Þjóðviljinn - 29.04.1958, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.04.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagur 29. apríl l958 ~ ÞJÖÐVILJINN — (3 Hafinn undirlíimingur að smíði SVFl-liúss hér í bæ Níunda landsþingi Slysavarnaíélags Islands lauk sl. sunnudag Níunda landsþingi Slysavarnafélags íslands lauk sl. sunnudag. Forseti félagsins var endurkjörinn Guöbjart,- ur Ólafsson. Aðrir í félagsstjórninni eru Árni Jónsson, Friðrik Ólafsson, Ólafur Þórðarson, Guðrún Jón- asson, • Rannveig Vigfúsdóttir og Gunnar Friðriksson. Stjórn- arfulltrúar fyrir landsfjórðung- ana voru kjörnir Ólafur B. Björnsson Akranesi fyrir Sunnlendingafjórðung, Þórður Jónsson Látrum fyrir Vest- firðingafjórðung, Júlíus Hav- steen fyrir Norðlendingafjórð- ung og Árni Vilhjálmsson fyrir Austfirðingafjórðung. Heiðursfélagar — björgunar- verðlaun Á þinginu var birt ákvörðun félagsstjórnar um útnefningu 15 nýrra heiðursfélaga í tilefni 30 ára afmælis félagsins og veitt eftirtalin björgunarverð- laun: 1. verðlaun voru veitt Guð- mundi Einarssyni báseta á b.v. Hallveigu Fróðadóttur fyrir að bjarga færeyskum s.jómanni af vélbátnum Hafdísi SH 7 þann 9. marz 1956. Sami maður bjargaði og 2 skíspfélögum sín- um er fallið liöfðu útbyrgðis er Hallveig var á ferð í Faxaflóa á gamlársdag 1953. 2. verðlaun voru veitt Lár- usi Sigurvin Þorsteinssyni skip- stjóra hjá Landhelgisgæzlunni fyrir bj~rgun áhafnar og skips er ni.b. Hreggviður G.K. 3, frá Hafnarfirði lenti inn í grunn- brotum við Stafnes 8. marz 1956. Lárus vgr þá. skipstjóri á Óðni. Þá bjargaði Lárus sem skipstjóri á m.b. Maríu Júlíu Forseti A.S.F, gistir ísland S.l. laugardag kom hingað til Reykjavikur frá New York Raymond Dennet, forseti bandarísku menningarstofnun- arinnar The American Skandi- navian Foundátion. Er hann einkum kominn hingað til að ræða við stiórnendur íslenzk- ameriska félagsins hér á landi, én það er deild í The American Scandinavían Foundation. Ravmond Dennet ræddi við fréttpTneun stimdarkom í -gær og skýrði þeim þá m.a. frá starfsemi A.SJ?. Hlutverk stofnunariunar er að megin- stefnu til tvíbætt: li að veita náms«t'irrki nemendum frá Norðuriöndnm sem stunda nám vestra o<t ameriskum t.il náms 1 á Norðurlöndum. ov 2) útaáfa norrænna rita á ensku vestau hafs. Frumvarpið um veifinga- söEu feltf AU skiptar skoðanir hafa ver- ið' um fiumvarpið um veitinga- sölu Sem legið hefur fyrir þing- inu í velúr. Urðu þau afdrif frumvarpsins áð það var féllt við 3. umrœðu í efri dei'd í gær, féll frumvarp- ið með jöfnum ■ atkvæðum, 6 ,at- kvæðum gegn 6. áhöfn og farþegum alls 7 manns af m.b. Má frá Vest- mannaeyjum er sökk í stormi djúpt útaf Selvogi 22. des. 1955. Sem skipstjóri á m.b. Sæ- björgu bjargaþi hann áhöfn- inni af yi.b. Von frá Grenivík 20. marz 1958 og nú síðast 2 mönnum af trillubát djúpt útaf Látrabjargi. Magnúsi Guðmundssyni lög- regluþjóni í Reykjavík fyrir að bjarga Brynjólfi Einarssyni úr Reykjavíkurhöfn. við -erfiðar gð- stæður 21. nóv. 1957. Einnig hafði Magnús bjargað 15 ára dreng frá Patreksfirði fyrir nokkrum árum. Einnig eftirtöldum 8 mönn- um úr björgunarsveit