Þjóðviljinn - 14.11.1957, Síða 10

Þjóðviljinn - 14.11.1957, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fifmmtudagur 14. nóv. 9157 Krisfján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 —Sími 1-38-79. Fjögur skáld á einu fari Framhald af 7. síðu. hingað yfir Danmörku fyrir röskum fimmtíu árum. Þetta er vitaskuld ekki gagnrýni á formála Hannesar Péturssonar, heldur ábending um það hve bókmenntaleg hugtök geta verið viðsjál. En þegar höfundur segir að Ein- ar Benediktsson teljist „tví- mælalaust lengstan hluta af skáldferli sínum“ til nýróman- tískra skálda, þá er ástæða til að gagnrýna slíka bókmennta- sögu. Samkvæmt þessum for- mála var Jóhann Sigurjóns- son nýrómantískt skáld; en skáldskapur þeirra Einars Benediktssonar er svo ólíkur, svo gagnstæðilegur, að sá sem ætlar að einkenna hann sameiginlegu orði, hefur það eitt upp úr viðleitni sinni að svipta það orð allri merkingu. Ef Jóhann Sigurjónsson var nýrómantískt skáld og Einar Benediktsson einnig — hvað merkir þá orðið nýrómantísk- ur? Og þegar höfundur segir að hetjudýrkun hafi ráðið „lögum og lofum“ „hjá Ein- ari Benediktssyni“, þá spyr lesandinn aftur: hvað meinar maðuripn? Eitt1 atriði enn. Hannes Pétursson þakkar það Sigurði frá Arnarholti „og samstarfs- mönnum hans .... að nú er til muna betur ort en á öld- inni sem leið ......“ Hverjir voru þessir samstarfsmenn? Voru það hinir félagar hans í þessari bók, eða voru það einnig önnur nýrómantísk skáld, sem höfundur kveður1 einmitt hafa krafizt þess að „formið ætti að vera óaðfinn- anlegt“ ? Þá væri rétt að geta þess, að nærfellt heilum ára- tug áður en Sigurður frá Arnarholti gaf út fyrstu ljóðabók sína gaf Þorsteinn Erlingsson út Þyrna. Kvæði þeirrar bókar höfðu til að bera tærari fegurð bæði í máli og formi en Sigurði frá Arn- arholti og „samstarfsmönn- um“ hans tókst nokkru sinni að skapa. Þyrnar urðu af enn- þá fleiri sökum áhrifamesta ljóðabók sem komið hefur út á íslandi. Ef íslenzk skáld vanda nú ljóðform sitt betur en áður, þá verður að rekja þá þræði minnsta kosti 60 ár aftur í tímann — til Þyrna Þorsteins Erlingssonar. ... Auk þess legg ég til, að orðið rómantík verði lagt niður og rómantíska tekin upp i staðinn. B. B. Munið HAPPDRÆTTI Þjóðviljans Chim Recmstructs íflánaÖarrit á ensku Flytur greinar um: Kínverska list að fornu og nýju, vísindi, heil- brigðismál, uppeldismál, bókmenntir, hljómlist, leiklist, kvikmyndir — iðnað, landbúnað, sam- göngur, flóðavarnir, verzlun — kínverskt mál matargerð, frí- merki, íþi'óttir o. fl. o. fl Ritið er mikið mynd- skreytt með ljósmynd- um, landabi’éfum, teikxx- ingum, línuritum o.s.frv. 5 - Kápan og heil opna í hverju blaði eru litprentuð. Áskrifendur fá ái'lega 3 fylgirit í kaupbæti, t.d. fylgir með næsta desember- hefti matreiöslubók með 50 kínverskum mataruppskriftum. Nýjir áskrifendur fram til 28. febrúar 1958, fá í kaupbæti: 2. kínverskar litprentaðar myndir, íornlist. Verð árgangsins, 12 hefti 40 blaðsíður hvert, er kr. 20.00 — tveir ár- gangar kr. 35.00 — sent beint frá Kína heim til íslenzkra áskrifenda. Ath. Verðtilboð þetta stendur aðeins til 28. febrúar 1958. Eftir þann tíma hækkar verðiö. PONTUNARSEÐILL: Pantið því sirax í dag. KLIPPIÐ HER Gjörið svo vel að annast áskrift — endumýjun áskriftar að CHINA RECONSTRUCTS fyrir eitt ár — tvö ár —: og fylgir áskriftargjaldið kr. 20.00 — kr. 35.00 pöntun þessari i póstávísun. Dags. Nafn: Heimili; ...... Til KÍM, pósthólf 1272, Reykjavík. Nauðimgaruppboð verður lxaldið á bifreiðastæðinu við Vonarstræti hér £ bænum, föstudaginn 15. þ.m. kl. 2 e.h. eftir kröfu Kristjáns Guðlaugssonar hrl. og fleiri. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-1384, R-4655, R-709S. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgaríógetinn í Reykjavík , 3 Vz tn Ví tn og Vs tn SÍS Afurðasalan Tbllvarðar- o« ríkis- 1 ! lögregluþjónsstöður í Ólafsvík, Stykkishólmi, Ólafsfirði og á Patreksfirði eru lausar. Laun samkvæmt launalögum . Umsóknir ritaðar á eyðuþlöð, sem. fást í tollbúð- inni .í Reykjavík, skulu hafa borizt dóxnsmálaráðu- neytinu eða tollgæzlustjóra, Hafnarhúsinu, Reykja- vík fyrir 10. desember n. k. Kjöt og sláturílát •■■•■■■■uiiliiauuuuauiiwnaiMHUiiiHmimiiiMMmiiHnufuasHii

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.