Þjóðviljinn - 03.09.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.09.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. september 1057 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Mann byrjaði á því að selja jakkatin Framhald á 8 síðu. fundurinn var víst hjá hon- um Jóni í Skuld. Nauðsynin var orðin brýn, og það var lengi búið að tala um þetta. Hagur okkar batnaði líka smátt og smátt eftir því sem Dagsbrún óx fiskur um hrygg, en það var ekki björgulegt í byrjun. Já, það mátti nú segja, það var nauðsynlegt að stofna Dagsbrún. =5SS= Guðmundur Gissurarson er vörpulegur maður, þar sem hann situr í sæti sínu og rifjar upp minningar frá þeim tíma, þegar Skólavarðan var langt fyrir utan bæ og kartöflur voru ræktaðar þar sem danska sendiráðið stend- ur núna. Heyrn hann er óbil- uð, og augu hans sýnast full- skær — hann er einn þeirra íslenzku harðréttismanna, sem virðast að minnsta kosti tíu árum yngri en þeir eru. Og byltingar tímanna hafa farið framhjá bænum hans við Lindargötuna, hann stendur með sömu ummerkjum og fyrir hálfri öld — og þó hef- ur hallað dálítið á hann: hann var stór „á þeirra tíma mælikvarða," en nú er hann lítill. Svo ganga þeir niður að sjó, Sigurður Guðnason og blaða- maðurinn. Oft hefur hann; verið ládauður á þessu líðandi sumri, og enn er hann sléttur — einnig í Klapparvörinni, þar sem Guðmundur Gissur- arson lagði upp afla sinn vor- ið eftir að hann giftist. Sig- urður Guðnason segir, að Guðmundur hafi aldrei látið að sér kveða á fundum í Dags- brún; en hann var skapfestu- maður, enginn veifiskati, lét ekki sinn hlut — Kveldúlfur fékk aldrei lóðina hans. Svar, sem hann gaf mér einu sinni á Dagsbrúnarfundi, finnst mér lýsa honum vel. Það var áður en fundur hófst. Kg sé hvar hann situr, vík mér að hon- um og segi: Þú ert mættur, Guðmundur minn. Já, svarar hann, það má ekki minna vera en maður fylli sætið sitt. Það hefur hann einmitt alltaf gert. eimiligpáttur Rafmagnsperur og nælsokkar Hefur hvort tveggja orðið lakara á síðari árum Rafmagnsperur og nælsokkar eru vissulega ólíkir hlutir. Þó hafa þau ýmislegt sameiginlegt. í fyrsta lagi er hvort tveggja næstum ómissandi í daglegu iífi og auk þess haía bæði nælsokk- ar og perur rýrnað mjög að gæð- um á siðari árum. En það er sannarlega ekki hin rétta braut. Hin stöðuga framþróun tækn- inn ætti að bæta vörurnar og gera þær endingarbetri En hvað ættu framleiðendur að gera vi.ð vörubirgðir sínar ef okkur dygði eitt par af sokkum árum satnan og þyrftum ekki að skipta um perur í tíma og ótíma. Þar liggur sennilega hundurinn g'rafinn. Lausn framleiðandans. Sérfrfieðingar í vefna'ðariðnaði hafa lýst þvi yfir að ástæðan til þess að nælsokkarnir endast nú skemur sé sú að þeir séu hafðir þynnri. Nýju vólarnar geta framleitt svo þunna þræði að sokkarnir þola ekki einu sinni sáralitla notkun. Og í sam- bandi við perur er því haldið fram að neytendur óski eftir per- um sem lýsi vel en eyði litlu rafmagni og af því leiði að þræðirnir í perunum séu svo þunnir að þeir endist aðeins takmarkaðan tíma. Þó er víst sjaldnast sagður nema