Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. október 1957 -k í dag er sunnudagurinn 20. október — 293. dagur árs- ins — Caprasius — Tungl hæst á loííi kl. 10.45 — Ár- degisháflæði kl. 3.43 — Síðdegisháílæði kl. 16.08. tíTVARPIÐ I DAG: Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. og morguntónleik- ar: a) ,,Te Deum“ eftir Verdi. b) Fiðlukonsert nr. 2 í E-dúr eftir Bach. e) Marian Anderson syngur negrasálma. d) ,,Góði hirðirinn“, svíta eftir Hándel í útsetningu eftir Beethoven. 11.00 Messa í Fríkirkjunni (sr. He'igi Sveinsson í Hveragerði prédikar; sr. Þorsteinn Björnsson þjón- ar fyrir altari. Organl.: Sigurður Isólfsson). 13.15 Erindi: Um lestrar- kennslu (ísak Jónsson skólastjóri). 15.00 Miðdegistónleikar (pl.) : a) Tilbrigði um rokoko- stef fyrir selló og hljóm- sveit eftir Tjaikowsky. b) píanósónata op. 27 nr. 2 eftir Beethoven. c) Suz- 1 ane Danco syngur óperu- áríur cftir Carpentier, Verdi og Massenet. d) Sinfónía nr. 5 í e-moll - (Frá nýja heiminum) eft- ir Dvorák. 16.35 Færeysk guðsþjónusta. 17.00 Sunnudagslögin". 18.30 Barnatími (Helga og Ilulda Valtýsdætur): Leik- rit, upplestur, tónl. o. fl. 19.30 Tónleikar: Artur Rubin- stein leikur á píanó (pl.). 20.20 Tónleikar (plötur): „Sex rúnaristur“, hljómsveitar- verk eftir Debussy. 20.35 „Bréf úr myrkri“ — frá- saga eftir Skúla Guðjóns- son á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði (Andr. Björns- son flytur). 21.00 Tónleikar (pl.): a) L5g úr óperettunni ,,My Fair ,Lady“ eftir Frederick Loewe. b) „Ameríkumað- ur í París“, hljómsveitar- verk eftir George Gersh- win. 21.10 Upplestui': „Sveinbarnið", f'smásaga eftir Alberto Moravia; Margrét Jóns- dóttir rithöfundur þýddi .(Baldvin Halldórss. leik- ari). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. 9.30 Fréttir Útvarpið .á morgun: 19.30 Lög úr kvikmyndum pl. 20.30 Útvarpshljómsveitin; Þ. Guðmundsson stjórnar: Sænsk þjóðlög og dansar. 20.55 Um daginn og veginn —; (Einar Ásmundsson). 21.10 Einsöngur: A. Schiöts sýngur (þlötur). 21.30 Útvarpssagan: Barbara. 22.10 Fiskimál: Kristinn Ein- arsson fulltrúi talar um sjótjón á vélbátaflotan- um. 22.25 Nútimatónlist (plötur): „Antigona", tónverk fyr- ir altrödd og. hljómsveit eftir Oboussier (Elsa Ca- valti og Suisse-Romande hljómsveitin flytja; Ern- est Ansermet stjórnar). Sellókonsert op. 66 eftir Miakovsky. (Mstislav Ro- stropovitsj og hljómsveit- in Philharmonía í London leika; Sir Malcolm Sar- gent stjórnar). 23.05 Dagskrárlok. Iílöð og tímarit. Sjómanna- blaðið Víking- ur, 10. tbl. 19. árg. er komið út. Efni þess að þessu sinni er: Skattfríðindi sjómanna — Karfaveiðar — Skipstjóri, fisk- kaupmaður -^r- Kjarabætur fyj*r ir fiskimenn — Ný frystihús — Yfirráð Persaflóa — Bæjarút- gerð Akraness 10 ára — Draugur gerir uppreisn — Hreinlæti á skipum — Kron- borgarkastali — Frá fyrri tim- um — Frívaktin o. fl. Flugfélag íslands Hrímfaxi er vænt anlegur til Rvík- ur kl. 17.10 í dag frá Hamborg, K- höfn og Osló. — Gullfaxi fer til London ldukkan 10. í fyrra- málið. Innanlandsflug I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fijúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, isafjarðar, Siglu- Guðspekilelag íslands. Mr. John Coats flytur opinber- an fyrirlestur í guðspekifélags- húsinu í Ingóifsstr. 22 í kvöld klukkan 8.30. John Garfield og Lilli Palmer sem hnefaleikakappinn Charlie Davis og Peg vinkona lxans. Frægð og Hnefaleikar eru að verða eitt af sigildum efnum banda- rískra kvikmynda, og oft hef- ur framleiðendum og leik- stjórum í Hollywood tekizt vel að lýsa í myndum sínum botn- lausri spiliingu, sem er sam- fará átvinnumennsku í þessari íþrótt. Af slíkum kvikmyndum eru fcannski minnisstæðastar Kid Galahad, sem gerð var undir stjórn Michael Curtiz, Knock-out eftir Robert Wise og ein myjid Siodmaks, sem ég man ekki lengur hvað heit- ir. Og nú er enn farið að sýna hér kvikmyndina Body and Soul, sem Robert R.ossen gerði fyrir tíu árum (1947) og hiklaust rná skipa í flokk með beztu mjmdum urn þetta efni, bæði hvað snertir spenn- andi atburðarás og listræna gerð. Það er Bæjarbíó í Hafn- arfirði, sem sýnir myndina þessa daga undir nafninu Frægð og freistingar. John heiúnn Garfield, hinn snjalli, bandaríski leikari, lék í þessari