Þjóðviljinn - 10.07.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Qupperneq 9
Fimmtudagur 10. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Hvor vlnmir - YerSnr el Hér á íþiróttavellinum mun ekki háfa farið fram jafn ekemmtilegt og tvísýnt. einvígi 'í iþróttum eins og á sér stað í kvöld,. síðan þeir leiddu sam- an hesta sí.na þeir Örn Clau- sen og Henreich hinn franski hérna um árið. Þetta einvígi þeírra þrí- stökkvaranna er það þriðja í röðinni, og hefur litlu mun- að í, þau tvö skipti sem þeir hafa reynt. með sér. 1 fyrra sinnið var það í Melbourne í Ástraliu þar sem Villijálmur 'fór framúr þeim glæstustu vonum sem maður þorði að gera, og þá munaði aðeins 9 sm. Næsta skipti var það í Moskva, að leiðir þeirra lágu saman í keppni og þar mun- aði aðeine 2 sm. Og nú vakn- ar spurningin hver verður munurinn í þetta sinn, og á hvorn veginn? Það er næsta athyglisvert að Vilhjálmur hefur aldrei tapað þrístökki nema fyrir da Silva, og þó hefur hann keppt við snjalla Rússa og Japana, og fleiri ágæta þri- stökkvara. Að þessu sinni er erfitt að spá um úrslit. Báðir eru vel undir keppni búnir að því. að talið er, þótt hvorugur hafi mikla keppnisreynslu í ár. Vilhjálmur hefur að því leyti betri aðstöðu að hann er á heimavelli og vanur öllum að- stæðum. Hann er og vanur Vithjálmur því loftslagi sem hér er og Biuna.r þar ef til vill mestu hitastigið, sem er mun lægra en da Silva á að venjast. Að hinu leytinu er svo vitað að gestur okkar er frægasti í- þróttamaðurinn sem hingað befur komið, og að hann er beimsmethafinn í þrístökki og befur um langt skeið verið ésigrandi í iþrótt sinni, þar siem hann hefur lagt til heppni. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti keppni þessi að geta orðið jöfn og ærið spenn- andi, og vafalaust munu í- þróttaunnendur fjölmenna á einvígi þetta, sem er fyrir Da: Silva okkur íslendinga einstætt i sinni röð, þar sem um er að ræða mann eins og da Silva og svo Vilhjálm sem er í dag okkar snjallastí frjálsiþrótta- maður, og í hópi beztu þrí- stökkvara í heiminum. Þetta einvigi, hvernig sem það fer, er lika framúrskar- andi góður undirbúningur undir E.M. í Stokkhólmi fyrir Vilhjálm, en sú keppni fer fram siðari hluta ágústmánað- ar. Það verður ekki sagt að Í.R. diggi á liði sínu með að útvega. úrvalsíþróttamenn á mót sín, því í mörg undanfar- in ár hefur félagið fengið til þátttöku í frjálsíþróttamótum sinum menn sem hafa verið í fremstu röð íþróttamanna heiminum. Er það vissulega lyftistöng frjálsum íþróttum að slikir m'enn koma í heimsókn, ekki aðeins iR-ingum heldur öllum þeim eem áhuga hafa fyrir frjálsíþróttum, bæði áhorf- endum og keppendum. — Að fá heimsmeistarann sjálf- an í þrístökki, snillinginn da SilVa ■ til sérstaks einvígis við Vilhjálm var eiginlega af- rek útaf fyrir sig, og ber að gleðjast yfir því og þakka í allri fábreytninni hér. Og vafalaust verður heim- eókn da Silva atburður sem lengi verður í minnum hafð- ur. # ÍÞRÓTTIR frrsTJóKh rxiMAXH mucASoæ iassværá I.F. leikur síðasta lák sinn áld, og þá viS K.R. Það er orðinn árlegur við- burður eða- allt að því að sjá hér í keppni ungá og geð- þekka drengi sem koma fram í dökkum peysum og hvítum buxum með stöfunum þrem á brjóstinu: B.