Þjóðviljinn - 20.12.1957, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.12.1957, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. desember 1957 'N f k. Úteefandi: Sameinlngarflokkur al^ýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Hitstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón B.iarnason. — Blaðamenn: Ásmunciur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiffja Þjóðviljans. r Hlutlaust Island Iforystugrein Morgunblaðsins um bréf sovétstjórnarinnar til íslands var komizt svo að <orði: „Hernaðarþýðing íslands sannaðist ótvírætt í síðustu heimsstyrjöld. Mikilvægi lands- ins í þeim efnum hefur þó stór- aukizt síðan“. Hér er um að ræða algerlega rangt mat og •rnikinn misskilning, sem ástæða ,er til að benda á, þar sem fjöl- rnargir íslendingar endurtáka þessa kenningu í hugsunarleysi og styðja afstöðu sína við hana. Það er mjög algengt að menn fallist á röksemdirnar fyrir því sð eina skynsamiega stefna ís- lendinga í alþjóðamálum sé hlutlevsi, en bæti svo við að því miður sé ekkert hald í hlut- leysinu, því það verði ekki virt ef til styrjaldar kemur. Taka rnenn svo sem dæmi að Bretar hafi neitað að virða hlutleysi ís- 2ands í síðustu styrjöM, og síð- sn hafi tekið við hernámBanda- ríkjanna. Þannig myndi enn fara í nýrri styriöld, segja menn — og þá yrði ísland enn eftir- sóknarverðara vegna þess að hernaðargildi landsins hefnr sukizt — og því er hlutleysi Ts- íands aðeins frómar óskir sem standast ekki í heimi veruleik- EKKI þurfa menn þó lengi að hugsa sig um til að skilja Eð þessi kenning er á algerum rnisskilningi byggð. Hernaðar- gildí íslands hefur ekki au.kizt, heldur er það nú sáralítið. Hin- sr langdrægu eldflaugar, sem 'annt er að skjóta hvert á land íem er, hafa gerbreytt öliu fyrra hernaðarmati. Og þótt Sovétríkin ein ráði enn sem komið er yfir þessum eldflaug- um er vart að efa að Banda- iúkjunum muni senn takast að íullgera hliðstæð tæki. En um ieið er allt hið mikla herstöðva- kerfi þeirra orðið meira og minna úrelt. Eina gildi þess er að árásarstöðvarnar eru dreifð- ar víðsvegar um heiminn og meiri fyrirhöfn að tortima þeim — auk þess sem þær sprengjur sem dynja á framandi þjóðum . bitna ekki á heimalandinu. Hitt vita Bandaríkjamenn nú fullvel að ef til nýrrar styrjaldar kem- ur verður hún m. a. háð á ætt- jörð þeirra sjálfra. IjrUGSUM okkur að ísland * * væri hlutlaus land, þar sem engar herbækistöðvar væri að finna. Ef til styrjaldar kæmi, þar sem beitt væri allri nú- tímatæltni, myndi engri her- stjórn detta í hug að leggja und- ir sig þetta eyland og koma hér upp herbækistöðvum. Allir sér- fræðingar telja að í slíkri styrj- öld muni fyrstu klukkustund- irnar, dagarnir og vikurnar ráða öllum úrslitum, auk þess sem flugskeyti send frá íslandi væru aðeins nokkrum mínút- um skemur á leið sinni en hlið- stæð skeyti send frá heimaland- inu. Hlutlaust ísland yrði því engin freisting hernaðarþjóð — og landið gæti orðið einn af þeim fáu stöðum heims sem losnaði að fullu við beinar árás- ir. ^annig mæla einnig hin her- fræðilegu rök með hlutleysi íslands og hrinda þeirri kenn- ingu að hlutleysið fái ekki stað- izt í heimi veruleikans. Vonandi þarf aldrei að reyna á þessar röksemdir í verki, en að því stuðlum við einnig með því að aflétta hernáminu og losa okk- ur við alla aðild að styrjaldar- samtökum. Með hlutleysis- stefnu erum við í senn að leggja fram skerf okkar í þágu friðar og tryggja okkur þá einu vernd sem von er um ef til styrjaldar kemur. Andstæð viðhorf ÞJÓÐVILJINN hefir marg- sinnis bent á þá staðreynd £ð margir Sjálfstæðisflokks- verkamenn, sem skilja gildi stéttarsamtaka sinni, eru síður •sn svo ginkeyptur fyrir tilraun- V:m atvinnurekenda og Hol- stein-manna til þess að sölsa ■•indir sig völd í verklýðshreyf ingunni. Hafa verkamenn, sem íylgja Sjálfstæðisflokknum að rnálum í almennum kosningum, rnargsinnis sýnt þetta í verki. ikki sízt í Dagsbrún. Hér er um gamla reynslu að ræða, en engu sð síður hoppar Alþýðublaðið upp í gær og segir að þessi stað reynd sýni „að kommúnistar rilja gjarnan komast í bandalag við íhaldið, ef þeir bara eiga bess kost.