Þjóðviljinn - 08.02.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.02.1958, Qupperneq 9
4) — óskastundin Laugardagur 8. febrúar 1958 — 4. árangur — 5. tulubiað. STEFÁN JÖNSSON les úvarpssögu barnanna Á þriðjudaginr var hófst ný út- i varpssaga fyrir ■ börnin og hefur sannarlega tekizt vel um val henn- ar. Sagan heitir Hanna Dóra og er næst síðasta bók Stefáns Jónsson- ar,' en hún kom út skömmu fyrir jólin í fyrra; þess má geta að þá hvatti Óska- stundin lesendur sína til að lesa þessa úrvalssögu. Viljum við vekja athygli foreldra á því, að Hanna Dóra er saga, sem börn og ung- lingar ættu gjarnan að hlusta á. Stefán Jónsson er löngu viðurkenndur snjallasti barna- og ung- Jingabóka höfundur er við höfum átt, ættu því foreldrar að sjá til þess, að börn þeirra fari ekki á mis við að heyra hann sjálfan lesa eitt af beztu verkum sínum. Utvarpssagan er lesin á þriðjudögum og laug- ardögum kl. 6.30.. Pósthólfið Kæra Óskastund! Eg óska að komast i bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 10 —• 12 ára. Vigdís Guðrún "Þórðar- dóttir, Bröttuhlíð, Húsa- v.ík, S.-Þingeyjarsýsiu. Minn bátur er í kafi. Austfirðingar duga vel Við minnumst þess, að í fyrra kvörtuðum við yfir því hve sjaldan Austfirðingar létu í sér heyra í blaðinu okkar. Nú bregður svo við að bréfum rignir yfir okkur með hverri póstferð að austan og líkar okkur það vel, því við viljum gjarnan birta efni frá sem flestum lesendum okkar. ísabelia Ósk á lieima á Fijótsdalshéraði. Hún hefur áður sent okkur efni eins og sjá má á bréfinu. Kæra Óskastund! Nú ætla ég að senda þér þrautir, sem ég bjó til (L þraut) og skrítlu, sem mér datt í hug þeg- a> litli bróðir minn var að læra að reikna. Eg þakka þér kærlega mót- tökumar sem gömlu konurnar mínar fengu í blaðinu. ísábella Ósk. L-þraut 1. karlmannsnafn. 2. á í Skagafirði. 3. Jand í Evrópu. '4'. bæjarnafn. 5 -bók eftir Kiljan. 6. finnst við sjó.. !. ET Z L 3. L H. L S. L Ja L ftitstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir Útgefandi: Þjóðviljínn lökumsamonhöndum Skrítlan er á 1. síðu. A síðustu árum og áratugum hefir tækn- inni fleygt svo fram, að daglega er nú flogið heimsálfanna milli, sem áður þurfti daga óg vik- ur á skipum. Leiðir fiug- vélanna liggja sem þjóð- brautir um loftin blá, milli fjarlægra og fjar- skyldra þjóða. En vegna einangrunar um aldarað- ir tala þær plík tungu- mál, sem torveldar mjög eðlileg og ör viðskipti milli þeirra. Til þess að þjóðimar geti skilið hver- aðra á auðveldan hátt, þurfa þær að koma sér saman um eitt sameigin- legt hjálparmál. Með því stæðu þær allar jafnt dð vígi til þess að tjá hugs- anir sínar munnlega og skriflega og gætu sparað stórkostlegan tíma og fjármurii við annað málanám. Æskileg skil- yrðu mundu skapast til nánari menningarsam- banda milli þjóðanna og mörgum misskilningi verða útrýmt er varnleg- ur friður milli þjóðanna liefur oft strandað á. Þetta æskilega hjálp- arriiál eigum við, og á síðastliðnu ári voru liðin 70 ár frá því fyrsta kennslubókin í því máli var gefin út. Þetta mál er Esperan- to. Höfundur þess, pólski læknirinn Ludvik Lasaro Zamenhofl, var fæddur 15. desember 