Þjóðviljinn - 03.09.1957, Side 3

Þjóðviljinn - 03.09.1957, Side 3
Þriðjudagur 3. september 1957 — ÞJÓÐVTLJINN I- (3 Endanleg ákvörðun um næsta heims- mót var ekki tekin á þinginu í Kíeff Soðoð til sérstokrdr ráSstefnu siSar á ár- inu þar sem mótsstaSur verSur ákveSinn Pjórö’a þing Alþjóð'asambands lýðræöissinnaörar æsku (W.F.D.Y.) var haldið í Kíeff í Sovétríkjunum dagana 16.—23. ágúst s.l. Sóttu þingið um 500 fuíltrúar frá 103 þjóöum, þ.á.m. fjórir íslendingar. Islenzku fulltruarnir á þing- inu voru Arnór Hannibalsson frá alþjóðasamvinnunefnd ís- lenzkrar æsku, Björgvin Vil- mundarson fulltrúi nefndar þeirrar sem vinnu að undirbún- ingi stofnunar landsnefndar ísl. æskulýðssamtaka, Gunnar Guttormsson frá Iðnnemasam- bandi Islands og Jón Böðvars- son frá Æskulýðsfylkingunni. Þeir Björgvin og Jón komu beim um helgina, og hafði fréttamaður Þjóðviljans sem snöggvast tal af þeim síðar- Jiefnda í gær og spurði hann frétta af þinginu. ik Fulltrúar írá fleiri þjóðum en áður Þingið var haldið á svæði landbúnaðarsýningarinnar, sem opna á í Kíeff á næsta ári, nokkuð utan við miðborgina, en þingfulltrúar bjuggu á Hót- el Ukrainu. Fulltrúar á þinginu nú voru frá mun fleiri þjóðum en áður, bæði aðalfulltrúar með atkvæð- isrétt og áheyrnarfulltrúar. Einkum voru þátttakendur frá Suður-Ameríkuþjóðunum miklu fleiri en á fyrri þingum al- þjóðasambandsins, og þarna voru nú í fyrsta skipti fulltrúar (tveir) frá Bandaríkjunum. Þingstörf tóku nú allmiklu lengri tíma en á fyrri þingum, m.a. vegna þess að fulltrúar langflestra þátttökuþjóðanna fluttu skýrslur frá löndum sín- um; voru framsöguræðurnar um 90 talsins. Arnór Hanni- balsson flutti framsöguræðu af hálfu Íslendinganna. ★ Breytingar á lögum alþj óðasambandsins Aðalmál þingsins var sam- þykkt nýrra laga fyrir alþjóða- sambandið. Meginbreytingarnar sem gerðar voru á fyrri lögum sambandsins eru tvennskonar. í fyrsta. lagi hefur verið dregið mjög úr valdi framkvæmda- stjórnarinnar frá því sem áður var, og í annan stað geta sam- tök orðið aukameðlimir sam- bandsins, þannig að þau þurfa ekki að eiga aðild að öllum málum, sem sambandið tekur fyrir, og eru ekki skuldbundin öðrum samþykktum W.F.D.Y. en þau samþykkja sjálf. Breytingar vóru einnig gerð- ar á atkvæðisrétti einstakra ríkja, þannig að nú hafa smærri þjóðirnar tiltölulega meiri áhrif á gang mála en áður. Þegar talað talað er um ,,smáþjóðir“ í þessu sambandi er ekki átt við heildartölu íbúa heldur með- hmafjölda þeirra æskulýðssam- taka viðkomandi lands sem styðja alþjóðasambandið. Þess má og geta að nú hafa þjóðir Afríku og Asíu hlotið miklu meiri aðild að stjórn al- þjóðasambandsins en áður, og Norðurlönd fengu nú tvo full- trúa kosna í framkvæmdanefnd sambandsins í stað eins áður. Norðurlandafulltrúamir eru frá Danmörku og Svíþjóð, en annar varamanna þeirra er íslenzkur. ★ Ráðstefna um næsta heimsmót Á þinginu var að sjálfsögðu mikið rætt um næsta heimsmót æskunnar og undirbúning þess og fyrirkomulag. Komu fram margar skoðanir manna á því máli. Mesta fylgi virtist hafa til- laga um að heimsmótin yrðu hér eftir haldin þriðja. hvert ár. Hinsvegar er almennt talið að ár, ol- þá Jón Böðvarsson vafasamt að hægt verði efna til mótsins eftir þrjú árið 1960, vegna þess að ympíuleikamir eru haldnir um sumarið í Róm. Samkomulag náðist ekki um hvenær næsta. heimsmót skuli haldið, í nefnd þeirri á þinginu sem fjallaði um mótið og varð niðurstaðan því sú, að þing- fulltrúar skyldu flytja skýrslur um umræðumar á þdnginu, hver í sínu heimalandi, en síðar — og mjög bráðlega — yrði siðan kölluð saman ráðstefna sem sótt yrði af einum fulltrúa frá hverju landi og þar yrði endan- lega ákvörðun tekin um hvar og hvenær sjöunda heimsmót æsku og stúdenta verður hald- ið. jkr Mikil störf í nefndum Aðalstörfin á þinginu í Kíeff voru unnin i nefndum, en aðal- nefndir voru 15 talsins. íslend ingarnir gátu aðeins tekið þátf í störfum fárra nefnda og þi einkum þriggja: nefndinni ser fjallaði um næsta heimsmói laganefndinni og