Þjóðviljinn - 03.09.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.09.1957, Blaðsíða 9
ÍÞRÖTTIR R!TSTJÖKÍ FRtMANN HELGASO& Þriðjudagur 3. september 1957 •— ÞJÓÐVILJINN — '(9 Heimsmeisiarakeppnin í knailspyrnu: Frakkland vann afnari leik en var yk Ríkarður Jónsson „brenndi aféi vítaspyrnu Islenzka liðið hafði útliald í 30 mín. og sýndi þá góðan leik og veitti frönsku atvinnu- mönnunum góða mótspyrnu. Síðasta stundarfjórðunginn komu þeir aftur með sókn sem skóp þeim opin tækifæri, en þeir Þórðar lyftu knettinum yfir. Bæði leikmennirnir frönsku og þeir, sem fóru til Frakk- lands í sumar, álitu þennan leik og leikmenn óþekkjanlega frá því sem þar var. Markið fyrir Island skoraði Þórður Jónsson. Eftir að þjóðsöngvar höfðu verið leiknir og leikmenn heils- að áhorfendunum, en það gerðu Frakkarnir á þann skemmtilega hátt að þeir fóru líka alveg út á brún vallarins fjær stúk- unni og heilsuðu þar líka, hófst leikurinn, og ísland byrj- aði með knöttinn. Veður var mjög gott, hlýtt i veðri og logn svo að fánar slúttu niður með fánastöngum, og hiti i lofti. Regn hafði ver- ið af og til um morguninn, en þurrt þegar leikur hófst og að kalla meðan hann stóð yfir. Völiurinn var þó háll og nokk- uð erfiður, en það merkilega gerðist að íslendingarnir misstu ekkert fremur fótanna en hinir frönsku leikmenn. Góður liálftími íslenzka liðsins. íslendingarnir byrja vel, því þegar á fyrstu mínútunni og uppúr byrjuninni kemst Þórð- ur Þórðarson innfyrir og fær knöttinn frá Ríkarði en því er bjargað í horn. Halldór Sig- urbjörnsson tekur hornið sem Þórður Þórðarson fær skallað á mark, en markmaður fær hendur á knettinum og bjarg- ar. Á fjórðu mín. er Ríkarður kominn innfyrir til hliðar og skýtur þaðan af góðu færi, en skotið fer í hliðarnetið. Þetta var óvænt byrjun og skemmti- leg. Nú fara Frakkarnir að láta meira að sér kveða og eiga áhlaup, en þau eru ekki hættuleg. Piantoni er þó kom- inn allnærri marki á 8. mín., en skotið fór framhjá. Næstu 15 mín. er sótt og varið á báða bóga og báðir skutu nokkuð en ekki voru það hættu leg skot. Piantoni átti eitt gott skot og eins Ríkarður, en það fór í mótherja. Á 25. mínútu fær Island bezta og opnasta tæki- færið sem komið hafði. Þórð- ur Þórðar er kominn út til hægri og gefur knöttinn fyrir markið. Gunnar GUnnarsson er þar, en er ekki nógu viðbúinn og snertir aðeins knöttinn sem rennur aftur fyrir, en mark- maður var ekki ,,heima“. Allan þennan tíma var mikill kraftur í öllum sóknafgerðum okkar manna, og einkenndist leikur- inn meira af því en að veru- lega væri byggt upp-með leikni og skipulagi. Þar höfðu gest- irnir alltaf yfirhöndina, þó þeim tækist ekki að fá neitt út úr því, og kom þar til dugn- hlé og á fyrstu Helgi mjög vel. kemst Piantoni vinstri og gefur mín. bjargar Á 3. mínútu innfyrir til knöttinn út og yfir til hægfi þar sem Wisn- ieski nær honum og skorar með ágætuin skallá. Aðeins einni mínútu síðar er fjórða markið staðreynd. Var það Ujlaki sem það skoraði, eftir Helgi Daníelsson grípur knöttinn; Guðjón Finnbogason sést til vinstri (Ljósm. Ingim.) aður varnarinnar sem var furðu fljót að loka eða hindra, og var sem þetta kæmi þeim nokkuð á óvart. Á 30. mín. var fyrsta mark- ið skorað. Var það miðhérjinn Cisowski. Knötturinn kom innan á