Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 7
A seinni hluta'Siðustu aldar bjó sá maður á Hraunsnefi í Norðurárdal er Guðmundur hét Sturlaugsson. Hann var Dala- maður að ætt og uppruna en fór ungur til Borgarfjarðar og dvaldist þar til æviloka. Guð- mundur var búmaður góður og talinn auðugur en þótti forn i háttum. og’ sérkennilegur í iátbragði og tilsvörum. Til er erindi sem ort er um orðatil- tæki Guðmundar í umræðum um einhvern náunga er Guð- mundi þótti ekki duglegur að bjarga sér. Er erindið talið vera eftir . • Ásmund Gíslason sem lifði af vorharðindin. Konurn- ar hétu á hann smjörtöflu ef uppáhaldskúnni þeirra htekkt- ist ekki á um burðinn eða mjólkaði vel. Ungu mennimir hétu á hann ef bónorðsferðin gengi að óskum eða ef þeir fengju jarðnæði sem þeir vildu fá og ungu stúlkurnar hétu á köttinn ef sá pilturinn kæmi til þeirrá sem þær óskuðu sér. Hraunsnef er í þjóðbraut og þar hefur löngum verið gest- kværnt. Ferðamenn, sem komu eða gistu á Hraunsnefi og fengu þar góðan beina, voru aldrei iátnir borga neitt fyrir GUÐMUNDUR ILLUGASON: Ríki kötturinn hennar Oddnýar ó Hraunsneíi kallaður var Dalaskáld og bjó í Desey í Norðurárdal. Meir en þekkti ég' inannkind eina mér var klárlega i-aun að því kiuini ei fá sér kráku neina komst því sköturoðs hnakkinn I. Horgoggur sá úr heunimim liúðskökkklast þó á endanum. Kona Guðmunclar Sturlaugs- sonar hét Oddný Þorgilsdóttir. X föðurætt var hún vestan úr Dölum én í móðurætt af Fróða- staðaætt í Hvítársíðu. Oddný Þorgiisdóttir lifði lengur en Guðmundur og bjó nokkur ár á Hraunsnefi eftir lát hans, ásamt bömum þeirra. Það var eitt suraar er Oddný bjó ekkja á Hraunsnefi að tniklir óþurrkar gengu. Safn- aðist mikið hey úti sem lá undir skemmdurn. Var mikill uggur í fólki og horfði til vandræða. Þá minntist Oddný þess að einn frændi hennar í Hvitársíðu hafði í líku tilfelli fyrir nær hundrað árum heit- ið á kött sinn tii aðstoðar með góðum. árangri. Oddný átti um þessar mundir kettlihg einn friðan og fönguiegan. Er nú ekki að orðlengja það að hús- bændurnir á Hraunsnefi lofa að ánafna eða gefa keitiingn- um kind, eir.a eða fleiri, ef tíð breyttist tíl, batnaðar svo að sumarheyskapur eyðilegðist ekki. Svo brá við áheit þetta að tíð breyttist strax til batn- aðar og varð heyjum öllum bjargað og heyskapur varð að lokúrn með bezta móti á HraUnsnefi. : Þessi tíðindl spurðust brátt tim sveitina og síðan um hér- aðið. Varð það fljótlega til þess að fólk fór að reyna ágæti kattarins á Hi-aunsnefi til áheita bæði til að öðiast eftirsótta hluti eða höpp og til að forðast yfirvofandi óhöpp. Varð kötturinr. „vel við“ sem kallað er og uxu auðæfi hans með ótrúlegum hraða. Bændur hétu á hann að gefa honum kind ef fénaður þeirra slyppi -íifandi úr áhlaupaveðrwm, eða sig, en þeim var sagt frá ágæti kattarins til aheita og urðu margir til að víkja að honum góðu í trú á því að þá myndi ferðin ganga vel. Til kattarins á Hraunsnefi bárust áheitin úr öllum áttum, kindur, peningar, ull og smjör. Eigandi kattarins, Oddný Þor- gilsdóttir var þá orðjn öldruð og að mestu hætt búskap er hún og börn hennar fengu Þórð Jónsson hreppstjóra á Brekku í Norðurárdal til þess að taka að sér vörzlu á