Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1957, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. maí 1957 Grísk kvikmynd vekur athygli Hér í kvikmyndaþætti Þjóðviljans heíur verið getið kvikmynda frá fjölmörgum þjóðum: bajida- rískra, brasiiíski-a, brezkra, danskra, egypzkra, franskra, indverskra, ítalskra, japanskra, kinverskra, mexíkanskra, pólskra, rúmenskra, sovézkra, spænskra, sænskra, þýzkra o.fl., en ekki mun kvik- xnyndagerð Grikkja hafa verið til umræðu hér fyrr en í dag, er lítillega verður minnzt á grísku myndina Svartklæddu stúlkuna. Skjóta má því hér inn, að í Grikkiandi eru nú árlega fullgerðar um 20 kvikmyndir (leiknar myndir fullrar lengdar) eða álíka margar og í Danmörku. Svartklædda stúlkan vakti mikla athygli gagn- rýnenda og annarra áhorfenda, er hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir einu eða tveimur árum, og hjnn heimskunni franski kvik- myndafræðingur og gagnrýnandi Georges Sadoul skrifaði þá um myndina á þessa leið: Við fylgjumst með tveim ferðamönnum frá Aþenu til litlu grisku eyjarinnar Hydra. Koman til lítils hafnarbæjar við Miðjarðarhafið, burðarkarlinn við höfnina, gerð samnings um leigu á herbergi í húsi, sem er í örgustu niðumíðslu og að falli komið, fyrsta ferðin til baðstrandarinnar, börnin sem rek- ast á ekkjuna með elskhuga sinum og hiaupa út á borgarstrætin til að segja frá hneykslinu, hið áhrifamikla atriði sem á eftir fylgir — öll er frá- sögnin meistaralega saman sett. Leikstjórinn Cacoy- anno, sem hlotið hefur menntun sína í London, beitir stílbrögðum sem nánast eiga bezt við heim- ildarkvikmyndir og tekst á þann hátt að skapa spennu í myndina, án þess þó að um nokkum raun- verulegan efnis- eða söguþráð sé að ræða. Við kynnumst hér grísku þjóðiífi — og mun enginn bera bi’igður á sannleiksgildi frásagnarinnar — án þess að hægt sé að taia um þjóðfélagslega gagn- rýni í eiginlegum skilningi. — Persónulega tel ég að mikils megi vænta af hinni ungu grísku kvik- myndalist. Aðrir kunna ef til vill að komast lengra en Cacoyanno, en hann á heiðurinn af því að vera sá fyrsti, sem sýnt hefur oss eina hliðina á lífinu í föðurlandi sínu, og að hafá beint athygli heims- ins að nýrri, þjóðlegri kvikmyndagerð. Eins og fyrmefnda kvikmjmdin er þessi síðari í litum (teehnicolor) og sett á svið, ef svo má að orði komast, af James Alger, sem haft hefur for- ustu fyrir hóp hugvitssamra myndatökumanna og vísindamanna. Dýramyndirnar í þessari kvikmynd eru sagðar afbragðs góða. Landssvæðið, þar sem kvikmyndin er tekin og hin mörgu dýr iifa, nær vestan frá Klettafjöllum að Mississippifljóti og norðan frá Kanada suður til Mexikóflóa. Lífi dýranna á þessum slóðum er lýst, allt frá vordögunum, er farfuglamir koma fyrst, fram á vetur, þegar byljirnir lemja slétturn- ar. Og dýrin? Þama eru heimkynni greifingjans, skellinöðrunnar, úlfsins, fjallaljónsins, og síðast en ekki sizt er þar symból gresjunnar sem er að líða undir lok — bísonuxinn, sem eitt sinn fór um slétt- una í stórum hjörðum. í dag lifa aðeins fáir Qg litlir hópar af þessu dýri. Disney-mynd um dýr gresjunnar Þegar Walt Disney sendi frá sér fyrsta stórverk sitt um hið mikla lífsævintýri, greindu myndir þær, er hinir dugmiklu og þolinmóðu myndatökumenn hans náðu, frá ótrúlega fjölbreyttu dýralífi í hinni þui’ru, ófrjóu, bandarísku eyðimörk. Myndin vakti að vonum verðskuldaða athygli, m.a. hér á landi, og sama er að segja um næstu mynd Disneys í þess- um flokki. Sú mynd nefnist „Dauðinn á gresjunni‘‘, um dýralíf á landsvæði sem er einkennandi fyrir Ameríku. Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú sýnt alllengi ensku kvikmyndina Rauða liárið. Myndin er byggð á einu af leikritum Terrence Rattigan, heldur billegu, en það sem gefur myndinni helzt gildi er dans Móriu Shearer, sem fer með aðalhlutverkið (eða hlutverk- in, hún leikur fjórar stúlkur í myndinni). Einn af kvikmyndatökumönnum Disneys, Tom McHugh, tók það til bragðs, er hann myndaði hjarðir bíonuxanna, að feíla yfir sig húð af einu dýranna að hætti indíána á veiðum. EIN KRAFAN í hinni fámennu boðgöngu barna íhalds og hægri krata 1. maí, var um meira frí í skólum. Sú krafa er mjög sennilega runnin und- an rifjum heimamanna á höf- uðbólinu en ekki „hjáleigu- bændanna“. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fát.t er jafn mikill þyrnir í augum íhaldsins og menntun almenn- ings; framlag þess til skóla- mála og skilningur þess á menntamálum, þegar það hef- ur farið með yfirstjórn þeirra mála, talar þar sínu máli skýrt og ijóslega. Auðmenn- irnir mundu áreiðanlega kunna þeirri skipan skólamála bezt að hafa einir rétt til að láta börn sín ganga í skóla, geta „keypt“ þau í gegnum lang- skólanám og „keypt“ síðan handa þeim embætti að af- loknu námi. Krafan í barna- boðgöngu íhaldsins hefði al- veg eins getað verið: Niður með almenna barnafræðslu! — Burt með almenna skóla-! —. Einkaskólar til handa íhalds- æskunni! — En sem betur-fer hefur hið afturhaldssama sér- hagsmunasjónarmið íhaldsins ekki verið haft að leiðarljósi í skólamálum okkar. Á þeim vettvangi eins og á flestum öðrum sviðum, hafa ráðin ver- ið tekin af íhaldinu að meira og minna leyti, til tvimæla- lausrar blessunar fyrir allan almenning. En íhaldinu er samt sem áður mjög í nöp við almenna menntun og heil- brigða íslenzka menningu. Það reynir leynt og ljóst að spyrna við fótum og hefta þróun hennar og heldur hlífiskildi yfir hvers kyns innlendri og Barnaboðganga íhaldsins — Viðhorf íhaldsins til skólamála og almennrar menntunar — Um kartöflu- verzlun — Meira hreinlæti og vöruvöndun innfluttri skrilmenningu. Ein- stöku sinnum fá þó framá- menn íhaldsins köllun til að láta eitthvað jákvætt af sér leiða i menningarmálunum, en allar framkvæmdir i þá átt verða jafnan til þess eins að varpa enn skýrara Ijósi á sýndarmennskuna og yfir- drepsskapinn; það fylgir aldrei neinn hugur máli. Frægt er dæmið, þegar einn mennta- málaráðherra íhaldsins ætlaði að koma á nýrri siðabót á Is- landi og lét banna að auglýsa dans í útvarpinu. Siðan eru danssamkomur aúglýstar í út- varpinu með þessum orðum: hljómsveit leikur! Svona skel- eggar og afgerandi eru að- gerðir íhaldsins í menningar- málum. Og þegar íhaldið fel- ur börnum sinum það hlut- verk á hátíðisdegi verkalýðs- samtakanna að reyna að skop- ast að þeim samtökum, þá verður slíkt aðeins til þess að auglýsa enn rækilegar hug í- haldsins til verkalýðsins, til samtaka hans og hagsmuna- mála á öllum sviðum. — ★ Á FÖSTUDAGSkvöldið ræddi Jóhann Jónasson, forstjóri, um kartöflusölu o. fl. í garð- yrkjuþætti útvarpsins. Var a. m. k. margt það, sem hann sagði um þau mál orð í tíma talað, og hefði þó raunar fyrr mátt taka kartöfluverzlunina til rækilegrar athugunar. Kartöflur eru ein aðalfæðu- tegund