Þjóðviljinn - 16.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. marz 1958 -<?> SKÁSÞÁTTUR Ritstjóri: Sveinn Kristinsson <$>- -<s> Læní&Bir Larsens Allir sem eitthvað hafa ; kynnt sér skákir Bent Lar- sens munu kannast við það dálæti sem hann hefur á leiknum Rf3 sem upphafsleik og má segja að maður hafi til skamms tíma naumast séð skák eftir hann, þar sem hann hefur byrjað á annan veg, hafi hann haft hvítt. Ég hefi heyrt ýmsa, eink- anlega af yngri kynslóðinni nefna leikinn Larsenleik og það með nokkurri lotningu, því hinn danski stórmeistari á marga aðdáendur á íslandi og ýmsir yngri skákmenn okkar hafa fetað í fótspor hans og beita leiknum annað kastið, þótt ekki sé mér kunn- ugt um að menn hafi tekið slíku ástfóstri við hann sem Larsen. En ekki er víst að ungu kynslóðinni sé jafnkunnur uppruni leiksins og kerfi það sem hann er oftast liður í. Leikurinn heitir raunveru- lega Reti-leikur og er kennd- ur við tékkneska skákmeist- arann Richard Reti, (1889— 1929), sem setti fram þetta nýja byrjunarkerfi árið 1923 og beitti því með býsna góð- um árangri svo árum skipti. t Ekki voru menn í fyrstu ásáttir með nafngiftina á byrjuninni. Héldu ýmsir því fram að Reti væri ekki raun- verulegur faðir hennar heldur væri hún af tignari ættum. Napoleon átti sem sé að hafa beitt riddaraleiknum gegn mektarfrú einni franskri árið 1804 og var því stungið upp á því að nefna byrjunina Napoleonbvrjun. Nánari rann- sóknir leiddu þó í ljós að þessi síðborna ættfærsla stóðst ekki blóðpróf staðreyndanna, því skák Napoleons við um- getna frú sem og aðrar skák- ir sem eignnðar voru hinum fræga einvalda reyndust við frekari athugun „uppdiktað- ar“ af hugvitssömum mönn- um mörg'um árum eftir dauða hans. Þá vildu ýmsir kenna byrj- unina við pólska skákmeistar- ann Zuhertort sem uppi var á 19. öld. en hann byrjaði sumar skákir sínar með 1. Rf3. En sá hængur var þar á að þegar Zuhertort beitti leiknum var hann liður í allt íöðru kerfi (e3, d4 o.s.frv.) og gegndi þar engu knýjandi hlutverki sem fyrsti leikur. 5 Niðurstaðan varð bví sú að leikurinn hlaut nafnið Reti- leikur og byrjunin Reti-byrj- un og er það réttnefni því Richard Reti átti sem áður var sagt ailan heiðurinn af byrjunarkerfinu. Reti-bvrjun var í þá daga mjög nýstárlegt bvriunarkerfi ög stakk mjög í stúf við þau kerfi sem þá voru mest not- uð. Reti kom þarna fram með nýjan skóla í hernaðarlist skákarinnar, setti fram nýjar strategiskar kennisetningar og beitti þeim sjálfur, að jafn- aði með góðum árangri, sér- staklega til að byrja með. Fleiri skákmenn taka að beita byrjuninni og náði hún um tíma allmikilli útbreiðslu. Eins og nærri má geta lögðu skákfræðingar og teor- íuhestar þessara ára sig mjög í líma til að finna mót- eitur gegn hinni hættulegu mixtúru hins tékkneska upp- finningamanns og það gat ekki hjá því farið að þeir sæu nokkurn árangur þeirrar viðleitni sinnar. Varnarkerfi svarts voru styrkt á ýmsa vegu og hið nýja vopn þannig svipt sín- um sárasta broddi og þegar frá leið tóku að tíðkast varn- arkerfi fyrir svartan þar sem hægt er að sniðganga, að miklu leyti. hin strategisku á- form sem liggja til grundvall- ar Reti-byrjun. Má þar eink- um tilnefna kóngs-indverska vörn, hollenzka vcrn og drottningar-indverska vörn. Samanlagt hefur þetta haft þau