Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. mai 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR HrrSTJÓRI FRtMANN HELGASON Sveit IR setti glæsilegt met í fjórsundi á fyrsta degi sundmeistaramótsins Guðmundur Gíslason ÍR bæfti drengjamet í 100 metra skriðsundi um röska eina og hálfa sekúndu Tuttugasta og sjöunda sund- meistaramót íslands hófst á mánudaginn var í Sundhöll Heykjavíkur. Erlingur Pálsson formaður Sundsambandsins setti mótið með ræðu. Áhorfendur voru allmargir, þó virðist sem áhugi ætti að vera meiri ef tekið er tillit til þess hve sundið er útbreitt. Einn aðalviðburðurinn á mót- inu var drengjamet Guðmundar Gíslasonar í 100 m skriðsundi, hann bætti þar drengjamet Péturs Kristjánssonar um 1 sek. og 6/10 sem er gott afrek. Þess má líka geta að tími Pét- urs í 100 m skriðsundi rétt áð- ur var 1,01,2, en þar vantaði Pétur harðari keppni. í f jórsundinu synti Guðmund- ur flugsund og var tími hans þar 1,12,0 sem er næstbezti tími íslendings á því sundi. I síðustu greininni þetta kvöld setti sveit ÍR undra gott met í 4 X100 m fjórsundi, tím- inn var 4,52,5 -sem er betra en landssveitarmet (4,59,6) en eldra félagsmetið átti Ægir og var það 5,01,3. Ólafur Guð- mundsson synti baksundið á um 1,15 sem er góður tími og lokasprettinn synti Gylfi Guð- mundsson á 1,01,0. Fjórði mað- urínn í sveitinni var Atli Stein- arsson sem synti bringusunds- sprettimi. Atli hefur að mestu dregið sig í hlé í kappsundum, sem þó sýnir sig að var full fljótt. Sumar greinar voru jafnar og spennandi og má þar nefna 400 m bringusundið. Aðal bar- áttan var milli Torfa Tómas- sonar og Sigurðar Sigurðssonar frá Akranesi. Þegar á fyrstu þrem til f jórum leiðunum komst Torfi nokkuð á undan Sigurði en siðan tók Sigurður að stytta bilið og um það stóð tvísýnan hvort okkar ágæta Skagamanni tækist að koma fyrr að marki. Torfi, sem er sýnilega í góðri þjálfun núna, gaf sig ekki og kom í mark 7/10 úr sek. á undan í mark. Sennilega sleppti Sigurður Torfa of langt frá sér í upphafi og misst fyrir það af meistaratitlinum að þessu sinni. Hafnfirðingar eiga góð efni í Sigurjóni Hannessyni og Birgi Dagbjartssyni. Að þessu sinni voru óvenju fáir kepþendur frá Keflavík. I bringusundinu var dæmt eftir nýjum reglum, þar sem bannað er að synda í kafi, eins og tíðkast hefur hér um langt skeið. Stúlkurnar sérstakle'ga höfðu, að því er dómararnir töldu, ekki fylgt hinni nýju reglu og var Ágústa Þorsteins- dóttir sem var fyrst dæmd úr leik fyrir meint brot og það Framhald á 10. síðu. Bcnedikt G. Waagc, iorseti Iþróttasambands lslands, afhendir Ellen Mogensen og Wagner Walbom verSIaun sín. (Ljósm. Itafn Viggósson). Wagner Walbom Islands- meistari í badminton Meistaramót íslands í bad- minton var háð í íþróttahúsi KR um síðustu helgi. Úrslit urðu þessi: MEISTARAFLOKKIJR Einliðaleikur karla: Wagner Walbom T.B.R. sigr- aði Ágúst Bjartmars U.M.F. Snæfell með 15:3 og 15:2. Einliðaleikur kvenna: Ebba. Lárusdlóttir T.B.R. sigraði Júlíönu Isebarn T.B.R. með 11:9 og 11:7. Tom Finney knattspyrnu- maðuir Englands 1956 Þeir sem fylgjast nokkuð með enskri knattspyrnu munu hafa heyrt nafnið Tom Finney nefnt. Hann hefur lengst af Jeikið sem útherji og oft verið jafnað til liins óviðjafnanlega Matthews, og sumir hafa vilj- að telja hann meiri flokksleik- mann en sjálfan meistarann Matthews. Nú fyrir stuttu tók hann að leika í stöðu miðherja og gerði það með svo mikilli prýði að hann var valinn til þess að leika í landsliðinu enska. IHann er jþó enginn unglingur lengur, því að hann er 34 ára gamall. íþróttablaðamenn Englands