Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. janúar 1958 ÓÐVILIINN Út.gefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús KJartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunciur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- Ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prent- amiðja: Skólavörðustírl9. - Sfmi: 17-500 (5 iínur). - Áskriftarverð kr. 25 á máa. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Örlög króminnai lyi'orgunblaðið birtir í fyrra- dag teikningu af islenzkri krónu liggjandi á sjúkrabeði. Að henni sækja ráðherrar Al- þýðuflokksins og Framsóknar, vopnaðir byssu, öxi, sveðju og kylfu, en til varnar krón- unni eru ráðherrar Alþýðu- bandalagsins. Þessi mynd á að sýna ástandið innan ríkis- stjórnarinnar, hvemig ráð- herrar Alþýðuflokks og Fram- sóknar vilji fella gengið, en ráðherrar Alþýðubandalagsins komi í veg fyrir það. TVTú er það svo að sjálfur ' kjarninn í stefnu núver- andi ríkisstjómar er að engar ráðstafanir skuli gerðar í efnahagsmálum nema i sam- ráði við verklýðssamtökin og með samþykki þeirra. Hverj- ar skoðanir sem ráðherrar Al- þýðuflokks og Framsóknar hafa á gagnsemi gengislækk- unar hafa þeir heitið því að hlíta í því efni samþykki verk- lýðsfélaganna meðan núver- andi stjórnarsamvinna helzt. í ræðu sinni á gamiárskvöld, sem sérstaklega veldur um- ræðunum um gengislækkun, sagði forsætisráðherra skýr- um orðum: ,,En hver sem nið- urstaðan verður, hvort sem hún verður að halda núver- andi hagkerfi með öflun tekna eftir þörfum, eða breyta um hagkerfi með einhverjum hætti, er það víst, að það verður ekki gert nema í sam- ráði \ið fulltrúa bænda, fiski- manna og annarra vinnu- stétta, enda árangur vægast sagt ótryggur án þess“. Þetta er sjálf undirstaða núverandi stjórnarsamvinnu og hin mik- ilvægasta trygging fyrir alla alþýðu. 17n það eru þessi völd verk- lýðssamtakanna sem eru íhaldinu mestur þyrnir í aug- um. í Morgunblaðinu í fyrra- dag segir Bjarni Benedikts- son að því megi ekki una stundinni lengur ,,að öfl utan Alþingis" hafi hin víðtækustu völd í efnahagsmálum þjóðar- innar. Hann á við það að það sé algerlega óþolandi að al- þýðusamtökin skuli geta kom- ið í veg fyrir þá gengislækkun sem verðbólgubraskarar og skuldakóngar íhaldsins þrá hvað ákafast. Ef íhaldið væri í stjórn, yrðu verklýðssam- tökin sannarlega ekki spurð um það hvort þau teldu geng- islækkun rétta ráðstöfun í efnahagsmálum eða ekki; gengislækkunin . yrði einfald- lega framkvæmd — og það á þann hátt sem skerti mest kjör alþýðu og færði auð- mönnum mestan gróða. Þá myndi Morgunblaðið ekki birta mynd af neinum sem stæðu vörð um verðgildi ís- lenzkrar krónu, heldur myndu nagdýr íhaldsins mola hana niður. Að neita allri samvinnu A ðalfyrirsögn Alþýðublaðsins á forsíðu í fyrradag hljóð- ar á þessa leið: „Enginn vinstri flokkanna fékkst til samvinnu við kommúnista". Blaðinu finn- ast sem sé þau tíðindi mest og ánægjulegust þremur vikum fyrir bæjarstjórnarkosningar að Alþýðuflokknum hafi tekizí að koma í veg fyrir samvinnu vinstri flokkanna 1 kosningun- um — og þar með fært íhald- inu eina möguleikann sem það hafðí til þess. að halda velli. Það er ævinlega ánægjulegt þegar menn hafa yfir einhverju að hlakka, en ætli Alþýðublað- áð hælist ekki um fullsnemma Það er til önnur tegund sam- vinnu en sú sem ákveðin er af Áka Jakobssyni og félögum hans. Fyrir síðustu Alþingis- kosningar neitaði Alþýðublaðið einnig „allri