áhrif, að Reti-byrjun er nú tiltölulega sjaldséð miðað við það sem áður var og komi leikurinn 1. Rf3 fvrir nú til dags þá er öllu algengara að hann leiði til einhvers annars byrjunarkerfis en hinnar raunverulegu Reti-byrjunar. Til dæmis svaraði Friðrik Ólafsson riddaraleik Larsens (1. Rf3) ýmist með kóngs- indverskri, drottningar-ind- verskri —r- eða holienzkri vörn í einvígi beirra 1956. En þrátt fyrir þetta heldur Reti-byrinnin sínum fullgilda sessi meðal annarra byrjana, og þótt hún sé nú minna tefld en áður, þá njóta þær strategisku hugmyndir er liggja henni til grundvallar, almennrar viðurkenningar meðal skákmanna um heim alian. Eh nú skulum við Uta á eina skák frá þeim tima, er Reti var að herða hið nvja vopn sitt í blóði samtíðar- manna sinna. Skákin var tefld á skák- þinginu mikla í New York ár- ið 1924 og andstæðingur Retis var hinn kunni rússneski stór- meistari Bogoljubov, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Þess má geta að á þessu sama þingi vann Reti skákir bæði gegn Capablanca og Aljechin. ITvítt: Richard Reti. Svart: E. Bogoljubow. Reti-byrjun. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 (Þetta er ekta Reti-uppbygg- ing. Drepi svartur nú á c4 mundi hvítur sennilega svara því með 0—0, þar sem svart- ur fengi ekki varið peðið á c4 sér að skaðlausu.) 4.--------------- Bd6 (Reynslan hefur sýnt að í þessu byrjunarkerfi stendur svarti biskupinn bezt á e7) 5. o_o 0—0 6. b3 He8 (Bogoljubow undirbýr að leika e5, ráðagerð sem þó kemst aldrei í framkvæmd. 6 — b6 til undirbúnings Bb7 hafði sennilega verið vænlegra til árangurs.) 7. Bb2 Rbd7 8. d4 (Reti hindrar leikinn e5 sem yrði nú svarað með 9. c5 t.d. — — e4 10. cxd6, exf3 11. dxc7 og vinnur peð.) 8. ------------- c,6 9. Rb-d2 Re4? (Bogoljubow reynir að létta stöðuna með uppskiptum, en eftir þennan leik tekur þó fljótlega að halla undan fæti fyrir honum. Vænlegasta leið- in sýnist enn b6, Bb7 og He8 til undirbúnings c5 o. s. frv.) 10. Rxe4 dxe4 11. Re5 f5 (Nauðsynlegur leikur til völd- unar peðinu á e4. Leikurinn veikir hinsvegar svarta taflið ískyggilega mikið og gefur hvítum góða átakspunkta til að opna taflið sér í vil.) 12. f3! exf3 13. Bxf3 Dc7 (Ef 13.-----Rxe5. 14. dxe5, Bc5f 15. Kg2, Dxdl 16. Haxdl ætti svartur í afskaplegum erfiðleikum með að koma drottningarvæng sínum í við- unandi horf og væri þessi leið þó ef til vill illskárri en sú sem svartur velur.) 14. Rxd7 Bxd7 15. c4! (Svartur á nú úr vöndu að ráða, þar sem 15. — fxe4 16. Bxe4 gæfi hvítum ákjós- anlegar kongssóknarhorfur og 15. ---c5 yrði svarað með 16. e5, Bf8 17. d5 o. s. frv. Bogoljubow tekur því það ráð að reyna að ná algjörum skiptum á miðborðspeðunum, en einnig það hefur sínar skuggahliðar eins og við brátt munum sjá.) 15. — — e5 16. c5 Bf8 17. Dc2 exd4 18. exf5 Ha-d8 (Hyggst svara Bxd4 með Bxf5.) 19. Bh5! (Djúpsær leikur. Reti er þeg- ar tekinn að undirbúa hin snjöllu lok skákarinnar.) 19. --------He5 20. Bxd4 Hxf5 21. Hxf5 Bxf5 22. Dxf5 Hxd4 (Svartur virðist hafa sloppið furðuvel út úr sviptingum undanfarinna leikja og fljótt á litið virðist ótrúlegt að ekki séu nema þrír leikir eftir af skákinni!) 