Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.06.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJ0ÐVTLJINN — Föstudagur 20. júní 1958 Meiminwarvika í Osló framh. af 7. síðu farið að tiðkast í þeim stétt- um haldandi veslum þraut- píndum viðskiptamanninum í greip sinni eins og flugu sem maður hefur fangað í bríeríi. Þarna voru þetta indælar og hjartanlegar jarðneskar ver- ur boðandi rétt þess 'sem lifir að halda áfram að lifa á jörð- inni túlkaðar með gaman- sömu hugarfari meistarans sem elskar kannski þá mest sem hann hlær kátast að og þeir sem léku þessa iðnaðar- menn voru á hárréttu plani og innilega mennskir, hins- vegar virtist álfakóngurinn og drottning hans hafa unnið á pósthúsi í Lofoten og það ! væri ekkert að athuga við 'það ef þau hefðu ekki flutt með sér þetta litla nytsama pósthús inn í hina hrífandi veröld ævintýrsins og reist það þar á klunnalegum staur- um í hinu mjúklitaða mistri. Jæja, ég var nú að vona eg fengi að sjá Ibsen í Nor- egi. Ég hafði komizt á bragð- ið við að sjá Brúðuheimilið 'sem norski leikflokkurinn flutti í templarakvikmynda- leikhúsinu eða samkomuhús- inu á Akureyri. Nei, enginn Ibsen. Æ, hugsa ég. Hinsveg- ar voru eintóm ensk leikrit á boðstólum. Eitt eftir Oscar Wilde sem mun vera ósköp brilliant að mörgu leyti, ég skil ekki hvað maður hefur brúk fyrir slíkt anno 1958, það fólk sem lifir undir strontium-bombardimenti frá sínum eigin atómsprengjum. Jú þetta er svo elegant, segja menn, og með vakandi eftir- tekt á sessunautum sínum í leikhúsinu til þess að verða ekki of seinir að hlæja þegar við á. Þetta er ósk,"p snjallt þýðingarlaust andriki sprottið af djúpum samkvæm- isleiða þess sem á of auðvelt með að töfra og er of veikur til að standa á móti freist- ingunni að bera fram leiftr- andi þversögn sem flögrar innantóm að hraðvirkum vits- munum, en úr því é er að hafa orð á þessu varð ég að nefna þann sem gaf sýningunni flest sem þar fannst af réttum geð- blæ: Per Obell. Hann hélt á- fram leik sínum í litlu nota- legu samkvæmi sem okkur var haldið í húsi sem myndlistar- mennirnir eiga: Kunstnerens Hus. Þar impróviseraði Obell einar tvær ræður með glæsi- legri fyndni og fleygu skopi sem engu eirði með elskuleg- um svívirðilegheitum. Og fleiri leikarar léku þætti í þessu samkvæmi líkt og væru að gefa vinum sínum for- smekk. Og Lillebil Ibsen sem við vitum að er ein enjallasta leikkona Norðmanna sýndi þrjár túlkanir kamiliufrúrinn- ar, enska þýzka og franska, þrjár þjóðir í einum púnkti, skopstæling sem náði næstum tragískum tónum lijá þessari snjöllu leikkonu. Ég held það sé réttara að bíða eftir skýrslu frá félaga mínum Hallgrími Helgasyni um tónlistina sem okkur var Torgeir Andersen-Ryst flutt þarna en þar þótti mér langmerkastur píanókonsert eftir Sæverud sem við heyrð- um eitt kvöld í hinni nýju og skemmtilegu útvarpshöll, 24 ára gamall Norðmaður hljóp í skarðið fyrir Robert Riefling sem hér spilaði hjá Tónlistar- félaginu eitt sinn. Jan Henrik Kayser, hann hafði hálfan mánuð til að æfa verkið og lék það