Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. júlí 1958 Landhelgismálið Sýningar Framhald af 5. síðu. Island væri staðreynd, sem Bret- ar yrðu að sælta sig vð, þó ekki yrði endilega um 12 mílna línu að ræða. Enginn vafi væri á að Danir og Norðmenn myndu sigla í kjölfar Islendinga og brezka stjórnin ætti þá ekki lengur neina afsökun fyrir tregðunni að loka Moray og Minch fyrir togveiðum. Boothby sagði að ekki mætti til þess koma að Bretar beittu íslendinga vopnavaldi, taka yrði upp samninga og að sinni hyggju ætti að semja um vernd fiskstofnanna á vísindalegum grundvelli. Hann kvaðst óttast að fiskimiðin í Norðursjónum yrðu gereyðjlögð með ofveiði togara, þar væri að sækja í sama horíið og á árunum milli heimsstyrj aldanna. _í fy^radag bar Boothy fram á þingi fyrjrspurn til Skötlands- málaráðherra um hvað stjórnin hyggðist gera til að vernda fiskimiðin við Bretland, nú þeg- ar sýnt væri að önnur ríki myndu færa út fiskveiðilögsögu sína. Ráðherrann svaraði að stefna brezku stjórnarinnar væri að tryggja yrði verndun fiski- stofnsins með alþjóðasamning- um, fiskverndun og útfærsla fiskveiðiiögsögu væri tvennt ó- likt. Hector Hugnes, Verkamanna- flokksþingmaður frá Aberdeen, spurði fyrir mánaðamótin sir David Eccles viðskiptamálaráð- herra, hvað ríkisstjórnin hyggð- ist gera til að auka innflutning frá íslandi og auðvelda þar með lausn landheigisdeilunnar. Ráð- herrann svaraði, að um fimmt- ungur af útfiutningi íslendinga færi til Bretlands, sér væri ó-J kunnugt um að hömlur væru á þessum innflulningi og það mjmdi gleðja sig ef viðskipti milli landanna ykjust. ,,Er sir David ekki ljóst,“ spurði Hughes, „það sem aðrar ríkisstjórnir, einkum sú rúss- neska, hafa gert sér Ijóst, að í þessu landhelgismáli verða ríki að taka tillit hvert til annars og að við getum ekki sett hömlur við fiskveiðum íslendinga, undir- stöðuatvinnuvegi þeirra, án þess að láta koma nokkuð í staðinn?“ Hughes bað ráðherrann að skipa nefnd til að kanna allar hliðar málsins. Eccles Jcvað slíkt ekki vera í sínum verkahring, en sér væri Ijóst hversu miklu málið skipti fyrir skozka fiski- menn. Norðmenn hcfjast brátii handa Morgenbladet í Osló skýrði frá því í siðustu viku að í norskum j ráðuneytum væri nú unnið af kappi að því að undirbúa á- kvörðun í landhelgismálinu. Birting íslenzku reglugerðarinn- ar hefði rekið á eftir norsku stjóminni að taka sínar ákvarð- anir. Fleiri og fleiri fiskimannafélög í Noregi taka undir kröfuna um að farið verði að dæmi íslend- inga og fiskveiðilögsagan við Noreg víkkuð í tólf mílur. Fiski- menn í Norður-Noregi hafa lýst yfir að þeir muni grípa til sinna ráða, ef- ríkisstjórnin ætli að humma fram af sér að sinna kröfu þeirra. í brezka blaðinu Glasgow Her- ald er skýrt frá uppástungu Norðmanna um að fiskveiðasam- vinnu vprði komið á milli Bret- lands og Noregs, þannig að brezkir togarar sem fiska á mið- um við Noreg leggi aflann upp" til vinnslu i frystihúsum í Norð- ur-Noregi, í stað þess að eyða dýrmætum veiðitíma í að sigla með hann alla leið til brezkra hafna. Blaðið segir að þessi uppástunga virðist í alla staði framkvæmanleg, en búast megi við að hún verði látin liggja í láginni unz horfur séu á víð- tækara samkomulagi. Ekki sama hver í hlut á Annað skozkt blað, The Bull- etin and Scots