Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. júlí 1958 Úteefandl: Sameiningarflokkur albýSu - Sósíallstaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluvcrð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviijans. Hinn óttalegi leyndardómur 'C'orustulið Sjálfstæðisílokks- ins hefur að undanförnu setið á ráðstefnu hér í Reykja- vík. Kom ráðstefna þessi í stað landsfundarins sem halda átti á s.l. vetri en var aflýst á síðustu stundu með þeim rök- stuðningi að erfíðar samgöngur hömluðu forustumönnum í- haldsins utan af landsbyggð- inni að komast til höfuðstað- arins. l^n nú hefur forustulið Sjálf- ■*-J stæðisflokksins sem sagt náð saman þótt fundur þess yrði fámennari og smærri í sniðum en ætlað var um lands- fundinn sem aflýst var af sam- gönguástæðum í vetur. Og ár- angurinn af fundarhaldi Sjálf- stæðisflokksins liggur fyrir með birtingu sjómmálaálykt- unar í Morgunblaðinu í fjTra- dag, Þar sést niðurstaðan af þeim umræðum sem fram fara þegar stærsti stjórnmálaflokk- ur þjóðarinnar kryfur vanda- málin til mergjar og markar stefnuna á líðandi stund og fyrir framtíðina. t TTafi einhver verið í vafa um 1 ■“ getuleysi Sjálfstæðisflokks- ! ins til þess að leggja eitthvað raunhæft og jákvætt til mál- anna tekur stjórnmálaályktun flokksráðs'tefnuJnnar af allan vafa. Þar örlar hvergi á nokk-' urri áþreifanlegri tilraun eða tillögu til lausnar á þeim vandamálum sem að þjóðinni steðja. Allur tónn ályktunar- innar er í alkunnum nöidur- og glamurstíl án minnstu viðleitni til að taka á nokkru máli með * ákveðnum ábendingum eða l skýrri stefnu um hvað Sjálf-,jj stæðisflokkurinn vilji og hvers^ af honum mætti vænta ef | þjóðin fengi honum umboð til,j forustu í málum sínum. . p I ¥ stjórnmálaályktun Sjálf- stæðisflokksins er sem sagt fylgt nákvæ,mlega þeirri reglu . sem Sjálfstæðismenn hafa við- | haft á Alþingi síðan þeir lentu | i stjórnarandstöðu. Er ná- 4 kvæmlega sama hvort litið ei f á afstöðu þeirra við afgreiðsluj fjárhagsráðstafananna um ára- mótin 1956—1957 eða á s. 1. vetri. í bæði skiptin héldu þeir uppi algerlega neikvæðu nöldri gegn framkomnum tillögum ríkisstjórnarinnar en forðuðust eins og heitan eldinn að gera nokkra grein fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur vildi. Þeir báru bókstaflega engar tillögur fram. Stefna þeirra í málunum var hinn öttalegi leyndardómur sem undir engum kringumstæðum mátti gera þjóðinni kunnan. Af hverju stafar nú þessi ótti Sjálfstæðisflokksins við að tala hreint út úr pokahorninu og segja almenningi sannleik- Atkvæði sveitafólksisis iærðu Lýðræðisbandalcsgiuu sigur Kreppan i Bandarlkjunum hefur valdiS afvinnuleysi! timbunSnadi Finnlands ann um fyrirætlanir sínar varðandi lausn efnahagsvanda- málanna? Stafar þögnin og leikaraskapurinn af því einu lað Sjálfstæðisflokkurinm viti ekki sitt rjúkandi ráð í þess- um efnum og liafi bókstaflega engin úrræði á takteinum, eða er hitt ástæðan að stefnan sem hann vill fylgja og knýja fram sé þess eðlis að ráðlegra þyki að hafa um hana sem fæst orð og