Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (8 Elliði landar á Siglufirði Siglufirði í gær. Frá fréttar. Þjóðviljans Togarinn Elliði lagði upp í gær tæplega 180 tonn af fiski. Aflinn verður hertur og fryst- ur. Sýningarsalurinn Sýningu hinna sjö myndlist- armanna í Sýningarsalnum í Alþýðuhúsinu lýkur í kvöld. Opið til kl. 11 e.h. Næst mun Karl Kvaran sýna þar nokkrar álímingar og gouachemyndir. Frá afgreiðslusal Orlofs h.f. Orlof h.f. fhitt í n\ og vistleg húsakynni Ferðaskrifstofan Orlof h.f. hefur fyrir nokkru flutt í ný og rúmgóð húsakynni í Austurstræti 8, gamla ísa- foldarhúsinu. Á imdanförnum árum hefur' örlof haft afgreiðslu í Hafn- í arstræti 21. Þetta húsnæði reyndist þó fljótt ófullnægjandi' og þegar starfsliðið var aukið var óhjákvæmilegt að fá stærri húsakynni. Orlof er i hinu nýjn húsnæði 5 Austurstræti í sambýli við Blóanaverzlunina Flóru. Er af- greiðslusalu rinn mjög smekk- legur og gefur ekki eftir snotr- ustu og vistlegustu húsakynn- um ferðaskrifstofa erlendis. Bak við afgreiðsluboðið í saln- uin eru tveir klefar sem notaðir eru við afgreiðslu viðskipta- vina, er hyggja á langferðir og lengri tima þarf til að ræða við. Fyrstu hópferðir Orlofs til útlanda eri! senn að hefjast, auk þess vinna starfsmenn ferðaskrifscofunnar að undir- búningi mikils fjölda ferða hér innanlands, ýmiskonar aðstoð cg fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn er hingað leita í vaxandi mæli f'rátt fyrir til- finnanlegan skort á gistirými hér í bæ og úti um ’and. Ann- riki er því mikið hjá hinum 8 starfsmönnum Orlofs. Þrátt fyrir hin umfangsrr iklu f-törf er fyigja allskonar hóp- iérðum er þó einn stærsti lið- urinn í rekstri Orlofs sala á farseðlum með flugvélum, skip- um og öðrum farartækjum til fólks sem ekki tekur þátt í Islandsglíman • ísiandsglíman verður háð í 47. sinn á föstudaginn kl. 8.30 í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Meðal 16 þátttakenda má nefna Ármann J. Lárusson, UMFR og Trausta Ólafsson Á. skipulögðum hópferðum. Þann- ig fá kaupsýslumenn og ferða- menn þjónustu hjá fyrirtækinu, svo sem pantanir á gistingu er- lendis o.fl. um leið og þeir panta og kaupa farseðla hjá skrifstofunni. Aðalfundur Prestafél. íslands haldinn 19. júní Aðalfundur Prestafélags ís- lands verður haldinn 19. júní í suraar, á Þingvöllum. Samtimis verður aðalfundur Prestskvenna- félags íslands. Hefjast fundirnir með guðsþjónustu í Þingvalla- kirkju kl. 10 að morgni. Þar prédikar séra Þorbergur Kristj- ánsson í Bolungavík, en séra Bjami Sigurðsson á . Mosfelli þjónar fyrir altari. Þá verður og fluttur guðfræðilegur fyrirlestur. Aðalumræðuefni prestafundarins ins verður „Hagnýting prestsset- ursjarðanna", og verða frum- mælendur prófastarnir séra Sig- urjón Guðjónsson í Saurbæ og séra Sveinbjöm Högnason á Breiðabólstað. — Að loknum fundarstörfum í báðum félögun- um, verður sameiginleg kvöld- vaka að Hótel Valhöll, og fara þar fram ræðuhöld, frásagnir, upplestur og söngur. Mildur vetur - vorhret Atvinnuhorfm íitlar — vantar fiskiskip Vopnafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Síðastliðinn vetur verður að teljast mildur hér eystra. Maí heilsaði með blíðu, en svo gerði hörkufrost og byl, en hefur nú aftur brugðið til hlýinda. Veturinn i heild verður að teljast mildur, þótt norðaust- anátt væri á þorra og góu, en viku af einmánuði kom kyrr| og mild veðrátta. Hlákur voru