Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1958, Blaðsíða 3
Laugaidagur 10. maí 1958 — ÞJOÐVILJINN — (3 Tillögur um nýtt fyrirkomulag skattaálcsgningcir á fyrirtœki Bornar íram af sænskum próíessor er rannsakað heíur þetta mál Á vegum IðnaSarmálastofnunar fslands hefur dvalizt hér um mánaðarskeið sænskur prófessor, Nils Vásthag- en, þeirfa erinda aö kynna sér skattlagningu fyrirtækja og félaga. Lokadaguriiin er á niorgun Lokadagurinn er á morgun. Sú • var tíðin, að þessi dagur var mikill hátíðisdagur í ver- stöðvum landsins. Þeir, sem í útverið f qtti ;hlökkuðu til þessa dags, að mega hverfa aftur heim til ástvina sinna, oft með góðan f eng og byrja síðan vor- og sumarstörfin heima. Á heim- ilunum var líka mikil tilhlökk- 'un, þegar faðirinn, sonurinn, bróðirinn, eða unnustinn komu heim eftir langa fjarveru. En áður fyrr var lítið um slysayarnir í verstöðvum lands- ihs og þvi var fögnuður loka- dagsins oft' sorgum blandinn hjá. þóim, sem ekki fengu ást- vini sína heim. Nú eru breyttir t.ímar að þéssu leyti. Öflug slysavarna- starfsemi er í flestum verstöðv- um, og björgunartæki og sælu- hús með ströndum fram, þar sem hættan er mest, enda hef- ur sjóslysum fækkað mjög sem betur fer. En stöðugt þarf að vinna að bættum slysavörnum, bæði á sjó og landi. Lokadag- urinn er fjársöfnunardagur slysavarnadeildanna viða um land. Aliir' viðurkenna, að ein- hverstaðar frá verði að koma fé ;til þessarar starfsemi, og Slysavarnafélagið treystir. því að þetta fé komi frá almenn- :ingi. fyrst og fremst. Á landsþingi Slysavarnafé- ¦ ¦ _________________________________________________________________________________________________ Hænadagur- inn á morgun Næsta sunnudag, hinn 11. maí, «r bæjnadagur .ísjenzku þ'jóð- kirkjunnar. Fyrir nokkrum ár- um tók þáverandi biskup, dr, Sig'urgeir Sigurðsson, upp þann sið, að hinn 5. sunnudag eftir p'áská' skyldi jafnan efnt tíl ál- menns bænadags í kirkjum landsins, þar sém þjóðin sam- einaðist um ákveðið bænarefni. Þessi venja hefur haldizt síðan og þátttaka. þennan dag jafnan verið mikil Að þessu sinni er ákveðið, að beðið skuli fyrir æskulýð lands- ins og uppvaxandi kynslóð allra þjóða. Æskan á að .erfa landið. Undir hennar afstöðu til lífsins, hennar þegnskap og starfi, henn- ar siðgæði og trú, er það komið, hvernig svip framtíðin ber. . Áhrif og kraftur -einlægrar bænar eru staðreyhdir, sem ekki verður . á móti . mælt. Og því sterkari eru áhrif hennar og meiri hennar kraftur, sem fleiri taka með einum huga og einni sál' þátt í henni. Br því þess áð. vééritá,1 'að mikíl bg almenn þatttaka sáfriaðanna um allt larid vetði i bænadeginum næsta sunnudag, svo að hann megi verða -þjóðinni til sannrar bless- unar, - lags Islands, sem haldið var í s.l. mánuði var gengið endan- lega frá samþykkt, varðandi byggingu björgunarstöðvar við Reykjavíkurhöf n. Er hinu væntanlega ihúsi ætlað að vera. miðstöð slysavarnastarfseminn- ar í landinu og líka geymslu- staður fyrir björgunarbátinn „Gísla J. Johnsen", sem stað- settur er á félagssvæði ING- ÓLFS, en hauðsynlegt er að báturinn sé í góðri geymslu og alltaf til taks, þegar þörf jkref- ur. Reykjavíkurbær hefur sýnt Slysavarnafélagi IslandS þá velvild, að láta því í té dýr- mæta lóð við höfnina, fyrir björgunarstöð og félagshús og unnið er hú að nauðsynlegum undirbúningi, " áður en fram- kvæmdir hefjast. En nú kemur til kasta allra áhugamanna um