Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 9
SuiinucUigur. 20, október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Framarar háðu 80 kappleik! í sumar, unnu 5Qf föpuðu 13, en 17 jafntefli Haraldor Steiiiþórsson eodorkjörino formaður Frani í IV. aldurflokki og varð nr. 2 í III. flokki. Sex flokkar tóku þátt í liandknattleiksmótum innan- hú'ss. Meistaraflokkur karla sigraði í hraðmóti á s.l. vori. árangur i knattspymu fengu 4. flokkar A og B lið. Aðalþjálfarar félagsins á ár- inu vora Reynir Karlsson og Guðmundur Jónsson. Formað- ur knattspyrnunefndar var Jón istaraflokkur Fram, sem sigraöi á Reykjavíkurmót- inu og Haustmótmu. A ÍÞRÖTTIR nrrsvóni frimann helcasoh Reidar Sörensen 60 ára í dag Aðaiíundur Knattspyrnufé- lagsins Fram var haldinn 8. okt. Formaður félagsins, Har- aldur Steinþórsson minntist í upphafi skýrslu sinnar fráfalls Arreboes Clausens, en hann var aðalhvatamaður að stofnun Fram og hafði verið kjörinn heiðursfélagi fyrir sitt mikla starf jafnt á leikvelli sem i stjóra félagsins. Þá skýrði formaður frá fé- lagsstarfinu, sem var allum- fangsmikið og var þar um að ræða skemmti- og fjáröflun- arstarfsemi. Við för sína af landi burt hafði Gunnar Nielsen gefið fé- laginu bikar, sem skyldi afhent- ur til eignar því knattspyrnufé- lagí, sem beztum heildarárangri næði í öllum knattspyrnumót- um sumarsins. Var samin reglugerð um bikar þennan og hlaut hann nafnið „Reykj- víkurbikarinn 1957“. Mun KRR annast afhendingu lians : að loknum öllum 'mótum. Þá hafði stjórninni borizt bikar frá einum félagsmanna, Helga Pálmasyni, og skyldi hann vera farandgripur, sem árlega væri veittur bezta knatt- spyrnumanni félagsins. Að þessu sinni hlaut Reynir Karls- son bikarinn. Áfonnaðri heimsókn II. ald- ursflokks frá Roskilde Bold- klub var frestað til næsta árs eftir beiðni hins danska fé- lags. Einnig hafði verið sam- ið um för meistaraflokks Fram til Þýzkalands á vegum Knatt- spyrnusambands Berlínar, en af því varð ekki vegna brigð- mæla Berlínarsambandsins. . Innanlandsferðir voru nokkr- ar. Meistaraflokkur fór til ísa- fjarðar, 3. flokkur (A og B lið) fór til norðurlands og 4. flokk- ur heimsótti Keflvíkinga. Þá keppti . handknattleiksflokkur kvenna á Sauðárkróki. Á starfsárinu luku 28 dreng- ir bronzþrautum KSÍ og hafa þá alls 62 Framarar lokið þeim áflanga. 10 luku silfurþrautum og Ásgeir Sigurðsson varð fyrsti Framarinn til að ljúka gullþrautunum. I sveitakeppni á unglinga- dogi KSÍ sigraði sveit félagsins Handknattleikur l rsíit í kvöld Hraðkeppni Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur hófst s. 1. ^östudagskvöld. Leiknir voru þá 5 leikir í karlaflokki og urðu úrslit eftirfarandi: Afturelding—Víkingur 11:6 K.R.—I.R. 12:9 Valur—F.H. b 11:6 Fram-—Ármann 11:6 F.H. a—Þróttur 11:5 Keppni þessi er útsláttar- keppni og verður henni haldið áfram í kvöld. Hefst keppuin kl. 8 í iþróttahúsi I.B.R. að Hálogalandi og leika þá fyrst; KR—Fram og Ármann—Þrótt- ur i kvennaflokki og K.R.—- Afturelding og Valur—-Fram í karlaflokki, en F.H. situr yfir. Fram í III. fl. B og í íslands- mótinu í II. fl. A og II. fl. B. Alls léku handknattleiks- flokkar Fram 59 leiki. Unnu þeir 34 leiki, gerðu 7 jafntefli og töpuðu 18 leikjum. Settu þeir alls 655 mörk á móti 600. Þjálllun í handknattleik önnuð- ust aðallega Axcl Sigurðsson og Jón Friðsteinsson. I knattspymu tók Fram þátt í öllum þeim mótum, 24, sem hér fara fram. Hafa þeir sigr- að í 11 mótum, KR í 6 mótum, Valur í 4 mótum, Akranes í 2 mótum og einu er ólokið. Framarar unnu þessi mót: Meistaraflokkur vann Reykja vikur- og haustmót. 