Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagrir 10. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 DOUGLAS RUTHERFORD: f¥lÐ oaooaNN 54. dagur. vitandi það að Gavin var á hælum hans meS sama ákafa og keppinautur úr öðru liði. Þegar hann bremsaði og ýtti niður hælnum til að skipta niður fyrir Snilavítishornið, veifuðu brautarverð- irnir til hans bláum fánum: ,,Það er verið að reyna að aka fram úr bér.“ Hann fékk þungt högg aftan á sig. Daytoninn fvrir aftan hann hafði ekið harkalega aftan á hann. Bíllinn sentist áfram. Þarna munaði ekki nema hársbreidd á hmu mögulega og ómögulega. Snilavítis- hornið baut á móti honum eins og tígrisdýr í árásarhug. Það var aðeins ein leið, að taka það kverkataki. Martin steig fætinum hart niður, lagðist á Stýrið, svo að rétt- ist úr vinstri handlegg hans. Nú byggðist allt á aðlög- uninni. Ef afturhiólin næðu einhverri viðspyrnu sem forðaði honum frá aö lenda 1 sjónum, var hugsanlegt að honum tækist að hanga á veginum. Það rauk úr gúmmíunum og númer 54 rann talsvert til besar hann kom út úr horninu, en hann snarsnerist ekki. Martin fann að honum var borgið. En nú vissi hann hvað var í húfi í þessari tvísýnu keppni. Hér var um lífiö að tefla. Tíu metrar voru á milli Davtonbílanna þegar þeir luku við siöunda hring og þeir voru þrjú hundruð metr- um á undan næsta bíl. Umhverfis alla brautina voru áhorfendur að sleppa sér. Jói stóð úti á brautinni með merki sem tilkynnti Gavin að hægi'a á sér. f grófinni var Nick að þurrka sér í framan með olíulöðrandi tvisti frá vélvirkiunum, og kveikti sér í sígarettu, sem hann varð að drepa í þegar varðmaður kom auga á hann. „Hvern fjandann ætlar Gavin sér?“ spurði hann Wil- fred. „Er hann orðinn brjálaður?" Wilfred svaraði ekki Susan var náföl en staðráðin í að missa ekki stjórn á sér og hún færði nákvæmlega inn öll bílnúmer. Fiona sat. við hliðina áhenni og virti hana fyrir sér. Hún vissi vel hvernig ungu strúkunni leið. „Hafðu engar áhyggjur, sagði hún við Susan. „Hon- um er óhætt.“ Næstum hver einasti fyrirliði sem fylgdist með Day- tononum tveimur gaf fvrsta ökumanni sínum merki um að fara hraöar Metiö var aftur slegið í áttunda hring, en Martin gat ekki unnið nema tuttugu metra á. Gavin keyrði vé’ na til hins ýtrasta og ók eins og óður maður. Martin var farinn að velta fyrir sér hvort hann gæti haldið þessu áfram í sautján hringi enn. Ef hvorugur bíllinn bilaði, var eina von hans að aka á undan Gavin þar til benzinið þryti hjá honum, og þangað til voru? hundrað kílómetrar. í þrjá hringi héidu þeir þannig áfram með sama millibili og smátt og smátt jókst bilið milli þeirra og þriðja, fjórða og fimmta bílsins. Umhverfis allan hring- inn voru áhorfendur risnir upp, æstir og spenntir á franska vísu, án þess að vita hvers konar harmleikur var að gerast fyrir framan þá. Brezku bílstjórarnir óku eins og hver einasti hringur væri lokahringurinn. Báðir bílar settu nýtt hringmet, 150,5 kílómetra á klukku- stund. Nick hafði gefizt upp viö að reyna að fá Gavin til að hægja á sér og stcð og nagaði á sér neglurnar. Hann vissi vel að hvorugur Daytonbíllinn þoldi þessa