hálfur sannleikurinn. Því er haldið fram að t. d. krepsokk-' ar hafi orðið ódýrari upp á síð- kastið, en á hinn bóginn er það ekki sambærilegt hvað þeir end- ast ver. Fyrstu krepsokkarnir sem komu á markaðinn voru næstum óslítanlegir. Það þarf sjálfsagt sálfræði- þekkingu til að framieiða nýjar vörur sterkar og góðar, en gera þær síðan smám saman lakari Það hefur mikinn hagnað í för með sér. Fyrstu sterku og góðu nælsokkarnir sem entust árum saman hafa orsakað mikið um- burðarlyndi, en það umburðar- lyndi er senn á þrotum. Neyténdur þurfa að gera kröf- Ur um betri og st.erkari vörur á þessum sviðum og' öðrum og iáta ekki framleiðendurna s!á ryki í augu sér. Stundakemiarar ■ i ■ ■ Matsveina- og veitingaþjónaskólinn óskar eftir stundakennurum í eftirtöldum námsgreinum. ! 5 k Efna- og eðlisfræði. Sex stundir á viku. ■ a Teikning. Sex stundir á viku. Skrift. Þrjár stundir á viku. : Umsóknir sendist til skólastjóra fyrir 15. sept. » ■ 1 « Skólastjóri j Vern Sneider; AGVSfMAMH 73. megin sá hann út á svalirnar, þar sem pappírsljóskerin bæröust mjúklega í gol- unni. Þar fyrir handan voru garðarnir og hinum megin aörar álmur hússins notalega lýstar. í salnum sjálfum héngu ljósker úr gegnsæjum pappír ofan úr lofti. Lág borö — þakin eldrauðum lakkílátum og sake bollum og stórum bökkum hlöön- um mat—stóðu meöfram báðum hliöum salarins. Milli boröanna voru leirker sem stóöu í sandi, fyllt meö glóö. Fisby sá fljótlega hvar honum var ætl- að sæti, því aö hann sá rauöu silkipúö- ana á mottunni innst í salnum. Enda leiddi Hokkaido þá þangaö. Hokkaido gaf þeim merki um aö setj- ast á púðana, en Sakini sagði í flýti; „Skildu eftir sæti viö hliöina á þér“. Og Fisby kinkaöi kolli. Hann settist, dró baðsloppinn yfir hnén og leit í kringum sig. „Jæja, læknir“, sagði hann. „Þaö lítur út fyrir aö við séum hafðir meö stórmennunum. Hjá öllum borgarstjór- unum“. „En læknirinn horfði á bakkann sem á voru kjötteningar, japanskur matur, sneiddar gulrætur og hvítkál og baun- ir. „Sakini“, sagði hann. „Hvar náöuö þið í allan þennan mat?“ Sakini brosti nreykinn. „Viö veröa eins og fjandinn sjálfur herra læknir. Fara í öll hin þorpín. Skipta á salti og fiski og mottum fyrir grænmeti. Jafnvel hafa út úr þeim belju.“ Læknirinn kinkaöi kolli. „Tja, eftir nokkrar vikur fáum viö allt þetta á bú- garðinum okkar.“ Þjónarnir komu nú aftur með bakka. Nú voru á þeim litlar postulínsflöskur. „Hvað er þetta, Sakini?“ spurði Fisby for- vitnislega. „Þetta er sake, húsbóndi. Þeir hita það í eldhúsinu. Nú færa þeir öllum þaö.“ Fleiri voru aö koma í áttina til þeirra, og Fisby togaði brosandi í ermi læknis- ins. „Sjáðu.“ Fyrsta blóm og Lótusblóm voru í geis- habúningi. Fríð andlit þeirra voru dyft og varirnar rauöar. Hárið á þeim var ekki innrúllað heldur fagurlega uppsett og þær gengu smástígar. „Ja hérna,“ sagöi Fisbv og neri sam- an höndum. „Góöa kvöldið.'1 Þær brostu og hneigðu sig diúnt. Svo sá Fisby til hvers aukapúðarnir næst honum og lækninum voru — geishurnar sátu næst heVöursgestimum. „Húsbóndi,“ sa^öi Sakini. „Þær segia þær aldrei "iá þig í kímónó fyrr. Hann fara þér vei.