“ SÓSÍALISTAR hafa aldrei viljað sitja yfir hlut Sjálf stæðisflokksverkamanna, sem unnið hafa af einlægni í verka- lýðshreyfingunni; það var Al- þýðuflokkurinn sem beitti þeirri þeirri aðferð meðan hann megnaði að svipa andstæðinga sína í verkalýðssamtökunum al- Riennum félagsréttindum. Hins vegar ber að gera fullan grein- armun á verkamönnum, sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn en sýna stéttarsamtökum sínum fulla hollustu, og agentum at- vinnurekenda og pótintátanna í Holsteini. Þjóðviljinn mun jafn- an mæla eindregið með sam- vinnu allra verkalýðssinna, hvar í flokki sem þeir standa, og vara jafn eindregið við mold- vörpustarfsemi þeirri sem auð- menn íhaldsins revna að skipu- leggja. Hægri klíka Alþýðu- flokksins fer hins vegar þveröf- ugt að, hamast gegn einingu verkamanna og reynir að gera hana tortryggilega — en semur beint við Bjarna Benediktsson og féiaga hans um innri mál verklýðssamtakanna. Bj Miiuiingarorð iarni Elías Jónsson írá Hallbjörnseyri Að kvöldi hins 11. þ.m. barst mér sú frétt, að vinur minn Elías á Eyri, eins og hann var ávallt nefndur heima í sveit- inni væri látinn. Það er einum vini’ færra i hópi vina minna. Einn hinna rólyndu eljusömu bænda er fallinn. I fáum orðum sagt, eru höf- uðatriði í ævisögu hans þessi: Bjarni Elías Jónsson var fæddur að Iiraunhálsi í Helga-®' fellssveit 4. júlí 1886. Sonur hjónanna Guðlaugar Bjarna- dóttur og Jóns Jóhannessonar. Ólst hann upp hjá þeim ásamt 5 systkynum sínum, lengst af í Hraunsfirði í sömu sveit. Fluttist svo með elzta bróður sínum og fjölskyldu allri að Hallbjarnareyri í Eyrarsveit vorið 1908. Á þessum árum stundaði hann alls konar störf til lands og sjávar, og þótti jafnan hinn gildasti maður. En á Hallbjarn- areyri átti hann jafnan heima síðan, nema eitt ár að Setbergi. Og nú á síðustu árum dvaldist hann oft, ásamt konu sinni, hjá Guðlaugu dóttur þeirra og tengdasyni, hér í Reykjavík. Árið 1913 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Jensinu Bjarnadóttur, fósturdóttur séra Jens V. Hjaltalíns, er lengi var prestur að Setbergi. Bjuggu þau síðan að Hallbjamareyri, sem fyrr getur. Þau eignuðust tvær dætur. Eru báðar giftar, og býr önnur að Hallbjarnareyri en hin hér i Reykjavík, og hefur hún nú hlynnt að þeim af stök- ustu alúð og nærgætni, síðan kraftar þeirra tóku að þrjóta. Þau bjuggu aldrei stóru búi, en snotru með glæsilegri um- gengni, utanhúss og innan. Var þeim báðum umhugað um skepnur sínar og ræktun jarð- arinnar, enda gerðu þau á henni miklar umbætur. Elías heitinn var hæglátur og hlédrægur maður, sjálfstæður í hugsun, en skeytti litt um, þó hann træði ekki ávalt sömu götur í skoðunum og samferða- menn hans. Þetta, og líka hlé- drægni hans, mun hafa valdið því, að hann tók lítið þátt í op- inberum málum eða átti sæti í nefndum. En jafnan vann hann í kyrrþei að framgangi sinna hugðarefna. Hann hafði jafnan mikinn áhuga fyrir um- bótum á lífskjörum bænda og verkalýðs og fylgdi þar að mál- um hinum vinstrí flokkum. Hann var bókelskur maður og góður hagyrðingur og þótti hon- um ávallt ánægjulegt að ræða um bækur og ljóð í ró og næði við gesti sína, yfir góðum kaffi- bolla, sem þar var jafnan til- tækui-. Enda voru þau hjón mjög gestrisin. Eitt var það, sem ávallt kom fram í umtali hans urn menn