meðferö til lengdai. Allir í grófinni voru þöglir og taugaóstyrkir. Þótt enginn vissi ástæðuna, fannst öllum sem þetta væri næsti þáttur í hinum vikulanga harm- leik. Daytonbílarnir voru nú nógu langt á undan hinum bílunum til þess að Susan gat litiö upp frá korti sínu og horft á þá aka framhjá. Hún sá af stellingum Mart- ins að hann lagöi sig allan fram við aksturinn, and- lega og líkamlega. Andlit Gavins var einbeitt og hörku- legt, hann einblíndi á bílinn á undan og hallaði höfð- inu vitund fíam á v!ð. Wilfred horfði á þá aka framhjá í áttunda hring og linippti í Nick. „Nick, í þinum sporum bæði ég brautarverðina að beita svarta fánanum á Gavin.“ „Svarta: fá.nanuni? Áttu við að banna honum að aka áfram í keppninni?“ „Eg geröi þaö í þínum spoi’um. Sjáðu til, ég’ held þaö iiafi verið Gavin sem myrti Tucker.“ Seinni hluti setningarinnar drukknaði í hvininum frá Mercedesbílnum sem þaut framhjá. Wilfred varð að endurtaka hana Nicck starði á haun, reyndi að fá þessa hugmynd inn 4 kollinn. „Gavin?“ endurtck hann. „En því skyldi Gavin —?“ „Eg veit þaö ekki. En ég veit það eitt að Valjean er sannfæröur um að það hafi annaðhvort verið hann oöa ég — og þar sem ég er öruggur um sjálfan mig —“ „Það getur ekki verið rétt.“ „Eg er hræddur um að það geti verið,“ sagði Wilfred alvarlegur í bragði. ( Nick fór og talaoi við brautarverðina og svarta fán- anum var tvisvar veifað til Gavins. Hann lét sem hann sæi hann ekki. Ákafi áhorfendanna breyttist í undrun, og þegar bílarnir tveir óku nú framhjá var kveljandi þögn sem aðeins var rofin af sarginu í vélum þeirra. Enginn vissi nákvæmlega hvenær Valjean kom inn í grófina.Basil Foster uppgötvaði hann fyrir aftan sig, þar sem hann fylgdist í ofvæni með bílunum tveim. Basil hnippti í Nick. Fyrirliðinn dró lögreglufulltrú- ann með sér út í eitt hornið. „Er þetta satt?“ spurði hann. „Að þér grunjð herra Fitzgerald, á ég viö?“ Lögreglufulltrúinn varð undrandi yfir því að Nick skyldi spyrja svono. beint. Hann hikaöi andartak og kinkaði síðan kolli. „Já, ég er hræddur um að það sé satt. Hann verður tekinn fastur um Uið og kappaksturinn hættir — eða hann stanzaöi sjálfur“. „Mér sýnist lítil von til þess aö hann stanzi. Við höf- um veifað aö honum-svarta fánanum, en hann lætur sem hann sjái það ekki. Hafið þér nokkrar öruggar sannanir gegn honum?“ „Já, þaö höfum við. Vísindaleg rannsókn á rykinu á skónum hans leiddi í ljós að hann hafði verið í gamla hafnarhveri nu, þrátt fyrir fullyrðingar hans um hið gagnstæða. Við fundum líka blóðblettaöan sokk í bæjar- sorphaugnum af tilviljun. Blóðið reyndist vera úr látna manninum og við fundum sokkinn á móti í tösku herra Fitzgeralds.“ Susan var svo nærri að hún heyrði brot úr þessum samræðum. Hún oað Fionu að taka viö kortinu og smeygði sér til þeina. „Nick. Eg komst ekki hjá því að heyra hvaö þið sögð- uð. Er ekki hægt aö gera neitt til að stöðva Gavin?“ „Eg hef gert allt sem ég get til að stöðva hann, Sue. Eg vildi óska að ég gæti það. Hann verður þó benzínlaus áður en lýkur —“ „Gætirðu ekki kallað Martin inn?