kvikmynd eitt af stærstu hlutverkum sínum og^ telja margir að honum hafi hvorki fyrr né síðar tekizt betur upp. Charlie Davis, hnefaleikakappinn og aðalper- sónan í myndinni, er eins og Garfield fæddur og uppalinn í einu af fátækrahverfum Gyð- inga í New York og sú hugs- un er honum efst í huga að brjótast úr viðjum fátæktar- innar til velmegunar og frægð- ar. Sem ' atvinnuhnefaleikari tekst honu n að öðlast nokkra hlutdeiid í peningaflóðinu, sem freistmgar rennur um hendur þrælmenn- anna, er skipuleggja kappleiki og veðmái. Charlie selur sig fyrir peninga eins og aðrir, en þegar líður að iokum keppnis- ferils hans á miöjum fertugs- aldri og hann hefur samið um að tap'a síðustu stórkeppni sinni til þes's að tryggjá mik- inn hagnað af veðmálum, ýtir samvizkan við honum. Hann fer á fund móðjir sinnar, sem enn býr í gamla Gý'ðinga- hverfinu, og þar heyrir liann einn nágrannanna lýsa því hversu þeir líti upp til hans, hnefaleikameistarans, sem enn sé ósigraður á sania tíma og þýzku nazistarnir vinni mark- visst að þvi að útrýma Gyð- ingum í Evrópu. Vegna þessa lítur áhorfandinn hin hrotta- legu slagsmál í myndarlolt öðrum augum en ella myndi. — Leikur John Garfield í hlut- verki Charlie er mjög góður og sama er að segja um Lilli Palmer, sem leikur Peg vin- konu hans. Í.H.J. "dagskrá ALÞINGIS Á morgun, mánudag Efri deild: ... ^ Klukkan 1.30 Vegalög, frv. — 1. umr. Neðri deild: Klukkan 1.30 sala Skógarkots í Borgarfjarðarsýslu, frv 1. umr. AuglýsíS I Þ]ó8v!ljanum hvémig þeir a-t.tu að sór ránsfenginn. vildi helzt Jialda þegar í stað til Suður- Frakklands, en Tarzan vildi "fryggja sinn hlut, því *->ð livorugur þjófanna treysti öðrum. Nú veitti Tarzan því athygli í speglinum að bif- reið kom á eftir þeim. „Gott og vel,“ sagði Spjátrungurinn, um leið og liánn stakk pen- ingunum aftur í veskið. „Við ökum inn S éirihverja fáfarna liliðargötu og þar skulum við skilja leiðir'1, lagði Tarzan til Spjátrungurinn var því samþykkur. Eftir stundarkorn komu þeir á afvikinn stað. „Jæja, hér getum við gengið frá þessu í ró og næði, en fyrst. eigum yið . skilið að fá okkur sigarettu," sagði Spjátrungio inn. „Gott, nú er það versta afstaðið, mér var farið að þykja nóg um,“ sagði Tarzari. „ÞiV ért ekki léngur í þjálfun, þú hefur verið svo léngi frá störfurri," svaraði Spjátrungurinn hlægjandi. ■—+ > Skipádéild SfS PIvasfsafell losar á Eyjafjarðar- höfnum. Arnarfell væntanlegt til Napólí 21. þm. Jökúlféíl fór frá Húsavík í dag áleiðis til London. Dísarfell fcr frá Pal- amos 13. þm. áleiðis til Rvíkur. Litlafeil er í olíuflutningxim á Faxaflóa. He’gafell fór í gær frá Borgarnesi til Riga. Ilamra- fell væntanlegt til Batúmi 24. þm. Ketty Danielsen fór frá Friðriksh'ifn í gær áleiðis'til ís- lands. Utanbæjarblöð Söluturninn við Arnarliól hefur nú fengið ný blöð' af Mjöini Siglufirði, Baldri ísafirði, Aust- urlandi Neskaupstað, Eyjablað- inu Vestmannaeyjum og Verka- inanninum A_kureyri. Krossgáta nr. 36. / Z Wj\ 3 S 5 6 t 8 j||| 9 /0 // /Z /i /Y /3 /b 1? Lárétt: 1 hugleikinn 3 raddljótur 6 ryk 8 skst. 9 hreinsar reykháf 10 flatmagaði 12 kyrrð 13 dregur andann 14 ónefndur 15 forfeðra 16 þrír eins 17 kopar. Lóðrétt: I mennina 2 ltindur 4 fiskar 5 mætir ekki í skóla 7 fuglar II kindanna 15 sérhlj. Ráðning á gátu nr. 35. Lárétt: 1 málfar 6 lokaðir 8 ár 9 te 10 áma 11 um 13 an 14 maul- aði 17 rulla. Lóðrétt: 1 mor 2 ÁK 3 farmall 4 að 5 rit 6 lásum 7 reyndi 12 mar 13 aða 15 uu 16 al. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Námskeið í gerð grænmetis- rétta og smurðs brauðs hefst mánudaginn 21. okt. n.k. Nám- skeiðið verður kvöldnámskeið og byrjar kl. 8 e.h. Kennd verð- ur gerð gbænmetisrétta, hrá- sannmetis, ábætisrétta og smurðs brauðs. Allar aðrar upp- lýsingar í símum 14740, 15238 og 11810. Þið eruð velkomin í Fé- lagsheimili ÆFR. Þar getið þið átt ánægjulega og rólega kvöldstund.. Þið getið hlutað á út.varpið eða glímt við ýmisskonar gesta- þrautir, spilað og teflt mann-' tafl. Þeir, sem heldur kjósa að lesa góða bók, eiga aðgang að góðu og fjölbreyttu bókasafni. Tómstundun.um er vel varið í Félagsheimilinu. Drekkið kvöldkaffið í Félágs- heimilinu — opið til kl. 11.30 á hverju kvöldi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.