Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. janúar 1958 :— ÞJÓÐVILJINN — (7 M argt gerist með ólíkind- um. en þó myndi ekkert verða taiið fjarstæðukenndara hér i nálægum löndum en að samtök atvinnurekenda tækju upp á því að fara að bjóða fram lista' í verkalýðsfélagi. Ef t. d. danskir atvinnurekend- ur byðu fram lista í félagi al- mennra verkamanna og létu blöð síti Dagens Nyheder og Berlingske Tidende róa fyrii honum og opnuðu kosninga- skrifstofu og gæfu út ,,verka- mannabLöð" myndi vekjast svo mikíll hlátur með þeirri bros- mildu þjóð að seint myndi linna, og upphafsmenn slíks fyrirtækis yrðu hlegnir út úr sínum eigin samtökum. aukin- heldur öðrum. Menn kunna að hafa mismunandi skoðanir á réttum tftarfsaðferðum verk- lýðsféiaga, en engum bland- ast hugur um að þau hafa þarm tilgang að gæta réttar og hagsmuna verkamanna gagnvart atvinnurekendum, og hvernig ætti nokkrum verka- manni þá að geta dottið í hug að afhenda atvinnurekendum sjálfum þessi verkefni? Þetta er svo. sjálfsagt mál — utan íslands — að engum kemur nú slík fjarstæða í hug, sízt af öllu atvinnurekendum sjálfum. Fordæmið frá nazistum En hér á íslandi geta slík undur gei’zt enn þann dag í dag, og er það eitt með öðru sönnun þess að rnargt er enn á gelgjuskeiði í bjóðfélagi okk- ar og skilningur á einföldustu undirstöðuátriðum þess enn af skomum skammti hjá sumum, Þannig horfum við nú upp á það að Vinnuveitendasamband íslands hefur opnað sérstaka skrifstofu til þess að undirbúa stjórnarkjör í Dagsbrún. hefui ráðið her manns til starfa og fá þeir laun úr vinnudeilusjóði atvinnurekenda, hefur gefið út „verkamannablöð" og er að ganga frá lista til þess að bjóða fram í stærsta félagi verkamanna á íslandi! Ekki verða þó\ Kjartan Thors og Bjami Benediktsson sjálfir í kjöri að þessu sinni (hvað sem síðar gerðist ef fyrirætl- Verklýðssamtökin eru „öfl utan Alþiugis^ sem hafa „hrifsað til sín“ of mikil völd anirnar tækjust) heldur Dags- brúnarfélagar sem enn telja þai samboðið virðingu sinni að gegna slíkri þjónustu fyrii samtök vinnuveitenda Svo furðulegt sem þetta er. á það sér þó fordæmi. Einmitt þann- ig fóru þýzku nazistarnir að því að smeygja sér inn í verk- lýðshreyfingu Þýzkalands fyrir aldarfjórðungi og undiroka hana. Enda er forustumaður þessarar nýstárlegu sóknar ís- lenzkra atvinnurekenda Birgir Kjaran, fyrrverandi leiðtogi ís- lenzka Þjóðemissinnaflokksins. Og helzti samverkamaður hans er Bjarni Benediktsson aðalrit- stjóri, sem 'jálfur stundaði nám í Þýzka’andi á velmaktar- árum nazista og hefur síðan ekki getað gle.ymt afrekum þeirra. Mikilvæg tímamót Islenzkir atvinnurekendur hafa oft áður reynt að teygja á það, að fái þessi ðstaða að haldast um skeið «?g verklýðs- samtökin að tryggja völd sín. hafa orðið þáttaskil í íslenzk- um þjóðmálum og samtök at- vinnurekenda öðlast aldrei aft- ur það mikla forustuhlutverk sem þau hafa haft að undan- förnu í íslenzkum stjórnmálum. Þess vegna er nú öllu beitt til þess að svipta alþýðusam- tökin hinum nýunna sigri sín- um, og þá er að sjálfsögðu mikilvægast ef hægt væri að veikja innviði verklýðsfélag- anna og rugla menn, einmitt meðan þeir eru að átta sig á þeim nýju viðhorfúm sem skapazt hafa og bsráttuaðferð- sig inn í verklýðshreyfinguna, en aldrei hafa þeir lagt sig eins í líma og nú né kostað til eins