Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 7
Lindamjöður og lyngöl Guðmundur Frímaim: Söngvar frá sumaxengj- um. Kvæöi. — 110 blað- síður. — Útgáfan Dögun Akureyri 1S57. hann er að fara; botninn er suður í Borgarfírði. í ritdómstílvitnun á kápu, um næstsíðustu ljóðabók Guð- munar Frímanns, segir að „á kvæðum hans er hvergi blettur eða hrukka'*. Víst kveður mað- urinn vel, en það eru blettir fyrir því. Þessi léttfæiá hag- yrðingur lætur það til dæmis henda sig minnsta kosti tvisv- ar sinnum að stuðla skakkt: í 4. línu að neðan á 34. blað- síðu og 2. línu að neðan á 66. bls. Á einum stað (3. línu að ofan á 83. bls.) misþyrmir hann beygingarmynd sagnar til að í'á rímorð. Ekki kann ég að Enn hefur birzt íslenzk kvæðabók er sækir afl sitt til náttúrunnar, landsins. Aðal- persónur Söngva írá sumar- engjum eru blóm og vötn og heiði, ásamt sól, vindi, myrkri. En yfir sviðinu svífur hugur skáldsins eins og andi guðs yf- ir djúpinu forðum. Höfundur- inn er alstaðar nálægur, en að öðru leyti fer næsta fáum sögum af fólki í heimi hans: það er eitt erfiljóð og nokkur kvæði um langdauða saka- og ólánsmenn, en lifandi menn eru lítt á ferli. Á borði náttúr- unnar er „lindamjöður og lyngöl", en skáldið drekkur ein- menning. Hann situr einn að þeirri veröld, sem vakir í þessum kvæðum. Söngvar frá sumarengjum flytja eigi lítið af vildarskáld-. skap. Guðmundi Frimanni er gefin ágæt hagmælska, sem Ijær söng hans einatt frjáls- legt og náttúrlegt yfirbragð. Hann er orðhagur í bezta lagi og fundvís á svipríkar myndir. En hann er framar öllu ein- William-Auld er ungúr Skoti, magister í enskri tungu og bók- mennum. Hann er talinn mesta skáld, sem nú yrkir á Esperanto. Hafa Ijóð hans m. a. birzt í safnritinu Kvaxopo (1952) og viða í Esperanto-timaritum. Sjálfur er hann ritstjóri tíma- ritsins „Esperanto", málgagns Al- þjóðlega Esperantosambandsins (Universala Esperanto Asocio). Siðasta verk Aulds er heimspeki- legt epos í 25 köflum, sem nefn- ist Hið bernska. kyn (La Infana Raso; 1956). Myndi kvæðabálk- ur þess talinn einstætt bók- menntaafrek á hvaða þjóðtungu sem væri og ber því rækilega vitni hæfni Esperantos á svjði fagurbókmennta. Þar setur skáldið fram heims og lifsskoð- un sína á bakgrunni rúms og tíma, það tvennt og afstaða mannsins til þess er grunntónn kvæðisins. Hér fer á eftir þýð- ing á upphafskafla bókarinnar, þar sem skáldið rekur skyld- lejka sinn við mannkynið frá örófi alda. (Bókina má panta hjá U. E. A„ Eendrachtsweg 7, Rotterdam, C, Nedei'lando). B. K. lægur og mannlyndur; hann hefur til að bera þá persónu sem gerir skáldskap sannan, þótt hann sé ekki ævinlega jafnnýstárlegur. Söngvar frá sumarengjum byrja til dæmis á erindi sem kynni að vera eftir Davíð Stefánsson, og ann- arstaðar bregður Guðmundi Böðvarssyni fyrír. En það skáld, sem á annað borð er gefinn persónuleikur, sakar lítt þótt honum svipi að einhverju til annarra skálda. Það eru litlu karlarnir, sem þurfa að vera „frumlegir“ hvað sem iautar og raular. Guðmundur Frímann er Húnvetningur að ætt, en hefur lengi búið á Akureyri. Flest kvæðin í Söngvum hans eru ferðalög heim á æskustöðvam- ar; skáldið reikar um Langa- dal, horfir á Blöndu líða, gengur á Gejtaskarð. Heiti bók- íarinnar bendir til blíðra daga, en það er ekki að öllu rétt- nefni. í brjósti skáldsins eru tvö veður: sól og logn að sumri, vindur og myrkur á