samvinnu við kommúnista“ — en býsna margir fylgismenn flokksins voru á annarri skoðun. Þeir tóku þátt í að mynda Aiþýðu- bandalagið undir forustu Hannibals Valdimarssonar, fyr- verandi formanns Alþýðu- flokksins og Alfreðs Gísiasonar, aðalfulltrúa hans í bæjarstjóm Reykjavíkur. Svo illa var Al- þýðuflokkurinn kominn eftii að hann hafði „neitað sam- vinnu“, að hann sá fram á að hann myndi engum manni koma á þing, nema hann fengi til þess mjög' víðtæka aðstoð. Hann gerði þá hinn kunna iáns- og leigusamning við Framsókn sem gekk undir nafninu Hræðslubandalag, og með því einu móti — og mjög hæpinni meðferð á landslögum og stjómarskrá — tókst hon- um að koma í veg fyrir að hann þurrkaðist algerlega út af Alþingi íslendinga. En í sömu kosningum vai'ð Alþýðubanda- lagið næststærsti fiokkur þjóð- arinnar. T eiðtogar Alþýðuflokksins eru ákaflega tornæmir ef þeir ímynda sér — eftir alla þá reynslu sem þeir hafa þó hlot- ið — að þeir get: skipað ís- lenzkri alþýðu fyrir verkum um það hvort hún megi vinna saman eða ekki. Þeir ættu að. setjast niður í kyrrþey og hug- leiða það, að almenningur í Reykjavík ræðir nú ekki um það hvort Alþýðufiokknum muni takast að halda tveimur mönnum í bæjarstjóm eða ekki — heldur um hitt hvort flokk- urinn fái yfirleitt nokkum G-lista kjósendur Þeir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem vilja aðstoða við undirbúning bæjarstjórnarkosninganna eru beðnir að gefa sig fram á kosningaskrifstofunni að Tjarnargötu 20. Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12, 13—19 og 20—22. Á sunnudögum frá kl. 14—18. Símar: Kjörskrársími er 2 40 70, utankjörstaðaat- kvæðasími er 1 90 85 og almennar upplýsingar eru gefnar í síma 17511. Stuðningsmenn Alpýðubandalagsins, hafið samband við skrifstofuna. SKIPULAGSNEFND ALÞÝÐUBANDA LAGSINS Engum er eins vel ljóst og eðlisfræðingunum, sem sjálfir hafa gert hinar miklu upp- götvanir, sem stuðluðu að smíði kjarnorku- og vetnis- sprengjunnar, hvað hljótast mundi af lieimsstyrjöld, sem háð yrði með slíkum vopnum. Almenningur gerir sér það ekki ljóst enn. Hinn þýzki dr. Hahn (Nó- belsverðlaun í efnafræði 1944), sem fyrstum manna tókst að láta atóm kljúfa atóm, m. ö. o. koma af stað keðjuverk- unum, hefur nýlega varað við hinni ógurlegu hættu, sem slík Listi vinstri manna, HveragerSi Villur urðu í frásögn blaðs- ins af framboðslista vinstri manna í Hveragerði. Réttur er listinn þannig: Rögnvaldur Guðjónsson verkamaður, Jón Guðmundsson, trésmiður, Sigmundur Guðmundsson verkamaður, Unnar Benediktsson verkam., Magnús Sigurðsson student, Magnús Hannesson, verkam., Þorlákur Guðmundsson múrari, Hulda Sveinsdóttir húsfrú, Jóhann Malmkvist verkamaður, Jóhannes skáld úr Kötlum. áf&imat augl^ingar attgl^íinga- Spjöld fyrirbw? )ír bókakápur myrnir i bækur styrjöld felur í sér. Hann tel- ur hana bráða og yfirvofandi. Tíu kóbaltsprengjur, segir hann, mundu nægja til að út- þurrka gersamlega allt mann- líf á þessum hnetti. Gerið ykkur þetta í hugar- lund. Á hnettinum lifa nú sem stendur 2700 milljónir manna, eða þar um bil. Ef tíu kóbaltsprengjur verða sprengdar í nótt, og ekki þarf annað en að styðja á hnapp til að gera það, — þær eru til, þær eru tilbúnar —- verð- ur enginn eftir af þessum óg- urlega mannfjölda að tíu ár- um liðnum, eða fimm árum, eða jafnvel einu ári. Og hverskonar dauðdaga myndum við hljóta ? Ekki hægan, ekki skjótan, heldur langan og stríðan. Hinn versta dauðdaga. Það munu allir