Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN —(9 mrSTJÓHI FHtMANN HELGASON Er allt í mestu sumarhitunum bloss- ' uðu upp deilur, sem raunar komu ekki alveg óvænt. Neist- inn, sem kveikti bálið, var ekki stór — einungis mjúkur og snögghærður tennisbolti. — í keppninni um Davis-bikarinn í Mílanó milli ítaia og Svía urðu menn ekki á eitt sáttir, hvorum megin við miðiínu boltinn átti að vera, hvort hann átti að vera Ítalíumegin eða Svíþjóðarmeg- in, og varð því úr þessu eins konar landamæraþræta. Blöðin íluttu hvassyrtar greinar dag eftir dag, og enn má sjá bolt- ann hoppa öðru hverju í í- þróttadálkunum, þótt langt sé um ;;ðið. Við skulum nú at- huga þetta örlagaríka mál nán- ar og draga af því ályktanir, áður en boltinn rennur út aí síðum biaðanna' fyrír fuiit og allt. Mörg' ítölsk blöð tóku mál- stað Svía í deilu þessari, og mætti af því ætla, að ítalski tennisieikarinn hafi átt sigur sinn að þakka ítölskum dóm- ara. En þá vaknar spurmngin: Hvers vegna mótmælti ítalinn ekki hinum ranga dómi, enda þótt hann væri honum sjálfum í hag? Eða með öðrum orðum: Hvers vegna leiðrétti íþrótta- maðurinn aldrei mistökin í stað þess að taka við verðlaununum þégjandi og liljóðalaust, þó að hann viti, að hann hafi til þeirra unnið með rangindum? Það hlýtur að hafa komið fyrir margoft þegar ranglega er dæmt, að sá sem hagnast á mjstökum dómarans viti fylii- lega, hvað rétt hefur verið. Hnefaleikari v.'nnur keppni veg'na þess, að dómarinn segir, að mótstöðumaðurinn hafi bar- ið fyrir neðan beltisstað. Sjálf- ur veit sigur.vegarinn, að ekk- ert var aíhugavert við höggið. Knattspyrnudómari heldur sjg hafa séð einum leikmanna ,,brugðið“ og' dæmir vítaspyrnu; sá sem varð fyrir „bragðinu" veit , ósköp vel, að hann rann e'nur.gis til .án þess að mót- leikmaður kæmi þar nærri, en hann þegir eins og steinn. Ef tækifæri gefst, heldur hann dálitlá ,,sýningu“ áður en dóm- arinn í'lautar. Hann engist sundur og saman e:ns og hann sé i andarslitrunum, og grettir sig hroðalega til þess að sann- færa dómarann um, að mót- leiksmaður hafi brotið af sér. Hvers vegna eru íþróttamenn- irnir svo gersneyddir allri sómatilf;nningu og drengskap? Það er sagt að dómarinn sé almátiúgur og dómi hans verði ekkf áfrýjað. í skjóli þessarar kenningar hefur íþróttamaður- inn gert það að skyldu sinni að segja aldrei hreinskilnis- lega frá þvi, sem í rauninni gerist í keppninni, en í stað þess setur hann upp sakleys- issvip, að miru'.sta kosti þang- að íil dómatit n hefur- tekið ákvorðun. í hópíþróttum er /~1 rein sú er hér fer á ” eftir birtist í tímarit- inu ,,Úrval“ júlí-ágúst heftinu, en er tekin úr sænska ritinu „Vi“ og er eftir Rolí Moberg. Þó greinarbiifundur ræói at- vik sem gerast í öðru landi. þá lireyfir hann við málefni sem snertir alla þá seia við íþróttir fást, og á vafalaust erindi til íslenzkra lesenda líka, því flestir munu a.m.k. í orði kveðnu álíta að íþrótt- ir og drenglyndi fari sam- an. allt að því litið niður .