Í.F. sem tákn- ar að þeir séu frá Sjálenzka félaginu Bagsværd I.F. Þessi flokkur er sá fjórði sem kem- Piltarnir frá Hróarskeldu létu vel yfir dvöl sinni hér Eins og áður hefur verið fráí sagt voru hér í boði Fram annarsflokks drengir frá Ros- . kilde Boldklub af 1906, og kepptu hér fjóra leiki við gestgjafana og önnur lið. — Fcru þeir heim um síðústu helgi með flugvél en þeir komu hingað með skipi. Var þetta gagnheimboð, þar sem Fram var í Hróarskeldu 1956, á 50 ára afmæli félagsins, og nú vildi svo til að Fram átti 50 ára afmæli í ár. Við brott- förina létu gestimir hið bezta yfir dvölinni, og dáðust að hinu sérkennilega landi sem þeir höfðu fyrir atbeina knatt- spyrnunnar haft tækifæri til að kynnast svolítið. Þeir fóru austur að Skóga- skóla, á Þingvöll og í leiðinni komu þeir að Gullfossi, og þótti það fögur sjón, og þeim óvenjuleg. Þeir sem tóku á móti flokknum láta í Ijósi mikla ánægju yfir þeirri við- kynningu sem þeir áttu við hina ungu gesti, og fullyrða að það hafi verið góðir full- trúar æsku lands síns. Leikirnir fóru þannig: — ÍMílari isliili fR-inóÉsins og tngjii’auíar Ml í kvöld I kvöld kl. 8 hefst síðari hluti iR-mótsins og tugþraut- ar Ml. Aðalkeppnisgreinin er þrístökk, en í þeirri grein taka þátt heimsmethafinn og ol ympíumeistarinn A.F. da Silva frá Brasilíu og Norðurlanda- methafinn Vilhjálmur Einars- son. Margir bíða óþreyjufullir eftir þessari keppni, en búast má við góðum árangri og mjög jafnri keppni. Da Silva hefur verið ósigrandi i þess- ari grein undanfarin 6—7 ár og Vilhjálmur aðeins tapað fyrir da Silva siðan hann komst á heimsmælikvarða í þrístökki. Það er því til mik- ils að vinna fyrir báða kapp- ana og ætti enginn að láta þessa keppni fara fram hjá^ sér. Aðrar greinar. I kvöld verður keppt í 110 m grindahlaupi, kringlukasti, stangarstökki, spjótkasti og 1500 m tugþrautarinnar og má reikna með skemmtilegri keppni. Hilmar hleypur 200 m á- samt Guðjóni Guðmundssyni og Þóri Þorsteinssyni, Daníel Halldórsson og Ingi Þorsteins son eru með í 400 m grinda- hlaupi. Friðrik, Hallgrimur og Þorsteinn Löve kasta kringlu, Gylfi Gunnarsson spjóti og svo verður 1500 m hlaup með Svavari og Kristleifi. Tímaseðill kvöldsins: KI. 20.00: 110 m grindahlaup (tugþraut). Kl. 20.15: Þristökk og kringlu kast (tugþraut) aukamenn á eftir. Kl. 20.45: stangarstökk og 200 m hlaup. Kl. 21.00: 400 m. grindahl. Kl. 21.15: 1500 m hlaup og spjótkast. Kl. 21.30: spjótkast (tugþr.). KI. 22.00: 1500 m hlaup (tug- þraut). Roskilde Boldklub af 1906 — Fram 0:1. RB 1906 — Valur 1:2. RB 1906 — KR 1:0. RB- 1906 — Fram 2:0. Eins og úrslitin bera með sér unnu gestirnir tvo leiki, og töpuðu tveim leikjum. Ber það með sér að munur sé ekki mikill á liðunum. Ef bet- ur er að gætt er munurinn ef til vill nokkru meiri en mörk- in benda til. Yfirleitt höfðu dönsku .piltarnir meiri leikni en þeir íslenzku, og þeir höfðu meiri hneigð til þess að