hljóta. Þeir sem síðastir deyja, munu ekki verða jarð- aðir, því enginn mun verða eftir til að jarða þá. Líkin munu liggja ofanjarðar á hinni aleyddu jörð. Tökum annað dæmi, styrj- öld sem ekki verður háð með slíkum aleyðingartækjum heldur vopnum sem leyfa að einhverjir lifi af. Þá verða að styrjöld þeirri lokinni hrundar borgir og auð lönd, hundruð milljóna deydd, ó- grynni sjúkra og fatlaðra, Börnin, sem fæðast eftir þetta, verða vansköpuð og vitlaus, þau verða foreldrum ekki til gleði. Af tvennu illu mundi ég lieldur kjósa fyrra. M. E. Framboðslistar til bæjarstjórnarkosninga — Einræði Bjarna og íhaldslistinn — Til aihugunar íyrir íhaldsandstæðinga KMRTAN 6VMÓNSS0N Sími 1-40-9G mann kjörinn. Og takist Al- þýðuflokksleiðtogunum að eyðileggja alveg atkvæði þeirra sem kjósa lista flokksins hefur sú stefna auðvitað verið full- komnuð „að neita allri sam- vinnu“. FRAMBOÐSLISTAR til bæjar- stjórnarkosninga hafa nú all- ir verið lagðir fram, enda ekki seinna vænna, þar eð fresturinn til að skila þeim mun vera útrunninn. í Reykjavik efndi íhaldið til prófkosninga í sambandi við mannvalið á lista sinn, við bæ jarstjómarkosningarnar; þessi prófkosning var þó ekki nema nafnið eitt, þar sem ekkert mark var tekið á henni. Bjarni Ben. virðist hafa áskilið sér fullkomið ein- ræði um skipun framboðslista íhaldsins, eins og raunar um allt starf og stefnu þess flokks. Til marks um einræði Bjarna má geta þess, að Guð- jón Sigurðsson, formaður Iðju, hafnaði einum tug sæta neðar á listanum en hann ætlaðist til og ýmsir töldu hann eiga rétt á, sakir viðvikalipurðar sinnar við flokksfonistuna. En í það sæti, sem Guðjón skinnið ætl- aði sér, setti Bjarni einka- spæjara sinn, og mun hans hlutverk, umfram hina venju- legu handauppréttingu, eink- um eiga að vera það, að gefa Bjarna nákvæma skýrslu um framferði Gunnars Thor., bæði á bæjarstjómarfundum og ut- an þeirra. Húsbóndinn vill sem sé vita hvernig hjúin hegða sér. Á fundinum þar sem listinn var samþvkktur, munu hafa orðið nokkrar orðahnippingar milli Bjarna Ben. og Guðjóns Tðju-for- manns, og Guðjón að vonura farið halloka í þeim viðskipt- mn; kvað Bjarni m.a. hafa gert mannjöfnuð á honum og einkaspæjaranum; og hlutur Guðjóns í þeim samanburði orðið næsta lítilfjörlegur. Heyrt hef ég að Guðjón hafi sagt sig úr Óðni í mótmæla- skyni; en hinsvegar sá ég mynd af honum í Morgunblað- inu um daginn, og sem fylgi- skjal með henni, var hairn látinn hafa yfir nokkur bless- unarorð um Sjálfstæðisflokk- inn. Þótt það sé vafalaust bættur skaðinn, að marg- nefndur Guðjón er útilokaður frá því að geta setið bæjar- stjórnarfundi næsta kjörtíma- bil, þá sýnir meðferðin á þessum ,,verkalýðsforingja“ glöggt, að einvaldurinn í „flokki allra stétta“ reynir í lengstu lög að útiioka full- trúa verkalýðsins frá trúnað- arstöðum á vegum flokksins, og allt fleipur Morgunblaðsins nm velvilja íhaldsins í garð verkalýðsins er uppspuni og fals. ÞVÍ MIÐUR stilla andstöðu- flokkar ílialdsins upp hver í sínu lagi, leggja fram sinn listann hver hér í Reykjavík, og auðvelda þannig íhaldinu að halda meirihluta sínum í bæjarstjói’n. Þetta er ófyrir- gefanlegt; og vinstri sinnaðir kjósendur eiga heimtingu á að fá að vita, á hvaða flokki eða flokkum strandaði að mynda eina. fylkingn íhalds- andstæðinga við bæjarstjórn- arkosningarnar núna. Vinstri kjósendur eiga skilyrðislaust að fá að vita þetta, svo að Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.