Þjóðviljinn - 26.02.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1958, Síða 6
6) — ÞJÓÐVllJINN — Miðvikudagur 26. febrúar 1958 I0ÐVILJ1NH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. ~ Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljane. Lærdómsrík reynsla V^msir halda því fram, og -*■ vafalaust sumir í góðri trú, að í öllum meginatriðum bafj núverandi ríkisstjórn þrætt sömu götur í afskiptum sín- um af efnahagsmálunum og í- haldið gekk í sinni stjórnar- tíð. Á þessu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn hamrað sýknt og heilagt og undir það verið tek- ið af ýmsum aðstoðarmönnum hans ,og þá.ekki sízt þeim sem teljast til þrotabús Þjóðvarn- , ar. Hefur þessi áróður vitan- lega haft nokkur áhrif, þótt byggður sé hann á alröngum forsendum og hreinum blekk- jngum þegar betur er að gáð. Ríkisstjórn Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksíns og Framsóknarflokksins tók þessi vandamál allt öðrum tökum. Hún ákvað strax í upphafi, þótt miHifærsluleðin væri far- in, að stöðva hina óheillavæn- legu verðbólguþróun með því að taka upp stöðvunarstefnuna. í samræmi við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar og í samráði við stéttarsamtök verkafólks voru allar verðhækkanir og kauphækkanir stöðvaðar um sex mánaða skeið og tókst með því að halda framleiðslunni gangandi ú’t árið 1956 þótt allt rambaði á barmi stöðvunar þegar íhaldið hraktist úr valdasessi um sumarið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um áramótin 1956—1957 reyndust einnig með allt öðr- um og gæfusamlegri hætti en undir stjórn íhaldsins, og þess þá vandlega gætt að millifærsl- án til sjávarútvegsins kæmist þangað óskert en hyrfi ekki í nýjar verðhækkanir eins og áður. Víðtæku og ströngu verð- lagseftirlitj var komið á og verulegur hluti hinna nýju byrða lagður á verzlunina og þá ekki sízt heildverzlunina. Jafnframt voru gerðar ráðstaf- anir til þess að aðalauðfélög landsins, olíufélögin og skipa- félögin, tækju á sig veruleg- an hluta af þunga millifærsl- unnar og stóreignaskattur iagð- ur á auðfélög og ríka ejnstak- linga. Reynt var að gæta þess eftir föngum að sá hluti á- laganna sem hvíldi á vöruverði lenti sem mest á þeim vöruteg- undum sem minnstu máli skipta í útgjöldum verkafólks og ann- ars íáglaunafólks. 17’ins og sýnt var fram á í grein Lúðvíks Jósepssonar ráðherra hér í blaðinu s. 1. sunnudag var kollsteypuleiðin farin í tið íhaldsins. Afleiðing hennar varð síhækkandi verð- lag og þar af leiðandi auknir erfiðlelkar fyrir framleiðsluna og allan almenning. Dýrtíðin óx svo skefjalaust að vísitalan hækkaði um 25 stig á 15 mán- uðum á síðasta valdaskeiði í- haldsstjórnarinnar. Verðhækk- anir, auknar álögur og kaup- hækkanir gengu á víxl og var þó hlutur allra aðila verri við hverja kollsteypu nema skulda- kónganna og stóreignamann- anna, sem græddu á verðbólgu- þróuninni. Með þessu var stefnt be.int á gengislækkun enda eng- inn efi á að einmitt það vakti fyrir forkólfum íhaldsins, sem fyrst og fremst líta á sig sem umboðsmenn stórejgnamanna og braskara. ¥»að verður því ekki hrakið með rökum,, sem Lúðvík Jósepsson segir í grein sinni um efnahagsmálin er birtist hér í blaðinu á sunnudaginn að ,,hér er því um að ræfta í grundvallaratriðum aðra stefnu en áður, stefnu senv íhaldið hefði aldrei