leitast við að dylja hana í lengstu lög með marklausu glamri og orðskrúði þar sem hvergi örlar á ákveðnum eða skiljanlegum tillögum um hverjum tökum eigi að taka vandamálin? Hér skal ekki nánar út í það farið að svara því hvort líklegra sé. Rétt er að hver dragi þær ályktanir af fram- komu Sjálfstæðisflokksins sem honum þykja í mestu samræmi við reynsluna. Og reynslan er vissulega óljúgfróð í þessu efni. Hún segir skýrt og skor- inort þann sannleika, að þegar Sjálfslæðisflokkurinn hefur haft aðstöðu og völd hefur hann ekki hikað við að ,,leysa“ vandann einvörðungu á kostnað alþýðustéttanna, hvort sem sú „Iausn“ hefur birzt í bátágjald- eyriskerfi, gengislækkun, vísi- tölubindingu eða stórfelldum tollaálögum á nauðsynjar al- mermings. Tlilji Sjálfstæðisflokkurinn " ekki una þeim dómi að þögnin um úrræði og stefnu flokksins stafi af ótta foringj- anna við óvinsældir þeirra kemst hann ekki undan því að játa algert úrræðaleysi sitt og uppgjöf. Hvorugur kosturinn er góður. Það er ekki hátt ris á þeim stjómmálaflokki, þótt fjölmennur sé og miklist mjög af stærð sinni, sem engin ráð kann við aðkallandi vandamál- um. Slíkum flokki er í raun og veru ofaukið í stjómmálalífi landsins. Yfir 40% kjósenda í landinu hafa sannarlega ekki efni á að efla og styðja stjórn- málasamtök sem enga stefnu þora að marka í vandamálum samtímans og láta sér nægja almennt glamur og gífuryrði í þess stað. 17' jósendahópi Sjálfstæðis- ■*■*■ flokksins hlýtur smátt og smátt að verða þetta Ijóst. Hin nýafstaðna ráðstefna forkólf- anna verður líka til að hjálpa til í þessu efni. Hinir hávaða- sömu foringjar Sjálfstæðis- flokksins hafa enn á ný sýnt sig þjóðinni máiefnasnauða og berstrípaða. Stefna Sjálfstæð- isflokksins í þýðingarmestu þjóðmálum er enn hinn óttalegi leyndardómur sem annað hvort er ekki til eða undir engum kringumstæðum má opinbera þjóðinni. T Trslit finnsku þingkosning- anna, sem fram fóru á sunnudaginn og mánudaginn, eru ekki endanlega kunn. Eftir er að telja utankjörstaðaat- kvæði, sem geta valdið nokk- urri breytingu á skiptingu þingsæta mill flokkanna. Ekki munu hugsanlegar tilfærslur einstöku þingsæta þó hagga stóru dráttunum í kosningaúr- slitunum. Þeir eru að Lýðræð- isbandalag kommúnista og vinstri sósíaldemókrata hefur unnið verulega á, aðallega á kostnað Bændaflokksins en einnig dregið til sín fylgi frá hinum klofna flokki sósíal- demokrata. íhaldsmenn hafa á hinn bóginn heimt aftur veru- legan hluta af þeim kjósendum sem þeir höfðu misst til Finnska þjóðflokksins. Samkv. kjörstaðaatkvæðum verða Lýð- ræðisbandalagið og sósíaldemó- kratar stærstir og jafnir þing- flokkar með 50 þingmenn hvor, en óháðjr sósíaldemokratar fengu þrjá þingmenn kjörna. flokkurinn 122.679 atkvæði og 6.6% (7) og Fmnski þjóðflokk- urinn 93.718 atkvæði og 5.1% (7.9). Kosningaúrslitin komu mjög á óvart þeim kosninga- spámönnum, sfcm vilja láta telja sig óháða. Þeir höfðu að vísu gert ráð fyrir að Lýðræð- isbandalagið myndi vinna eitt- hvað fylgi frá sósíaldemókröt- um, en kom ekki til hugar að það