litlar en leysti þó og vottaði fyrir gróðri um sumarmál, sem er óvenjulegt hér eystra. Mai heilsaði með blíðu, en svo gerði hörkufrost er valda mun kyrk- ingi í þeim gróðri sem komirm var, en nú hefur hlýnað aftur. Rjúpur féllu. Síðari hluta vetrar bar mjög á því að rjúpur féllu. Var mikið af þeim heima við bæi. Mun erf- itt að fullyrða hvort þar hafa harðindi valdið eða veikindi í stofninum. A'Seins smábátar. Dálítill fiskur kom í Vopna- fjörð í vor og er enn, en skort- ir búta, eru veiðar aðeins stundaðar á litlum trillum, þær stærstu tveggja tonna. At- vinnuhorfur eru því litlar. Lok- ið mun v ;rða við vatnsveitu Vopnafjarðe rkauptúns og eitt- hvað unnið í vegavinnu. Ekki eru taldar horfur á því að fi-ystihúsið verði starfrækt í ár, þar sem skip vantar. Horfa menn með eftirvæntingu til þess tíma að Vopnfirðingar geti orðið aðilar að togara. Póshsamgöngur hafa verið af- leitar til Vopnafjarðar og frá því snemma í marz hefur póst- ur koinið aðeins tvisvar. Frönsk mél- verkasýning opnuð í dag í dag ld. 16 verður opnuð almenningi í bogasal Þjóð minjasafnsins, málverkasýning, sem Alliance Francaise Reykjavík stendur f.yrir í sam vinnu við franska sendiráðið, sem lánar myndirnar. Hér er um að ræða 40—50 eftirmyndir af frönskum mál verkum frá timabili „impress ionismans“ til von-a daga. — Prentuð hefur verið vönduð sýningarskrá, þar sem skrifað er alllangt mál um listamenn þá, hvem fyrir sig, sem verk sýningarinnar eru eftir. Er þar að finna mörg hin þekktustu nöfn meðal franskra listmálara síðari tíma. Ríkishappdrætti til sjúkrahiís- byggiiiga góð hugmynd frá 1954 Verða happdrætti SÍBS og DAS sameinu^ slíku ríkishappdrætti í framtíðinni? Á fundi efri deildar Alþingis í gær var frv. Ingólfs Jónssonar um sjúkrasjóð og talnahappdrætti vísaö til ríkisstj órnarinnar. Meirihluti heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar lagði til að sú yrði afgreiðsla málsins en minnihlutinn lagði til að það yrði samþykkt. Framsögumaður meirihlut- ans, Alfreð Gíslason, ræddi málið allýtariega i framsögu- ræðu sinni. Fórust honum m.a. orð á þessa leið: Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd hefur haft til athugun- ar frv. til laga um sjúkrahúsa- sjóð og heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að setja á stofn talnahappdrætti. Gat nefndin ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Meirihluti heimar telur sig ekki geta mælt með samþykkt frumvarpsins í þeirri mynd, sem það er, og á þessu stigi málsins, og leggur til, að frv. verði vísað til hæstv. ríkisstjórnar í trausti þess, að hún láti fara fram nánari athugun á efni þess. Minnihluti nefndarinnar mun hinsvegar leggja til að frv. verði samþykkt óbreytt. Við umræðu innan nefndar- innar um frv. þetta kom fram efasemd um, að talnahapp- drætti, sem er ein tegund get- raunahappdrættis, væri heupi- legt. hér á la.ndi. Mun ástæðan til þeirrar efasemdar sú, að íþróttamenn starfræktu hér um nolckurra ára skeið getrauna- hapndrætti, að vísu í öðru formi en það hanpdrætti gekk illa og skilaði litlum eða engum arði. Hefur sú slæma reynsla, með réttu eða rönsru. gert marenn manninn vantrúaðan á get- rannahapndrætti \'firieitt. Einnig kom sú skoðun fram á fundum nefndarinnar, að það væri máske að bera í bakka- fullan Iækinn að stofna til rekstrar nýs happdrættis, þar eð þrjár stonanir í landinu (Háskóli Islands, SÍBS og DAS) hefðu þegar með