Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 1
 Fimmtudagnr 10. júlí 1958 — 23. s* árgangur 151. tölublað. Vegna sumarlejTfa verðgiP skrifstofa Sósíalistaféiags Keykjavíkur opin aðeins frá kl. 6 til 7 síðdegis funm daga vikunnar, Iokuð á laugardögiun. Þetta gildiir til 1. ágúst n.k. Sósíalistafélagið. anzhafsban Mikiar bollaleggingar i Lundúnum u.m crð enn sé von um samnlnga Wð Islendinga um landhelgismáliB Einkaskeyti til ÞjóÖviljans. Brezki ambassadorinn á íslandi, Gilcbirist, var s.l. sunnudag kvaddur heim til viðræðna við brezku stjóm- ina. Miklar bollaleggingar eru um það í Lundúnum í sambandi við komu sendiherrans, aö íslendingar muni þrátt fyrir allt reynast reiöubúnir til samninga um land- helgismálið innan vébanda Atlanzhafsbandalagsins. Fréttaritstjóri danska blaðs- ins Jyllandsposten í Lundúnum, Gunnar Henriksen, heldur því fram í tilefni af viðræðum Gilchrists við Noble aðstoðarut- anríkismálaráðherra Stóreignaskattur á einstak- lingum utan Reykjavíkur Einstaklingar utan Reykja- víkur sem ber að greiða yfir 150.000.00 kr. í stóreignaskatt: Haraldur Böðvarsson, Akranesi 1.419.840 Sturlaugur H. Böðvarsson, Akranesi 903.291 Einar Guðfinnsson, Bolungarvík , 288.653 Sigurður Sigfússon, Sauðárkróki 251.313 Guðrún Ólafsson, Túng. 6, Akureyri 270.318 Kristján Kristjánsson, Akureyri 654.628 Oddur C. Thorarensen, Akureyri 511.323 Ágúst V. Matthíasson, Vestmannaeyjum 190.465 Ársæll Sveinsson, Vestmannaeyjum 469.564 Ástþór Matthíasson, Vestmannaeyjum 632.239 Helgi Benediktsson, Vestmannaeyjum 1.275.698 Tómas M. Guðjónsson, Vestmannaeyjum 288.292 Þorsteinn Sigurðsson, Vestmannaeyjum 212.056 Guðjón Sigurðsson, Gufudal, Ölfushreppi 233.843 Framhald á 10. síðu. Af hverjum keypti Vilhjálm! ur Þór lúxusbílinn? Fyrir nokkru lét Vilhjálmur Þór Seðlabankann kaztpa ,einhvern dýrasta og íburðarmesta lúxusbíl sem um getur hér á landi. Er tegundin Road- master Buick og númer bílsins er R-9977. Verð- ið sem Vilhjálmur lét Seölabankann borga fyrir gripinn er á fimmta hundrað þúsund krónur, og v.erkefni bílsins er að flytja Vilhjálm Þór milli húsa, t.d. frá útungunarfyrirtœkinu Hreiður h.f. til Almenna byggingarfélagsins, en Vilhjálmur er mikill hluthafi í þeim báðum eins og rakið var í blaöimL í gœr. Auk þess notar Vilhjálmur bílinn til a& skemmta erlendum g.estum sínum og aug- lýsa veldi sitt, eins og þegar hann flutti fáeina erlenda seölabankamenn á dögunum ýmist í lúxusbílnum nýja eöa keypti undir þá heila skymasterflugvéV. En í sambandi við þetta fáránlega bruðl Vil- hjálms á kostnaö almennings er eitt dularfullt at- riði. Seölabankinn hefur ekki fengið neitt inn- flutningsleyfi fyrir bifreið. Vilhjálmur Þór hefur ekki fengið neitt innflutningsleyfi fyrir bifreið. Af hverjum keypti Vilhjálmur Þór bíl fyrir ncest- ■ um hálfa milljón króna af almenningsfé — og hvað er eðlilegt verð bílsins? „að margt bendi til þess að ný viðhorf séu að skapast í landhelgisdeilunni og aðilar, náten.gdir brezku stjórninni, telja að deilan liafi breytzt að