Þjóðviljinn - 29.04.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 29.04.1958, Page 7
Þriðjudagur 29. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJUvTN - (7 lY'ú um aUlangt skeið hefur Tíminn, mál- gagn Framsóknarflokks- ins, birt reglulega greinar, par sem haldiö er uppi mjög eindregnum áróðri fyrir pví að erlend auðfé- lög fái aðstöðu til pess að liagnýta fossa okkar og hveri og koma hér uprt stóri&ju í samvinnu viö ís- lendinga. Vitað er að hér er ekki um neinar al- mennar bollaleggingar að rceða, heldur hafa valda- miklir menn innan Fram- sóknarflokksins nú um skeið haft náið samband við bandaríska auðhringa kynnt sér hvort peir hefðv áhuga á að stofna fyrir- tœki hér á landi og gert áætlanir um slík fyrir- tœki í samvinnu við pá Einnig hefur verið Ijóst um nokkurt skeið að stefna Framsóknarflokks- Á erlendur auðhringur að drottna yfir íslandi? HvaS á Tíminn við i sföðugum áróSri sinum fyrir eriendri fjárfestingu hérlendis? ins í gengismálum og skattamálum hefur mótazt œ meir af peirn viðhorfum að pað yrði að auðvelda erlendum fyrirtœkjum fjárfestingu hér á landi. Einkum hefur bandaríski alúminíumhringurinn komið við pessa sögu, og nú um pfissar mundir eru staddir hér erlendir sér- frœðingar til bess að kanna hvort hagkvœmt væri að framleiða pungt vatn hér á landi og hag- nýta til pess hveraorku. Röksemdir Tímans Allmikið hefur verið rætt og ritað um stóriðju hérlendis á undanförnum árum, og margvísleg s.iónarmið hafa komið fram. Einkanlega hef- ur þó verið uppi ágreiningur um það, hvernig afla bæri fjár til stóriðju. Sósíalistar ■ hafa haldið því fram að slík fyrirtæki yrðu að vera alís- . lenzk frá upphafi, en erlent „fjármagn yrði að fá að láni. Framsóknarflokkurinn hefur . hins vegar haldið þvi fram af , æ meira kaopi, að hagkvæm- ast væri að veita erlendum auðhringum einkaleyfi með samningum sem jafnframt ættu að tryggja hagsmuni Is- lands. Þetta sjónarmið kom seinast fram í forustugrein Tímans í fyrradag, en þar eru röksemdir blaðsins dregnar saman á þennan hátt: ,,í tengslum. við þessi mál er spurningin um erlent fjár- magn, og þá aðstöðu, er við viljum veita til þess að það létti undir í þeirri uppbygg- ingu, sem við viljum keppa að. Um þessa hlið málsins hefur lítið verið rætt. Hér er rikjandi mikil tortryggni gangvart erlendu kapítali í landinu og aðstöðu sem það kvnni að skapa. En það hefur lítið verið útskýrt, að ýmsar nágrannaþjóðir hafa langa reynslu í þessum efnum og hafa búið svo um hnútana að erlent fjármagn hefur revnst aflgjafi í sókn til betra lífs, án þess að því fylgdu nokkr- ir verulegir annmarkar. Hér í blaðinu birtust nýlega úrslit skoðanakönnunar í mörgum löndum einmitt um þetta efni. Hún sýndi að meirihluti í ná- lægum löndum telur erlent fjármagn til heilla i atvinnu- legri uppbyggingu, enda er þá svo um hnútana búið, að innlend stjómarvöld hafa tögl og hagldir í þeim skipt- um, jafnhliða sem þau tryggja að þeir, sem fjármagnið leggja fram, hafi í senn ör- yggi og sæmilegan arð. Það hlýtur að reka að því að ís- lendingar verða að gera þetta dæmi upp og ákveða, hvort þeir vilja leggja út á þá braut að efla hér stóriðju, með þvi að fá erient fjármagn til að vera lvftistöngina. Raunar er augljóst, að verulegt átak í þessu efni, verður ekki gert nemá lagt verði út á ný.ia braut að þessu leyti. Innlend fjármagnsmyndun er allsendis ófullnægjandi til að standa undir stórfelldum framkvæmd- um í sambandi við stóriðju, og beint lánsfé til slikra framkvæmda mundi torfengið. Þá er þriðja leiðin sú, að mynda félagsskap við erlenda aðila, sem yfir kapitali ráða, til framkvæmdanna, með þeim tryggingum á báða bóga, sem samkomulag yrði um. Þessa leið hafa jmisar þjóðir farið með góðum árangri, t.d.. Norð- menn. Ætti að vera tiltölulega auðvelt að rata rétta leið í þessum efnum með leiðsögu þeirra, sem Ianga reynslu hafa að ba.ki.. Um þessi mál hefur svo lítið verið rætt og ritað hér, að upplýsingar eru af skom- um skammti. Líklega yrði það því notadrjúgur undirbúning- ur til að auka hagnýtingu náttúruauðlinda landsins, ef unnt væri að upplýsa þetta mál og auka skilning á því, að þarna er leið sem nauðsyn ber til að rannsaka og líklegt er að sé fær til gagns fyrir alla“. Aðeins í nýiendum Lofsöngur Tímans um bless- un erlendrar fjárfestingar er býsna fjarlægur veruleikan- um. Þróunin í heiminum að undanfiömu hefur einmitt