Þjóðviljinn - 22.03.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN (5 Þýzkir hermemi mega aðeins giftast útvöldum stúlkum Hermálaráðuneytið vill ráða, hvaða stúlk- 1 um hermenn mega ganga að eiga Hermálaráðuneyti Vestur- Þýzkalands hefur orðið fyrir harðri gagnrýni vegna þess að það hefur gefið hermönnunum í vesturþýzka hernum fyrir- mæli um það, hvaða kröfur þeir eigi að gera til kvenna gem þeir giftast. í fyrirmælun- um, sem kunngerð voru snemma í mánuðinum, segir að tilvonandi ciginkona hermanns í vesturþýzka hernum skuli 1) hafa óflekkað mannorð, 2) vera komin af sómakærri fjölskyldu, Ný stjóraarskrá Stjórnarskrá hins nýja sam- bandsríkis íraks og Jórdaníu var birt í fyrradag'. B’eisal ír- akskonungur verður þjóðhöfð- ingi ríkisins en Hússein Jórdan- iukonungur tekur við embætti þegar Feisal er fjarverandi. Sameiginlegt þing verður myndað fyrir bæði löndin. Þing- menn verða 40 að tölu, 20 frá hvoru landi. Einnig verður mynduð sameiginleg ríkisstjórn sem fer með utanrikismál, varn- ar- og öryggismál. GaiESard setuí Gaillard, forsætisráðherra Frakklands, gerir sér augljóslega vönir um .að geta haldið stuðn- ingi íhaldsmanna sem hafa hót- að að kalla ráðherra sína úr stjórn hans ef hann sýni Túnis- stjórn nokkra linkind. Að loknum þriggja stunda fundi frönsku stjórnarinnar í gær var tilkynnt að hún hefði ákveðið að setja það skilyrði fyrir nokkrum samningum við stjórn Túnis, að hún skuldbindi sig til að hafa engin afskipti af styrjöldinni í Alsír. íhaldsmenn taka á þriðjudag ákvörðun um hvort þeir eigi að styðja Gaill- ard áfram eða ekki. og 3) eklci hafa nein sambönd við aðila, sem eru ríkinu fjand- samlegir. Þessi neyðarlegu fyrirmæli hafa gefið stjórnmálamönnum og blöðum tilefni til að gagn-' rýna hermálaráðuneytið strang- lega fyrir slettirekuhátt og' þvinganir. iBIaðið Abendpost segir að Strauss hermálaráð- herra hafi með þessu gerzt ,.þriðja tengdamóðirin1*. Er stújlian æmlaus? Frjálsi demókrataflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, gagnrýnir Strauss fyrir að reyna að útbreiða „Þjóðfélags- afstöðu hershöfðingjanna" svo að hún nái til allra atvinnu- hermanna og sjálfboðaliða. Flokkurinn spyr hvort lieldur liðþjálfinn eða stórsveitarfor- inginn eiga að skera úr því, hvort unnustur hermanna hafi óflekkað mannorð. Röng stúlka engin hertign I hjónabandstilskipuninni ræð- ur ráðuneytið hermönnum líka frá því að gifta sig fyrstu fjögur til fimm árin sem þeir eru í herþjónustu. Þeir sem hyggjast ganga í hjónaband verða fjórum vikum fyrir gift- inguna að leggja fram skrif- lega umsókn til yfirmanns síns, með nákvæmum upplýsingum um tilvonandi eiginkonu. Talsmaður hennálaráðuneyt- isins segir, að hermenn sem gifti sig röngum stúlkum verði ekki látnir sæta refsingu. Hinsvegar leiði slík hjónabönd til þess að möguleikar við- komandi hermanns á herframa og hertign minnka. d Brezkum blöðum ber saman um að horfur á að til- iögur Breta um stofnun fríverzlunarsvæðis í Vestur-; Evrópu nái fram að ganga hafi versnað eftir fund hinn- ar svonefndu Maudlingnefndar í París. Nefnd þessi, sem kölluð er j viðhorf samningsaðila breytist eftir hinum brezka formanni j elcki fljótlega muni samning- hennar, hefur setið á fundum í j arnir sennilega fara út um París að undanförnu, en lítið þúfur og brezka stjórnin taka X vetur hafa verið rniklar • frost’nörkur 03 harðindi í ® álfunni. Mynd þessi er • tekin á dönsku sundunum • • í veíur. Sundin voru ísi o lögð og ekki hægt að