Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.10.1957, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN (5 í málaferlunum, sem fóru á undan hertöku skólans í Little Rock, voru svertiiigjabörnin, sem Faubus fylkis- stjóri lét meina skólagöngu, kölluð til að bera vitni, Myndin er af svertingjastúlkum, sem nú sœkja skólann undir hervernd, á leið inn í réttarsalinn. Faubus hugsar sér aftur til hreyfings Hefur við ©rð aS iáta fylkisþingið leggja niður skólann í Liftle Rock Orval Faubus, fylkisstjóri í Arkansas í Bandaríkjunum, er ekki af baki dottinn að reyna að hindra að svertingja- böm fái inngöngu í gagnfræðaskólann í Little Rock. Japan reynir að fá USA til að Siætta kjarnorkusprengingum Stjórn Japans vinnur nú aö því að fá stórveldin til aö hætta öllum tilraunum með vetnis- og kjarnorkusprengj- ur, en sú viðleitni hefur hingaö til strandaö á Banda- ríkjastjórn. Á xnánudaginn sagði Faubus fréttamönnum, að hann væri staðráðinn í að kalla fylkis- þingið saman á aukafund til að ræða skólamál. Eins og kunnugt er sendi Eisenhower Bandaríkjaforseti herlið til Little Rock til að framfylgja dómsúrskurði um að svertingjabörn ættu jafnan rétt og hvít á að sækja gagnfræða- skólann þar. Áður hafði Fau- bus beitt fylkishernum til að hindra framkvæmd dómsúr- skurðarins. Faubus sagði, að ekki væri ólíklegt að fylkisþingið myndi athuga, hvort ekki væri hægt að grípa til sama ráðs í Ark- ansas og gert hefur verið í Flórída til að meina svertingja- Bonn — Belgrad Framhald af 1. síðu. að’mestu leggjast niður, þegar gerðir samningar hafa verið uppfylltir. Öllum ræðismannaskrifstof- um Vestur-Þýzkalands í Júgó- slavíu verður lokað, en það eitt mun toi’velda öll viðskipti mjög. Vesturþýzk verzlunar- neínd sem dvalizt hefur í Bel- grad til samninga er á förum þaðan. Allar líkur benda til þess að Júgóslavar muni nú leita til Austur-Þýzkalands með þau viðskipti, sem þeir áttu áður við Vestur-Þýzkaland. 1 gær var undirritaður viðskipta- samningur í Belgrad milli Júgóslavíu og Austur-Þýzka- lands og er gert ráð fyrir að verzlun þeirra fimmfaldist frá því sem hún hefur verið. börnum að sækja skóla, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Banda- ríkjanna uni að kynþáttaað- skilnaður í skólum skuli af- numinn. Fylkisþing Flórída hefur sett lög sem mæla svo fyrir, að leggja skuli þegar í stað niður hvern þann skóla, þar sem al- ríkisstjómin beitir hervaldi til að tryggja svertingjabörnum inngöngu. Búizt er við að fylg- ismenn Faubusar á fylkisþing- inu muni leggja til að gagn- fræðaskólanum í Little Rock verði Iokað og fylkið veiti fé til að standa straum af kennslu nemendanna í einka- skólum, en dómur hæstaréttar um afnám kynþáttaaðskilnaðar nær einungis til opinberra skóla. 