slysavarnamál, að efla svo fjáröflun deildanna, að húsið komist upp, sem allra fyrst. Eg vil alveg sérstaklega síkora á alla félagsmenn í ING- ÖLFI, og Reykvíkinga yfirleitt, að styðja þetta mál vel og drengilega, nú á sunimdaginn. Slysavarnafélag íslands er rúmlega 30 ára; Það -hefUr enn ekki átt neinh vai"anlegan Mynd þessier Iíkan af fyrir- hu^aðri björgunarstöð Slysa- vaihafélagsins á Grandagarði. samastað fyrir starfsemi sína, og þó hefur það verið draum- ur forustumanna félagsins um laugt skeið. Nú er þessi draumur að ræt- ast og með því verður stigið mikið heillaspor í starfsemi fé- lagsins. Reykvíkingar! — Leggið stein í hina nýju byggingu, og það strax á morgun. Ó.J.Þ. Sölumerki Slysavarnadeildar- innar INGÓLFS verða aflient á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Slysavamafélags- ins, Grófin 1, Verzlunin Straumnes, Nesveg 33, Sæl- gætisbúðin, Sólvallagötu 74, Skátaheimilinu, Snorrabraut, Verzlunin Krónan, Mávahlíð 25, Sælgætisbúðin, Réttarholtsvegi 1. Sælgætisbúðin, Langholts- vegi 131. Þá verður hafður í til- efni dagsins gúmmibjörgun- arbátur á Tjörninni, Gísli J. Johnsen á siglingu í höfninni lúðrasveit drengja spilar á Austurvelli kl. 3 e.h. stjórn- andi Karl Ö. Runólfsson og gluggasýning verður í Aðal- stræti 4, þar sem sýnt verð- ur likan af hinni fyrirhuguðu björgunarstöð. Prófessor Vásthagen er dokt- or í hagfræði frá Gautaborg- arháskóla og er nú prófessor í þeirri grein við Verzlunarhá- skólann í Stokkhólmi. Hingað til lands kom hann á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar, en nokkur félagasmtök höfðu skorað á hana að fá hingað erlendan sérfræðing til þess að rannsaka skattamál fyrirtækja hérlendis. Prófessorinn hefur dvalizt hér mánaðartíma og kynnt sér þessí mál og hefur lagt frarii skýrsTu'þar sem hann greinir frá niðurstöðum sínum og tillögum. Eru helztu atriði þeirra þessi: Veltuútsvar og eignaútsvör fyrirtækja verði afnumin og útsvör þeirra lækkuð um helm- ing frá því sem nú er. 'Hins vegar verði hert mjög á eftir- liti með framtali til skatts. Jafnframt verði tekjuskattur lagður á hlutfallslega, t.d. 25% skattur, og eignaskattur á fyrirtæki afnuminn. Skattur ríkis og bæja verði samræmdir, þannig að sömu tekjur yrðu skattlagðar í báð- um tilfellum og skattarnir lagðir á sameiginlega. Þá leggur prófessorinn til að ýmsar bi-ej'tingar verði gerðar á núgildandi'skattaákvæðum í sambandi við endurbyggingu véla og húsa, vörubirgðir, fr'í- hlutabréf o.s.frv. Einnig legg- ur hann til, að hlutafélög, samvinnufélög og ríkis- og bæjarfyrirtæki verði skattlögð með sem líkustum hætti. Prófessorinn telnr einnig, að öll fyrirtæki á landmu, bæði stór og smá, ætti að skatt- leggja af sama skattyfirvaldi. Ennfremur bendir hann á, að til greina komi í stað tekju- skatts algerlega nýtt skatta- kerfi, t.d. að leggja skatt á útgjöld fyrirtækja í stað þess að skattleggja tekjurnar. Telur hann, j að slíkt væri æskilegt frá framleiðslusjónarmiði, en þurfi að rannsakast ítarlega. Björgunarafrek- ið við Látrabjarg sýnt í dag Slysavarnafélaginu hafa oft borizt fyrirspurnir um hvort kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg verði ekki sýnd á næstunni. Myndin verður sýnd í Gamla biói í dag kl. 3, og iafn- framt verður sýnd kvikmynd um notkun gúmmibjörgunarbáta. -.