Þjóðviljinn - 20.12.1957, Qupperneq 15
----Föstudagur 20. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINIs — (15
seinna........Viö' verðum líka að' taka tillit til þess
sem bezt er.
Hann var aö verja sig, og ég geröi ekki annaö en
kinka kolli. Eg hef reynt þetta allt áöur, hugsaöi ég.
Nú er ég illa stödd og hef þörf fyrir hjálp þína, og þá
þarft þú aö' fara, en ég bjargast. Eg hef áöur bjargaö
mér. Þetta blessast einhvern veginn.
Viö námum staöar viö skuröbrúnina og gengum
framhjá vermihúsunum á garöyrkjustööinni meö kalk-
rákunum og inn á hlaö Friðsældarinnar. Heföi ein-
hver kvennanna verið við gluggann, hefði hún hæglega
getað séð okkur, en ég nennti ekki að stanza. Hálfdán
mátti fylgja mér aö dyrunum. Þá gætum við skilið
sómasamlega. I
— Þú heyrir þá frá mér einhvern daginn. Hvenær
feröu? Hann spuröi kurteislega. Þetta var óþörf spurn-
ing. Fyrir hann var það óþörf spurning.
— Eg hef hugsaö mér að heimsækja bróö'ur minn og
fara síöan heim, en ég er ekki búin að ákveða daginn
enn. Eg svaraði jafn kurteislega. Við stóðum í kynlegu
holrúmi utan tímans, eins og fólk sem er að skiljast
fyrir langferð. Ef til vill var um margt aö tala, en
það er látið ósagt. Það er ekki hægt aö' ljúka því áður
en lestin fer. Hún á að leggja af staö ef'tir fáeinar
mínútur. Þær eru alltaf stuttar, og um leið eru þær
eilífar. #• •
— Vertu sæll, Hálfdán. Hvað gat ég annaö sagt,
fyrst við vorum að kveðjast.
— Vertu sæl. Hann tók um hönd mér: — Þú ert þó
ekki reið’ mér?
— Ekki vitund. Eg fann lykilinn minn og opnaði.
Þaö marraöi í hjörunum eins og venjulega og ég komst
innfyrir og gat loksins andað eðlilega. Heföi hann
beöiö lengur, þá veit ég ekki hvaö ég heföi sagt.
Eg mátti ekki vera reið honum. Nei, vitaskuld ekki.
Hann þolir ekki að fara heim til sín, vitandi það aö
ég fyrirlít hann. Hann býr enn yfir dagdraumi um að
viö getum hitzt og prjónað snotran endi neðán við
þetta ævintýr. Honum er sjálfum ljóst aö hlutur
hans er ekki sérlega góður.
En við rnunum ekki hittast framar, og ég er rólegri
í kvöld en ég hef veriö lengi. Eg er aftur oröin ég
sjálf. ÞaÖ er eins og aö fara í kjól, sem maöur þekkir
og er óhræddur við að ganga í. Nú er þætti Hálfdáns
í lífi mínu lokið’ fyrir fullt og allt. Viö höfum alltaf
farizt á mis og það er bezt aö hvort okkar um sig uni
viö sitt. Viö hæfðum hvort ööru á margan hátt, en um
algeran samruna var ekki að ræða. Bandalagiö entist
ekki. Þegar tvær manneskjur hafa fúskað svo mjög
með tilfinningar hvor annarrar, þá endar þaö illa..
Það er ef til vill dálítið erfitt aö skilja þetta allt til
fulls í kvöld og í nótt, en þaö’ koma nætur eftir þessa
nótt, svo aö tíminn er nægur.
Og nú get'ég loks farið frá Friösældinni og þessati
skírlífu kvennasamkundu á ömurlegu kvengistihúsi,
þegar ekkert bindur mig lengur. Elísa blessuö og Ella
verðá að sætta sig viö það. Því skyldi ég verö'a um kyrrt?
En ég á eftir aö sakna frú Recamier og þessara næt-
urstunda. Eg er líka búin aö venjast rúminu. Þaö veröu-
ur erfitt aö fara heim.
Hálfdán haföi sannarlega rétt fyrir sér. Það er
ekkert eins ömurlegt og mannauö’ íbúö.
XXV
Það er gagnlegt að ferðast og sjá sig dálítiö um.
Eg fór 1 morgun frá Friösældinni og í kvöld sit ég í
gestaherbergi Einars bróöur, uppi á lofti í húsinu hans,
og bjástra viö pappírana mína. Einar bróöir fyigdi
mér upp og Agnes bjó sjálf um rúmið mitt. Það var
gert meö hóflegri alúö og húsmóðurlegri umhyggju.
Það er ósvífiö aö koma íjölskyldu sinni á óvart, en
mig langaöi allt í einu til þess. Mig langaði til að vita
hvernig Einari bróöur líði og tók lestarskrifli og kom-ein-
mitt á matartímanum, þegar þau sátu í eldhúsinu og
pottur stóð á boröinu meö káljafningi og feitu fleski.
Agnes eldroðnaði, hvílík reginóheppni, og fór strax
að taia um að þau væru annars vön aö boröa i stof-
unni. Einar bróðir varö innilega glaöur. Hann þurrkaöi
sér vandræöalega um munninn: — Já, það er ómögu-
legt að sitja hérna. Ertu svöng?
Já, maður hefur svo sem sómatilfinningu og metn-
aöargirnd. Það heföi yljað mér miklu meira um hjart-
að, ef þau hefðu boðið mér að setjast á moðkassann
og fengið mér grunnan disk með káli og fleski og
sinnepi og kærleika og góðu skapi í ofanálag. Nú kom
v. / ’ >/
£ C o f J D jgj^g|||ÍBji
’ fifii
1 heimilisþættinum í gær
urðu þau mistök að annarri
myndinni var sleppt, og það
þeirri sem síður skyldi. Hér
er því sami þáttur birtur
á ný og nú með báðum
myndunum.
Við erum ekki nema konur,
og allt umtalið um pokakjól-
ana freistar óneitanlega margra
okkar til að reyna .... Og eru
þeir nú svo afleitir?
Dior-poki kostar offjár, en
hvernig væri að skapa einn
slíkan sjálf? Það tekur nokkra
klukkutima, og hann kostar ná-
kvæmlega það sem maður fórn-
ar í efnið, og að öðru jöfnu
er hægt að nota það aftur,
þegar pokinn er búinn að missa
gildi sitt.
Tvíd eða jersey væri afbragð,
þótt önnur ullarefni séu líka
nothæf. Sé efnið tvíbreit.t, þarf
aðeins eina síad.
70 cm
,,Pokinn“ á myndinni er ætl-
aður stærð 42 og efnið er 1.40
m á breidd og 1.20 m á lengd.
Það er sniðið í tvo jafnstóra
hluta, í fram og bakstvkki. Á
rniðja hlutana er þrætt úr fyr-
ir hálsmál og handveg. Fram-
og afturstykki saumað saman
upp í mitti með 10 cm breiðum
saum báðum megin. Þessir cm
lagðir á misvixl, og saumaðir :
saman upp að handveginum
með mjóum saum sem látinn er
vísa aftur. Tekið er úr fram-
stykkinu undir hendinni og
hann látinn visa fram. Eftir
er þá aðeins að sauma axla-
saumann saman og ákvéða
stærðina á hálsmálinu.
Pokalínan eða ekki — það er
lika hægt að taka nokkra
sauma úr mittinu, ef maður
kýs heldur að kjóllinn sé vit-
und aðskorinn.
bp4
O
m
I