dreifa eitri um háloftin. Það er verið að spilla andrúmsloftinu og sú spilljng hverfur ekki fyrr en eftir marga mannsaldra. Þetta eitur svifur niður á jörðina og eitrar drykkjarvatnið, Það fer ofan í jarðveginn og hafið. Loftið, sem við öndum að oss, verður eitrað — Vatnið sem vér drekkum, verður eitrað. Komið, fiskurinn og kjötið, sem vér etum, verður eitrað. Ef til vill hverfur þetta eitur ekki fyrr en búið er að eyða Ölíu Íífi á jörðinni. Þá skiptir það heldur ekki svo miklu máli. Það er verið að þeyta eitri og bmnaeiningum út í and- rúmsloftið. Sennilega verðum við Dulles ekki svo mjög fyrir barðinu á þessari ólyfjan. Við eigum hvort eð er ekki svo ýkja langt eftir ólifað. Dagar okkar eru innan tíðar taldir. En svo koma fleiri tijraunir eftir okkar daga og eftir því sem Ismay lávarður, fram- kvæmdastjóri voldugrar stofn- unar og vinur Dullesar, sagði í vikunni sem leið, er ætlunin að nota þessa ólyfjan í hernað- arþarfir. Þegar það verður gert, eru þeir heppnastir serr farast þegar í sprengingunur eða brenna kvikir til bara i nokkram klukkustundum. Isn> ay lávarður veit hv'að r.ann syngur. Hann var til skamms tíma framkvæmdastjóri mik’Is hernaðarbandalags, rc.n ég er í, AtlanzhafsbandrJcgsins. Að vísu var ég ekki rpurður ráða þegar ég gekk í þetta hernaðar- bandal., frekar en einn litill Sch- ultz suður í Þýzkal. var spurður ráða hvort hann ætti ,.ð gerast aðili að öxulveldabandalaginu t Albert Schiveitzer *> forðum daga me'an Hitler var Morgunblaðsins naður. Dulles býst ekki við að kjam- orkuvopnum vecði beitt nema til tilrauna þar t 1 við erum all- ir, hann og ég. Mcnn geta allt- af vonað og huggað sig við að sleppa. En hinir, sem á eftir fara, þe:r um það. — En það er nú ekki alveg víst, að þeir, sem yngri em en við Dulles, láti sér lynda það sem jafnaldr- ar okkar Dullesar eru að gera nú. Þeir eiga eftir að lifa okk- ur og anda að sér eitrinu, sem þeir Dulles og Ismay telja sér sjálfum hættulaust. Það er ekki víst, að þeir vilji horia á börn sín fæðast vansköpuð eða fá- vitar. Já, Dulles minn, það er þetta fólk, unga fólkið, sem á að ráða í þessu máli, en ekki þér, framkvæmdastjórinn minn fyrrverandi, hann Xsmay láv- arður, eða hetjan hann Heil Hitler Speidel. Þeir eru að undirbúa þing eða ráðstefnu austur í Moskvu. Dullesi finnst áreíðanlega fátt um þá ráðstefnu. Hún er ekki af hans anda. Þar á ekki að reikna út hvað mörgum míllj- ónum megi farga á broti úr sekúndu með því að varpa kjarnorkusprengju á milljóna- borg, eða hvað r largir tugir milljóna verði aumingjar eftir þá hát i jlegu athöfn, sem yður er svo ’iugleikin, Dulles minn. Nei. það er æskulýðurinn, sem á yfir höfði sér ógæfuna alla. 1 hann tekur ekki til sinn ráða. Hinn 28. júlí í sum- ar h' st Æskulýðsbátíðin nnlkla í T kvu. Hún á að standa til I : ágúst. Það er sjötta Alþjóða- • kulýðshátíðin, sem haldin er. Þar koma saman ungir menn írá öllum þjóðum. Þar veítist þúsundum manna af ólíku þjóðemi, kynþáttum, trúar- brögðum og menningu, tækí- færi til þess að kynnast og bera saman viðhorf sín. Þetta er ungt fólk, ekki aflóga fausk- ar eins og við Dulles. Þetta unga fólk vill ráða þeirri fram- tíð, sem það á fyrir höndum. Það vill gera þennan heim, sem vér byggjum öll, að góðum heimi. Það er ekki allt komm- únistar, sennilega fæst. En það viil eitthvað nýtt og hoiít. Sennilega verða ekki margir úr æskulýðssamtökum Stri.id- oms í Suður-Afríku eða öðrum þessháttar félögum manna. Strijdom er líka sammála Dull- esi og Ismay í kjamorkumál- um. Þó er nú ótalið það, sem mest. er um vert á æskulýðs- þinginu í Moskvu í sumar. Unga fólkið ætlar að taka til sinna ráða. Það vill ekkí láta eitra sig og afkomendur rina. Það er eins og ég, það tcúír betur þeim Schweitzer og Joli- ot-Curie í þessum efnum en þeim Dullesi og Ismay lávarðí. Á 6. æskulýðsþinginu vc :ður rætt um kjamorkumálin. Unga fólkið er svo undariegt, aí' það vill heldur nota kjamov una til þess að skapa mannkj linu — ekki okkur Dullesi einum — heldur öllu mannkynfni. nú og siðar, frið og farsæld. Það vill að hugsað verði langt fram í tímann, um böm þes; og barnaböm og áfram. Þessu þingi fagna ég og óska þess, að áhrif þess nái til alls æskulýðs. Það er einn af fá- um vonarneistum í myrkri ver- öld. Hinsvegar býst ég við því, að hann Heil Hitler Speidel, sem er nú sagður einn af mínum herstjórum, telji því allt tll foráttu. Hann trúir ekki þeim Schweitzer og Joliot-Curiefrek- ar en vinúr minn þarna vestra, hann John Foster Dulles. Suttnudaginn 2. í sumri 1957 Hendrik Ottósso-ia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.