“ „Þá eyðilegöi ég alveg líkur okkar í keppninni. Eg býst ekki við að Gavin hafi neitt illt í hyggju við Mart- in. Honum er sennilega orðiö ljóst að Valjean er kom- inn á slóðina og ætlar að aka eins og hann getur í síð- asta sinn. Veslings naöurinn, ég skil það vel.“ „Eg vildi óska að ég tryöi þessu líka.“ „Trapizu“útlínur Trapizulínan er eitt síðasta blómið sem sprungið hefur út á hinum furðulega stofni týzk- unnar. Á vörusýningunni I Leipzig var hægt að virða fyr- ir sér einstakar flíkur með þessu sniði. Þar var sýnd dragt með trapmisniði, með hvítu, felldu útstandandi pilsi með jakka sem náði tæplega niður í mittið. Flestir kjólar og dragtir með trapizusniði eru með útstand- andi pilsi og ermar sem sniðn- ar eru á ská í axlarhæð. Bönd, spennur eða belti milli brjósts og mittis gefa flíkunum nokk- urn empiresvip. Austurland framh. af 7. síðu ar þrotin þegar til átti að taka. Væri hér nóg orka fyr- ir hendi, gætum við barizt fyrir því að næsta stóriðju- fyrirtækið yrði reist á Aust- urlandi. Nú getum við það ekki. Fyrst verðum við að koma fram aukinni virkjun. Eigum stiórninni margt að þakka Með þeim ráðst'funum, sem hér hafa verið taldar, og fleirum, eru Austfirðingar nú búnir að ná því takmarki að standa öðrum landshlutura. jafnfætis efnalega séð. Tekj- ur manna eru almennt góðar og velmegun almenn. Við tengjum miklar vohir við þá ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að færa út landhelg- ina. Enda þótt' mikið af okkar fiskislóðum lendi utan línu, er þó mikil ástæða til að ætia. að fiskigengd vaxi á friðun- arsvæðinu. Við Austfirðingar liöfura. full? r stæðu til að vera á- nægðii' með ríkisstjórnina. Ýmsir segja okkur að hún sé óvinsæl í Reykiavík. Sé svo' er það vegna l "ss að sjón- deildarhringur hennar nær út fyrir Hringbrautina og að hún hefur gert sér mildð far um að jafna aðstöðumuo. landsmanna. Og við munuiw. sýna að við kunnum að meta störf stjórnarinnar, fylkja okkur um hana og bæta henui upp það eem hún kann að tapa 5. Reykjavík vegna þess- arar stefnu — og meira til. Picasso Framhald af 5. síðu. ingur fái að sjá listaverkin sera. Picasso hefur helgað friðarhug- sjóninni sem pólitíska ráðstöf- un. Picasso er kommúnisti og þátttaka þessa kunnasta lista- manns nútímans í baráttunni gegn hervæðingu og stríði er hernaðarsinnunum í frönsku rikissticrninni þyrnir í auga. Aðförum Berthoin ráðherra befur verið mótmælt harðlega í Frakklandi. Hann hefur verið s"kaður um að reyna að „h’ieppa frið’nn og listina I fangelsi“. Málarinn og skáldið Jean Cocteau, sm á sæti í frömku akademíunni, benti á að ef ráðherrann ákvæði að loka I öllum kapellum sem aðeins hafa ! einar dyr, myndi heyrast hljóð úr horni frá klerkastéttinni. Nýtt mölvarnarefni er komið á markaðinn — nýtt afbrigði af hinu þekkta DDT. Hingað til hefur það fengizt í upplausn- um, t.d. með terpentínu eða steinolíu; nú er það fáanlegt sem emmulsíón, það er að segja það má blanda það vatni. Þann- ig er hægt að blanda því í síð- asta skolvatn þegar þvegih eru ullarföt. Trúlofunarhringir, Steinhringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. TIL liggnr leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.