Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 1
-jqpo-—BT'** tfW' ypr-gp’ VILIINN Sunnudagvu* 20. október 1957 — 22. árgangur — 236. tölublað. Þjóðviljanum hefur borizt ný grein eftir Jóhannes Helga; neí'njst liún „Enn uin hausa“ og er svar við síð- ustu grein Jónasar Árnason- ar. Vegna Jrrengsla í blaðinn verður greinin J>ví miður a<S bíða birtingar fram til þriðjudags. Sfeypa á sfjórn Sýrlands og síðan kalla á her Tyrkja Krú$t]off sagS/ Aneurín Sevan frá þessu er þelr rœddusf WS nýlega i Sovétrikjunum — Það er ekki ætlun Bandaríkjanna að láta Tyrki gera innrás fyrirvaralaust í Sýrland, heldur á a'ð reyna að koma vinum Bandarílcjanna í valdastól í Sýrlandi og láta þá kalla á tyrkneska herinn. Aneurin Bevan, einn helzti leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins, hefur þetta eftir Krústjoff, framkvæmdastjóra Kommiinistaflokks Sovétríkj- anna, en þeir ræddust við ný- lega, þegar Bevan var í Sovét- ríkjunum. SanxtÆSris^nenn í Istanbul Bevan skýrir frá viðræðum 'sínum við Krústjoff í vikublað- ínu Tríbune, sem er málgagn vinstrimanna í brezka Verka- mannaflokknum. Krústjoff sagði að Banda- ríkin óttuðust að bein árás Tyrklands á Sýrland myndi sameina allar arabaþjóðir að baki Sýrlendingum. ,,En það eru nokkrir herrar frá Sýrlandi í Istanbul undir verndarvæng tyrknesku stjórnarinnar sem eiga að komast með brögðum í valdaaðstöðu í Sýrlandi. Þegar þeir hafa náð henni, þá á að láta eitthvað það gerast, sem hægt verður að saka Sov- étríkin eða öfl vinsamleg þeim um. Það á að reyna að halda því fram að sjálfstæði Sýrlands sé í hættu. Þessi sýrlenzka stjórn á því að biðja um að- stoð tyrkneska hersins sem nú hefur verið dreginn saman á sýrlenzku landamærunum til að vernda landið gegn yfirráðum kommúnista. Við munum ekki láta slíkt viðgangast. Við höfum fullar sannanir í höndunum. Það sem ég hef sagt hefur við rök að styðjast og þegar tími er til kominn munum við birta sann- anirnar“. Rætt um bréf Krústjoffs I dag kemur stjórn atþjóða- sambands sósíaldemókrata sam- an á fund í Strasbourg til að ræða bréf það sem Krústjoff sendi nokkrum sósíaldemókrata- flokkum í Vestur-Evrópu fyrir nokkru, en þar fór hann fram á liðsinni þeirra við að bægja frá ófriðarhættunni fyrir botni Mið- jarðarhafs. Ollenhauer, leiðtogi vestur- þýzka flokksins, sagði í Bonn í gær að fulltrúar hans myndu leggja höfuðáherzlu á nauðsyn þess að allt verði gert til að draga lir viðsjám á alþjóða- vettvangi og að SÞ grípi í taum- ana ef ástandið í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs haldi áfram að versna. Gaitskell, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, sagði í ræðu í Bristol í gær, að hann teldi sjálfsagt að verða við kröfunni um að SÞ sendu eftir- litsnefnd til landamæra Tyrk- lands og Sýrlands. Kæmist hún að þeirri niðurstöðu að ástand- ið þar ógnaði friðnum, yrðu SÞ tafarlaust að senda lög- gæzlulið þangað. Shaldið hélt Júgóslavía hættir allri verzlun við V-Þýzkaland En íimmíaldar viðskipti sín við Austur- Þýzkaland með nýjum viðskiptasamningi Vesturþýzka stjórnin sleit í gærmorgun fonnlega stjóramálasambandi viö stjórn Júgóslavíu. Tilkynning um þessa ákvöröun var afhent sendiherra Júgóslava í Bonn klukkan 11 í gærmorgun. Strax eftir að sendiherrann ihafði tekið á móti tilkynning- unni kallaði hann blaðamenn sinn fund. Fréttamaður a brezka útvarpsins sagði að ihann hefði ekki getað leynt reiði sinni og gremju. Hann sagði að þetta væri í annað sinn á stuttu árabili sem þýzka stjórnin sliti. stjórnmálasam- bandi við Júgóslavíu. Júgóslavar hefðu