Þjóðviljinn - 20.12.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Gunnlaugs saga ormstunsu O G O Áramótafagnaður verður í Tjarnarcafé á gamlára* kvöld, 31. desember. Hin heimsfræga hljómsveit Gunnars Ormslev leikur fyrir dansi og söng frá kl. 10 til 4 e.m. Matur verður afgreiddur frá kl. 7 til kl. 10 e.h. Hver miði gildir sem happdrættismiði. Skemmtanastjóri verður hinn vinsæli söngvari Haukur Morthens.. Þeir sem valið hafa Tjarnarcafé ættu að tryggja séff miða í tíma og eigi síðar en 29. desember n.k. Miðair eru afgreiddir frá kl. 2 til 4 dagana 27., 28. og 29. desember í skrifstofu hússins. að segja frá Hannesi Haf- stein, og er hann höfuðsmað- ur bókarinnar eftir það. Frá- sögnin af brösum latínuskóla- pilta er lífleg og fróðleg; þar er varpað talsvert óvæntu Ijósi á nokkra unglinga, sem síðar urðu kunnir menn og virðulegir borgarar. En þeg- ar Hannes Hafstein er kom- inn út fyrir landsteinana, heyrir saga hans ekki lengur til reykvískum nóttum — enda lækkar þá allmjög ris liennar. Sú bókmenntasaga, sem þar er túlkuð, telst ekki sérlega athyglisverð — ég nefni til dæmis lýsingu Storms á 159. blaðsíðu. Eg varð fyrir vonbrigðum af þessari bók, enda bjóst ég að vísu við æðimiklu. En það eru aðeins liðnar 67 nætur, þannig að höfundur kynni að eiga óritaðar einar 14 bækur í viðbót. Þess er því ekki að vænta að öll kurl séu komin til grafar um það verk, sem hér er hafið. Þnð kann að verða vaxandi hagnaður af útgerðinni. B.B. ; Guunnar M. Magnús.s söguhetjuna persónulega, ör- lög hennar höfðu lengi verið honum hugstæð — og hann gerði um hana eftirminnilega har-msögu, sem lengi stendur. Nú er komið annað ár, og höfundur Skáldsins á Þröm , hefur siglt á annan sjó: hann er kominn til Reykjavíkur á ofanverðri fyrri öld og gerir fra?ðaskip sitt út þaðan. Þessi nýja útgerð á enn sem kom- ið er ekki sömu ítök í hjarta. Ihans og ævi Magnúsar Hj. Magnússonar, enda gengur reksturinn miður að því skapi. Eg segi ekki að þessi út- gerðarmaður reykvískra fræða komi tómhentur úr legunni. En svo öllu líkingamáli sé sleppt, þá þykir mér bókin í heild ekki nógu söguleg. Eyfirzku hjónin á Rauðará hafa eflaust verið mestu imerkishjón, ágætt jarðræktar- fólk og hyggnir búhöldar; en það kemur í sama stað: frá- sögnin af þeim lætur mann nokkurnveginn ósnortinn. Svipað er að segja um frá- sögu Vigfúsar Vigfússonar af IngT'ars-slj'sinu; Það vantar tijartað í þá sögu, aðrir hafa sagt hana áður og betur. Það kemur enn til, að kaflarnir eru of samhengislausir; þeir eru sem tíndir saman af handahófi. ' Þótt bókinni sé skipt í næt- ur og Saga af helgri konu hefjist umsvifalaust nóttína eftir krufningu Þórðar Mala- koffs, þá opnar það einung- is a.ugu lesandans fyrir því að þetta ,,nætur“stand er ekk- ert nerna formið; það hefur enga sannarlega íhlutun um innri byggingu verksins. Ekki kann ég heldur að meta Ská'dlegt geimflug höfundar — til dæmis eintal stúlkunnar Straubretti Bankastræti 10 — Sími 12852 Trygg\a.götu 23 — Sími 18279 I Keflavík á Hafnargötu 28 Gqnnlaugs saga ormstungu, dr. Guðni Jónsson og Tóm- as Guðmundsson bjuggu í hendur íslenzkri æsku, Kjartan Guðjónsson teikn- aði myndir, bókaútgáfan Forni, Rvík. Gunnlaugs saga er einna víðfrægust allra íslendinga- sagna; hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og notuð sem textabók í fornri