Pictorial, víkur í ritstjórnargrein 30. júní að mis- jafnri framkomu brezkra stjórn- arvalda við Rússa og íslendinga. Sakar blaðið sovézka fiskiflot- ann við Hjaltland um að spilla veiðarfærum heimamanna, svo að þeir neyðist til að flýja beztu mjðin. Sovézku fiskimönnunum hafi verið látið haldast þetta uppi óátalið. „Þegar um fiskveiðiréttindi og reglur er að ræða, hefur brezka stjórnin ekki tvínónað við að hóta íslandi hörðu. En ísland er nú líka smáríki. Rússum virðist haldast uppi að fara sínu fram,“ segir blaðið. Meðal þeirra sem ritað hafa um landhelgismálið í brezk blöð af þekkingu og skilningi á af- stöðu íslendinga er Alan Moray Williams, sem dvaldi hér um tíma fyrir áratug og margir ís- lendingar munu þekkiia. Hann hefur skrifað grein í blaðið The Oxford Mail, þar sem lýst er staðháttum og atvinnuskilyrðum á íslandi, gangi landhelgisdeil- unnar og síðustu ráðstöfunum íslendinga. Skorar Williams á landa sína að gera sér far um að líta einnig á málið frá hlið íslendinga. Framhald af 3. síðu. um og tímaritum meðan á sýn- ingunni stendur. íslenzk börn koma hér að sjálfsögðu til greina jafnt ojg börn allra annarra þeirra þjóða, sem að- ild eiga að sýningunni. Sýning sú á myndum jap- anskra barna, sem Teiknikenn- arafélaginu verður sendí.skipt- um, mun verða send til allra helztu kaupstaða á landinu, er þar að kemur. Það er von stjórnar félags- ins að sem flestir komi til samstarfs við hana um að gera þessa sýningu svo úr garði, að hún gefi sem sannasta hug- mynd um myndlistarhæfileika og myndræna tjáningu ís- lenzkra barna á aldrinum 10- 15 ára, og stuðla þar með að því, að sýningin verði íslenzkri menningu til sem mests sóma, 'en 1 hér er um að ræða fyrstu tilraun til kynningar á íslenzkri myndlist í austurlöndum. Skátamót Framhald af 3. síðu. Um helgina 9. og 10 ágúst verður farin hópferð á mótið úr Reykjavík. Er öllum skát- um, bæði stúlkum og piltum, boðið að heimsækja mótið yfir þá helgi. Verða lialdnir varð- eldar bæði laugardags- og sunnudagskvöldið. Á sunnu- dagsmorguninn verður útiguðs- ' þjónusta og eftir hádegi munu skátarnir keppa í ýmsum skátaíþróttum. I dag, fimmtudag, verður fundur í Skátaheimilinu fyrir alla þátttakendur á mótinu frá Reykjavík. Er mjög áríðandi að allir skátar, sem ætla á mótið, mæti á þeim fundi. Hægt er að skrá nokkra nýja þátttakendur, og er sérstaklega óskað eftir eldri skátum til að aðstoða við stjórn mótsins. Stóreignamemi Framhald af 1. síðu. Ólafur Jónsson, Tjarnarg. 3, Miðneshreppi 932.659 Sigurbjörg Ásbjörnsd., Álafossi, Mosfellshreppi 629.771 Sigurjón Þ. Jónsson, Helgafelli, Seltjarnarneshreppi 504.600 Sveinn Jónsson, Tjarnarg. 3, Miðneshreppi 512.119 Hreggviður Bergmann, Keflavík 192.713 Huxley Ólafsson, Keflavík 239.159 Jón Gíslason, Merkurg. 2 b, Hafnarfirði 287.976 Loftur Bjarnason, Álfaskeiði 38, Hafnarfirði 732.348 Geir Gunnlaugsson, Nýbýlavegi, Kópavogi 410.556 Finnsku kosningarnar Framhald af 6. síðu vinnulífi innflutningslandanna. Kreppan í Bandaríkjunum hef- ur haft í för með sér þverrandi eftirspurn eftir trjáafurðum í Ameríku og Vestur-Evrópu og af hefur hlotizt verulegt at- vinnuleysi meðal finnskra skóg arhöggsmanna og verkamanna í sögunarmyllum og trjákvoðu- verksmiðjum. TÁosningabaráttan snerist eink um um það, hvaða ráð væru tiltækilegust til