Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. janúa.r 1858 — ÞJÓÐVILJINN — (11 BRNEST GANN: Sýður ó keipum 4« dagur. hann sér eins margt til tafar og hann gat. Það vai þessi tími kvölds og því lengur sem hann var á leiðinni úr al- menningsböðunum og niður að höfn, því betra Nú var Tappi hreinn. Hann sagði við sjálfan sig', að lyktin af sér væri þægileg. Jafnvel hvíta húfan hans, Lundberg Stetsoninn, var þvegin. Hann hafði ýtt henni i'ram á höfuðið, yfir hægra augáð Eftir spaghetti kvöldverðínn og baðið, var Tappi blankur, en var það svo sem nokkuð óvenjulegt. Þegar maður varð sextíu og fjögufra íára og lifði án þess að fá einhverskonar ellilaun, eins og í tíma- ritunum þar sem maður sat í róðrarbát og veiddi fisk og reykti pípu og brosti vegna þess að hann fékk hundrað og fimmtíu á mánuði fyrir að gera ekki neitt — þegar maður var orðinn sextíu og fjögurra ára og fékk engan ellistyrk, þá var hann í vanda staddur. Vandinn varð meiri þegar löngunin sagði til sín, eins og hún gerði æv- inlega um þetta leyti kvölds. Það var ekki sá bar til á Skid Row sem Múskatvín Mullins var ekki nákunnugur. Þegar hver flaska kostaði næstum ekki neitt, þá hafði maður ekki efni á að vera algáður. Aldrei nein vandræði, bara í kjallarann og aftur ur kjallaranum næsta rnorgun, og athöfnin hófst ævinlega um þetta leyti kvölds. Þetta gekk þægilega fyrir sig, þang- að til einhverjum varð á alvarleg skyssa; í stað ..þess að stinga Mullins inn í kjallarann til morguns, þá fluttu þeir veslinginn á bæjarspítalann. Einhver var of fljótur á sér og gamall, þreytur skrokkurinn hafnaði í kælikiefanum með lak breytt yfir andlitið. Það réð úrslitum. Kandidatinn sagði að þetta væri sannarlega önnur upprisa. Hann sagði að annaðhvort væru tækin sín vitlaus eða það hiytu að vera páskar. Að minnsta kosti voru nú fimm ár síðan^ þetta gerðist. Nú hafði nafn hans breytzt úr Múskatvín í Tappi, og enginn dropi hafði vætt varir hans síðan. En þetta var enn vandamál — á þessum tíma kvölds. Tappi nam staðar til að horfa á símastaur, eins og hann hefði aldrei fyrr séð slíkan grip. Hann las tilkynningu sem fest var á staurinn orði til orðs. Tilkynningin var í sambandi við skiptingu í lögreglusvæði. Málið var laga- légt og óskiljanlegt. Hann las tillíynninguna einu sinni til. Hann snýtti sér í hálsklútinn sinn, andvarpaði og var að því kominn að snúa burt, þegar hann sá mann koma hlaupandi upp hæðina hinum megin við götuna. Að því er virtisj kom maðurinn auga á Tappa á sömu stundu, því að hann hægði örlítið á sér. Maðurinn sneri til höfðinu og' það var eins og götuljósin spegluðust í votu andliti hans. Eins og í leiftursýn brá fyrir augum, nefi og opnum munni, en svo sneri maðurinn höfðinu undan og hélt á- fram að hlaupa upp hæðina. Tappi hori'ði á hann, þangað til hann lrvarf inn í þolcuna. Þetta var frekar Jítill maður og hann var svo sannarlega að flýta sér. Skellirnir í skón- um nans við gangstéttina heyrðust löngu eftir að hann var horfinn. Að minnsta kosfi var þessi maður dálítið