fjár- munutn kattaríns. Var þeim þá öllum komið í peninga eða kindur. Kindurnar voru leigð- ar fjárfáum bændum. Leiga eftir sex ær var 20 pund af smjöri á ári, en smjörjnu var svo aftur komið í peninga. Peningarnir voru svo i stöku tilfellum lánaðir gegn góðri tryggingu og auðvitað með vöxtum. Þórður hreppstjóri á Brekku var afi þess Þórðar sem nú er á Brekku. Hann hafði vörzlu kattarsjóðsins og reikningshald um nokkur ár og geymdi pen- inga og skuldabréf hans í kistli einum er afj hans Einar Ámundason smjður í Ömólfs- dal hafði smíðað. Kistili þessi er ennþá til í eigu dótturdótt- ur Þórðar á Brekku, Elínar Ólaísdóttur hfr. á Háreksstöð- um í Norðurárdal. Hann er með fangamarki Einars Ámunda- sonar forföður hennar og ár- tali 1826. Reikningshald kattarsjóðsins og rekstur hans hefur á tima- tóli varð all umflatagsmikið. Fyrir peningana úr kattar- sjóðnum var m. a. keypt jörð- in Stóra-Gröf í Stafholtstung- um, sem var 24 hundruð að dýr- leika að fornu mati. Gefur það nokkra hugmynd um að sjóð- ur þessi var þá orðinn allmik- ill, þar sem hann átti auk þess peninga bæði í kistlinum og í útlánum og margar ær í bygg- ingu eða leigu hingað og þang- að og áheitin, vextir og leigur drifu að úr öllum áttum. Stranudagtir ’27. öktóber 1957 — ÞJÓE>VlL.irNN —(7 ' En þegar hamingjusólin er. komin hæst á loft fer hún aft- ur að síga til viðar. Svo reynd- ist hér með sjóðinn kattarins hennar Oddnýar á Hraunsnefi. Bæði andleg og veraidleg mátt- arvöld gengu á sama lagið að stöðva gengi kattarsjóðsins. Prófasturínn í Stafhoiti á- minnti fólkjð fyrir guðleysi að vera að eyða fé sínu í einn vesælan kött, en vanrækja kirkjur og kristindóm. Reyndir og ráðsettir bændur og sveit- arstoðir töldu að Hraunsnefs- fólkið yæri að fela eigur sínar í kattarsjóðnum, því ekki þótti Jliltækilegt að leggja útsvar eða skatta á köttinn vegna sjóðsins. Þórður hreppstjóri á Brekku, setn gegnt hafði gæzluvarðar- starfi fyrir kattarsjóðinn með mesíu trúmennsku, vjldi nú ekki gera það lengur. Hittist nú líka svo á að tengdasonur Oddnýjar, eiganda ka:tarins, var orðinn oddvifi Norðdæla. Var það Jón Jónsson bóndi á Hvassafelli og Hreðavatni, og var Oddný þá komin til hans með sinn auð- uga kött. Aihenti Þórður þeim því kattarsjóðinn og fara eng- ar sögur af þessu einkenniiega og sérstæða, fyr rbatri í þorg- firzku fjármálalífi eftir það. En sögu ríka kattarins henii- ar Oddnýar var ekki þar með lokið. Jón, tengdasonur Oddný- ar, flutti stuttu siðar burtu úr Norðurárádal og ætiaði að fara að búa á Hofstöðum í Mikla- holtshreppj. Hann komst þó. aidrei þangað til búskapar frekar en Eegert Ólafss.on forð- um. Varð fyrir miklúm f.iár- ska'ða og fieiri ■ óhöppum og f6r að búa á Landbrotum í Kolbeinsstaðahreppi. Oddný tengdamóði.r hans flutti þang- að með honum og hafð; auð- vitað með sér hinn nafnkunna kött s'nn. Oddný andaðist þar stuttu síðar. Sagt er að allt heimafólk hafi fylgt henni þaðan tii grafar að' Kolbeins- stöðum og að kötturinn hafi elt það og farið þangað líka. En hann fór ekki heim aftur, heldur lagðjst út. Sást hann nokkrum sinnum á eftir, en þótti lítt marinblenöinn og var talið að hann héldi sig aðal- lega í hraununum. í Kolbeinsstaðahreppí