inntaki“. í Lundúnum er talið að hin ó- vænta koma Gilchrists stafi af því að liann hafi fengið nýja vitneskju um afstöðu íslenzku stjórnarinnar. Síðustu dagana hefur verið talið í Lundúnum að Islendingar séu þrátt fyrir allt reiðubúnir til samninga um lausn, ef til vill innan vébanda Atlanzhafstiandalagsins, Vel kunnugir menn í Bret- landi telja að Islendingar muni senda fastaráði Atlanz- hafsbandalagsins xnótmæli ge,gn hótunum Breta, og þannig opnist möguleikar á að taka landhelgismálið til umræðu. Jyllandsposten birti þetta Lundúnaskeyti undir svohljóð- andi aðalfyrirs. á forsíðu: Amb- assador Englands á íslandi kominn heim með nýjar fréttir. Þróunin í deilunni um fiskveiði- takmörkin að taka á sig fasta mynd. Ásmundur, IL C. Hansen kom til Islands í gær á danskri freigátu H.C. Hansen forsætis- og ut* anríkisráðherra Danmerkur ur kom til Reykjavíkur frá Færeyjum í gær með dönsku freigátunni „Fetis“. Ráðheri’ann mun ræða við fréttamenn í dag, en hantx dvelst hér til laugardags og heldur síðan til Grænlands. Heimsókn Hansens hingað er ekki opinber. I Færeyjum ræddi hann um landhelgismál við færeyska leiðtoga. Dönsku blöðin skrifa mikið um för Hansens til Fær- eyja og Islands og um land- helgismálið í því sambandi. Meistararnir leiðbeina drengjunum I fyrradag voru Vilhjálmur Einarsson og da Silva á íþrótta- vellinum að æfingum og kom þá fjöldi ungra og áhugasamra drengja, sem vildu fá tilsögn í listinni. íþróttakapparnir munu hafa samskonar sýnikennslu, fyrii; unglinga og ,aðra, sem á- huga hafa, á morgun kl. 5—7 og aftur n.k. þriðjudag. (Ljósm.st. Sig. Guðm.) Ummæli Lúðvíks Jósepssonar: Samningar um nýju regiu- gerSina koma ekki til móla I tilefni af skeyti því sem biit er hér á síðunni um einhver ný viðhorf í landhelgismálinu, sneri Þjóðviljinn sér í gær til Lúðviks Jósepssonar sjáv- arútvegsmálaráðherra og komst hann svo að orði: Allar þessar hollalegg- ingar um breytt viðhorf Islendinga eru úr lausu lofti gripnar og staðlaus- ar. Við höfum markað stefnu okkar fullkomlega skýrt og sett reglugerð um framkvæmd málsins, jafngildir hún lagasetn- ingu og frá henni verður hvergi hvikað. Samningar við erlend ríki um þá stækkun landhelginnar, sem þegar liefur verið á- kveðin, koma ekki til mála. Við höfum nú um langt skeið tekið þátt í mörgum fundum og ráð- stefnum til þess að freista t»ess að settar yrðu alþjóð- legar reglur um grundvall- aratriði í landhelgismál- um, en það eru Bretar sem hafa komið í veg fyr- ir að samkomulag tækist um þá lausn sem mikill meirihluti þjóðanna að- hyllist; því situr það sízt á Bretum að tala enn um nýja samninga og nýjar í'áðstefnur. Eftir að Is- lendingar tóku endanlega ákvörðun sína er ekki lengur um neitt að semja. I samhandi við fréttina má einnig minna á að for- sætisráðherra hefur áður lýst yjfir því að í landlielg- ismálinu geti ekki orðið um neina málamiðlun að ræða, og svipaðar yfirlýs- ingar hafa forustumenn Sjálfstæðisflokksins marg- sinnis hirt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.