á þann, sérri ér hreiriskilinn og' heiðar- legur. Ottinn við þá fyrirlitn- ingu veldur siðferðilegu ó- sjálfstæði hjá leikmanninum, eins ■ og glöggt kom í ljós í fyrra í knattspyrnulandskeppni Svía og Dana. Þar þóttist sænski fyrirliðinn þurfa að skipta á þreyttum lélegum leik- manni fyrir annan, sem var vel hvíldur og langtum betri knattspyrnumaður. En þar sem elnungis má skipta um, ef leik- maður meiðist, var þeim lélega gefjð sjúkravottorð og honum skipað að fara útaf. Hann hafði meiðzt á fæti að áliti fyrirliðans, • en sjálfur kenndi hann sér einskis meins. Haldið þið kannski að , honum hafi dottið í hug að útskýra málið fyrir dómaranum? Nei, ekki al- veg, í þess stað haltraði hann auðmjúklega út af vellinum. Nú kynni einhver að segja, að þessi framkoma íþrótta- mannsins sé algert einkamál íþróttanna. En svo er ekki, því að íþróttirnar gera kröfu til að vera taldar hreyfing heílla þjóða, uppalandi og mannbæt- andi félagsskapur. Þess vegna til áminningar: Þið eruð hræsn- arar, herrar mínir. Þið hvorki alið upp né bætið manninn, því að þið eigið ekki til siðgæði, emungis samábyrgð, og það er allt annað. Félagsandinn, sem þið innrætið lærisveinum ykk- ar, er í rauninni andstyggilegur klíkuháttur. Það er krafizt samábyrgðar og hreinskilni inn á við í flokknum, en í sam- skiptum við mótherjana eru ekki gerðar nægar „félagsleg- ar“ kröfur til leikmannanna. Þar er fyrst og fremst ætlazt til, að maðurinn sé óhreinskil- inn og alls ekki skyldugur að viðurkenna mistök, og -flokkur- inn er meira að segja ekki mót- fallinn því, að hann reyni að leika á dómarann með því að halda á sér „sýningu". Getur til dæmis nokkur íþróttaunn- andi bent á fyrirliða, sem hef- ur vísað leikmanni út af vell- inum fyrir að „plata“ dómar- ann eða sýna fruntalegan leik? Nei, það er einmitt hið gagn- stæða. Eitt af fremstu knatt- spyrnuféiögum okkar hafði lengi velþekktan miðframvörð, sem var þannig skapi farinn, að hann olli eitt sjnn alvarleg- um meiðslum á einum mót- herja sínum. En eftir það var hann meðal annars iátinn-Ieika í landsliði, eins og ekkert hefði í skorizt. Flokkurinn þarfnað- ist hans, og hvað gerði það þá til, þó að leikmenn óvinaliðsins ættu sífellt á hættu að verða stórslasaðir? Og fyrirliði lands- liðsins, sem gaf heilbrjgðum leikmanni sjúkravottorð gegn betri vitund, hann vildu knatt- spyrnumennirnir óðir og, upp- vægij- fá aftur, eftir því sem lesa má í dagbiöðunum. Þeir þurfa á honum að halda. Er hægt að kalla þetta þrosk- andi? Ef á að seg'ja eins og er, þá er íþróttastarfsemin í heild sinni ófélagsleg, þar sem kraf- an um samábyrgð uær aðeins til hvers flokks fyrir sig. Utan flokksins er öllum siðgæðishúg- myndum snújð við og þar mega menn brjóta af sér og leika óheiðarlega. Þetta er gert með þá reynslu að skálkaskjóli, að dóifiarinn sé' álvaldur og það sem hann sjái ekki, hljóti að vera rétt. Þannig verður ekki ■aðeins tjl klíkuskapur, heldur opinber augnaþjónusta. Ófé- lagsleg einkennj íþróttanna koma einnig fram í kröfunni um, að réttvísinni beri að sýna umburðarlyndi gagnvart hörku- legum leikjum, t.d. ísknattieik, þó að í augum ákæranda sé þar um hreinustu misþju'ming- ar að ræða. Af hálfu íþrólta- mannanna er í því samband.i