samþykkt, vegna þess að hún var gegn liags- munum ýmissa máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins. Það er því hin mesta fjarstæða, að halda því fram, að stcfna nú- verandi ríkisstjórnar hafi að- eins verið „gömlu íhaldsúiræð- in“ eða að enn hafi verið farn- ar „troðnar slóðir íhaldsins". Stóriðja á Islandi á að verða íslenzk stóriðja oKsa en ekki álagafjötur erlendra auðhringa á íslenzkt þjóðlíf Reynslan af stefnu núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmál- un \im hefur svo orðið sú að í stað sífelldra framleiðslustöðv- ana í tíð íhaldsjns hefur sjáv- arútvegurinn gengið óhindrað og aldrei tapazt nokkur veiði- dagur. Verðlagsþróunin í land- inu hefur líka orðið allt önn- ur þrátt fyrir að ýmsu leyti ó- hagstæð skilyrðj, ejns og verð- hækkanir erlendis af völdum Súez-stríðsins og fleiri orsaka sem okkur eru óviðráðanlegar. Vísitalan hefur aðeins hækkað um 5 stig á IV2 ári í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, en á jafnlöngum tíma í valdatíð í- haldsins hækkaði hún um 25 stig eins og áður hefur verið tekið fram. L rangurinn kemur einnig Á*- fram í því, að þegar samið var við framleiðsluna í árslok 1957 þurfti engar nýjar fjár- hagslegar ráðstafanir að gera vegna breytinga á framleiðslu- kostnaði. Stöðvunarstefnan liafði því sýnt yfirburði sína í framkvæmd svo ekki varð um villzt. Þær óverulegu bæt- ur sem á var fallizt til viðbótar hinum fyrri stöfuðu aðeins af lélegum aflabrögðum cn ekki auknum tilkostnaði eða óhag- stæðri verðlagsþróun. Eru því hinir nýju samningar við fram- leiðsluna af allt öðrum toga spunnir en þær ráðstafanir sem venjulega hafa verið gerð- ar um áramót. Með 10 millj kr. auknu framlagi til reksturs- ins er verið áð jafna met sem eru óháð gengisskráningu og stöðugu verðlagi en afleiðing orsaka sem enginn fær við ráðið. Eg vil heldur að íallvötn íslands falli áfram ónotuð til sjávar, en þau séu virkjuð af erlendum auðhringum, sem eignist þau og verksmiðjurnar, sem þau knýja. Þjóðin á sjálf að eiga þá stóriðju sem rís á landi hennar, það á að vera íslenzk stóriðja í þjónustu íslenzku þjóðarinnar, en ekki útlend stóriðja þar sem við létum auðlindir landsins af höndum, ís- lenzkir menn fengju að þræla við hana en réðu engu um hana. Á þessa leið mælti Einar Olgeirsson í umræðum á Alþingi, er rætt var um stóriðju á íslandi í sambandi við fríverzlunarmálið. Fer hér á eftir útdráttur úr síðasta kaflanum í ræðu Einars. hennar, eða fslendingar sem einstaklingar eða félög. Okk- ar hugmjmd um stóriðju, sem hér á að komast upp í fram- tíðinni og þarf að komast upp, eigi að vera, íslenzk stóriðja í þjónustu okkar þjóðar, en ekki útlend stór- iðja, þar sem við fáum að láta auðlindimar í té og fá- um að þræla við hana, en ráðum engu um hana. Ég á- lít, að við eigum að byggja upp okkar stóriðju sjálfir. Ríkið á að fá útlent fjármagn að láni I ræðu sinni um fríverzlun- armálið ræddi Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra einn- ig um stóriðjumálið, um fram- tíð þjóðarinnar, um hagnýt- ingu á þeim miklu auðlindum sem við eigum í fossum og jarðhita, hvernig við ættum að hagnýta hana. Ráðherann taldi, og raunar líka hv. þm. Vestur-Húnvetn- inga, Skúli Guðmundsson, að með þátttöku Islands í frí- verzlunarsvæði Evrópu, yrði möguleiki á „fjárhagslegri fyrirgreiðslu" við