í síðasta stríði orðið fyrir barðinu á hinu þýzka herveldi. Þeir hefðu misst 1.700.000 memi, eða átt- unda hluta þjóðarinnar. Þrátt fyrir þessa blóðtöku hefðu Júgóslavar orðið fyrstir til að rétta Þjóðverjum höndina eftir stríðið og fyrstir til að senda heim alla þýzka stríðsfanga. Sendiherrann sagðist mundu fara samdægurs frá Bonn. Enda þótt von Brentano, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, hafi lýst yfir því að hann telji að viðskipti land- ! anna eigi að geta haldið á- fram með eðlilegum hætti þrátt fyrir þessa ráðstöfun, er tal- ið víst að þau viðskipti muni Framhald á 5. síðu. í Stádentaráði Kosið var í stúdentaráð Há- skóla Islands í gær og hélt í- haldið meirihluta sínum í ráð- inu, enda bótt það reyndist í minnihluta meðal háskólastúd- enta. Á kjörskrá voru 865 og kusu 657. Kosningu lauk kl. 8.50 og talningu kl. 10 í gærkvöld. Úr- slit urðu þessi: A-listi (krata) hlaut 61 atkv. og 1 mann kjörinn, B-listi (Framsóknar) 115 iatkv. og' 1 mann, C-listi (Félags róttækra stúdenta) 101 atkv. og 1 mann, D-listi (Vöku, félags íhalds- stúdenta) 314 atkvæði og 5 rnenn, og E-listi (Þjóðvarnar) 61 atkvæði og einn mann kjörinn. 5 seðlar voru auðir. Við stúdentaráðskosningarnar í fyrra hlaut Vaka 307 atkvæði og 5 fulltrúa kjörna, en sam- eiginlegur listi íhaldsandstæð- inga í háskólanum 263 atkv. og 4 kjörna. Reykjavíkur á ve« 9s Hópur listamanna frá Sovétríkjunum kom liingað í fyrrakvökl. Eru þeir allir frá ríkisleikhúsinu í Kieff og er leikhússtjórinn, Gondar að nafni, fararstjóri ltópsins. Þetta er sjö manna liópur og er niyndin að ofan af ballettparinu í hópnum, Evgeníu Nikolajevnu og Amitoli Antonovitsj. Egyptar treysta böndin við ríki Austur-Evrópu í gær vcru undimtaöir í Kaíró samningar um mjög aukin tengsl Egyptalands við ríki Austur-Evrópu, bæöi 1 viöskiptum og menningarmálum. Fulltrúar egypzku stjórnar- innar undirr.ituðu þannig samn- inga við Sovétríkin, Búlgariu og Tékkóslóvakíu um samvinnu í vísindum og tækni og aukin menr.ingarsamskipti á öllum sviðum. Þá voru einnig undir- Verður sfærsfa íbúðarhús landsins reisf við Grensásveg og Miklubraut? Fyrirætlun Hreyfils að byggja þar 15 hæða hús með 130—150 íbiiðum handa félagsmönnum Samvinnufélagið Hreyfill hefur skrifað bæjarráði Reykjavíkur og farið þess á leit, að fá nokkra viðbót við fyrirhugað athafnasvæði fé- lagsins á horni Grensásveg- ar og Miklubrautar. Er ætl- un félagsins að reisa 'þarna 15 hæða íbúðarhús fyrir fé- lagsmenn, auk þeirra bygg- inga sem beint eiga að til- heyra rekstri samvinnufé-- lagsins. Samkvæmt fyrirætlunum Hreyfils eiga að verða í hús- inu 130—150 íbúðir og yrði það því án efa langstærsta ibúðarhús sem enn hefur ver- ið reist hérlendis. Mál þetta var rætt á fundi bæjarráðs sl. föstudag og erindi Hreyf- ils sent til umsagnar skipu- lagsins. ritaðir verzlunarsamningar við Rúmeníu og sovézk viðskipta- nefnd er nú í Kaíró til að gera samninga um aukin viðskipti Egyptalands og Sovétríkjanna. Talið er líklegt að egypzka sijórnin muni innan skamms taka upp stjórnmálasamband við Austur-Þýzkaland. Einn af aðstoðarutanrikisráðherrum Júgóslavíu ræddi við Nasser forseta í rúma 4 tima í gær og er búizt við að þeir hafi m.a. rætt um það mál. Flugvél hrapar í Atlanzhaf Spænskir fiskimenn bjÖrguðu i gær bandarískum flugmanni sem hrapað hafði með flugvél s'inni skammt undan Spánar- strönd. Hann var á leið frá Tex- as til Rómar í lítilli eíns hreyf- ils flugvél og var ætlun hans að setja nýtt langflugsmet fyrir slíkar flugvélar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.