1859. Málið á ítök i flestum löndum heims og hafa esperantistar með sér al- þjóðlegt samband og hald árlega þing, þar sem 2—3 þúsundir esp- erantista úr tugum þjoðlanda mæla sér mót. Esperantistar gefa út mildð af blöðum og bók- um á esperanto, bæði frumsamið og þýtt úr þjóðtungunum. Meðal annars hefir sjálfur höf- undur málsins þýtt bibl- íuna á esperanto og þyk- ir málfræðingum nútím- ans það vera mikið af- reksverk. Esperantistar keppa að því, að esper- antó verði tekið upp sem föst kennslugrein í skólakerfi landanna. Þess er einnig vert að geta, að nokkru eftir að esperantó var kunngert, lét frægasti rithöfundur þeirra tíma — Leo Tol- stoj — uppi álit sitt á málinu. Hann sagði að það væri auðvelt til náms, en þó fullkomið. Það væri dýrmætt lyálp- artæki til þess að út- breiða guðsríki og skapa frið á jörðu. (Framh. í næsta blaði). ÍHíf! PíTTrjn, Litli bróðir lærit1 að reikna. Laugardagur 8. febrúar 1958 — ÞJÖÐVILJINN (9 % ÍÞRðTTIR HnSTTJÚRl: FRtMANN HELGASO* manni á siiasfa ári Aðalfundur glímufélagsins Ármanns var haldinn 4. desem- ber sl. í Félagsheimili V. R. Stjórnin gaf ýtarlega skýrslu um hið fjölþætta starf sem fé- lagið hefur með höndum. 742 æfðu 10 íþróttagreinar Á síðastliðnu starfsári æfðu 742 menn íþróttir á vegum fé- lagsins í 10 íþróttagreinum, sem eru: Fimleikar (8 fl.), ís- lenzk glíma, frjálsar íþróttir, þjóðdansar og vikivakar, hand- knattleikur, körfuknattleikur, skíðaíþrótt, róður, frjáls glíma, sund og sundknattleikur. Þrjár fjölmennustu íþróttgreinarnar sem iðkaðar voru eru: Fim- leikar 268 manns, sund 170 manns og handknattleikur 125 manns. íþróttakennarar og þjálfarar sem störfuðu hjá fé- laginu á árinu voi’u 13. Glímufélagið Ármann hefur ætíð lagt ríka áherzlu á að í- þróttir næðu til fjöldans og með tilliti til þess, haft æfing- ar sem fólk á öllum aldri gæti notið, bæði lconur og karlar. Góður árangur Ármenninga Ármenningar tóku þátt í nær öllum íþróttakeppmun sem fram fóru á árinu í þeim í- þróttagreinum sem félagið leggur stund á, auk þess hafði félagið sýningar á ýmsum stöð- um víðsvegar um landið við hinar beztu undirtektir. Ármenningar settu alls 22 íslandsmet á árinu, þar af 18 í sundi; setti Ágústa Þorsteins- dóttir 12, Pétur Kristjánsson 2, Þorgeir Ólafsson 2 og sund- sveitir félagsins 2. Fjögnr met voru sett í frjálsum iþróttum, öll af hinum ágæta sprett- hlaupara félagsins Hilmari Þorbjörnssyni, í 100 metra hlaupi á 10,3 sek,. 200 metra hlaupi 21.3 sek. og 300 metra hlaupi 34,3 sek. Met Hilmars í 100 metra hlaupinu er jafn- framt Norðurlandamet. í sex af þeim íþróttagreinum sem félagið leggur stund á, hefur það fengið bæði Reykja- víkur og íslandsmeistara jafnt í einstaklingskeppni sem í flokkaíþróttum. Frjálsíþróttamenn félagsins og sundmenn kepptu einnig er- lendis á árinu með hinum ágæt- asta árangri. Félagið hélt á síðastliðnu surnri námskeið í ýmsum í- þróttagreinum fyrir unglinga á íþróttasvæði sínu við Nóatún. Fimleikamenn þess gerðu æfingasvæði og gryfju svo hægt sé að æfa fimleika áhalda- leikfimi, á (svifrá, tvíslá og fl.) utan húss allt sumarið, er þessi aðstaða sú fyrsta þess-kyns hérlendis. Að lökinni