völdu nýlega. knattspyrnumann ársins og varð Tom Finney fyrir valinu. Er þetta í annað sinn sem hann verður fyrír þessum heiðri að vera valinn maður ársins, en það gerðist jrið 1954. Finney hefur leikið 63 landsleiki fyrir England, og var síðasti leikur hans við Skotland fyrir nokkru, en Eng- land vann þann leik 2:1. NÝTTEFNl til aö þvo ull, silki, nœlon, leirtau og bor&búnað’ m SKÝRIR LITIR I ULI.AKTAUI i Þvol er betra en sápuspænir til að þvo ull, silki og- nælon. l>að freyðir vel og skolast mjög auðveldlegá úr. Þvol þvær jafnt í köidu sem heitu vatni. Þvo) skýrir liti i ullartaui. u u MIKILL VINNUSPARN- AÐUR VIÖ UPPÞVOTTINN Fita og önnur óhreinindi renna af diskum og giösum. Ef þér hafið uppþvotta- grind og notið vel heitt vatn, þá þarf hvorki að skola né þurrka og leir- tauið verður skýlaust og gljáandi. • Þvol er einnig mjög gott til hreingerninga, gólf- þvotta, bletthreinsunar o. m. fl. » Þvoi er mjög drjúgt. FER VEL MEÐ HENDU Tvíliðaleikur karla: Wagner Walborn og Friðrik Sigurbjörnsson T.B.R. sigruðu Ragnar Thorsteinsson og Karl Maack T.B.R. með 15:7 og 15:6. Tviliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir og Júlíana Isebarn T.B.R. sigruðu Jónínu Niljóniusdóttur og Sigríði Guð- mundsdóttur T.B.R. með 15:12 12:15 og 15:10. Tvenndarkeppni: Wagner Walbom og Ellen Mogensen T.B.R. sigruðu Lárus Guðmundsson og Jónínu Nil- jóniusdóttur T.B.R. með 15:5 og 15:6. 1. FLOKKUR Einliðaleikur karla: Kristján Benediktsson T.B.R. sigraði Gunnar Petersen T.B.R. með 15:11 og 15:7. Einliðaleikur kvénna: Rannveig Magnúsdóttir T.B.R. sigraði Ólöfu Lárusdóttir UMF „Snæfell“ með 11:2 og 11:3. Tvíliðaleikur karla: Kristján Benjaminsson og Guðlaugur Þorvaldsson T.B.R. sigruðu Pétur Nikulásson og Gunnar J. Friðriksson T.B.R. með 15:9 og 15:9. Tveimdárkeppni: Giuinar Petersen og Guð- munda Stefánsdóttir T.B.R. sigruðu Ragnar Georgsson og Rannveigu Magnúsd. T.B.R. með 15:3, 11:15 og 15:13. Lands)iðið-„Pressan handknattleik í kvöld ii * \ Hinn árlegi leikur í hand- knattleik milli landsliðsins, sem valið er af Handknattleiksdóm- arafélagi Reykjavíluir og liðs er íþróttablaðamenn velja, fer fram í kvöld að Hálogalandi. Lið það sem dómarafélagið hef- ur valið hefur kjarnann úr FH, en fyllir upp með mönnum úr KR og IR. Landsliðið er þannig skipað: Guðjón Ólafsson KR og Hjalti Einarsson FH, markmenn; Sverrir Jónsson, Einar Sigurðs- son, báðir úr FH, og Gunnlaug- ur Hjálmarsson IR, bakverðir; Bergþór Jónsson, Birgir Björns- son, Ragnar Jónsson, allir úr FH; Hermann Samúelsson IR, Karl Jóhannsson KR og Heins Steinmann KR. Lið blaðamanna er þannig: Gunnar Gunnarsson Fram, og Kristófer Magnúss. FH, mark- menn; Hörður Felixson KR, Þórir Þorsteinsson KR og Jón Erlendsson Áimanni, bakverð- ir; Jóhann Gíslason Val, Karl Benediktsson Fram, Ásgeir Magnússon Val, Reynir KR, Geir Hjartarson Val og Matt- hías Ásgeirsson ÍR. Pressuliðið í kvennaflokld, sem keppir í kvöld: Margrét Hjálmarsdóttir- (Þrótti), Katrín Gústafsdóttii • (Þrótti), Ólafía Lárusdóttir- (Þrótti), Inga Magnúsdóttir- (K.R.), Hrönn Pétursdóttir- (K.R.) Aldís Einarsdóttir- (K.R.), Þórunn Erlendsdóítii- (Ármanni), Ása Jörgensdóttir- (Ármanni), Inga. Lára Lárents- íusdóttir (Fram) og Anný Ást- ráðsdóttir (Fram). Consolini ekki af haki dottinn I íþróttafréttum frá ítaliu er þess getið að hinn aldni kringlu- kastari, sem þó er síungur., Consolini, æfi af krafti og h fr þegar kastað kringlunni 50 m. Næstur honum var Mec iS með 46,67 m. I hástökki fór 19 ára pil .r yfir 1,91 m í hástökki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.