kom- • ast milli eyjanna nema • | ganga á íshrönglinu. • »••••••••••••••••••••«•• hefur miðað áleiðis í samkomu- lagsátt. Það eru aðallega mót- bárur Frakka sem komið hafa í veg fyrir það. að athuga aðrar hugsanlegar leiðir. ,,Ef svo fer verður ekki um neina næstbeztu leið að ræða, heldur aðeins pólitískan The Times telur horfur á harmleik. Evrópa yrði klofin í samkomulagi slæmar og segir: , tvennt og öllum þcim stjórn- „Allir aðilar hafa sennilega 1 málasamt-kum sem byggð hafa í huga aðrar ríkjasamsteypur verið upp af slíkri eljusemi (en gert er ráð fyrir í brezku síðan styrjöldinni lauk. Greiðslu tillögunum) ef ekkert verður úr bandalagi Evröpu, Efnahags- fríverzlunarsvæðinu“. j samvinnustofnuninni og sjálfu j Financial Times segir að ef j Atlanzbandalaginu stef.nt í voða. Hinn frjálsi he;mur hefur ekki ráð á meiri héttar verzlunar- stríði í Evrópu og það gæti riðið frelsi sumra Evrópuríkja að fullu“, segir blaðið. Svíar gætnir Lange verzlunarmálaráðherra Svía ræddi í fyrradag fríverzl- unarsvæðið á fundi sósíal- demókrata í Málmey. Hann sagði að enda þótt Svíar teldu Framhald á 11 síðu Almennum umræðum er nú lokið á landhelgisráðstefnunni í Genf. Þær rúmar tvær vikur sem ráðstefnan hefur staðið hafa 78 fulltrúar lýst afstöðu stjórna sinna, en alls eiga 86 rílci fulitrúa á ráðstefnunni. Nefndir ráðstefnunnar munu nú vinna að saxnningú upp- kasts að alþjóðasáttmála um landhelgi og réttarreglur á höfum úti. Verkamenn í vefnaðariðnaði Neðrasaxlands og Brima í Vest- ur-Þýzkalandi hafa samþykkt sátlatilboð og er því lokið níu vikna verkfalli þcirra. Þeir fá 17 pfenninga kauphækkun á klukkustund, en höfðu krafizt 25 pfenninga. Ungverjar fara heim aftur Kjamavél af alveg nýrri Á hverjum mánuði fara að jafnaði 75 ungverskir flótta- menn aftur heim frá Bretlandi. 586 höfðu snúið heim fyrir 31. snarz í fyrra, þegar sakarupp- gjafarfresturinn var liðinn, en síðan hafa 739 farið heim og nú liggja fyrir hundruð umsókna um heimfararleyfi hjá ung- verska ræðismanninum í Lond- on, Imre Turoei, sem skýrt hef- ur frá þessu. Um 70 þeirra sem sótt hafa um heimfararleyfi hafa fengið neitun vegna afbrota sem þeir höfðu framið í heimalandinu. Frá Noregi hafa einnig tæp- lega 200 ungverskir flóttamenn farið heim aftur, og nýjar um- sóknir um heimfararleyfi ber- ast stöðugt. Ilafiiarstræti 5. NÝ SENDING m.a. svartar dragtir og Jerseydragtir NURKAÐURINN Laugavegi 89. gerð í smíðum í Bredandi Brezkt fyrirtaiki vinnur nú aö smíði kjarnavélar sem verð'ur með allt ööru og einfáídara sniði en þær sem aður hafa verið notaðar. Samkvæmt frásögn brezka útvarpsins er hér um aö ræða kjarnavél sem á að geta knúið skrúfuás skips án þess að hita- orka kjarnaofnsins sé fyrst látin knýja gufutúrbínu. Ekki var skýrt nánar frá því hvernig ætlunin er að láta kjarnorkuna hafa bein áhrif á skrúfuásinn, en sagt var að „eldhólf“ kjarnaofnsins, þ. e. hið kjarnkleyfa „eldsnevti" og grafítið sem heldur keðiuverk- uninni í skefjum, myndi snúast með ásnum. Með þessu móti verður hægt að hafa vélina bæði minni og léttari, og hér er því um að ræða stórt skref í áttina til þess að byggð verði kjarnorku- knúin kaupför. Þetta sama fyrirtæki er að sögn að athuga möguleika á því að smíða stór olíiú’.utningaskip sem sigla eiga neðansjávar. Reiknað hefur verið út að hægt ætti að vera að smíða kafbát á stærð við stórskipið Queen Mary sem farið gæti með 40-50 inílna hraða á klukkustund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.