myndi taka fimm þingsæti frá Bændaflokknum. Þeim flokki var einmitt spáð sigri og flokksstjóm hans hafði sett sér það mark 'að koma 60 mönnum á þing. Þessir útreikn- ingar fóru allir á ringulreið við það að margir smábændur, sem fylgt hafa Bæridaflokkn- um, snerust nú til fylgis við Lýðræðisbandalagið. Fylgis- aukningu sína fékk það aðal- Erlend tíðind! lega í sveitahéi’uðunum um Finnland mitt og austanvert, smábændurnir, skógarhöggs- mennirnir og verkamennirnir í timburiðnaðinum á þessum slóðum færðu því sigur í kosn- ingunum. Tvetta fólk hefur orðið harðast ■*■ fyrir barðinu á atvinnu- leysi og sölutregðu, sem ríkis- stjómir undanfarinna ára hafa ekki reynzt færar um að bæta úr. Síðasta kjörtímabil sátu flokksbrotum sósíaldemókrata og þjóðflokknunum tveimur, átta ríkisstjórnir í Finnlandi, sex þeirra margvíslega sam- settaj- af Bændaflokknum, Ville Pessi þeim sænska og þeim finnska. Tvær voru utanþingsstjórnir, önnur sú sem nú situr undir forustu Kuuskoskis. Allar þess- ar stjórnir hafa haft við svipuð vandamál að etja, en þau á- gerðust eftir því sem leið á kjörtímabilið. Kjör alþýðu manna í sveitum og borgurn hafa rýrnað. Dýrtíð hefur auk- jzt og sölutregða á búafurðum þrengt kosti smábænda. Krepp- an í Bandaríkjunum og afleið- ingar hennar í öðrum auðvalds- löndum hafa bitnað harðar á Finnlandi en nokkru öðru Norðurlanda. Helzta útflutri- ingsvara Finna til Vestur-Evr- ópu og Ameríku er timbur og aðrar trjáafurðir, pappír og trjákvoða. Þessar vörur eru flestum öðrum tnæmari fyrir verðsveiflum og samdrætti í at- Framhald á 10. síðu. Hertta Kuusinen Er þetta í fyrsta skipti eftir borgarastyrjöldina 1918 sem verkalýðsflokkarnir hafa hrein- an meirihluta af 200 þingmönn- um Finnlands. Lýðræðisbanda- lagið hefur bætt við sig sjö þingsætum, en sósíaldemokrat- ar tapað einu, ef þinglið1 beggja flokksbrotanna er talið saman. Af borgaraflokkunum er Bændaflokkurinn áfram lang- stærstur með 48 þingsæti eftir að hafa misst fimm. íhalds- menn hafa 28 þingmenn, bættu við sig fjórum, sænski Þjóð- flokkurinn 14, vann einn, og Finnski þjóðflokkurinn sjö, tapaði sex. 17" jörstaðaatkvæði flokkanna og hundraðstölur þeirra voru sem hér segir, hundraðs- Fjjjnskar konur hafa með atkvæði s.ínu þakkað Lýðræðisbanda- tölurnar frá kosningunum 1954 jagjnu fyrfj. baráttu þingmanna þess gegn fyrirætlun utanþings* í svigum: Bændaflokkunnn stjórnar ag rétta við fjárhag ríkisins nieð því að skera niður 440.992 atkvæöi og 23.8 /c fjöisjjyldubaétur, Með málþófi tókst þingflokki bandalagsins að 436 431 atkv og 23.6% (21.6), hhulra Þessa fyrir*tlun, þrátt fynr dyggilega aðstoð sosial- sósíaldemokratar 434.069 atkv. demókratan* Fagerholms, forseta þmgsins, við ríkisstjormna. og 23.5% (26.2), óháðir sósíal- Myndin var tekin þegar tveir þingverðir dró.gu einn þingmann demokratar 32.470 atkvæði og Lýðræðisbandalagsins, Leo Suonpaa (í miðið), úr ræðustó! 1.6%, íhaldsmenn 277.229 atkv. með valdi að boði Fagerholms. og 15% (12.8), Sænski Þjóð-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.