með furðulegu öryggi og er áreiðanlega óvenjulegur hæfileikamaður sem við eigum eftir að heyra frá. Sæverud er sérkennilegur maður með gáfulegt andlit sem minnir of- urlítið á refshaus í forminu, hátt og breitt enni og niður- andlitið langt og mjótt og músik hans með rytmiskum skringileik, klókindum og hug- myndarík. En nú gef ég Hall- grími orðið og bíð eftir skýrslu hans. Eina framlag frá Islands hálfu til tónlistar á þessu móti vai _að vísu ekki frá honum heldur hinum ágæta félaga okkar Sigurði Bjarna- syni eem bjargaði heiðri landsins á hættunnar stund í einni veizlunni þegar Tiræðra- þjóðir okkar sendu fram inn- blásna fulltrúa til þess að kynná fyrir norskum veitend- um okkar og gestgjöfum drykkjusöngva og samkvæmis- Ijóð úr löndum sínum og þar kom að eftir var íslands hlut- ur, þá reis upp þingmaður Norður-ísfirðinga og kvað með prýði áhrifamikinn man- söng úr rímu og þótti þá það flestum hismi sem fyrr var kveðið. Þetta var í gamalli bóndastofu á Bygdö þar sem þjóðlífs og minjasafn stendur í. ótal fornum húsum og á einu þeirra er rist í bita yfir dyrum: Þorgautr mik gjördi. Þann daginn hélt Morgenposten okkur veizlu með gömlum norskum matar- réttum svo sem vindþurrkuðu kjöti og einskonar laufabrauði allfrábrugðnu því sem gerist hjá okkur og þessi veizla þótti mér einna skemmtileg- ust af þeim sem við sátum og var það bæði umhverfinu að þakka en þó ekki síður skemmtilegum veizlustjóra, ritstjóra blaðsins. Eldur á arni, ungur maður kemur með Harðangursfiðlu, þetta gamla norska hljóðfæri, og spilar demóniskar trillur sem stað- armenn segja að sjálfur djöf- ullinn hafi hvíslað í eyra spil- aranna á dimmum vetrum: fanitullen. Og ræðuhöld innan hinna brúnu og svörtu bjálka- veggja en sólin skín úti og bræðir snjóinn hvíta og enn drýpur af þökunum og allt í kring eru hús frá gömlum tíma, allt aftur á 11. öld. Svona var gott að sitja með Norðmönnum og í þeim er ein- hver náttúruleg hlýja sem kemur eðlilega fram, fjarri tilgerð, og gestrisni þeirra virtist mér sönn og ótæpileg. Og svo var hinn gamli hundrað metra hlaups methafi Stenersen, auðugur maður sem hefur eignazt undursam- legt málverkasafn, það gevm- ir hann í nýtízku liúsi í, hæð þaðan sem sér vítt yfir on inni í húsinu sér enn víðar yfir því þar eru málverk eftir Picasso, Matisse, Rouault, Leger, Klee og svo þann sem einn úr norskri mvndlistar- s,ögu hefur öðlazt heimsnafn,- Edvard Muneh. Ég vissi ekki fyrr að svo indælar myndir fyndust á Norðurlöndum serr þessar litlu mvndir Klee sem héngu á vegg við stigann þar sem gengið var upp þangað sem Picasso hangír og þeir karlarnir, þar á meðal mvndir með áletruninni Individuelles Orchester og Als ich hinaus- ging, og olíumálverk lítið sem spilandi litaröndum var raðað í heillandi tónharmóní og kennt við Provencehérað, þessar myndir Klee voru bezta listin sem ég sá í ferðinni. Nú er sá heiðursmaður sem hefur verið fulltrúi Norð- manna á Islandi lengi Torgeir Andersen-Ryst ambassador að fara héðan. Þeir sem hafa kynnzt honúm vita að það verður erfitt