leika saman og gera tilraunir til þess að byggja upp. Yfirleitt hafa þeir betra jafnvægi en þótt einkennilegt kunni að þykja, þá er knattspyrna mikil jafnvægislist, og er því ekki veitt eins mikil athygli hér af knattspyrnumönnum og vert er. Fyrir þetta verða heildaráhrifin af leik þessara pilta þau, að þeir standa skemmtilegar að knattspjTn- unni en okkar ungu menn, sem sennilega stafar fyrst og fremst af því að þeir leggja meiri rækt við leiknina og eins það að ihuga hvernig á að byggja upp skipulegan knattspyrnuleik. Piltarnir héldu til í Mela- skólanum, en borðuðu á heim- ilum Framara. — Fararstjór- ar flokksins voru: Richard Petersen, en hann er kunnur dómari í heimalandi sínu, W. B. Nielsen og Börge Christ- iansen. 0HVi ■g$an4i ur hingað í heimsókn og hann er eins og hinir hafa verið kærkominn gestur og þá sér- staklega hinum yngri seni líka þrá að reyna krafta sína og getu við erlenda drengi. Það er líka nauðsynlegt fyrir framtíð knattspyrnunnar hér að að hafa samband við yngri kynslóðina sem upp vex með- al erlendra þjóða. Af því, má líka mikið læra, og það jafn- vel þó þeir hvað sigur í leikj- um anertir, hafi jafna sigra og hin innlendu lið. Þó það hafi lent í hlut K.R. að njóta samvinnunnar við það þetta á- gæta félag þá eru allir meira og minna sem hafa gott af þeim samskiptum, það er einn þátturinn í því að freista þess að efla knattspyrnuna hér og koma henni á hærra þroskastig. Þessir æskumenn frá Sjálandi hafa með komum sínum hingað vakið tilhlökk- un eins og farfuglar gera að vori, þeir gera lífið hér og knattspyrnuna litauðugri og skapa öðrum ungum drengj- um, í þessu tilfelli KR-drengj- um, möguleika til að svífa til suðrænna landa og lifa þar sín ævintýri fyrir tilverknað knattarins og lifandi félags- lífs. í stuttu rabbi sem íþrótta- siðan átti við Sigurð Hall- dórsson um heimsókn þessa og það helzta sem i henni hefur gerzt, lét hann þá von eindregið í Ijós að sú sam- vinna sem tekizt hefði við hið ágæta félag Bagsværd I.F. héldi áfram, og gefur það til kynna að samvinnan hefur verið góð. Síðasti leikurinn á KR- vellinum í kvöld klukkan 7 Þessir ungu drengir hafa verið hér síðan 1. júli og fara héðan á laugardag 12. júlí. Þeir hafa leikið hér fjóra leiki til þessa og hafa leik- irnir farið þannig: B.I.F. — KR 1:0. B.I.F. — Fram 1:0. B.I.F. — Þróttur 1:3. B.I.F. — Akranes 0:3. Leikurinn við Akranes fór fram á Akranesi, og fóru þeir fvrir Hvalfjörð þangað upp- eftir. Þótti þeim mikið til koma að fara þá leið sem vissulega stingur nokkuð í stúf við venjulega bílvegi 1 Danmörku. Á Akranesi var þeim tekið hið bezta og er þeim förin þangað mjög minnisstæð. Þeir hafa ferðazt mikið um nágrenni bæjarins og í gær fóru þeir til Gullfoss og Geysis. Til Þingvalla fóru þeir einnig og við það tækifæri reyndu þeir silungsveiði í Þingvallavatni og þótti gam- an að, og vel urðu þeir varir. Þeir hafa einnig farið til Krísuvíkur, og skoðað gufu- gosið þar. -— Gestirnir hafa svefnstað í Melaskólanum, en -L borða á heimilum KR-inga.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.