haust; og honum virðist láta nokkurnveginn jafnvel að lýsa ljósum og dökkum svip náttúr- unnar. Hinar hejðriku Skóg- arvísur og Heiðaljóð á jóns- messunótt annarsvegar og hið rökkurþunga Heiðarím og Lít- ið liaustljóð hinsvegar eru meðal listrænustu kvæða í bókinni. Þó sýnist mér meiri fjölbreytni um myndir og lýs- jngar í sumarljóðum en haust- kvæðum skáldsins. Og sögu- ljóðin, kveðín öll í kolamyrkri, lækka meðaleinkunn Söngv- anha ef nokkuð er. Það er sem höfundur viti ógjörla, hvert WiIIiam Auld HIÐ BERNSKA KYN ..... blinde, palpe .... kuragon ka.j obstinon!" Heill þér, ái Kubeit, mikli múrasmiður, sein kirkjuþökin forðum kleifst jafnt upp sem niður <4? skripitröll og engla Iijóst á helga stafna! Og þér a£ Kubens húsi, er siglir smman hafna meá siVvarfroðu í vitum og höfin ógnuin fylltir dóttír kráarkofungs í ástaleikjum tryUtir, svo kviðug vaxð ’ún síðar, og hvarfst í ölduflóði á mararbotn að lokum, — ég heilsa þér í ljóði! (Og líka þér að bragði, kráarkotungsdóttir, sem kærum syni hlúðir og unað til lians sóttir, er síðár stal og myrti og branm í holdsins hýði og hálfrefi gat tiu, en cinn af þeim i stríði til PóUands fór og fljóðum gcrðist næsta hændur, því sæðisflóði þakka ég þúsund pólska frændur!) ög ykkar, þúsund feður, er þrældómsokið sveitti, égi heilsa, afkomandi, sem tíminn ekki breytti; en þó mun ykkur blöskra, að hann sem frændur finni með böðlum ykkar kveður þá með sama sinni. Því ykkur mun það undra, að sá, er flestir hæla, eðaíborinn niðji og jéð af kyni þræla a£ öriagamia kenjum blandast mínu blóði að jofnum hluta: þrællinn og hallarsveinninn rjóði. :(En þó mun ykkar undrun að mestu úr skorðum fara ýið hneykslun. hallarsveinsins: nei vitið þið nú bara!) Og ykkur, loðnu feður í myrku þjóðafljóti, sem forðunv hjuggu sverðum og börðu stolta grjóti off sigur báru af sveitum Römar—Agríkólu — ég einnig heilsa: AVE! Já, þessar hetjur mólu mér agnir erfða (ftéstar) scm tölur visár sanna: heildarfjöldi einda í æðunt þeirra manna, sem afar minir töldust þá í löndum Breta, vax mannfjöldamvm meiri, að því er fróðir metaí. En einnig þar í röðum stoltra sóknarsveita — Sunnudagur 20. október 1957 meta mynd á borð við „skára- bögur“ eða nýgerving eins og þann, að urriði og bleikja verði „gnýflúða göngul“ (sem ætti þó að vera eitt orð) — enda þótt öngullinn hejmti rimorð á móti sér. Það er voveiflegt hnoð að tala um „eiiífðarmyrkursins svörtustu lindá"; og í sama kvæði er vísuorðið „fór það nokkuð að vonum" einn skuggalegur hor- tittur. Þeir tittir eru raunar nokkru fleiri. Margt er búið að yrkja um íslenzka náttúru á næstliðnum árum. Oft hefur sá skáldskap- ur verið harla fagur; og víst er um það að þeir, sem eiga at- hvarf hjá náttúrunni, fyllast því siður örvæntingu í hjarta- laiisu ' æði börgarinnar. En allt hefur sinn tíma — og að- eins sinn tíma; og nú finnst undirrituðum vatna- og heiða- vini sem hann langi senn að hitta fólk á stangli í ljóða- söfnum íslenzkra samtíma- skálda. Hinsvégar virðist list- ræn einseta Guðmundar Frí- manns svo vel, að dæmi henn- ar mun ekki örv.a önnur skáld til að fjölga mannkyninu á bökkum fljóta sinna. B.B. ÞJÓÐVILJINN — (7 Bragi Sigurjónsson: Hrekkvísi > örlagctnna Hreklrvísi Örláganna heitir nýútkomin bók, er hefur inni að halda sögur eftir Braga Sigw urjónsson. Hrekkvísi örlaganna er fjórða bókin sem Bragi Sigurjónsson sendir frá