umhugsunar- efni. Það dró úr vandamálinu, lönguninni, að einbeita huganum. áð honum. Það vár aðeins framhjá fimm blölckum að fara niður að bátabryggjunni Það yrði eitthvað fleira til að dreif'a hug- anum en tilkvnningin um lögreglusvæðin; kannski fáein- ar auglýsingar, kannski nýr bíll. Já, það lcæmi eitthvað til að létta á huganum, það varð að vera, en framhjá fyrstu blökkinni eða svo var maðurinn á hlaupum nægiiegt um- hugsunarefni. Innilegar þakkir vottum við Öllunj þeirn, er sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns, föður og tengdajflöður HRÖÐMARS SIGltRÐSSONAR, kennara Hveragerði. Ingnnn Ií jarnadóttir, börn og tengdabörn. Brúnó hrasaði ekki um neitt. Hann vissi að það var ekki neitt, því að hann hafði ekki séð neitt á gangstétt- inni íramundan. Gangstéttina bar við himin, hun lá uppá- við á sama heimskulega hátt og aðrar gangstéttir í San Francisco — án þess að tekið væri tillit lil náunga sem þyrftu að hlaupa. Það voru skærir nálaroddar í þokunni núna, svífandi nálaroddar sem færðust til eins ög þeim sýndist. Þeir lögðust að augum Brúnós. Iiann gat ekki komið í veg fyrir það. Hann lokaði augunum og hrasaði aftur, en hann vissi að það var ekki vegna þess að hann var með lokuð aug- un. Hann gat bara ekki lyft fótunum nógu hátt upp af gangstéttinni. Hann var með sdðu fyrir eýrunum Það var ekki meira loft til í heiminum. Þetta var eins og að hlaupa í draumi, eða ef til vill á tunglinu. Enginn — hver sem var og hvar sem var — hafði nokkurn tima verið eins þreyttur og Brúnó Felkin. Nýlenduvöruverzlunin á horninu spúði ljósgéisla út í þokuna. Rétt áður en Brúnó kom inn í geislann, hallaði hann sér upp að húsinu sem var sambyggt verzluninni. Þaðan sá hann hluta af Kastaníustræti og Grant Avenue. Hann gat líka séð gluggana í íbúð Connie á priðju hæð í húsinu hinum megin við götuna. Það voru engin ljós í gluggunum. íbúðin var dauðaleg. Ó, í guðs bænum Connie. Taktu ekki svona hátíðlega það sem ég segi um rafmagns- reikninginn þinn. Eg var bara aö gera aö gamni mínu. Eg sagðist ætla að líta inn um sjöleytið. Eg er kannski nokkrum tímum of seinn. Eg átti erindi við Sam Ef til vill var hún í svefnherberginu, en það var þó ó- hugsandi. Connie slökkti aldrei ljósin nema hún færi eitt- hvað út. Já, Connie, þér væri ráðlegra að vera i svefn- herberginu. Þér væri ráðlega að bíða reiðubúin annars verðurðu vini fátækari. Ekki í nokkur ár, heldur að eilífu. Gerðu það, Connie, kveiktu ijósin, svo að ég geti andað aftur. Eg gefst upp. Við skulum koma á litla búgarðinn þinn. Brúnó tók um úlnliðinn og sneri honum til, þangað til ljósið úr búðinni skein á úrið. Fimm mínútur nálcvæm- lega. Aðeins fimm mínútur frá því að þú ■ lagðir tólið á og fói’st að hlaupa — einhvers konar heimsmet. En ef Connie var ekki á sínum stað, þá kom það að engu haldi. Öll ráðagerðin varð að engu. Löggan gæti enga kæru Itomið með fyrir það að koma að fólki saman í rúminu. Connie gæti sagt, já, já, Brúnó var úti, en á þessuri stund Trúloíunarhrir.gÍL- Steinhringir. Hálsmen 14 og 38 