Slysa- varnafélagsins í Meðallandi fyr- ir björgun áhafna fjögurra skipa: Sigurgeir Jóhannsson, Bakkakoti. Björn Sveinsson, Langholti. Björn Erasmusson, Sandhóli, Jón Árnason, Efri- Ey. Loftur Runóifsson, Strönd. Ólafur Lárusson, Fljótakróki. Framhald á 10. síðu. Hestamennska og kventélagskaífi Undanfarin ár hefur það tíðkazt að Fáksfélagar bregða sér á bak einn vordag og halda upp í Mosfellssveit til að heilsa upp á kvenfélagskonur, sem bíða þeirra með rjúkandi kaffi o,g bazar. Myndin sýnir er Fáksfélagar og hestamenn í Mos- fellssveit búast til lieimferðar eftir að hafa þegið góðgerðir í Hlégarði s.l. sunnudag. Á myndinni sézt aðeins hluti af öll- um þeim gæðingmn, sem þarna voru samaukomnir. Kuimugir töklu, að hátt á aimað hundrað manns hefðu verið ríðandi og margir höfðu tvo til reiðar. Bæjarráð vill ekki aflétta kvöð á fisk- verknnarlóð á Gelgjntanga Bæjarráð hefur hafnað beiðni h.f. Húsafells um að aflétta þeirri kvöð á leigulóð félagsins á Gelgjutanga, að þar megi ekki hafa annan atvinnurekstur en fisk- verkun. Tillögur um stað- setningu og kaup á listaverkum Listaverkanefnd Reykjavik- urbæjar hefur nýlega sent bæj- arráði þrjár tillögur er hún hefur samþykkt. Er sú fyrsta um að höggmyndin „Hafmeyj- an“ eftir Nínu Sæmundsdóttur verði staðsett við suðvestur- horn Tjarnarinnar, á Tjarnar- bakkanum eða jafnvel út í Tjörninni. Önnur tillaga nefnd- arinnar er að bærinn kaupi höggmyndina „Knattspyrnu- mennirnir" eftir Sigurjón Ól- afsson og verði henni valinn staður á íþróttaleikvanginum í Laugardal. Þriðja tillagan er um að keyptur verði litsvefn- aður af frú Ásgerði Ester Búa- dóttur fyrir 15 þús. kr. og verði honum komið fyrir í bið- stofu mæðradeildar Heilsu- verndarstöðvárinnar. Bæjarráð hefur ekki enii tekið endan- lega afstöðu til tillagna nefnd- arinhar. Húsafell h. f. fé!kk þarna stóra lóð á sínum tíma til fiskverkunar. Var sú kvöð á útvísun lóðarinnar að hún væri aðeins ætluð til fiskverkunar en félagið sem lóðina fékk hafði þá þann atvinnurekstur með höndum. Kom Húsafell h.f. upp fisk- verkunarhúsum og öðrum mannvirkjum á lóðinni en er nú hætt þeim atvinnurekstri. Er nú svo komið að Olíufé- lagið h.f. vill kaupa mann- Þróttur á Siglu- firði segir upp samnmgum Við allsherjaratkvæða greiðslu í verkamannafélaginu Þrótti á Siglufirði, er fram fór sl. sunnudag og mánudag. var samþykkt að segja upp núgildandi togarasamningum Þátttaka í atkvæðagreiðslunni'' var léleg. Aðalástæðan til þess að samn- ingunum var sagt upp var að fá leiðréttingar á ýmsum á- kvæðum þeirra, er orðin voru úrelt. virki og lóðarréttindi fyrir 2,5 millj. kr. og hyggst að hag- nýta lóðina fyrir bifreiðaverk- stæði og geymslu á olíuvörum. Tlboð Olíufélagsns er bund- ið því skilyrði að kvöðinni á lóðinni verði aflétt. Erindi Húsafells ,h.f. um þetta efni var sent til umsagnar útgerðar- ráðs Reykjavíkurbæjar sem ályktaði einróma að mjög ó- æskilegt væri að aflétta kvöð- inni þar sem fiskverkunina í bænum myndi fremur skorta nauðsynleg athafnasvæði. Á þessa umsögn útgerðar- ráðsi hefur bæjarráð fallizt, einnig einróma, og hafnað að létta kvöðinni af lóð Húsafells. 