sér. Fyrsta bók hans,: Hver er kominn úti, ljóðabók, kom út 1947. Síðan hafa komið tvær ljóðabækur eftir hann: Hraunkvíslar og Undir Svörtu- loftum. Hrekkvísi örlaganna er fyrsta sögubókin sem hann sendir frá sér, eru í henni 12 sögur og heita þœr: Misskilningur er ljóti skilningurinn, Verndari smælingjanna, I Suðurdclum, Sælir eru hjartahreinir, Bjarni Stórhrið, Sjóhetjan, Gamlir ref- ir og nýir, Galdrakarlinn Mike, Endurlausn hefndarinnar?, Ó- veðursboðinn á Ófæruhillu, Móði söngur, Sagan af Sunnefu fögru og Hrekkvísi örlaganna. Bókin er 131 bls., prentuð á Akureyri. ---------------------------------------I------------------------- .. að feðvum mínum öðnun þarf ei lengi að Icita, og þegar hníf að hálsum bi-ugðu vopnamóðir, barbarinn og rómverjinn, af orustunui óðir, þá börðust höldar tveir, sem síðar saman runnu í sjálfum mér sem strönd og skip i vatni grunnu. Bróður síðu klýfur annar höggi hörðu: gjafari míns blóðs sér blóð mitt streyma í jörðu . . . Og ddmóðslaust ég heilsa þér í framhjáflani, mæðumæddi forfaðir, dapri púrítani; þeim næsta á bakið ber ég, kumpánlega glaður: þitt bráðafjör ég erfðl, drukkni listamaður! Þig kveð ég kossi, Maja, sem hálminn batzt í vendi, og vef þig örmum, Lísa, sem ástarfuninn brenndi, því barn þú barst í heiminn — og faðernið ei víst um: en flestiun fremri í ásta- og matargerðarlistum! Ég afa mínum, klæðskeranum, heilsa hátíðlega, og Þér . . . og þér s . . þér líka . . . en sál mín njörvast trega að geta ei kannað einingjana án þess hugann svimi, getnað hvern og bamsburð í kynslóðanna brimi, sem verund minni veltir í frændsemiimar hafi með prestum, pótcntátum — og þarna rísa úr kafi betlarar og skækjur og allra landa lýður, sem liðinn er í gleymsku, en mér í blóði sýður . . . HeiII þér kæri, bróðir, sem varning berð um stræti — okkur fró til forna deildi bróðursæti! Þér, dómari minn liarði, ég heilsa, vinur góði, okkar tengsli knýttust í sama frumuflóði! Þér kasta í bróðurfaðminn, hrjáði blökkumaður: við frumutvískiptingu varð okkar aðskilnaður! Þú einnig, Jesús Kristur, úr landi breyskjubruna, ert bróðir mimi, þótt húð þín sé lituð sólarfuna (að vísu ert þú á myndum. rjóðum holdslit rúinn); okkar faðir forðum var sporð og tálknum búinn! Óttalegt er ókjör forfeðranna að rausa um, sem margfaldast án afláts í kvaðrat endalausum, i myrkur liðins tíma, keðja lifs og kraftar, grönn og seig hún hnígur enn í sortann aftar til tíma þess, er frumögn rann í öreind eina a£ slysni nánast, svo seni visir okkur greina, og Iífsins einfrumungar Iögðu fyrstu netin —: á augnabliki þessu var það, að ÉG var getinn! En ef í blindu stolti ég tel mér bera völdin: Með þér ei stanzar tíminn, hvíslar feðra fjöldinn! Þótt þú þig teljir uppfylld feðra þinna vona, mun fj'lgja þér á hæla fylking þinna sona; tíl þín frá fyrstu frumeind — andartakið veika! Við leiðarbyrjun kyn þitt er ennþá ungt að reika. Þú ert sem andardráttur ráðlauss barns í reifum: þú komst, þú ferð með okkur, sem sífellt áfram kcifnm! Heill sé ykkur, feður, Ieystir líkamsböndum . . . Verið hughraust, systkin í öllum Alfum, löndum — því bölvís tímans blekking, sem okkur forðum skildi, rnun okkur tengja að lokum! Á mcðan sjónlaus mildi fingrum vcginn fálmar um myrkur þeirrar grózku, sem óræð er og verður. Ræktið kjark og þrjózku! Baldur Ragnarsson íslenzkaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.