stöng og þaðan í markið, og aðeins tveim mín. siðar kom svo annað markið, og var það sami maður sem það skoraði. Var þetta „ódý-rt“ því Krist- inn Gunnlaugsson lagði knött- inn fyrir fætur hans, í stað þess að hreinsa frá markinu. Þrem mín. síðar er dæmd vítaspyrna á Frakka, en Rik- arður hittir laust og illa svo markmaður fær varið. Ríkai-ð- ur ætlaði sýnilega að rugla markmann með skrokkhrevf- ingu, en sendingin varð óná- kvæm og fór í fót markmanns sem hafði kastað sér í rangt horn. Því ekki að spyrna af krafti, svo sparkviss sem Rik- arður getur verið? Þetta er í þriðja sinn sem þetta mistekst í sumar, og væri úr vegi að breyta til um þetta næst? — Sem sagt: Þarna tapaðist tæki- færi sem átti að vera gefið mark. Allt þetta hafði heldur lam- andi áhrif á leikmenn, og síð- asta stundarfjórðunginn höfðu Franskmennirnir leikinn að kalla í hendi sinni, en þeim tókst ekki að skora fleiri mörk, 2:0 í hálfleik. Frakkar eiga næsta hálftkna. Gestirnir halda áfram eftir góðan samleik Frakkanná. Næstu 15 . mínúturnar eiga Frakkar margar góðar sam- leikslotur og sýna leikni og hraðar staðsetningar sem þó duga ekki til þess að skora. Á 19. mínútu gera íslendingar áhlaup, og hafa þeir skipt nokkuð um stöðu. Þórður Þórðar er kominn út til vinstri og miðjan opnast, en þangað er kominn Þórður Jónsson sem fær knöttinn frá Gunnari og sendir hann vægðarlaust markið óverjandi fyrir mark- manninn. Á næstu mínútu gera Frakkar eitt af sínum ágætu áhlaupum, og fær Wisnieski knötfinn til hægri og kemst innfj'rír Kristin og skýtur fremur láusum knetti sem fer innan á stöng og í markið. Það var eins og manni fyndist að Helgi hefði átt að verja, en hann virtist of seinn að átta sig. Það nokkuð óvænta skeði að síðasta stundarfjórðunginn sóttu okkar menn sig og tóku nú meir á móti eða þá að Frakka'r voru 'farnir að taka þetta meira rólega, og leikurinn jafnaðist nokkuð. I tvö skipti tókst þeim að skapa sér svo- kölluð opin tækifæri, það fyrra á 37. mínútu er Þórður Þórð- ar kemst innfýrir og á aðeins markmann eftir til að skjóta framhjá, en hann lyftir knett- inum yfir; og tveim haínútum síðar er Þórður Jónsson í góðu færi, en skotið fer réft fyrir ofan slá og markmaður hinu- megin í markinu. 5:1 varð loka- markatalan. Miðáð við hin ópnu tækifæri hefði markamunur getað orðið minni en þetta; en ef miðað er við leikni og kunn- áttn Frakkánna, staðsetningar og hraða og hvernig þeir stóðu að knattspyrnunni, þá voru þetta ekki ósanngjörn úrslit. Lið'meo milda leikni og hraða. Þetta franska lið ræður ýfir miklum hraða og leikni. Kunn- átta þ’eirra i að stöðva knött er eitthvað fyrir okkar menn til að veita athygli. Auga þeirra fyrir staðsetningum er líka nokkuð sem við getum mikið af lært. Þeir eru margfalt ná- kvæmari í sendingum sinum og eiga því auðveldara með að láta leikinn ganga létt og leik- andi mann frá manni og ekki einskorðað við ákveðna leið, þeir eru allir með og allir teknir með í þennan samleik. Þeir nota i'itherjana mikið eins og flest önnur erlend lið sem hingað koma, enda voru báðir úlherjarnir skæðir sóknarmenn. Annars er erfitt að gera upp á milli þeirra. Bezti maður varnarinnar var miðframvörðurinn Jonquit sem var öruggur bæði með höfði og fótum, hreyfanlegur og örugg- ur og tilbúinn að byggja