uppkomu stóriðju. sjónarmið útlendra auðhringa geti ráðið því, að stóriðja komi hér upp eða hvaða stór- iðja kemur hér upp. Ef við yrðum hluti af fríverzlunar- svæði, þá mætti það aldrei verða til þess, að útlendir auð- hringar gætu sett hér upp stóriðju og átt hér stórat- vinnufýrirtæki. Ég álít, að sú stóriðja, sem við sköpum hér í framtíðinni, þurfi að vera í eign Islendinga sjálfra, — : að; það sé skilyrði fyrir því, að stóriðja verði okkur til nokkurrar blessunar. íslenzk stóriðja en ekki útlend Þetta mál, um framtíð ís- lands og hagnýtingu auðlinda okkar, sem beztar eru, auk fiskimiðanna, er stórvægiiegt mál, og mál, sem við þurfum að fara að ræða miklu ræki- legar en við höfum gert. Ég hef að vísu gert tillög- ur um það mál og rætt það hér í þinginu fyrir 10 árum síðan, þegar ég lagði fram ýtarlegar og greinilegar til- lögur í maí 1947 um þróun stóriðju á næsta áratug, 1947 —1957, og um undirbúning að því að koma þeirri stóriðju upp. Því var lítt sinnt þá, vegna þess hvernig á stóð um þróunina, sem þá var að verða hér. En það er mál, sem nú blasir við okkur á ný. Ég vil taka það fram um mína skoðun á uppkomu stór- iðju, að við íslendingar eig- um að ráða því sjálfir, hvaða stóriðja keinur hér upp, hvort stóriðja keinur hér upp og með hvaða móti. Ég álít, að eitt eigum við frá upphafi að útiloka, og það er, að gróða- Og ég segi fyrir mitt leyti, að ég vil heldur, að það bíði og okkar fallviötn falli áfram ónotuð til sjávar en að þau 'séu virkjuð af erlendum auð- hringum, sem eignist þau og þær verksmiðjur, sem reist- ar yrðu við þau og þeirra afl. Ég álít að þjóðin þurfi að eiga þessa stóriðju, ýmist þjóðin sem heild, þjóðfélag Hitt er rétt, að við getum það ekki nema með útlendu auðmagni, útlendu fjármagni, Það þýðir, að við verðum að fá að láni útlent fjármagn til þess að byggja hana upp. íslenzka ríkið á að taka fé að láni erlendis, og við eigum síðan að byggja fyrirtækin sjálfir, eiga þau sjálfir. Ég efast ekki um, að á sama hátt og okkar jverzlunarvið- skipti eru möguleg við allan heim, ef við hagnýtum að- stæður okkar og erum ekki innlimaðir í neitt kerfi, þá höfum við sömu möguleikana á lánsviðskiptum alls staðar í heiminum. Islenzka ríkið get- ur tekið slík lán og byggt upp slíka stóriðju. Við þurf- um að vanda það vel, gæta þess vel að standast þær sveiflur, sem eru að verða í tækni og uppfinningum á þessum sviðum, reyna að vera þar sem öruggastir. Ég vil benda þar t.d. á það fordæmi Norðmanna, að þeir hafa í eigu rikisins, norska ríkisins, byggt upp t.d. aluminíum- verksmiðju, þar sem þeir taka sjálfir að láni fé, meira að segja, að ég held, hjá kanad- íska aluminíumhringum, þeim volduga auðhring, eiga hins vegar sjálfir verksmiðjuna og orkuverin, og tryggja sér síð- an að geta borgað þessum auðhring í afurðum, í alumin- íum, þannig áð hluti af þeirra aluminíumframleiðslu fer til þess að borga vexti og afborg- anir af þeim lánum, sem þeir hafa fengið. Slíkt kerfi álít ég, að við getum vel skapað okkur hér á íslandi og byggt upp okkar stóriðju þannig, að við eigum liana sjálfir, þjóðin sjálf og dugandi og áhugasamir ein- staklingar hennar, en hleyp- um aldrei útlendu auðmagni inn í landið öðruvísi en á Framhald á 10. síðu Sementsverksmiðjan á Akranesi í smíðum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.