Þjóðviljinn - 14.11.1957, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.11.1957, Qupperneq 7
Fimmtudagur 14. nóv. 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 I Fjögur skáld á einu fari Ver hljóð, mín sál íslenzk úrvalsrit: Fjögur I'jóðskáld. — 110 + L blað- síður. — Haones Pétursson gaf út. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Eeykjavík, 1957. Bókin flvliur „úrval“ úr Ijóðum fjögurra skálda: Sig- urðar Sigurðssonar frá Am- arholti, Jóhanns Sigurjóns- sonar, Jóhanns Gunnars Sig- urðssonar og Jónasar Guð- laugssonar. Ennfremur er all- löng ritgerð eftir umsjármann útgáfunnar: Hannes Péturs- son skáld. Gerir hann þar grein fyrir „nýrómantíkinni" og síðan skáldunum fjórum, hverju í sínu lagi. Sígurður frá Amarholti varð elztur þeirra fjórmenn- inga og orti mest; hans verk fá líka um tvo fimmtu hluta af -kvæðarúmi bókarinnar. Jó- hann Sigurjónsson hlýtur tólf síður, enda er aðeins valið úr þeim kvæðum sem hann orti á íslenzku. Jóhanni Gunnari Sigurðssyni eru úthlutaðar tuttugu blaðsíður, Jónasi Guð- laugssyni nitján. Eg hef því miður litlar mætur á „úrvalsritum", en margir líta upp til þeirra, og er sjálfsagt að auðsýna þeim fulla nærgætni. Sjötugsafmæli Jónasar Guðlaugssonar var á síðastliðnu sumri, og hefði mér þótt heildarútgáfa ljóða hans svipmeira verk en þessi bók — enda hefur honum ver- ið minnstur sómi sýndur þeirra fjórmenninga. Þess er þó sízt að dyljast, að bókin flytur eigi lítið af mætum skáldskap sem fögnuður er að lesa. Þrír þessara höfunda dóu svo ungir, að okkur hef- ur ætíð drejmt að margar órættar vonir og óunnin af- rek hafi farið í gröfina með þeim; þeir munu verða okkur hugstæðir meðan við kunnum að sakna. Og einmitt nokkur Ijóð, sem birtast i Fjórum Ijóðskáldum, hafa löngu sung- izt inn i vitund þjóðarinnar og eru á hvers manns vörum. Það er óþarfi að verða fyrir vonbrigðum með bókina. Eg skal heldur ekki þjarka við umsjármann útgáfunnar um kvæðavalið, enda efast ég ekki um að hann gæti í flest- um tilfellum fært rök fyrir mati sínUi Eg sé þó ekki bet- ur, svona í framhjáhlaupi, en Gullnálarvísur Sigurðar frá Arnarhölti séu misheppnuð og að sama skapi leiðinleg fyndni; og aldrei hef ég fund- ið púðrið í gluggakvæði Jó- hanns Sigurjónssonar, þessum kynlega hrærigraut mynda og ósamstæðra líkinga. Það skyl.di þó aldrei vera, að val- ið úr Dagsbrún Jónasar Guð- laugssonar hafi ekki einvörð- ungu miðazt við skáldskapar- gildi. ljóðanna, heldur einnig við það lxvað ætti heima í „nýrómantísku11 kvæðasafni? ; Fc-rmáli Hanne'sar Péturs- sonar ér á longum köflum á- gæta vel skrifaður, vitnisburð- ur um skáldlega nærfærni og ljósa hugsun. Langbezt þykir mér þátturinn um Jóhann Gunnar Sigurðsson hafa tek- izt; virðist enda vafalaust, að höfundur beri til hans hlýrri hug en hinna þriggja. Athuganir hans um ræturnar að skáldskap Jóhanns Gunn- ars sýnast alveg laukréttar, og þessi lýsing á hryggð hans hæfir nákvæmlega í mark: „Fyrir honum væri grátur í Ijóði ólistrænn. Næstu skáld á eftir vilja gráta, og þeirra mikli harmagrátur verður tákn, heimshryggðin, ekki per- sónuleg tjáning hugarfars, heldur bókmenntafyrirbrigði, brot úr sjálfum ,,lífstóninum“, ýmist vilja þau dansa tryll- ingslega eða setjast niður og gráta sem mest. Hryggðin er stöðugur gestur í huga Jó- hanns, og það er hans eigin hryggð, en ekki menningar- andrúmsloft eins og hún varð skömmu síðar“. Á öðru leitinu ber formál- inn því vitni, hve örðugt er að einkenna hóp skálda bók- menntalegu lykilorði sem gangi að verkum þeirra í heild. Öll eiga þessi fjögur skáld að vera nýrómantísk; en þegar til kastanna kemur, þarf höfundur einatt að slá vamagla við sínum eigin full- yrðingum. Á VII. bls. formál- ans segir að „nýrómantísk skáld“ hafi dregið „sig í hlé frá öllu dægurþrasi.... “; en á XLII. bls. segir að Jónas Guðlaugsson hafi „nokkra sérstöðu meðal fjórmenning- anna“ — hann tók sem sé „þátt i dægurbaráttunni“. Á sama hátt er því réttilega lýst að beztu kvæði Jóhanns Gunnars hafi átt „rætur í sjálfu lífi“ hans, persónulegri reynslu, auk þess sem list hans jós af lindum fornra dansa, dró dám af kynngi ís- lenzkrar þjcðsögu. Menn kom- ast ekki miklu nær skilningi á skáldskap hans með þvi áð fjölyrða um ,,nýrómantískt“ „menningarandrúrrs'oft sem að nokkru barst hingað á ár- unum kringum aldamótin“ og á í öðru oi'ðinu að hafa skap- að kveðskap f jcrmenninganna stíl og geðblæ. Jóhann Gunn- ar sótti listrænt súrefni sitt í aðrar lindir en þýzkt „menn- ingarandrúmsloft", sem barst Jakob Jóh. Smári: Við djúpar lindir. Kvæði. í— 163 blaðsiður. — Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, — Reykjaiík, 1957. Árið sem Jakob Smári varð fimmtugur, 1939, gaf hann út þriðju ljóðabók sína: Undir sól að sjá. Síðan hefur farið fáum sögum af kveðskap hans; trúlega hafa flestir í- myndað sér, að skiptum þeirra ljóðdísarinnar væri að mestu lokið. En eftir 18 ár sendir liann formálalaust frá sér 10 arka ljóðasafn — frumort kvæði upp á nær 100 blaðsíð- ur, þýðingar röskar 60 blað- síður. Ljóðdísin var ekki að- eins vorgyðja Jakobs Smára; hún fylgir honum fram á haust. Jakob Smári var Ijúft skáld á fyrri dögum, þótt hann sæti ekki bekk með höfuðmeistur- um. Hann kvað af lipurri hag- mælsku, grómlausu þeli/ inni- legri tilfinningu; kvæði' hans buðu af sér einstaklega góðan þokka, þau voru. ort heilum huga. , Og hugarfar skáldísins bregzt ekki í þessu safni fremur en fyrri daginn; og mun honum víst ekki þykja annað lof betra. Hann er einn- ig sjálfum sér líkur á þann veg að hann lætur ekki glaum aldarfarsins leiða hug sinn af- vega frá lágtónum hjartans, heldur hlýðir hann þeim og stillir fiðlu sína til samræmis við þá. Hin hljóðláta bifan brjóstsins er aflvaki kvaéða hans. „Ver hljóð, mín sáT’, segir hann á einum staö; og má það kallast kjörorð anda hans. Hann sér líf i öllum hlutum, skynjar allt líf sém eina samræma heild. Sú er jafnframt vissa hans, túlkuð í einu kvæðinu af öðru, að upp komi fegri sól „er þessi er hnigin". Ljóðum Jakobs Smára er af þessum sökum léð æðruleysi og bjartsýni, sem veitir lesandanum þægá hvíld. Jakob Jóh. Smári Hitt er jafnrétt, að flest kvæðin vantar einhvern herzlumun svo að þau megi kallast alsköpuð list. Það eru lýti á kveðandinni, og hugs- unina brestur stælingu: það þyrfti löngum að hnykkja fastar á henni. Eg er ekki að orðlengja það, en birti í stað- inn sonnettuna Kvöldljóð, eitt haglegasta kvæði safnsins: Sjá! fyrir himni fer um síð að rofa, og fölur ljómi birtist skýjum á, Sem út sé gengið, út úr dhrun- um kofa, nú opnast hvelfing, víð og rökkurblá. Allt hljóðnar. Blómin værum svefni sofa, — í sælum draumi vakir barnsleg' þrá og fyrirheit, sem fögrum morgni lofa. Á fjöllum aftanskinsins Iitir gijá- I öllu starfar lífsins mikli máttur og milda réttir þreyttri sálu liönd. Nú hnígur eins og hægur and- ardráttur frá liimni blær á vorsins frjóu lönd. Og eins og stillist órór hjarta- sláttur, leggst aldan dreymin injúkt að sléttri strönd. Þýðingarnar eru frá ýmsum tímum og úr margri átt — allt frá Ungverjanum Lenau á 19. öld til Ohotsuno í Japan á 7. öld; og þar eru einnig ensk og sænsk kvæði. Eg hef ekki borið neitt þeirra saman við frumtexta; en mér er nær að halda, að þýðingarnar séu jafnbetur kveðnar en frum- ortu ljóðin. Eg nefni t. cf. Þjáningu éftir Th. Monod og Vor eftir Narihira. B. B. i. Framh. á 10. síðu Jóruis Guðlaicgsson Sigurður Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.