1. flokkur vann miðsumars- mót. III. flokkur B vann Reykja- víkurmót og miðsumarsmót. IV. flokkur A vann öll sín mót. IV. flokkur B vann öll sín mót. Árangur emstakra flokka var þessi L U J T M Meistarafl. 13 10 2 1 41-7 I. flokkur 9 5 2 2 14-12 II. „ A 14 6 5 3 26-10 II. „ B 7 1 4 2 7-9 III. „ A '12 6 3 3 30-15 III. „ B 7 5 0 2 14-5 IV. „ A 12 12 0 0 62-1 IV. „ B 6 5 10 18-2 Alls ha.fa Framarar leikið 80 leiki. Hafa þeir unnið 50 leiki, gert 17 jafntefli og tap- að 13 leikjum á sumrinu. Hafa. þeir skoi'að 212 mörk á móti 61. Viðurkenningu fyrir beztan Fljót afgreiðsla Framvegis verður flesta daga vikunnar hægt að kaupa dag- blcð frá Norðurlöndum að kvöldi útkomudags í Sölutum- inum við Arnarhól. Af þessum blöðum má t.d. nefna norska Dagbladet, og dönsku blöðin Politiken og Extrabladet, og önnur munu bætast við síðar. Blöðin koma hingað með flug- vélum Loftleiða og Flugfélags íslands. Verður þetta að kaJlast fljót afgreiðsla. Þorláksson. Stjórn Fram skipa nú: Haraldur Steinþórsson formað- ur, Böðvar Pétursson, varafor- maður, Karl Bergmann, fíor maður knattspyrnunefndar, Axel Sigurðsson, formaður handknattleiksnefndar, Jón Sig- urðsson ritari, Hannes Þ. Sig- urðsson gjaldkeri, Sveinn Ragn arsson fjármálaritari. Varastjórn skipa: Guðbjörg Pálsdóttir Sigurður Hannesson, Jón Þorláksson. (Frá Fram) Þar seiu... Framhald af 6. síðu. Og þeir, sem heyra nefnt orðið greiðasemj eða góðgerð at- vinnurekandans í sambandi við heimavinnuna, skyldu minnast þess, að illa goldin á þessi vinna meira skylt við einhverja aðra mannlega kennd en hjartagæzku, þótt þegín sé af þeirn, sem ekki eiga annarra kosta völ. Sé því hin&vegar flíkað, að vissir atvinn.uvegir þurfi á þessum tiltölulega fámenna hópi heimavinnufólks að halda fyrir lítinn pening til að bjarga tilveru sinni, stendur píningarsaga góðgerðastarfsem- innar orðið á höfði í þessu máli, og gegnir furðu á þessari öld opinberra milljónastyrkja til atvinnuveganna, ef einmitt þessj hlui verkalýðsins er sá, aðilinn, sem öðrum fremur hef- ur bak til að bera framlögin í þann styrktarsjóð!! Það virðist því tímabært, hér sem annarsstaðar, að at- huga hvort ekki mætti koma nokkurri skipan á kjaramál heimavinnufólks þannig að það beri úr býtum svipað því, sem aðrir fá fyrir sambærilegt starf, og hvo'rt ekki mætti koma við lagaákvæðum varð- andi lágmarkskjör þess, sömu- leiðis eftirliti á vegum verka- lýðssamtakanna, svo ekki sé dýpi’a í árinni tekið, á meðan þetta fólk er ekki í beinum fé- lagslegum tengslum við þau. xx Þeir sem fylgdust með í- þróttum hér á landi á árun- um frá 1924 til 1939, munu minnast Norðmannsins Reid- ars Sörensens, sem á þeim tíma dvaldist hér, en hann á í dag 60 ára afmæli, Á þessum árum hafði hann ótrúlega mikU áhrif á íþrótta- málin hér á landi og bar þar margt til. Hann var sjálfur mjög snjall frjálsíþróttamaður og á mótum hér í þá daga náði hann betri árangri en íslendingar náðu, en þar sem hann var Norðmaður var elcki hægt að staðfesta met hans. Það var þvi mikil örvun frjáls- íþróttamönnum liér að hafa með mann sem var jafn fjöl- hæfur íþróttamaður og hann. Við það bættist að hann var óvenjulega mikill