miklu fé. Enda 'er það skiljanlegt. Mikil timamót eru nú í íslenzkum þjóðmálum; nú er svo komið að það er viður- kennd staðreynd af stjórnar- völdunum að landinu verður ekki stjórnað í andstöðu við verkalýðshreyíTinguna og mV- verandi ríkisstjórn hefur lieit- ið því að gera engar aðrar ráð- stafanir í efnahagsmálum en þær sem alþýðusamtökin geta fallizt á. Með þessu móti hefur verklýðshreyfingin íengið meiri völd en nokkru sinni áður hér á landi, og það er nú verkefni hennar að hagnýta þessi völd sem bezt og tryggja að þau verði ekki aftur tekin Þetta er að vísu vandasöm barátta, það er þörf á þrautseigju og þol- gæði og samheldni í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, en þessi aðstaða á að geta þokað alþýðu landsins ti! þeirra yfir- ráða sem hún á rétt á í landi sínu. Mikið í húfi fyrir atvinnurekendur Það leiðir af sjálfu sér að jafnhliða því sem verkalýðs- samtökunum vorú tryggð þessi nýju völd hlaut flokkur at- vinnurekenda að lenda utan- garðs í íslenzkum þjóðrriálum, því aukin yfirráð alþýðu verða að sjállsögðu á kostnað auð- manna og atvinnurékenda. Og SjáLístæðisflokkurimi sér fram Bjarni Benediktsson lýsir yfir því að til- gangurinn með fram- boði Vinnuveitenda- sambands íslands í Dagsbrún sé að svipta verkamenn áhrifum á lausn efnahagsmála um þeim sem eru óhjákvræmi- leg afleiðing þeirra. Það sem Bjarni hnýtur um Þessi megintilgangur kemur einkar Ijóst fram í Reykjavík- urbréfi Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu í fyrradag. Hann hnýtur þar sérstaklega um þessi ummæli í blaði for- sætisráðherra á gamlársdag: „Ofar öllu verður að ríkja það sjónarmið, að frelsi og framtíð þjóðarinnar krefst þess, að unnið verði að því að koma efnahagsmálum hennar á traustari grunn, og það verður ekki gert nema vinnustéttum landsins takizt að koma sér satrian og standi saman að þeirri lausn sem horfið verður að. Ef menn efast um þetta ættu þeir að gera sér ljóst, hvað sé líklegt til að taka við, ef starf núverandi ríkisstjórn- ar :misheppnast. Sjá menn þá nokkuð annað framundan en aukna srindrungu of, deilur — nýja Sturlungaöld." ,,Öfl utan Alþingis“ Þarna er sem sé túlkað það meginsjónarmið að efnahags- málin verði að leysa í sam- vinnu við verkalýðssamtökin og með samþykki þeirra. En svar Bjarna Benediktssonar er svohljóðandi: „Sjálfsagt láta suiriir hræða sig með þessu. En með þvílíkum ráðum verður eðlileg þróun stjórnmálanna á íslandi ekki stöðvuð. Þjóðin mun ekki til lengdai una því að ÖFL UTAN AL- ÞINGIS og á móti vilja meiri- hluta kjósenda hrifsi til sín þau yfirráð, scm Alþingi og kjósendum eru ætluð sam- kvæmt stjórnarskrá islenzka lýðveldisins i samræmi við réttar Iýðræðisreglur". Þau „öfl utan Alþingis“ sem Bjarni Benediktsson talar um eru verklýðssamtökin, og hann lýsir yfir þeirri hreiriskilnu stefnu að því verði ekki unað að efnahagsmálín verði leyst i samvinnu við • alþýðusamtökin, að þau „hrifsi til sír, j'firráð“ yfir lausn fjárhagsmálanna. Þakkarverð hreinskilni Það er einmiLt þettn sem er tilgangurinn méð framboði Vinnuveitendasambands Islands í Dagsbrún; það é. að lama þessi „öfl utan Alþingis", svipta þau rétti sem þau hafa áunnið sér með langri og harðri bar- áttu. Það á að leysa efnahags- málin án þess að Dagsbrún hafi þar nokkuð um að segja. Einmitt þetta þurfa verkamenn sérstaklega