Kt: gul' I 'þv óttir Framhald af 9. síðu. það bezta sem Sovétríkin haía sent frá sér til að kynna ís- knattleik Sovétríkjanna. Þegar varaforsetinn sem heitir Pesejak var spurður að því hvort þeir gerðu ráð fyrir því að vinna keppnina, svaraði liann að ísknattleiksmenn Sov- ét myndu géra allt sem þeir gætu til þess að sigra Kanada- mennina á Jordal Amfi, en við verðum að bíða og sjá. Víst er að minnsta kosti að sovét- ísknattleiksliðið álítur Kanada- menn elcki ósigrandi lengur. ísknattleikur er tiltölulega ung íþróttagrein í Sovétríkjun- um, en þrátt fyrir það hefur okkur tekizt að sigra Kanada þar sem ísknattleíjcur er þjóð- aríþrótt. Því má líka gefa gaum að áður áttum við enga vél- frysta velli og meðan svo var voru æfingaskilyrðin ekki eins og þau þurftu að vera. Nú höf- um við fengið vélfrysta velli og við vonum að þaö gefi árang- ur. V e ð r I ð NorðausJan kaldi, él, en bjart á milli. — K1 18 var 3ja stiga frost í Reykjavík og 5 stiga frost á Akureyri. Kaldast var á Möðrudal 9 stiga. frost, en hlýjast var 1 stigs hiti á nokkr- e i ni11 i s þ á 11 n r um stöðum. Nokkrir staðir erlendis kl. 18: Kaupmannaliöfn 0, Ham- borg 4, París 12, London 9 New York 3 og Þórsliöfn 2ja stiga. lúti. V é-1 jið r é 11 s n I A Þegar byrjendur hefja saumá- slcap á kjól í fyrsta sinn, er sjálfsagt að byrja á mjög ein- földu sniði. Reynið . að ná í snið með sléttum ísettuxn erm- um og án erfiðra. uppslaga eða. vasa. Gætið þess að kaupa nægilegt efni og efni sem hentar bezt í þetta tiltelcna snið. Takið til- lit til þess við hvaða. tækifæri á að nota kjólinn og vaxtar- lags yðar sjálfra. Slétt, látlatfst pils er lang liepiálega.st fyrir þær sem eni lágár og þreknar. Lesið vandlega. leiðarvísi sniðsins og gangið úr skugga um að þið skiljið lxann til fulls. Til þess að villast elcki á snið- unum, getur verið skynsamlegt að merkja livert stykki með nafni, t.d. framst.ykki, bak- stykki, Jcragi, ermar o. s. frv. Gefið yklcur góðan tíma. Of mikill fJýtir ’ borgar sig ekki, því að hrnn getur orsakað leið- indaskyssur. Kynnið yklcur sniðið fyrst, í berið það saman við mál ykk- | ar og Jjerið það við efnið. Fest- :ið sniðið vandlega á efnið með ■ títuprjónúm og takið þá j fyrst til við slcærin. i Finnift réit inál. Skilyrði fyrir því a.ð kaupa snið, er að þið þekkið ykkar eigið mál. Það fáið þið á eftir- farandi hátt: Bindið fyrst band um mittfð og hnýtið hnút til að merkjá miðjuria að frainan. Takið öll mál rúm og laus. Brjósl: Mælið á þreknasta stað og lyftið málbandinu ögn upp á við að aftan. (1) Mitti: Mælt undir bandinu. (2) Mjaffmir: Þreknasti staðui’- inn. (3) Framstyldii að mitti: Frá hálsi og að hnútnum i mittið. Afturstyklci að nritti: Frá hnakka og að bandinu í mittið. ÖJI síddin áð framan: Frá öxl, yfir brjóstið og niður að gólfi (A—B) Öll síddin að aftan: Frá hnalcka, yfir botninn að gólfi (B—-F) Ermar: Fi’á handarkrika að úlnlið (D—C) Sídd á dagkjól: Mælið et'tir eftirlætiskjól ykkai’, bæði að •framan og aftan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.