skýrslunni voru endurskoðaðir reikningar fé- lagsins lagðir fram og sam- þykktir einróma. Fjárhagur fé- lagsins er þröngur um þessár mundif. Formaður þakkaði síðan öll- um kennurum og þjálfurum fé- lagsins giftudrjúgt og árang- ursríkt starf. Jcns kjörinn formaður í 31. skipti Þá var og stjórn félagsins þakkað dugmikið og ágætt starf, sérstaklega var Jens Guðbjörnssyni þakkað framúr- skarandi fórnfúst starf í þau 30 ár, sem hann hefur verið formaður félagsins og í tilefni af því aflientu þeir Hilmar Þorbjörnsson og Jóhann Jó- hannesson, Jens stóra og for- kunnarfagra blómakörfu frá frjálsíþróttamönnum félagsins. Þá fór fram stjórnarkosning, formaður félagsins var kosinn Jens Guðbjörnsson einróma í 31. skipti, aðrir i stjórn Pét- ur Kristjánsson varaformaður, Elínbjörg Snorradóttir ritari, Sigurður Jóhannsson gjaldkeri, Þórunn Erlendsdóttir féhirðir, Þórir Þorsteinsson bréfrítari og Vigfús Guðbrandsson á- Framhald á 10. síöu Handknatf leiksmóíið: Leikimir um helgina 1 kvöld fara fram þrír leik- ir og er fyrsti leikurinn í 3. flokki karla C og eigast við lið Víkings og Ármanns. í meistaraflokki fara fram tveir leikir. Sá fyrri milli Fram og Vals. Getur þar orð- ið um jafnan leik að ræða, og er næstum ómögulegt að spá um úrslitin. Leikur Vals um daginn við F. H. sýndi raunar að liðið var ekki samleikið en á því munu verða breytingar, sem sennilega styrkja það nokkutS. Jóhann Gíslason var ekki með þann daginn, hann var ekki heill, en hefur jafnað sig aftur. Takist Jóhanni upp þýð- ir það styrk fyrir liðið. Valur er í nokkrum vanda með markmenn í augnabliltinu og munu þeir reyna nýjan markmenn í leik þessum. Ann- ars er handknattleikurinn í Val í nokkurskonar deiglu, unga fólkið er að koma fram og taka við af þeim eldri. Lið Fram hefur verið um nokkurt skeið í svipaðri deiglu, en lið þeirra er þó heldur lengra á veg komið, ef því tekst upp. Það hefur það sam- eiginlegb með Val að liðið sam- áristendur af ungum mönnum og svo af eldri og reyndum. Síðari leíkurinn er milli KR og Aftureldingar, og mun KR sennilega fara þar af hólmi með sigur. Afturelding hefur komið á óvart í þeim tveim leikjum sem þeir hafa leikið og þeir verða ekki eins íéttir viðureignar og fyrir KR og þeir hafa verið á undaiiföriium árum. Tákist Aftureldingu verulega upp getur leikurinn orðið skemmtilegur og jafnari en menn ef til vill ger-j. sér grein fyrir. LeiMrnir á morgun: Á morgun er það unga fólk- ið sem reynir með sér og fara þá fram 6 leikir, en það eru: 2. fl. kvenna A, A-riðilí: — Ármann — ÍR. 2. fl. kvenna B Áianann C — Valur B. Mfl. KR — Þróttur. 3. fl. karla A, A-riðill FH — Fram. 3. fl. karla A, B-riðill Ármann — Valur. 2. fl. karla A, A-riðill Víkingur — Fram. Á sunnudaginn var fóru fram sex leikir; voru það ieik- ir æskunnar og fóru þeir þannig: 2. fl. kvenna A B-riðiií FH — Víkingur 5:5. 2. fl. kvenna A, B-riðill Fram — Þröttur 9:6. 2. fl. karla A, A-riöilI ÍR — Víkingur 16:7. 2. fl. fcarla A, A-riðiU Fram — Armann 16:9. 2. fl. karla A, B-riðiU FH_— Þróttur 7:15. 2. fl. karia. B, B-riðill Fram — Árarmn 12:11. ÚtbrelSlB ÞióSviljarm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.