ver- ið sú að þjóðirnar hafa hvar- vetna risið upp gegn erlendu fjármálavaldi og keppt að því að öðlazt sjálfar öll yfirráð vfir auðlindum sínum. Barátt- an gegn érlendum auðfyrir- tækjum er einmitt meginþátt- urinn i frelsisbaráttu ný- lendubióðanna, og ætti að vera óþarfi að rifja þá reynslu ná.nar ímn. Það er hiris vegar rétt hjá Tímanum, að þetta hefur engan veginn verið eins a.lvarlegt vandamál hjá þeim 'þjóðúm Vesturevrópu, sem hafá heimiiað erlenda fjár- festingu hjá sér. t. d. Norð- mönnuin; óg má þó margt misjafnt3 segja um reynslu beirra einnig.' En i þessum ríkjum er ástæðan sú að er- lend fjárfesting hefur aðeins verið örlftill þáttur í efnahags- kerfinu. Hvorld Noregur né önnur lönd Vesturevrópu Iiafa neina reynslu af erlendri fjárfestingu í þeim mæli sem rætt er um hér á landi; þá reynslu er aðeins að fá úr nýlendunum. Yrði risi í íslenzku eínahagslííi Við verðum æfinlega að minnast þess að íslendingar eru fámenn þjóð og lítils meg- andi efnahagslega. Efnahags- kerfi okkar jafngildir aðeins meðalstóru fyrirtæki í ná- grannalöndunum. Nokkra hug- mynd má t. d. fá af því að auðhringurinn Unilever — sá auðhringur sem við íslending- ar þekkjum bezt og h"fum háft mest samskipti við — notaði á s.l. ári - í einar sam- an auglýsingar 4500 milljónir króna — en það er sama upp- hæð og allar þjóðartekjur fs- Iendinga eru metnar á. Svona smáir erum við, og því meg- um við ekki gleyma, þótt á- stæðulaust sé að fá nokkra minnimáttarkennd af þeim á- stæðum; við þurfum aðeins að minnast þess að reisa okk- ur ekki hurðarás um öxl. Fyr- irtæki, sem flokkaðist til stóriðiu og ætla.ði að sel.ia framleiðsluvörur sínar í stór- um stíl á heimsmarkaði, yrði þvilíkur risi í íslenzku efna- hagslífi, að hann gnæfði yfir allt ánnað. Hvar, nema í nýlendum? Þegár rætt hefur verið um alúminíumverksmiðju hefur dæmið stundum verið sett upp þannig: Verksmiðja sem fram- leiddi fyrir 50 milljónir doll- ara á ári, myndi kosta í fjár- festingu um 100 milljónir doll- ara, og rafstöð handa henni myndi kosta um 60 milljónir dollara. Fjárfestingin ein saman yrði þannig um 2.600 milljónir króna miðað við nú- verandi gengi. Fjárlög íslend- inga eru hinsvegar aðeins rúmlega 900 milliónir króna; fjárfesting í alúminíumverk- snúðju næmi þannig jafnmik- illi upphæð og er á f járlögum íslendinga í þrjú ár. Hvar hef- ur Tíminn hejTt um erlenda fjárfestingu, svo umfangs- mikla, utan nýlendnanna. Framleiðsla verksmiðjunnar er áætluð nema 50 millj- ónum dóllara að verðmæti á ári, eða um 800 milljónum Brezk-bandarískur olíuleit- arleiðangur í nálægari Austurlöndum. Sú banda- umfangsmikil í efnahags- ríska fjárfesting sem rætt er um hér á landi yrði svo kerfi okkar, að liún myndi jafngilda áhrifavaldi olíu- hringanna í Arabalöndun- um og Suður-Ameríku. ---------------------------j króna miðað við núverandi gengi. Sem stendur eru allar gjaldeyristekjur íslendinga um 1500 milljónir króna á ári; framleiðsla þessarar einu verksmiðju næmi þannig meiru en helmingi af því sem þjóðin aflar nú. Hvar hefur Tíminn heyrt um erlend fyrirtæki sem hafi slíka aðstöðu, utan ný- Iendnanna? GeSur sett okkur úrslitakosti Það gefur auga leið að fyr- irtæki sem þetta yrði ríki í ríkinu, kringum það myr.di rísa borg með mörgum þús- undum íbúa, þiað yrði ger- bylting í atvinnulífi Islend- inga. Og hinir erlendu eigend- ur fyrirtækisins gætu hverær sem væri sett Islendingum stólinn fyrir dyrnar. Um leið og þjóðin væri orðin háð verksmiðju sem þessari og framleiðsla hennar væri ovð- inn mjrg ríkur þáttur í at- rinnulífi íslendinga, kanxi iki þriðjungur útflutningsins, gætu eigendurnir, hinir er- lendu auðmenn, farið að setja okkur kostina. Þeir gætu sett skilyrði um gengi íslenzkrar krónu, um skatta og skyldur, um kaupgjald; — hótunin um að stöðva verksmiðjuna að öðrum kosti væri slíkt vopn að gegn þvi yrði fátt um va m- ir. Þá gætu Islendingar hætt að deila um það árlega hvern- ig þeir eigi að leysa efnahags- vandamál sín, þá yrði Alþingi og ríkisstjórn formið eitt; valdboð risafyrirtækisins réði úrslitum um allt. Slíka rð- stöðu hafa erlend auðféíög einmitt haft í nýlendunum: en h\,a.r getur Tíminn bent á hlið- sftætt' ástand í Vesturevrópu? í engu Vesturevrópuríki geta erlend fyrirtæld sett kosti á þennan hátt; framleiðsla þeirra er svo lítill hluti af Framh. á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.