að muna; Sjálfstæð- isflokkurinn lítur á þá sem „afl utan Alþingis" sem svipta skuli öllum rétti þegar fjallað er um efnahagsmál þjóðarinn- ar, og þetta býr á bak við þeg- ar Morgunblaðið fimbulfambar um „samstöðu lýðræðissinna" og annað þvílíkt. Lýðræðið á að vera í því fólgið að verka- menn séu ekki spurðir ráða þegar tekjum bjóðarinnar er skipt; Bjarni Benediktsson og félagar hans eiga að hafa vald til þess að rífta hverjum kjara- samningi um leið og hann hef- ur verið gerður með stjórnar- ráðstöfunum, verðbólgu og okri. Þetta eitt telur Bjarni aðalritstjóri „i samræmi við réttar lýðræðisreglur.“ og hann segir að með áhrifum sínum á stjórn landsins hafi verklýðs- samtökin hrifsað til sín yfirráð sem þau eigi engan rétt á. Það er ástæða til að þakka fyrir hreinskilnina. Hafrekin pólitísk sprek Tilraun atvinnurekenda til að ráðasta inn í samtök verka- manna væri þó næsta hláleg ef þeim hefði ekki borizt liðs- auki úr óvæntri átt — frá Al- þýðuflokknum. Þess ber þó að geta að því fer fjarri að þama eigi Alþýðuflokkurinn allur ó- skorað mál; allur þorri Alþýðu- flokksmanna skilur fullvel hvað í húfi er og mun berjast með félögum sínum gegn ásókn atvinnurekenda, enda eru auk- Til þess er Áka-vítið að varast það in áhrif verklýðssamtakanna á stjórn landsins í fyllsta sam- ræmi við sjálfan kjarnann í stefnu flokksins. En forusta flokksins er sem kunnugt er lömuð og magnþro'a. og hver maður getur vaðið uppi með hvað sem honum sýnist. Þess vegna geta þau tíðindi gerzt að hluti af Alþýðuflokknum gengur í þjónustu íhaldsins til þess að reyna að br.ió'a niður verklýðssamtökin og stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem Al- þýðuflokkurinn stendur að! Þar erú að verki hafrekin póli- tisk sprek. en Alþýðuf'okkur- inn hefur löngum veitt viðtöku pólitískum misindisrrönnum og vanmetakindum í skorti á öðru betra. Méðan þeir höfðu skoðun Samvmna Alþýðuflokksins og . Vinnuveitendasambands ís- lands í Dagsbrún verður að sjálfsögðu ekkí rökstudd með neinum stefnuatriðum og sam- þykktum Alþýðuflokksins, enda eru þar ekki að verki neinir Alþýðuflokksmenn. Meðan Þor- steinn Pétursson hafði pólitíska sannfæringu var hann komm- únisti, en hann hrökklaðist smátt og smátt út úr samtök- um hins róttæka verkalýðs á íslandi eftir ýmiskonar iðju sem stundum átti meira skylt við sakamál en stjórnmál Með- an Áki Jakobsson hafði stjórn- má'askoðuf^t var harin komm- únisti, en smám samar. stjakaði metorðafíknin allri sannfær- ingu brott og þar með mögu- leikum á heiðarlegum störfum og síðan bættist braskið við, útgerðarbrask, svartamarkaðs- brask, f jármálamannabrask, húsnæðisbrask og (misheppn- að) hernámsbrask. Allir vita að slikir menn láta ekki lengur stjómast af skoðunum, heldur af annarlegum persónulegum. hvötum, einatt ekki sízt hatri á þeim mönnum sem áður voru nátengdastir þeim (og minna þá á annað og geðþekkara ævi- skeiðt. Aðeins er undarlegt mg ömurlegt að slíkir menn skuli fá að leika listir sínar i nafni Al.þýðuflokksins, og að til skuli vera Alþýðuflokksverkamenn sem reiðubúnir eru til áð hlíta leiðsögn því’ikra fyrirbæra inn í herbiiðir Vinnuve'-tendasam- bands íslands. Afdrifarík átök Það liggiir i augum uppi að átökin í Ðagsbrún verða mjög söguleg og afdrifarík ekki að- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.