Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 27. október 1957 Búðarkassar Reikiivél, átómatísk. Nokkrar notaðar skrifstofuvéiar með tœkifærisverði. Remiiigton — rafmagnsritvél, (notuð og vel með farin). Skrifsíofovélar Ottó A. Michelsen. Símar: 24 2 02 og 18 3 80. Aðalf undur Þýzk islenzka menr.ingarfélagsins verður haldiim þriðjudaginn 29. október 1957 kl. 20.30 í Aðalstræti 12 (gengið inn frá Grjótagötu). DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Sigursveinn D. Kristinsson segir frá dvöl sinni i þýzka alþýðulýðveldinu, 3. Önnur mál Stjórnin [DAGSBRUN Verkamannafélagíð Dagsbrún Félagsfundur verður í Iðnó í dag, kl. 2 e.h. DVGSKRÁ: 1. Félagsmál, 2. Samningarnir, 3. önnur mál. Félagsmenn! Fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. Félag framreiðslumanna Fundur verður haldinn á þriðjudaginn 29. okt., kl. 5 e.h. í Tjarnarcafé uppi. DAGSKRÁ: 1. Uppstilling til stjómar og fulltrúa á aðaifund S.M.F. 2. Önnur mál. Stjómin. Bæjarpóstur Aðalfundur Tenuis- og badmintonfélagsms, Reykjavík verður haldmn í Café Höll uppi, miðvikudaginn 30. okt. og hefst kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf, Stjóorxin. Iðja, félag verksmiðjufólks Félagsfundur verður haldinn í Iðnó, þriðjudaginn 29. okt. 1957, ki. 8.30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Uppsögn samninga. —2. Önnur mál. Stjómin. Framhald af 4. síðu. er engan veginn saklaus af þessliáttar glöpum. Hitt er ó- afsakanlegt, þegar úr liópi þeirra, er skynbragð ættu að bera á þessa hluti, gengur maður undir mannsliönd til að reyna að telja óbrettum les- endum trú um að einskisnýtur þvættingur sé svo og svo góð- ur skáldskapur. En slíkt hef- ur einnig tíðkazt fyrr en hjá talsmönnum ungra skálda og rithöfunda í dag Þeir Jónas og Jóhannes eru sammála um það, að múr hafi risið milli almennings í landinu og ungra rithöfunda og skálda. Jónas telur síðarnefnda aðilann hafa hlaðið drjúgan hluta þess veggjar m.a. með því að storka heilbrigðri skynsemi og dómgreind fyrrnefnda að- ilans. Jóhannes Helgi telur fræðslukerfið í barna- og miðskólum eiga sök á þessu. Vafalaust hafa báðir nokkuð til síns máls. Þó efast ég um, að unga skáldakynslóðin hefði með verlcum sínum megnað að sporna við þeirri þróun, sem orðið hefur í þessu efni að nokkru ráði, hversu ágætar bólnnenntir sem verk- in hefðu verið; og ég efast líka um að stórfelldrar breyt- ingar á fræðslukerfinu hefðu hrokkið til að stemma veru- lega stigu fyrir vexti og við- gangi glæpasagna- og ásta- farssagnatímarita. Við verð- um að hafa í huga, að mikill fjöldi fólks leitar sér ekki les- efnis af neinum bókmennta- legum áhuga, ekki af neinni brennandi löngun til að fylgj- ast með nýjungum í skáld- skap eða auðga anda sinn með lestri góðra og tímabærra skáldveika, heldur eingöngu til að drepa tímann, þegar ikkert aimað er að gera. Og til slíkra lesenda skírskota beinlínis hin margnefndu tímarit. t þróttir Framhald af 9. síðu. í augsýnd alls heimsins“ — eins og Ibsen lætur montrass- inn Trumpeterstrále segja í Pétri Gaut. Þetta gerðist, að því er fyrirliðinn segir, eftir náákvæma íhugun. En áður en haldið var heim, var sá rang- dæmdj láitinn ljúka !leik sínum til að sjá, hver úrslitin yrðu. Hefði hann borið sigur úr býtum, hefði sænskur lokasigur ekki ver- ið óhugsandi. í>á hefði lík- ast til hin særða réttarvitund hlotið meinabót, því að þá hefðu mótmæli einungis orðið til að spilla fyrir sigurmögu- leikuru Svia — og slíkt gat orðið dýrkeypt sænskum tenn- jsleik. Allt þetta er hörmuleg stað- festing á þeim klikuanda og á- byrgðarleysi gagnvart mót- herjunum, sem hefur náð að festa rætur hjá stjómendum íþróttanna. Hefur íþróttahreyf- ingin, sem kallar sig þroskandi og mannbætandi félagsskap ekki lent í hershöndum, þegar •m slíkt kemur fyrir eftir ná- kvæma íhugun? Það er áreið- anlega kominn tímj til, að Ivar Lo-Johansson taki hraustlega á móti boltanum og „drepi með trompi", eins og það er kallað á máli tennisleikara. Listdans ©g tonleikai' . í Þióðleikliúsinu, sunnudaginn 27. októbei- kl. 3 e.h. og mánudaginn 28. október kl. 8.30. Efnisskrá: 1. Valerí Klímofi: Dvorak..................Sígaunaljóð Prokofféff..............Brot úr leikdansinum Rómeó og Júlía Sarasate................Baskískt capriccio % Évgenía N. Érsova og Aaatolí A. Béloíí: Massenet................Hugleiðing. 3 Dmitzí Gaatjúk: Rachmanninoff...........Einmarui. ÚJaaínskt þjóðlag.......Kvölda tekur Khrénníkoff.............Hvi er hjarta mitt svo órótt? Verdi...................Aria Renatos úr óper- unni Grímudansleikur- inn Massenet................Saknaðarljóð Rúbinstein..............Brúðkaupsljóð úr óperunni Neron. 4 Évgenía N. Érsova og Anatolí A. Béloff: Katsaiúxían . .......... Vals. Hlé í tuttugu mínútur 5. Évgenía N. Érsova og Anaiolí A. Béloff: Lysenko............ Sorgarljóð 6. Eiísaveia Tsjavdar: Krapívnitskí............Nœturgálinn Kosénko.................Seg mér Glinka..................Kavatína Ljúdmílu úr óperunni Rúslan og Ljúdmíla Vlassoff................Gosbrunnurinn í Baktsísaraj Saint Saens.............Nœturgalinn Grieg...................Söngur Sólveigar Donnizetti..............Kavatína Lindu úr óperunni Linda di Chamonix. *- 7. Évgenía N. Érsova og Analolí A. Béloff: Adaji................... Pas des deux úr leík- dansinum Korsar. s. Elísaveta Tsjavdar og Dmítrí Gnatjúk: Úkraínskt þjóðlag ..... Máninn líður. Aðgöngumiðar á kr. 20.00 og kr. 35.00 seldir í Þjó'oleiMiúsinu kl. 13.15 í dag og kl. 13.15 á sunnudag og 1:1. 13 15 á mánudag. 0 ■■■■■■■■■■••■■«■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ r 1 aniim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.