bent á vissar leikreglur, sem ekki megi skerða. Og í nafni hinnar fölsku samábyrgðar láta leikmennirnir sem ekkert sé; þegar ákærandinn byrjar yfir- heyrslur, eru bæði fanturinn og fórnarlambjð sammála um, að ekkert haíi gerzt, sem á- mælisvert getí talizt. Nú skulum við lita aftur á atburðina í Mílanó, en einmitt þar koma fram þau leiðinlegu sjónarmið, er hér hafa verið rædd. Undanfarin ár hefur það gerzt hvað eftjr annað í Míl- anókeppninni, að mörg lcr.d hafa verið dæmd úr leik, að því er virðist að ástæðulausu, og' er Sviþjóð ekkert einsdæmi í því efni. Fararstjórn sænska tennisliðsins vissi þess vegna mjög vei, við hverju mátti búast, eftir Þvi sem liún sjálf segir. Þegar svo dómurinn var upp kveðinn, tók flokkurinn saman föggur sínar og stakk af, áður' en liðið hafði ieikið sinn síðasta leik. Þarna var því hlaupizt frá þeim skuld- bindingum, sem llðið hafði tek- . izt á herðar gagnvart mótherj- um, stai’fsmönnum og áhorf- endum, til þess að „mótmæla Framhald á 10. síðu. Fáein lokaorð Framhald af 6. síðu. skilningarvit hans hváð þetta atrjði snertir, og nenni ég ó- mögulega að staglast á því lengur. Á öðrum stað sakar hann mig um fölsun sem ég svo noti til að hafa í frammi ,,skens“ í hans garð. Þau um- mæli sem ég á að hafa falsað, hljóða svo (fyrri grein Jóhann- esar)': „'Ef Jónas Árnason kallar ekki aðrar ritsmíðar bókmennt- ir en þær sem fjalla um ai- þýðu manna á vettvangi starfs- ins í bókstaflegri merkingu, bóndann á engjnu, sjómanninn á skipsfjöi eða bilstjórann und- ir stýri, þá get ég í fljótheit- um bent honum á þrjár bækur af því tagi eftir unga höfunda, Sæluviku, 79 af stöðinni og bók sem kom út í vor, sem mér leyfjst sennilega ekkj að nefna,“ (Leturbrj mín — J. Á.) „en ég vænti þess að þessar bækur séu, hvað sern Öðru líður, ögn meira en ejnskonar segulbandsupptaka á samtölum Færeyinga, krakka , og ís- lenzkra sjómanna“. Fölsunin og ,tskérisið“ á að hafa orðið með þessum hætti (seinni gr^in'mín); „. . . en sé þ.etta raunveru- lega skoðun hans (að niont og sjálfsánægja hafi skinið út úr öllum skrifúm mínum í ‘tilefnii tunglhaussins), þá fínnst mér mjög eðlilegt að hann hneyksl- ist, enda hef ég heyrt að Jó- hannes Helgi sé einkar hæv- erskur maður og hafi mjög takmarkað álit á sjálfum sér sem rithöfundi, og kemur það reyndar skýrt fram í grein hans þar sem hann lýsjr því yfir að smásögur hans sjálfs („bók sem út kom í vor, sem mér leyfist sennilega ekki að nefna“) séu ekki nem.a „ögn meira en eins konar segul- bandsupptaka á samtölum Færeyinga, krakka og islenzkra sjómanna." Ég skal játa að orðalag mitt er þarna sterkara en Jóhann- esar, þar sem ég segi að hann „lýsj yfir“, en hann segist „vænta“. Um skoðun hans á máljnu þarf þó vissulega eng- inn að vera í vafa. En Jóhann- es er að saka mig úm föláun innan gæsalappa. Ef um slíka fölsun er að ræða, hver var þá sú bók „sem kom út í vor, sem mér léyfist sennilega ekki að nefna“? Var Það kannski einliver bók eftir einhvern ungan höfund sem var svo hlé-< drægur að hann hafði bannað að nafn hennar yrði nefnt op- inberlega? eða kannski einhver