“ Fisby dró baðsloppinn yfir hnén. „Tja, ég er óvanur aö vera í honum." Svo mundi hann að læknirinn haföi aldrei liitt stúlkurnar og kynnti þau. Lótusblóm kraup hjá lækninum og Fyrsta blóm kraup á púðanum við hliö- ina á Fisby. Stúlkumar tóku litlu postu- línsflöskurnar og fylltu lakkbollana af sake og réttu heiöurgestunum. Og við öll boröin fóru hinir yngri aö hella á hjá hinum eldri. Læknirinn dreypti á bollanum, smjatc- aöi á víninu og kinkaöi kolli meö ánægju svip. „Mjög gott. Mjög gott.“ Eftir annan. sopa leit hann í kringum sig í salnum „Heyröu, Fisby,“ sagöi hann. „Þetta er ágætur siöur. Viö ættum aö halda svona veizlui' oftar.“ Bíddu þangaö til þú heyrir sönginn, herra læknir,“ sagói Sakini í flýti. „Viff boröa dálítiö, svo syngja Fyrsta blóm og Lótusblóm marga söngva. Þær dansa líka. Við skemmta okkur vel.“ Fisby kinkaöi kolli.' Honum féll vel þessi, félagsundi. Viö öll boröin vora mennirnir aö sveifla bollum sínum og' skála. Þeir héldu hver utanum annan og hláturinn lá í loftinu. Honum leið vel. Þegar Fyrsta blóm setti grunna pönnu yfir gióðarkeriö hjá boröi þeirra og Lótusblóm braut eitt egg í hverja skál og fór að þeyta það léttilega meö matprjcn- um — virtist þaö vera merki fyrir alla. Viö öll borðin var fariö að hræra og bauka. „Viö sjóöa sukiyaki núna,“ sagði Sakini og Fisby horföi forvitnislega á. Tvö borö virtust hafa sameiginlegt glóðarker, og þaö virtist mikill heiöur vff vera útnefndur kokkur. Sá sem elztu* ' var, í mestum metum eða hæstu embætti var útnefndur; og þessu fylgdu mót- mæli og hneigingar. Við þeirra borö kom þetta eölilega t hlut Fyrsta blóms, sem var yfirgeisha. Hráu kjötteningunum var dýft niður í lög úr soya, sætu sake og kjötkrafti. SíÖan var grænmetinu bætt í, einni teg- und af annarri og læknirinn hallaöi sér áfram. „Mig langar til að horfa á þetta, Fisby,“ sagöi hann. „Ég var stundum að matbúa heima. Haföi steikarrist í garð- inum og .þess háttar.“ Viö hin boröin var einnig búið a3 skipuleggja þetta. Mesti viröingamaöur- inn beygöi sig yfir glóðarkerið og nostr- aði við matreiösluna. En viö eitt boröiö virtist ekki veröa samkomulag. ÞaÖ var þar sem emb- ættismenn þorpsins voru samankomnir og Fisby hvíslaði. „Hvað er á seyði, Sak- ini?“ Sakini lagöi við hlustirnar. „Ég held þeir eru aö rífast, húsbóndi. Hokkaido segja forsetinn á aö sjóða sukiyaki.“ ,.Nújá.“ „En allir hinir segja Hokkaido ekki geta soöið neitt. Þeir vilja lögreglustjór- ann“ Fisby varö órólegur. Hann vonaði aö' ekki yröi kallað á hann til að útnefna kokkinn. Og þegar deilurnar uröu hávær- ari álcvað hann aö reyna að' halda uppi samræöum til að hugsa ekki um þetta. „Sakini, viltu segja Fyrsta blómi aö ég hafi tekiö eftir aö þær nota lakkmunina hér í kvöld.“ Hún leit upp frá verkinu með mat- pi’jónana á lofti og bi’osti. „Hún segja lakkmunir alltaf notaöir í veizlum, hús- bóndi.“ Um leið datt Fisby í hug að búa í hag- inn fyrir Seiko. „Ég hélt kannski að þid mynduö nota málaða diska. Þú veizt. meö blómum og —“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.