23. Hfl Hd8 (Einasti leikurinn, þar sem 23. — Be7 yrði svarað með 24. Df7f og síðan mát i öðr- um leik og ef 23. — De7 kæmi 24. Bf7j- KhS, 25. Bd5! Df6 26. Dc8 o. s. frv.) 24. Bf7t Kf8 (Nú kemur fallegur endir.) Svart: Bogoljubow. ABCOEFGH ABCDEFGH Hvítt: Reti. 25. Be8! (Þar með sér svartur sína sæng út breidda. Ekki einung- is biskupinn er dauðadæmd- ur, heldur er mát óverjandi. T. d. 25. — — h6. 26. Dxf8+ Kh7 27. Bg6j ! Kxg6 28. Df5 mát. Bogoljubov/ gafst því upp. Fyrir skák þessa hlaut Richard Reti fyrstu fegurðar- verðlaun þingnins. Ekki leið- Framhald á 9. síðu Þér ungu guðir Þér ungu guðir, .sem yrkið, drekkið og vakið — og ætlið aö sigra heiminn meö bleki og penna. Ég Skil yður vel, þótt ákvörðun ofdræmt þér takið — í aðkallandi málum .. hins geigvæna tíma. — — Því yður er snilldin æðsta hnossið á storð, með ómþýðri tungu þér lofsyngið veröld dagsins, meðan kúguð þjóðin krefur um lausnarorð — o'g köll hennar sífellt drukkna í yðar hjörtum. Þér ungu guðir, sem yrkiö. — Til hvers má nú vinna? Sjá, orustan mikla, hún vinnst ei með bleki og penna. — ef myrkrinu gleymiö, sem læðist um hjörtu hinna — sem heyja sitt stríð — við skort — og eilífan dauða Sjá, úti í heimi eru þeir eldar að vakna, sem örlagaglömpum slá í myrkur vors ótta ... Kristján Röðnls. Tímarit Máls og menningar — Vegamót — Stór- hýsið að Laugavegi 18 — „Hús Máls og menn- mgar. HÉR í póstinum var um daginn minnzt á skáldæð ungra skálda, og jafnvel látinn í Ijós efi um að blóðrásin um þá æð væri eins lífleg og skyldi. Þeim, sem haldnir eru slíkum efa skal bent á að lesa síðasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar. Það hefst á miklu ljóði eftir Hannes Sigfússon, og þótt menn greini á um form.ð, þá held ég, að fáir, sem lesa það ljóð, muni draga skáld- skap þess í efa. Annað ljóð er í heftinu eftir Jóhann Hjálm- arsson, hið kornunga og efni- lega ljóðskáld. Þetta tímarits- hefti er annars hið glæsileg- asta að efni; Kiljan skrifar þar um reisu sína til Kína, Sverrir Kristjánsson um söfn- un og varðveizlu íslenzkra söguheimilda, þá er langur kafli úr ferðasögu eftir fransk- an mann, sem ferðaðist um Is- iand árið 1865. Margt fleira er í heftinu, girnilegt til fróð- ieiks og skemmtunar. Tímarit Máls og menningar er tvímæla- laus't jafnbezta tímarit, sem út kemur hér núna, og þeir, sem eiga þetta tímarit frá byrjun, geta áreiðanlega oft flett upp í því og lesið þar ýmislegt sér til fróðleiks og ánægju, svo mikið og fjölbreytt efni hefur tímaritið flutt, síðan það byrj- aði að koma út. Kristinn Andr- ésson ritar í heftið greinargerð um Vegamót. Er þar skorað á félagsmenn í Máli og menn- ingu og aðra velunnara félags- ins að gera hlut þess í eign- inni að Laugavegi 18 sem mest- an. Undir Þá áskorun vill póst- urinn taka. Sá stórhugur og sú bjartsýna trú á menningar- þorsta íslenzks almennings, sem jafnan hefur einkennt starfsemi Máls og menningar, ættu það sannarlega skilið, að hlutur félagsins í stórhýsinu, sem fyrirhugað er að reisa að Laugavegi 18 yrði sem allra stærstur. Við skulum aðe.'ns rifja upp hvernig umhorfs var hér í menningar- og bókmenntaleg- um efnum, þegar félagið var stofnað, hvaða öfl börðust hat- rammt gegn því, og hvaða hlut- verki það hefur gegnt frá fyrstu tíð. Sú upprifjun ætti að verða okkur hvöt til að leggja fram okkar skerf til að tryggja félaginu okkar veglegt heimili að Laugavegi 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.