leynibók á borð við Lady Cliatterley? eða kannski ein- hver bók eftir eitthvert náið skyldmenni Jóhannesar sem hann fyrir smekkvísi sakir taldi sér ekkí sæma að mæla með umbúðalausl? Nei, auð- vitað var betta bók hans sjálfs, A,llr.a veðra Von, og engin önnur bók. Og auðvitað er það skoðun hans að hún sé inerki- legri bókmenntir en þessar „eins konar segulbandsupptök- ur“ mínar á „samtölum Fær- eyinga, krakka og íslenzkra sjómanna.11 Og auðvítað hefur hann þar á réttu að standa. Og auðvitað hefur hvorugur um hausa... okkar gerzt jsekur um Skeris í. hins garð, hvorki ég né hann sjálfur. «. Þá dregur Jóhannes upp á- takanlega mynd af því hvernig hann telur að fara mundi *ef ung skáld og rithöfundar gerðu sér aukið far um að kynnast óbreyttri alþýðu (sem hann telur reyndiv- óþarfa, þeir þekki hana nógu vel þegar) — það . mundu allir þreýtást á þeim og jafnvel skella útidyra- . hurðinni á nefið á þeim strax við fyrstu tilraun til kunnings- skapar. Ég verð að viðurkenna að þarn.a bendir hann á nýja hlið á málinu, og mjög at- hyglisverða hlið sem ég hafði ekkj reiknað með. Mér hafði sem sé sézt yfir þann mögu- leika að ung skáld og rithöf- undar gætu orðið svo leiðin- legir að . enginn fengist til að tala við þá. Og má þó vera að hér sé einmitt um að i-æða at- rjði sem stendur mjög nærri kjarna þessa stóra vandamáls, — og kynnu að geta spunnizt af þvi ekki ógagnlegar hugleið- ingar, — en látum hér þó stað- ar numið að sinni. Því að hvoð sem öðru líð- ur, þá bej- að faena því að I seinni grein Jóhannesar verður ekki vart neinnar teljandi of- hitunár, og sérstök ástæða til að vekja athygli á þéim mann- dómi sem hann sýnir með því að biðiast afsökunar á nokkr- um þeim g>öpum sem honum urðu á í fyrri greininni sökum þess að gjangsetningarspreng'- ingjn varð sterkari en boltar sannleikans. oe þar með heið- arlegs málflutnings. þoldu. Ér vissulega ástæða til að fagna slíkum árangri. Og að svo mæltu kveð ég .Tóhannes Helga með sömu vin- semd og hann hefur kvatt mig, Jónas Árnason. P. S. Þetta stutta lokasva-t ínitt kernur svona seint af því að undanfarna daga og alveg þar til í aær var ég æði þungt haldinn af flensunni og að jafnaði með of mikinn hita til að hugsa rökrétt. En þegar hit- inn steig hæst gerðust hinsveg- ar í huga mér ýmsar merkileg- ar historíur sem vegna frum- leiks og nýstárlegs forms hefðu eflaust verið vel þegnar á sið- ur þejrra menningarrita sem hafa bókmenntalega dirfsku efst á stefnuskrá sinni. Þá var s’æmt að hafa ekki segulband. J. A. seðsín iiiaima Talsmaður Eisenhowers Bandaríkjaforseta bar í gser til baka fregnir frá París um að Eisenhower hefði ákveðið að sækja fund A-bandalagsráðsins í desember. Sagði talsmaðurinn, að Eisenhower hefði enga á- kvörðun tekið enn um það mál. Fréttamenn segja" að búizt sé við að Eisenhower sæki fundinn, ef tryggt sé að æðstu menn stjórna annarra A-banda- j-.igsríkja sæki hann einnig. Fyrirliggjandi Asbest rör íyrir sorprennur — 30 og 40 cm víð og súlusteypumót. Marz Trading Company Klapparstíg 20 — Sími 17 3 73.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.