höndum hver um sig fastan og stór- felldan happdrættisrekstur. Tvær þessara stofnana verja happdrættiságóða sínum í byggingn heilbrigðisstöðva, sem sé vinnuhæli bei-klasjúklinga að Reykjalundi og elliheimili sjó- manna. í Reykjavík. Sú spurn- ing var fram borin í nefndinni, hvort ekki mundi möguleikar á, að sameina í náinni framtíð happdrætti samhands herkla- sjúklinga og elliheimilis sjó- manna ríkishaupdrætti því, sem frumvarpið ráðgerir, enda ættu þessir aðilar óneitanlega skyldu hlutverki að gegna. Þessari spumingu vísaði nefnin til stjórna SÍBS og DAS og fékk frá þeim svör þess efnis, að slíkri sameiningu væru þessi fyrirtæki mjög andvíg. í svari stjórnar DAS er á það bent, að enn vanti rúmlega 20 millj. kr. til að ljúka byggingu elliheimilis sjómanna og að það yrði þeim framkvæmdum til tjóns, að breyta frá núverandi rekstrarfyrirkomulagi iiapp- dættis þess. Álit stjórnar SlBS er á þá leið, að verði slík sam- eining framkvæmd, þá hljóti hún að draga stórlega úr þeim tekjum, sem áðurnefnd tvö fé- lög hafa haft af happdrættis- starfsemi sinni, því að næsta ólíklegt verði að teljast, að happdrætti í þeirri mynd, sem, frv. á þingskjali 375 gerir ráð fyrir, muni takast að ná við- líka miklum viðskiptum og hvort áðurnefndra fvrirtækja fyrir sig hefur nú. 1 svörum beggja stjórna er á það minnt, að áður hafi hér verið rekið getraunahappdrætti með áþekku sniði og um ræðir í frumvarpinu, og gefi súi reynsla, sem af því fékkst, eng- an veginn tilefni til bjartsýni um gróðavænlegan rekstur af slíkri starfsemi. Þetta er álit manna, sem reynslu hafa í happdrættisrekstri, á talna- happdrætti því, sem gert er ráð fyrir í frumvapinu. Mín persónulega skoðuu eí sú, að hugmyndin um ríkis- happdrætti til ágóða byggingií sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana sé góð og þurfi að komast í framkvæmð í náinni framtíð. Vbrið 1954 var kosin milliþinganefnd í heilbrigðismálum, og áttu sæti í henni Páll Kolka, Esra Pét- urss. og Alfreð Gíslason. Skil- aði nefndin áliti um haustið, og var þar einmitt stungið upo á1 ríkishappdrætti, sem föstum tekjustofni sjúkrahúsa. Vat? sérstaklega bent á fordæml íra, sem láta allar tekjur afi rikishappdrætti sínu renna tii sjúkrahúsa og hafa þrnmg komið spítalamálum sínum. i fyrirmyndar horf, þrátt fvrín fátækt íbúanna. Þetta fordrmal tel ég athyglisvert og ti’. af- huaamar fyrir okkur íslendinga, Ef til vill á vantrúin á "e£- raunahappdrætti ekki fi'Mai* rétt á sér. í V-Þýzkalandi 'nun talnahappdrætti ganga vel Etai þessi vantrú er þó ekki til- efnislaus. þar eð slæm re>- 'sla varð af hanndrætti svipa<vra3? tegundar hér á landi Hefur sú revnsla óneitanlesra haft nokk- ur áhrif á afsiöðuna til frum- va.vnsins t heild Það er einnig mín persónu- lega skoðun að sameina eigi væntanlegu ríkishappdrætti til ágóða fyrir heilbrigðisstofnan- ir landsins happdrætti sam- bands berklásjúklinga og happdrætti elliheimilis sjó- manna. Þrískiptur happdrættis- rekstur hlýtur að vera mikhS Framhald á 10. síðu. Ný jöklamerki 1 gefin út í dag í dag verða gefin út þrjðf ný frímerki, jöklamerki, með sömu myndum og flugfrímcrkira frá 1952, en flugvélin felld burí af hverju merki. Verðgildi merkjanna eru 2 kr. grænt, 3 kr. blátt og 10 kr. hrúnt. Frímerkin eru teiknuð afi Stefáni Jónssyni og prentuð hjál firmanu Thomas de la Ri:e Co., Ltd., London.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.