íslenzku í skólum víða um lönd, og hér á landi hefur hún verið gefin út oftar en nokkur önn- ur íslendingasaga. Vinsældir sögunnar stafa af því, að efni hennar er hugþekkt, harm- sögulegt ástarævintýr. Ungir elskendur fá ekki að njótast, jþví valda meinleg örlög. Þótt sagan nálgist að vera ævintýr, fjallar um karlson, sem fer úr föðurgarði með nesti og nýja skó, gistir konunga og sættir jarla, þiggur gersemar og vinnur ástir fegurðardísar, Helgu hinnar fögru, þá heldur höfundur efninu í skorðum raunveruleikans. í sögunni eru allir atburðir raunsannir; þar er hvergi fjallað um neitt, sem hefði ekki getað gerzt. Höfundur fellur ekki einu sinni fyrir þeirri freistingu að láta keppinaut Gunnlaugs imi ástir Helgu vepa óþokka eða ríkan karlskrögg, sem kaupir hana fyrir fé. Faðir hennar er voldugur höfðingi, en hann vill, að hún ráði gjaforði sínu. Hún ann Gunnlaugi, en hann bregzt. Hrafn meðbiðill Gunn- laugs, er mjög geðþekkur maður eftir lýsingu höfundar, og hann virðist jafnvel heilli í ást sinni til Helgu en ofsa- mennið með ormstunguna. Höfundur virðist henda leynt gaman að því að leiða sam- an framhleypinn ofstopa- mann, sem er ágætur af sjálf- um sér, en haldinn vanmátt- arkenndum, og tiginbormn velsiðaðan höfðingjason. Á baksviði sögunnar stendur hæglát þokkagyðja og á að velja milli þeirra, og auðvit- að velur hún spjátrunginn, en hennar hlutskipti er hvorki að ráða forlögum sinum né ann- arra. Tveir menn og ein kona, sem má hækka og lækka, er mjög gagnleg og kærkomin jólagjöf Véla- og raítækjaverzlunin hi. 1001 nótt Reykjavíkur Gunnar M.. Magnúss: 1001 nótt Reykjavíkur. I. — 200 blaðsíður. — Iðunn Keykja- vík 1957. Bók Gunnars M. Magnúss: Gkáldið á Þröm, sem kom út í fyrra, var í senn gott verk og rnikið sölurit. Efni bókar- innar var fjölmörgum hug- leikið, vegna Ljósvíkingsins; og Gunnar fór um það nær- fæmum höndum. Hann þekkti ofarlega á 105. blaðsiðu, eða tilraun hans til að skýra ör- lög Sæfinns með sextán skó, ofarlega á 42. síðu. Þannig mætti lengur telja. Þættirnir um Sæfinn og aðra vatnsbera í Reykjavík eru þó einhver vildasti hluti bókarinnar, ritaðir af samúð og hjartaprýði.. Kaflinn Um franzós og hreinleika er liðleg blaðamennska; sagan af lífs- elexírunum er dæmi þess, hvernig alvörumál eins tíma hljóta að verða gamanmál annars; og Söngurinn um Þórð Malakoff hefur flest til síns ágætis: aðalpersóna eins prýðilegasta kvæðis á íslenzku gengur bráðlifandi fram í sviðljósin. Á 112. síðu hefur annar verður að bíða ósigur, en höfundur er ekki að semja eldhúsreyfara. Ástmaðurinn hefur brugðizt henni, en hinn fengið hennar með svikum; þeir hafa báðir fyrirgert rétti sínum og hljóta að falla hvor fyrir öðr- um. Gunnlaugssaga er talin rituð seint á 13. öld, en boð- skapur hennar er sá, að hjónaband sé ekkert heilagt samband, sem ekki má rjúfa, _ ef það hvílir ekki á gagn- kvæmri ást. Maðurinn eignast ekki konuna með giftingu, heldur verður hann að vinna ástir hennar, og takist það ekki, á hún engum skyldum við hann að gegna, þótt hún teljist eiginkona hans. Það hefur verið sagt um Islendingasögur, að þær væru undarlega „moderne", mann- legar og raunsæjar. Þessi staðhæfing er býsna sönn um ástarævintýrið í Gunnlaugs- Framhald á 11. síðu. Ný uppskera Sætari — safameiri MATVÖRUBÚÐÍR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.