110.000 af 2.800.000 Stofnun sem fylgist með skólamálum í suðurfylkjum Bandaríkjanna, The Southern Education Reporting Service, skýrir frá því að á yfirstand- andi skólaári sæki 110.000 svertingjabörn skóla með hvít- um börnum .1 þeim 17 fylkjum þar sem kynþáttaaðskilnaður í skólum var lcgboðinn fyrir úr- skurð hæstaréttar. Alls eru svertingjabörn á skólaskyldu- aldri í þessum fylkjum 2.800.000 talsins. Af fylkjunum 17 hafa sex engan lit sýnt á að fara eftir úrskurði hæstaréttar. Þau eru Flórída, Georgía, Lousiana, Alabama, Mississippi og South Carolina. í einu fylki, West Virginía, hefur kynþáttaaðskilnaður verið afnuminn með cllu. Fujiyama, utanríkisráðherra Japans, skýrði fréttamönnum frá því í Tokio í gær að hann myndi reyna að fá Bandarík- in og Sovétríkin til að gera með sér samning um að hætta slíkum tilraunum. Hann er á förum til New York að sitja allsherjarþing SÞ og sagðist hann mundu hefja viðræður við fulltrúa .beggja ríkjanna. Hann sagðist telja líklegt að Japan og Indland myndu í sameiningu leggja fyrir þing- ið tillögu um bamr við þess- um tilraunum. Sovétríkin fús að hætta Bæði Indland, Japan og Sov- étríkin hafa þegar borið fram tillögur í þessa átt á þinginu og er Ijóst að ekki stendur á Sovétríkjunum í þessu efni. Bandaríkin hafa hins vegar lýst yfir að þau flallist ekki á skilyrðislaust bann við kjarn- orkusprengingum. Svar frá Búlganín Búlganín, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur svarað skeyti frá Kishi, forsætisráð- herra Japans, um þetta mál. Kositingar í Luxénibiirg í héraðsráðskosningum i Lúxemborg töpuðu sósíaldemó kratar sex sætum en voru á- fram stærsti flokkurinn með 78 sæti. Kaþólskir fengu 70 sæti og kommúnistar 13, bættu við sig einu. Hann lýsir því yfir að Sovét- ríkin styðji af alhug allar til- lögur sem fram hafi komið eða fram kunni að koma um bann við kjarnorkusprenging- um og telji mjög nauðsynlegt að fulltrúar Sovétríkjanna og Japans á allsherjarþinginu hafi með sér samvinnu um þetta mál. i | í1**" . i om aðstoð lianda Spán- verjom Alþjóðarauðikrossinn í Genf hefur komið á framfæri við allar deildir sínar hjálparbeiðni frá spænska rauða krossinum vegna flóðanna miklu sem urðu í Valeneiahéraði á Spáni í síð- ustu viku, Uxrí 150.000 manns misstu heimili sín í flóðunum, um 70 drukknuðu, og enn fléiri slösuðust. Robert Sclmman gerir tilraon Coty Frakklandsforseti fól í gær Robert Schuman, einum leiðtoga kaþólska flokksins, að athuga ásamt nefnd sérfræðinga hvað sé til úrbóta í frönsku fjármála- og atvinnulífi. Á hann að skila áliti annað kvöld og er búizt við að forseti feli honum þá stjórnarmyndun, ef hann þykist sjá nokkur ráð fram úr þeim vanda sem honum er falið að ráða bót á. •kiíIdaóIjMí í úrvali □ Einnig O LeSur- biússur allar stærðir □ Esireiia shgrtur hvítar og mislitar □ Ameríshir vinnu- rettíingar margar tegimdir □ Vinnu- fatnaður í úrvali □ Strigashór frá kr. 59.45 □ Tryggvagötu WELLIT einangrunarofni WELLIT- plata 1 cm á þykkt einangrár jafnt og: 1.2 cm asfaltcraður korkur 2.7 cm. tréullarplata 5.4 cm gjallull 5.5 cm tré 24 cm tígulsteinn 30 cm steinsteypa WELLIT þolii; raka og fúnar ekki. WELLIT plötur eru mjög léttar og auð- veldar í meðferö. Byrgðir fyrirliggjandi. rs Trading Co. Klapparstíg 20 — Sími 17373 Verð: 4 cm. þykkt kr. 30.50 ferm. 5 cm. þykkt kr. 35.70 ferm. 'Aðalstræti 8, Garðastrœti 6, Laugaveg 38 Laugavegi 20, Snorrabraut 38

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.