— Almennur fundur um launamál kvenna Skorar á ríkissfjérnina að skipa nú fsegar jafnlaunanefnd Kvenréttindaíélag fslands, Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Verzlunarmanna- félag Reykjavikur gengust fyrir almennum fundi um launamál kvenna þann 5. þ.m. í Tjarnarkaffi. Formaður Kvenréttindafélags tslands, Sigríður J. Magnúss*on stjórnaði fundinum og fluttí ávarp. Framsögu höfðu fjórar konur. Herdís Ólafsdóttir frá AK þýðusambandi íslands. Talaði hún um þann mun, sem væri enn á launum karla og kvenna í erfiðsvinnu og sagði, að þótt bilið miili Iauna karla og kvenna hefði minnkað mikið vantaði enn töluvert á að kon- ur hefðu launajafnrétti á Við karla, nema í sárafáum grein- um, hefðu þær þó sýnt bæði fyrr og síðar, að þær væru engir eftirbátar karla við erfiði og vosbúð. Valborg Bentsdóttir frá Bandaiagi starfsmanna ríkis og bæja. Benti hún á, að þótt launajafnrétti ætti lögum sam- kvæmt að ríkja í opinberri þjónustu, vantaði enn töluvert á að framkvæmd þeirra laga væri á þann veg, að konur byggju við fullkomið launajafn- rétti. Taldi hún að endurmeta þyrfti allmörg störf, sem lent hefðu í Iágum launaflokkum, vegna þess að þau hefðu verið metin „kvennastörf" í byrjun. Anna Borg frá Verzlunar- mannafél. Reykjavíkur. Skýrði hún frá þvi, að ekki væri liðin nema þrjú ár síðan Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur varð eingöngu launþegafélag. Og þótt ein kona væri í samninga- nefnd félagsins væri róðurinn erfiður að ná nokkrum árangri við það að jafna laun karla og kvenna. Taldi hún, að með samþykkt jafnlaunasamþykkt- arinnar myndi málið verða bet.ra viðúreignar. Hulda Bjarnadóttir frá Kven- réttindafélagi íslands. Sagði hún að þótt hálf íiid væri liðin síðan kvenréttindáhreyfingin iét fyrst til sín taka hér á landi létu konur sér enn lynda að vera í skugga karla og þiggja lægri laun, þótt þær legðu fram vinnu á borð við þá. Hvatti hún konur til að hrista af sér slen- ið og láta launamál og opinber mál meira til sín taka. Framhald á 10. síðu. María Ámnndadóttir Minningarorð Það verður ekki neinn héraðs-" brestur þótt háöldruð alþj'ðu- kona ' falli í valinn og hverfi sjónum; þetta er lögmál lífsins, að heilsast og kveðjast, svo er lífsins saga, og það er gleðilegt að fá hvíld þegar heilsan er biluð, kraftarnir, heyrn og sjón farin að 'dvína og dagsverkinu virðist lokið. Margs er að minnast og margt að þakka og margs að sakna, en það er gott að eiga margar bjartár minningar frá samveru- stundum okkar. Þu varst alltaí svo rík af þeim auði sem er var- anlegastur og hvorki mölur né ryð fasr grandað. Þegar öll sund virtust lokuð þá kom bjartsýn- in þín og krafturinn að góðu haldi, og þú sigraðist að lokum á öllum erfiðleikum. Máría Ámundadóttir var fædd að Árbæ í Holtum 1. apríl 1864, en ó'st upp á Bjólu h.iá afa sín- um, Filippusi. Þorsteinssyr.:. Langt innan við fermingu fór hún að vnna fyrir sér, eins og þá var siður. Hún giftist aldrei, en eignaðist 3 börn með unn- usta sínum: Ingvar, Markús og Jóhönnu. Þegar dóttir hennar lézt frá 2 ungum börnum gerðist María ráðskona hjá tengdasyni sinum, Pétri Þórðarsyni og gekk börn- unum í móðurstað, og þar hefut hún dvalið síðan óslitið um 40 ára skeið. Ævidagurinn var or§- inn langur og starfið oft strangt, en hún fékk að sjá góðan árang- ur verka sinna. — Eg trúi því að þú haldir áfram að starfa og stríða handan við móðuna miklu, því ég trúi því sannleiki að sic- urinn þinn að- síðustu vegira jafni M.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.