að setjast í sæti hans. Hann hefur aflað sér mikilla vinsælda og verð- skuldra vegna ljúfmennsku og góðvildar og það er áreiðan- legt að ást hans á Islandi er einlæg. Má ég kveðja Noreg’ — í bili — með góðum cskum til þessa mæta manns. VIÐGERÐIR á efti rtöldum tækjum: •Í1, i r • í i ■%T~' -'iW. : E A S Y þvottavélum BLACK & DECKER rafmagnshandverk- fæmm PORTER CABLE rafmagnshand- • verkfærum . R C A ESTATE-eldavélum ABC olíukyndingartækjum P & H rafsuðutækjum HARRIS logsuðutækjum RIDGE snittvélnm Annast Raftækjavinnustofa Jóns Guðjónssonar Borgarholtsbraut 21 — sími 19871 Trésmíðaverkstæði Hef flutt verkstæði mitt að Álfhólsveg 40, Kópavogi. — Smíða eldhússinnréttingar, svefnher- bergisskápa, glugga, gluggaáfellur og innihurðir. Tek eimiig að mér að sjá um innréttingar og breytingar á húsum. — Vönduð vinna. Virðingarfyllst, ÞÓRIR LONG, bygginganieistari, sími 3-36-41 GejTnið auglýsingnna. 47 stúdentar luku prófum við Hóskóla íslands í vor Flestir í viðskiptafræðum, læknisfræði og lögfræði í maí og júní s.l. luku 4 stúdentar embættisprófi í guðfræði, 11 í læknisfræði, 10 í lögfræði, 3 luku kand- idataprófi í tannlækningum og 16 í viðskiptafræðum, einn lauk kennaraprófi í íslenzkum fræöum og tveir B.A,- prófi. Nöfn á eftir: stúdentanna fara hér Embættispróf í guðfræði: Hjalti Guðmundsson Jón S. Bjarman Oddur Thorarensen Sigurvin Elíasson Embættispróf í læknisfræði: Árni Ingólfsson Bergþóra Sigurðardóttir Daníel Guðnason Grétar Ólafsson Guðmundur Bjarnason Guðmundur Þórðarson Hólmfríður Magnúsdóttir Jónas Hallgrímsson Lárus Helgason Per Lindgaas Sverrir Haraldsson Brighton sá nú, að hann yrði að rannsaka sldpið mjög gaumgæfilega, til að ganga úr skugga um, livemig stefnu skipsins hafði verið breytt án haus vitundar. Eftir að þeir höfðu undirbúið sig vel, sagði Þórður honum að hann skyldj reyna að kafa niður að slápinu. „Eg ætla að líta á áttavit- ana, þ\i ef einhver hefur ruglað þeim, þá þarf ég ekki lengur vitnanna við! Þeir eiga að vera vatns- þéttir og ef þeir eru enn um borð í skipinu þá ættu þeir að geta orðið okkur að miklu liði“. „Ágætt“, sagði Þórður, „er þá eftir nokkru að bíða?“ Kandídatspr. í tannlælmingum: Guðmundur Árnason Guðrún Gisladóttir • 1 Sigrún Tryggvadóttir ' Embættispróf í lögfræði: Auður Þorbergsdóttir Bragi Hannesson 1 Guðjón Styrkársson Hallvarður Einvarðsson ’ Haraldur Jónasson ' Jóhann Þórðarson Jón Ólafsson Jón A. Ólafsson Lúðvík Gizurarson Örn V. Þór Kandídatspr. í viðskiptafr.: Aðalsteinn Kjartansson Bjarni Einarsson Björgvin Guðmundsson Filippus Björgvinsson Gottfreð Ámason Guðjón Baldvinsson . ' Harald S. Andrésson ' Hörður Vilhjálmsson Ingólfur Ömólfsson Konráð Adolphsson Kristján Aða.lbjömsson Riehard Hannesson Rúdólf Pálsson Sigurður Þorkelsson . 1 Þorgeir K. Þorgeirsson Ævar Isberg. 1 Kennarapr. í ísl. fræðum: Iiallfreður Örn Eiríksson 1 B.A.-próf: Elín Inigólfsdóttir * ’ Óskar H. Ólafssón Einn kandídatanna, Jónas Hallgrímsson cand. med., hlaut ágætiseinkunn, 204 stig. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.