nefnd, þar ser rætt var um vinnuskilyrði æsku manna í hinum ýmsu löndun og bætt samstarf vinnand stétta. Einnig sóttu þeir eir staka fundi í öðrum nefndum, t.d. nefnd sem fjallaði um listir og blaðaútgáfu og stúdenta- nefndinni. Mál þau, sem undirbúin höfðu verið og rædd ýtarlega í þing- nefndunum, hlutu að jafnaði óverulegar breytingar þegar til kasta sjálfs þingsins kom og samþykkta. Nokkrar breytingar voru gerðar á aðalstjórn Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðrar æsku í lok þingsins í Kíeff. Italinn Bruno Bernini var endurkjörinn forseti sambands- ins, en Frakkinn Jaques Denis, sem verið hefur aðalritari sam- bandsins um langt skeið, lét af því starfi nú. I stað Denis var kjörinn landi hans Christi- an Echer. Jón Engilberts Jón Engilberts sýnir verk sín í Sýningarsalnum Jón Engilberts, listmálari, opnaði í fyrradag sýningu á nokkrum verkum sínum i Sýningarsalnum, og er elzta myndin frá því 1933, en sú nýjasta er gerð 1956. Er þetta 10 málverkasýningin í Sýningarsalnum, en hann tók til starfa 28. apríl s.l. Jón Engilberts stundaði nám við listaháskólann í Osló hjá prófessor Revold og iauk þaðan prófi. Síðan hefur hann haldið víða sýningar og margar myndir r I Keflvíkingar sigmðu keppni bandalaganna S.l. sunnudag var háð svonefnd fjograbandalaga keppni í frjálsum íþróttum í Keflavík. Tóku þátt í keppninni íþróttabandalög Akureyrar og Keflavíkur og ungmenna- sambönd Kjalarness og Eyjafjarðar. Keílvíkingar sigr- uðu eftir tvísýna keppni. hans verið keyptar söfn og einkasöfn. á opinber Keppnin fór fram á gamla íþróttavellinum í Keflavík, veð- ur var gott og áhorfendur marg- ii-. Keppendur voru um 60 tals- ins. Keppt var um bikar sem íþróttabandalag Akureyrar hef- ur gefið. Bjkarinn vinnst til eign- ar þrisvar i röð eða fimm sinn- um alls. Reknetabátar hœtta veiSum Fjórir bátar frá Sandgerði voru að reknetaveiðum hér í flóanum í gær, en afli þeirra var sáralítill ef undan er skilinn vb. Mummi, sem fékk 250 tunn- ur. Fór aflinn til frystingar og bræðslu. Til Stykkishólms kom einn bátur í gær með um 50 tunnur. Úrslit í einstökum greinum og stigakeppni urðu þessi: 100 m Höskuldur Karlsson ÍBK 10.9 Hörður Ingólfss. UMSK 11.2 Björn Sveinsson ÍBA 11.4 Leifur Tómass. ÍBA 11.5 400 m Ingimar Jónsson XBA 54.9 Höskuldur Karlss. ÍBK 55.0 Gísli Hjartars. ÍBA 55.2 Stefán Arnason UMSE 55.7 1500 m Marg. Sigurbjörnss. ÍBK 4.22.4 Stefán Árnason UMSE 4.23.0 Ingimar Jónsson ÍBA 4.36.2 Steinn Karlsson ÍBA 4.38.8 4x100 m ÍBA 46.4 ÍBK 46.7 E’-amhald é 10. síðu Tilkynning frá útsölu SISí Austurstrætí í dag seljum við sérlega ódýr þýzk kjóla og blússuefni, aðeins 17 kr. mtr. A myndir á umferðar- sýningu Um þessar mundir er umferð- arsýning í Bandaríkjunum á verk- um margra þekktra máiara, og á Jón þar nokkrar myndir, og verður það að teljast mikil við- urkenning, að vera settur i hóp með mönnum eins og Buffet3 John Marin, Gross, Hopper, Jacksoh Polla og fleirum. .Tón hefur einnig selt myndir á söfn í Bnndaríkjunum, t.d. eru 7 stór verk á World house safninu i New York. Afmælissýning Jón Engilberts mun á þesstó hausti eiga 5 verk á samnor- rænni sýn'ngu í Gautaborg' og einnig mun hann sýna 5 verk i Kaupmannahöfn með „Kamrner- aterne“. Ennig mun Jóni hafa verið boðið að efna til yfirlitssýningar í Kaupmannahöfn næsta haust, i tilefni af 50 ára afmæli hana er verður á næsta ári, og hefu^ Jón tekið því þoði. Kvikniynd um lista- manninn Bandariska uppiýsingaþjónust- an hefur gengizt fyrir því, að kvikmynd verði gerð um Jón Engilberts, líf hans og verk, og mun hún verða sýnd í Banda- rikjunum er hún verður full- gerð. Sýniiigin sterdur til 11 september Þessi sýning Jóns mun standa til 11. september, en þetta er eins og áður er skýrt frá nokk- urskonar yfjrlitssýning; eru 16 myndir á sýningunni og allar tO sölu. Askja leslai salt- fisk á Sigluficði Siglufirði í gærkvöid. Frá frét.taritara Þjóðviljang,, Flutningaskipið Askja lestaT hér saltfisk til Rússlands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.