áhuga- maður um íþróttamál. Hann tók fljótt tð sér að leiðbeiná öðrum og kom. það sér vel, því að ekki var margra kenn- ara völ á þeim tíma. Hann gerðist félagi í íþróttafélagi Reykjavíkur og vann þar um skeið gott verk. Með tilliti til áhuga hans og ágæti sem Reidar Sörensen frjálsíþróttamanns var ekki óeðlilegt að hann yrði kjörinn fyrsti formaður Frjálsíþrótta- ráðs Reykjavíkur, enda fór það svo að þegar það var stofnað var hann kjörinn for- maður þess. Sýnir það að hann naut trausts i þessum málum. Ilann kvatti mjög til útiveru og fjallgangna fyrir kyrrsetumenn og alla, sem kynnast vilja tign fjallanna. Hann var einn þein'a, sem jfiór með L. H. Múller yfir þvert Island á skíðum að vetrarlagi, en það var mikil auglýsing fyrir skíðaferðir og sú för hafði sín miklu áhrif á skíðaáhuga á landi hér. En Sörcnsen lét fleiri í- þróttir til sín taka. 1 Þýzka- landi, er hann var þar á verzlunarskóla, kynntist hann knattspyrnu nokkuð og kunni full skil á þjálfun knatt- spyrnumanna og skildi hvað til þurfti til þess að vera góð- ur knattspyrnumaður. Það var á árinu 1933, að hann réðst til Knattspyrnufélagsins Vals og var þjálfari félagsins í 4--5 ár. Auk þess var hann eitt ár hjá Knattspyrnufél. Frarn. Lið Vals tók miklum fram- förum undir handleiðslu Sör- ensens. Hann var strangur kennari' og krafðist mikils af nemendum sínuin. Hann vissi að það v.ar ekkert nema vinna og nákvæmni í því sem gert var sem gat skapað gott lið, og hann lá ekki á liði sínu að fræða og kenna, og var ekki laust við að sumum þætti nóg um. En þessi kenning Sören- sen hefur ekkert breytzt. Hún er kenning allra góðra kenn- ara enn þann dag í dag. Til Noregs fór hann aftur rétt fyrir stríðið, og fór þá til heimabyggðar æskuáranna í Norður-Noregi. Þar tók hann til við að þjálfa og um noltk- urt skeið þjálfaði hann Knatt- spyrnufélagið Harstad úr sam- nefndum bæ, og leið ekki á löngu áður en það lið varð Norður-Noregsmeistari og síðan hefiur það orðið oftar meistari en nokkurt annað félag. Um skeið átti liann við slæmt heilsuleysi að stríða og fluttist þá til Suður-Noregs eða nánar til tekið Hamars, og þar býr liann núna. Þegar hann hafði jafnað sig nokk- uð eftir veikindin tók liann til við að þjálfa lið í nágrenni Plamars, sem Brumundal- en I.L. heitir. I fyrra kom hann hingað með unglingaflokk sem liann , hefur þjálfað með góðum ár- angri. Rétt eftir stríðslok kom Sörensen hingað í boði gamalla Valsmanna, og dvaldi hann þá hér hjá Val við þjálf- un um skeið. Þeir sem hafa komið á heimili Sörensens í Noregi, munu sannfærast um að þar býr íremur íslendingur en Norðmaður. Málverk af ís- lenzkum sögustöðum skrýða. veggi og í bókaskápnum, sem er stór, má sjá margt ís- lenzkra bóka og þá sérstak- lega fornsögurnar, sem eru yndi hans og eftirlæti. Hann er mikill íslandsvin- ur og er fullur aðdáunar á Islandi og íslendingum og er óþreytandi að fræða landa sína um fólkið, sem þar býr, og þrátt fyrir það að hann var hér að /is um 15 ára skeið er hugur hans stöðugt ótrúlega bundinn Islandi og málefnum þess. Islenzkir íþróttamenn þakka Sörensen fyrir komuna hing- að og það mikla starf sem hann vann íslenzkum íþrótt- um, og árna honum allra heilla á þessum merku tíma mótum. Hann á heima eins og fvrr segir í Hamar, Disen Alle 5, er endurskoðandi í Heiðmerk- urfylki. F.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.