að rétta vjð finnskan landbúnað og timburiðnað. íhaldsmenn, hægri sósíaldemokratar undir íorustu Leskinens og Tanners og hægri armur Bændaflokksins telja að fækka verði smábýlum í sveit- unum, sem aldrei geti fram- fleytt fjölskyldu sómasamlega, og koma upp nýjum iðngrein- um til að tryggja uppflosnuðu sveitafólki atvinnu. Meðan á þessu standi verði allar stéttir i Finnlandi að sætta sig við skert kjör. Þessir aðilar vilja ger.a breytingarnar á atvinnu- lífi Finnlands á grundvelli einkareksturs atvinnutækjanna og draga úr opinberum af- skiptum af atvinnulífinu. Vinstri menn í Bændaflokkn- um og meðal sósíaldemókrata vilja halda áfram verðlagseftir- liti og niðurgreiðslum á vöru- verði af opinberu fé, jafnframt því sem iðnaðurinn er efldur. Lýðræðisbandalagið segir að ekki komi til mála að leysa vandann á kostnað þeirra fá- tækustu í þjóðfélaginu. Flokk- urinn berst fyrir því að at- vinnuleysistryggingar og aðrar tryggingar verði auknar, smá- bændum hjálpað að koma bú- rekstri sinum í arðbært horf og að hið opinbera reki ný iðn- fyrirtæki sem komið verði upp með fjármagni af almannafé. t?yrir þessari stefnu hefur * flokkurinn barizt á þingi undir forustu Herttu Kuusinen og hún kynnti hana í kosninga- baráttunni með þeim árangri sem úrslitin sýna. Eftir kosn- ingarnar sagði hún: „Við höf- um unnið glæsilegan og þýð- ingarmikinn sigur. Kjósendur okkar hafa mótmælt núverandi stefnu í efnahagsmálum. Séu reglur þingsins í heiðri hafðar erum við r'eiðubúin til sam- vinnu.“ íhaldsmenn hafa lagt til að mynduð verði samsteypu- stjórn allra flokka nema Lýð- ræðisbandalagsins. Mikið velt- ur á afstöðu sósíaldemókrata. Þingmennirnir fjórir, sem vikið var úr þingflokknum fyrir að taka sæti í ríkisstjórn gegn vilja miðstjómarinnar,, buðu sig fram sem óháða sósíaldemó- krata og þrír þeirra náðu kosn- ingu. Þó nokkrir skoðanabræð- ur þeirra voru teknir á fram- boðslista flokksstjórnarinnar eftir að þeir höfðu undirritað’ hollustuyfirlýsingu, en í kosn- ingabaráttunni blossuðu flokks- erjurnar upp á ný. Engu verð- ur að svo stöddu spáð um á- framhald þeirra. í kosninga- baráttunni gerði ritstjóri eins sósíaldemókratablaðsins, fyrr- verandi kommúnisti að nafni Arvo Tuominen, tilraun til að vekja upp Rússagrýlu til að fæla kjósendur frá Lýðræðis- bandalaginu, en kosningaúr- slitin sýna að slíkar baráttuað- ferðir eru ekki sigurvænlegar i FJnnlandi nú. Kjósendur hafa látið sem vind um eyrun þjóta „uppljóstranir“ hans í íhalds- blaðinu Helsingin Sanomat, á þá leið að Sépíloff, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétrikj- anna, hafi heitið Ville Pessi, framkvæmdastjóra Kommún- istaflokks Finnlands, stuðningi sovéthersins við vopnað valda- rán í Finnlandi. Þessi kosninga bomba megnaði síður en svo að stöðva straum finnskra kjós- enda til Lýðræðisbandalagsins. M.T.Ó. Abdoel, sem var kjörinn til þessa starfs vegna þess hve hann var góður sjómaður, tók að sér að stjórna lendingunni. Þeir áttu að lenda á Solomareyjunni og það var enginn barnaleikur að brjótast í gegnum brimgarðinn á svo litlum bát, en Abdoel kom þeim heilu og höldnu í land. Field hafði séð um að í bátn- um var gnótt matvæla og ýmsra verkfæra sem myndu koma þeim að góðu haldi síðar. Síml 1-40-98.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.