1. maí-nefndar fundur í kvöld Fundur verður haldinn í 1. maí-nefnd verkalýðsfé- Iaganna í Reykjavík í kvöld kl. 8,30 í Tjamargötu 20. Frá Kvenfélagi sósíalista 1. maí verður kaffi með heimabökuðum kökum í ' Tjarnargötu 20 frá kl. 3 e.h. Um kvöldið verður svo 1.- maivaka. Þar verður margt til fróðleiks og skemmtunar. Sósíalistar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Carolínunefndin. Samþykkt I. maí- nefndar: Verzlunum og skrifstofum sé lokað 1. maí Á fundi 1. maí-nefndar verkalýðsfélaganna. í Reykja- vík sl. sunnudag var samþykkt eftirfarandi tillaga, sem flutt var af Guðmundi H. Garðars- syni, Eðvarði Sigurðssyni og Jóni Sigurðssyyni. „1. maí-nefnd verkalýðsfé- laganna í Reykjavík beinir þeirri áskorun til hlutaðeigandi aðila, að öllum verzlunum og skrifstofum verði lokað allan daginn 1. mai.“ Fundur Félags áhugaljósmynd- ara í kvöld Félag áliugaljósmyndara held- ur fund í kvöld kl. 8,30 að Lindargötu 50. Á fundinum flytur Stefán Nikulásson erindi um fréttaljósmyndun og Karl G. Magnússon um lýsingu and- litsljósmynda. Þá verður myndagetraun. Koma félags- menn með myndir á fundinn og skulu þær vera af einhverju um tæknilegum lilut og teknar þannig að erfitt sé að átta sig á‘ hver hluturimi er. Veitt verða þrenn verðlaun, ein fyr- ir myndina sem erfiðast er að þekkja, önnur þeim manni sem þekkir flestar myndir og þriðju fyrir beztu myndina. Tekið er á móti nýjum fé- lögum á fundinum. Vísitöliilsréf seldnst fyrir á þriðjo milljón króna á fánm dögym * +- 't. yt.' •• •> • > v y / "í . ^ < Myndlistasýn ing Ásgerðar Ester Búadótt- nr og Bcnwlikts Gunnarssonar í Sýningarsaln um við Ing- ólfsstræti hefur nú staðið yfir í 10. daga, að- sókn hefur ver- ið góð. Sýning- unni lýkur þ. 1. maí, hún er opin daglega kl. 2—-10 c.h* Fyrir nokkrum dögum vakti Seðlabánkinn athygli á vísitölu- bréfum þeim, sem veðdeild Landsbanka íslands gefur út til að afla fjár til hins almenna lánakerfis til íbúðahúsabygg- inga. Var sérstaklega á það' bent, að enn væri hægt að fá vísitölu- bréf þriðja flokks með nafn- verði þrátt fyrir það, að grunn- verðmæ'ti þeirra hefði þegar hækkað um 2.14%, sem félli væntanlegum kaupendum í hlut. Auk þess nytu kaupendur þeirra kjara, að frá verði þréfanna yrðu dregnir 5%% vextir frá söludegi til gjalddaga, hinn 1. marz 1959. Yrði því söluverð bréfanna rúm 95%. Minnt var á það, að bréfin væru til sölu út aprílmánuð, en ekki lengur. Síðan Seðlabankinn vakti at- hygli á þessum kjörum, hafa vísitö'.ubréf þriðja flokks selzt fyrir nokkuð á þriðju milljón kr. í Reykjavik einni. Er svo komið, að 1000 kr. bréfin eru alveg á þrotum og fara því að verða síðustu forvöð fyrir væní-* anlega kaupendur að tryggja sér þessi bréf með fyrrnefndum kjörum. Bréf þriðja flokks eru til sö!u í Reykjavík hjá Landsbankan- um, Útvegsbankanum og Bún- aðarbankanum, en í sparisjóðum og hjá helztu verðbréfasölum er tekið á móti áskriflum. Utan Reykjavíkur er tekið á móti á- skriftum í útibúum bankanna og væntanlega einnig hjá spari- J_sjóðum úti á landi. (Frá Landsbanka íslands).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.