Þjóðviljinn - 20.12.1957, Page 3
Föstudagur 20. desember 1S57 — ÞJÖÐVILJINN
— (3
Frá æfingu jólaleikrits Þjóðleikhússins; Róbert Arnfinns-
son og Lárus Pálsson í hlutverkum sínum.
leikrit Þjóðléikhússins
Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár verður Ulla Winblad
eftir Carl Zuckrnayer. Leikstjóri er Indriöi Waage, en
aöalleikendur Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinns-
son.
Leikrit þetta fjallar aðallega
um hið þekkta og vtnsæja,
sænska skáld Bellman og Ullu
Winbiad, sem er dulnefni á
kunnri konu, qr mikið sótti
krárnar í Stokkhólmi á tímum
Bellmans, var lauslát, glaðvær
og skemmtileg. Átti Ulla vingott
við ýmsa og þ. á m. Bellman,
sem var mjög ástfangi.nn af
henni, enda yrkir hann mörg af
sinum fegurstu Ijóðum til henn-
ar eða um hana. Þá koma við
sögu í leikritinu ýmsir kunningj-
ar og drykkjufélagar Bellmans,
svo og Gústaf III. Svíakonung-
ur, mikill velgerðarmaður skálds-
ins.
Leikurinn fer fram i Stokk-
hólmi um 1790. Ekki er þetta
sagnfræðilegt leikrit, þótt það
fjalli að miklu leyti um sögu-
legar persónur og styðjist við
vissa sögulega atburði. Leikritið
var fyrst sýnt í Vín 1953, e.n
hefur ekki ennþá verið sýnt á
öðrum Norðurlöndum.
Leikritið er margþætt og skipt-
ist á gleði og sorg, eins og í lífi
Bellmans og söngvar hans bera
með sér. Inn i leikinn eru flétt-
aðir margir vinsælir Bellmans-
söngvar, sem sungnir eru aí
Kristni Hallssyni, Ævari Kvaran,
Lárusi Pálssyni, Sverri Kjartans-
syni, Þorsteini Hannessyni, auk
Róberts Arnfinnssonar sem leik-
ur Bellman. Lítil hljómsveit,
klædd 18. aldar búningum; leik-
ur undir á sviðinu og eru hljóm-
sveitarmennirnir þannig þátttak-
endur í leiknum.
Aðrir leikarar eru Herdís Þor-
valdsdóttir sem leikur Ullu Win-
blad, Haraldur Björnsson, Bald-
vin Halldórsson, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Helgi Skúlason.
Klemenz Jónsson, Jón Aðils.
Inga Þórðardóttir, Valdemar
Helgason, Benedikt Árnason, Jó-
Iiann Pálsson, Ólafur Jónsson,
Bessi Bjarnason, Þorgrímur Ein-
arsson, Haraldur Adolfsson og
Flosi Ólafsson. Leiktjöld gerði
Lothar Grund. Leíkritið þýddi
Bjarni Guðmundsson en Egill
Bjarnason sneri Ijóðunum.
Höfundur leikritsins, Carl
Zuckmayer. er þýzkur rithöf-
undur um sex-tugt. Á unga aldri
hlaut hann mikla viðurkenningu
fyrir ritverk sin, en hraktist á
valdatímum nazista úr landi og
dvaldist urn skeið í Svíþjóð, fór
síðan til Ameríku og var þar
bóndi i 8 ár. Að stríðinu loknu
fór hann heim til Þýzkalands og
hefur dvali.ð þar síðan. Á s.l. ári
var Zuckmayer sæmdur doktors-
nafnbót við háskólann í Bonn.
Meðal þekktustu leikrita hans er
Ilöfuðsmaðurinn frá Köpenick
sem hér hefur verið flutt i út-
varp.
Indóiiesor eð-
vara irefo
Indónesíustjórn hefur mótmælt
við brezku stjórnina atferli hol-
Seinzkra herskipa, sem fengio
hafa bækistöð í brezku ' <-
höfninni Singapore. Sagði sendi-
herra Indónesíu í London i gær,
að þessi framkoma Breta gætí
haft afdrifarík áhrif á afstöðu
Indónesa til Singapore, sem er
skammt frá indónesísku eynni
Súmötru.
Bókfellsútgáfan
Ðrætti ekki frestað — Dregið á Þoriáksmessu — Gerið skil — Happdrætti Þioðviijans