er mikið af hraunum. Þaðan er elzta sögn itm eldgos á íslandi er „Borgarhraun brann“ á dög- um Selþóris á Rauðamel. Sturl- unga seg.'r frá því að vopnfim- asti maður Sturlungaaklar, sem kallaður var „bezta sverð Norðurlanda" Aron Hjorleifs- son frá Hítárdal hafi leynzt í hraunhelli einum í skjóli systur sinnar á Syðri Rauða- mel. Hellir hans hefur nú verið týndur og gleymdur síðan nokkru fyrir síðustu aldamót. í sumar fundust margir og' mikljr hellar í Gullborgar- hrauni. Hraunin í Kolbeins- staðahreppi eru víðáttumikil og lítt rannsökuð. Einh\rers stað- ar í þessum hraunum var talið að þessi ríkasti köttur, sem sögur haía farið af á íslandi, hafj dvalið eftir að hafa fylgt eiganda sínum til grafar og sagt skilið við mannfólkið. Og í einhverri hraunholu eða hell- isskúta þessara hrauna kunna enn að vera þeinin ríka katt- arins hennar Oddnýar frá ílraunsneii. . . Halldóra B. Björnsson: Kínversk ljóð Tu Ch’iu-niang: BRÚÐKAUPSKLÆÐIN Gefóu ei hót um gntlisaumaðar flíkur, gleðstu og njóttu meðan æskan varir. Lestu þitt blóm uni leið og út það springnr Hfstréð ber nógu sneroma auðar greinar. Liu Fang-Ping: UM MÁNALJÖSA NÓTT Er raánimv hvibneriar húsið hálft, í hánorðri Póistjaraan, Aurkrossinn lækkar. þá fee. ég vorsins fyrstu skilaboð: fluga. suðar við, jgræná. silkiskjáinn. Liu Tsung-Yiian: FENNT YFIR ÁNA Eitthundrað fjöll og enginn fugl, eáttþúsund götur og hvergi spor, líUll bátur, öldungur einn á ánni dorgar í köldum snjó. Po Chu-Yi: TRJAKLIPPING Tré í vcxti — trén standa rétt við gluggann: trén verða há og blaðskrautið þéttist. Fjallatindar í fjarska hverfa mér óðum, það fer svo að lokum að ég eygi þá varla. — Einu morgún geng ég svo út með hníf minn og exi, með eigin hendi greinarnar kvista. Þúsundir blaða falia mér að fótum. og fjöilin þúsund koma í Ijós á ný leiftursnöggt eins og líður ský frá sólu og Jjósfagur himinn stígur framúr þykkni — eða iíkt og eftir langan skilnað elskaður vinur birtist manni á ný. — Fvrst kom léttur andvari að utan, einn og einn komu fuglamir aftur í tréð. — Til hugarléttis horfði ég yfir landið, og hugur minn tök þá einnig á rás út í bttskann. Sérhver á eitthvað, sem elskar hann öllu heitar, í öllu er blandað santan góðu og vondu. Grieinamar ungti og vænu, þa>r voru mér kærar, þó .var inér‘ l.iúfafa að horfa á þau fjöllin blá. Tu Shén-Yen: ÁFERÐALAGI SNEMMA VORS Langfarmn einn þekkir sibreytilega tíbrá fegjtrdarinnar af hvitum og rauðuni skýjum ntorgunsins við iiafið, af vorinu i villtum plómutrjám og viftjurunnuro, Þaft sindrar á gullinn þröst í heitu ioftinu og gTæn vatnajurt endurspeglast af sölinui. Fyrr en varir fyllir gamalt lag h.Ltrta niitt angan að heiman og augu niín tárum. Sung Chih-Wén (d.710): RÍSTA Á ÞILI GISTIHÚSS NORÐAN TA YU-FJALLS Sögn er um það er til suðurs gæsimar fljúga þaft sé á þessum tíma og hér sem þær snúa vift, Svipað er komið suðurgtingunni minni. Samferða þeim ínun ég verða aftur tii baka. — Fijótið er lygnt meðan fjarað er út, fjaJlskógar þéttast af rökkurmóðu. — Við næstu dagmál í dalnunt handan mun dagsbrúnin ljóma af plómutrjám hvítum scm bera nú heima blómin sin. ;.ý<: r lr ft! . Jo rbf . Jv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.