og málefni, að hann dæmdi allt með varúð og fyllsta dreng- skap gagnvart andstæðingum sínum. Hann hugsaði mikið um hin æðstu sannindi lífsins og mun að siðustu hafa lifað sáttur við lífið og tilveruna og trúað fast- lega á bjartari heim, er við tæki. Skömmu fyrir andlát sitt hringdi hann til mín til að ræða um þjóðlegar minjar heima í Eyrarsveit og rifja upp fornar sagnir, sem ekki væri vert að gleymdust. Saga lands og þjóðar og hin eilífa fram- þróun voru hans helgustu á- hugamál, að því sem mér virt- ist, samfara því að vera traust- ur vinur vina sinna og góður drengur í hvívetna. Heilsa hans síðustu árin, var orðin óhraust, en hann beið með ró, þess sem verða vildi, Og svo kom síðasta stundin, hæglát og hljóð, er hann lézfc á Landspítalanum, eftir eins árs dvöl þar, hinn 11. þessa mánaðar. Við, vinir hans og samferða- fólk, kveðjum svo þennan vin okkar með þökk fyrir sam- fylgdina, og vottum konu hans og dætrum og öðrum ástvinum, samúð okkar. Kristján Hjaltason. Svar við fyrirspurn Eg verð víst að reyna að svara Jakob Benediktssyni, sem spyr mig í Þjóðviljanum á miðvikudaginn, hvað sé sál í tónverki, — ekki sízt fyrir það, að hann krefst svars- ins í nafni kurteisinnar við lesendur. Tilefni spurningar- innar er tilgreint orðalag mitt í tónleikaumsögn í blaðinu daginn áður. Reyndar veit ég, að svo lærður málfræðingur sem Jakob Benediktsson skil- ur fullvel svo alvanalegt mælt mál engu síður en hver annar Islendingur, og þegar hann segir: „spyr sá, sem ekki veit“, þá er það einskær ó- líkindalæti. Hann spyr ekki af neinni fávizku, heldur ein- hverri skrítinni hótfyndni. Sjálfsagt hefur Jakob ótal sinnum heyrt orðin „sálar- laus“ og „innihaldslaus“ höfð um kvæði, stólræður o.s.frv., jafnvel líka tónverk. Ekki mun það hvarfla að honum að vilja ógilda svo algenga og ágæta málvenju sem þá að tala um „anda“ ljóðs eða lags, þó að merkingin sé þar óeig- inleg, því síður að varpa fram þeirri spurningu, hvað við sé átt með slíku orðalagi. En er ekki lika óþarfi að vera að hneykslast á því, er orðið „sál“ er notað á sama hátt og í mjög svipaðri merkingu? Er ekki hvorttveggja hugtakið á- líka „loðið“? Ég tel mig hafa viðhaft um- rætt orðalag á fyllilega eðli- legan og lögmætan hátt, auk þess sem mér virðist orða- lagið lýsa sæmilega vel höfuð- galla tónsmíðarinnar, sem um ræðir, þannig að þeir megí skilja, sem skilja vilja. Hins vegar var það auðvitað ekkt ætlunin að móðga einn eða neinn, þó að sagður væri kost- ur og löstur á tónverkinu eft* ir beztu vitund. Þegar Jakob Benediktssoa er að tala um, að orðið ,,sál“ sé loðinnar merkingar, þá er það reyndar út í hött í þessu' efiii. Hér er sem sé alls ekkí um þá eiginlegu merkingu. orðsins að ræða, sem tii greina kemur í heimspeki eða sálarfræði, og því ber mér vitanlega engin skylda til að koma með neina vísindalega skilgreiningu hugtaksins í merkingu þessara fræðigreina,, En í því efni, sem fyrr nefnd umsögn fjallar um, er merk- ing orðsins alveg nógsamlega. skýr, til þess að það megi fullnægja tilgangi sínum.. Þetta finnst líka grannþjóðum. vorum. 1 dönsku er orðið „sjælfuld" haft bæði um tóit- list og önnur þvíumlík efni, og sams konar orð eru til og eins notuð í öðrum málum, svo sem sænsku, þýzku og ensku. En orðið „sál“ á ís- lenzku má heita nákvæmlega sömu merkingar sem sam- stofna orð í þessum málum. — Ekki veit ég, hvaðatr, Jakob Benediktssyni kemur á- stæða til að efast um, að ég telji skynsamlega merkingu í því að tala um sál í manni En það er annað efni, sem kemur þessu raunar ekki við. Björn Franzson KONFEKTKASSAR VINDLAMSSAR, stórir og smáir IÚUSÆLGÆTI í miklu úrvali. HREYFILSBÚÐ9N við Kalkofnsveg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.