okkar og eru á borð- um á nálega hverju heimili hvern einasta dag. Það er þvi ekki að furða, þótt við þurf- um mikið af kartöflum, miðað við ýmsar aðrar matvörur, sem minna er neytt af. Þótt nokkuð sé ræktað af kartöfl- um hér heima, þá þarf þó áreiðanlega að flytja inn mik- ið magn af þeim. Ég ætla ekki að fjölyrða um kartöflurækt- unina hér heima né niður- greiðslufyrirkomulagið á verzl- uninni með þær, en víkja nokkrum orðum að öðrum at- riðum. Þegar kartöflufram- leiðendur hér koma með fram- leiðslu sina til Grænmetis- verzlunarinnar, þá er bæði varan sjálf og umbúðiinar utan um hana í slíku ástandi oft á tíðum, að furðulegt má telja að nokkur maður skuli geta verið þekktur fyrir að koma með hana þannig á markað. Auðvitað er þetta mjög misjafnt, og sumum framleiðendum er það metn- aðarmál, að vara þeirra líti sem bezt út að öllu leyti, en hinir eru samt fleiri, sem eru furðu skeytingarlausir um það. Þess eru því miður of mörg dæmi, að framleiðendur koma með vöru sina að því er virðist eins og hún kemur fyrir upp úr garðinum, og í alla vega umbúðum, áburðar- pokum, hænsnamélspokum, jafnvel gi’ófum kolapokum. Þetta er ótækt. Nú á tímum er áreiðanlega’ hverjum ein- asta kartöfluframleiðanda vorkunnarlaust að verða sér úti um þokkalegar umbúðir utan um vöruna. Ef kartöfl- urnar, sem koma þannig til Grænmetisverzlunarinnar reynast ósöluhæfar, eru þær ragaðar þar, og síðan fluttar út i matvöruverzlanir í sömu umbúðunum og þær komu í, nema hvað skipt mun vera< um allra lélegustu og gróf- ustu pokana. Þetta er ekki síður ótækt. Þetta hirðuleysi um umbúðirnar utan um kart- öflurnar jafngildir því að smjörframleiðendur tækju upp á því að vefja gömlum dag- blöðum eða velktum umbúða- pappír einum saman utan um smjörtöflurnar, og í þannig umbúðum kæmu þær í verzl anirnar. Otlendar kartöflur koma yfirleitt í miklu betri umbúðum og eru jafnbetri vara, þótt undantekningar geti verið frá þvi. Þegar kartöfl- urnar eru komnar til verzlan- anna í 50 kílóa pokum, þá er eftir að „vigta þær upp“, vigta í bréfpoka 1 kg, 2 kg, og upp í 5 kg, eftir því hve viðskiptavinimir ætla að fá mikið hverju sinni, en eins og kunnugt er, fylgir kartöflum jafnan talsvert ryk og önnur óhreinindi og með þessu upp- vigtunarstauti er hætt víð að slíkt berist um vörugeymslur verzlananna (Ég sleppi að ræða þá hlið málsins, hvort þetta fyrirkomulag á kartöflu- verzluninni er góður eða lé- legur „bissness“ fyrir verzl- anirnar, undantekningalítið munu þær þó telja hann lé- legan). Lang heppilegast væri, að kartöflumar kæmu í verzl- anirnar uppvigtaðar til af- liendingar, þ.e. í smápokum, t.d. úr sellofanpappír, sem. væru frá einu upp í 5 kg að þyngd. Með þessum hætti yrði auðveldast að koma við því hi’einlæti og vömvöndun, sem sjálfsögð skylda er að við- hafa við sölu og dreifingu matvæla. Heiðin há nýtt Ijéðasafn ©ftir Gretac Fells t!t er homið ljóðasafniS Heiðin há eftir Grétar Ó. Fells- I formála segir Þorsteinn Valdimarsson: „Ljóðin í þessu kveri vitna Ijóslega um það, að skáldskyggni keltneska töframannsins er höfundi þeirra ekki framandi gáfa. Á vorkvöldum æsku hans blasir Heiðin há þegar við honum í undraljóma, „og draumarnir taka völdin.“ Álfaborgin opn- ast fyrir honum, tjaldinu Svipt- ir frá huldum dómum, og er hann hlýðir þar helgum aftan- söngnum, rennur sál hans Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.