upp samleik, svo sem hann var ekk- ert hikandi við að hreinsa ef hætta var á ferðum. Fram- verðirnir Penvern og Marchel voru mjög virkir fyrir sókn- ina sérstaklega og voru einnig vel með í vörninni. Bakverðirn- ir Boucher og Kaelbel voru sterkir og áttu ekki í miklum erfiðleikum með útherja ís- lenzka liðsins. íslenzka liðið kom á ó\-art. Það verður ekki annað sagt en að lið okkar manna hafi komið á óvart. Ekki aðeins það að markamunur var minni nú en i Frakklandi í sumar, held- ur hitt að það náði oft að leika knattspýrnu sem veitti þessum frönsku atvinnumönn- um harða mótspyrnu á köflum, mun harðari en þeir höfðu gert ráð fyrir, og þó að mikil fjöl- breytni hafi ekki komið þar fram, þá skiptir það engu hvað úrslitin snertir. En það kennir okkur að við verðum að reyna meiri fjölbreytni í leik lands- liðsins en gert var. Er þar fyrst' það að nofa meira út- herjana en gert var í leiknum, það hefur okkur ekki lærzt enn, þrá.tt fyrir það. að við sjáum það hjá hverju úrvalslíðinu eftir öðru sem hingað keinur. Einleikshneigðina ’verður líka að leggja niður til mikilla muna, en þar fara á undan með slæmu eftirdæmi okkar ágætu Ríkarður og Þórður Þórðar sem myndu nýtast miklu betur ef þeir notuðu á- gæti sitt til þess að leika við samherjana óg losna við mót- herjana, greiða úr miðjuleikn- um sem er of fastur og; ein- hæfur, nota hann ekki nema til að koma rétt á óvænt. Við fáum heldur aldrei góða sam- herja ef þeir eru ekki notaðir, ef þeir taka ékki virkan. þátt í leiknum. Það sem einkenndi leik okkar marina var ó:iá- kvæmnin í sendiirgum, en þær er að sjálfsögðu um það að ræða hvort rétt og næg æfing er fyrir hendi, en þar var.tar mikið í samanburði við gestina. Þetta þurfá1 knattspyrnur lenn okkar að láta sér að kenningu verða og miða þjálfun sína við það. Það virðist vera s;óður herzlumunur til þess að ná það langt að við getum komið fram með forsvaranlegum árf.'gri, gegn ágætum liðum. líalldór Halklórsson bezti iriaðiir liðsins. í heild féll liðið furðú vel saman. Veikustu hlekkir „þess voru Þórður Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Kristinn Gunn- laugsson, og kom það ekki á óvart. Kristinn átti þó inn á milli góða kafla, en svo mis- tókst honum annað slagið og kemur þar sjálfsagt til að hann hefur ekki næga reynslu í bak- varðarstöðunni. I síðari hluta seinni hálfleiks átti hann oft góðan leik og stöðvaði þá undra vel. Halldór Sigurbjörnsson átti nokkuð góðan fyrri hálf- leik, en i siðari var hann oft ekki með, meiddist raunar og haltraði um stund og hefur sennilega ekki tekið á sér heil- um eftir það. Gunnar Gunnars- son vann og var mikið á hreyf- ingu en sendingar hans voru afar ónákvæmar og nýttust ekki. Þórður Jónsson var lítið með, og á hann þar ekki einn alla sök. Meðan það er ekki til siðs að nota útherjana eða senda þeim knöttinn, er varla við öðru að búast en að þeir séu lítið virkir. Halldór var bezti maður liðsins. Fljótur og öruggur og sterkur í návígi. Árni Njálsson var éinnig mjög friskur og liarðúr og st'ðvaði mörg áhlaup. Framverðirnir Guðjón og Reynir áttu góðan leik. Reynir er stöðugt vaxandi Framh. á 10. síðu islenzka landsliöið og pað franska áður en leikur hófst á sunnud (Ljósm. Ingim.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.