Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 mil Jónssonf Bernfiarð Stef ánsson og gelrsson forsetar Alþingis Fjárlög og nokkur önnur þingsk]öl /ögð fram Á fundum sameinaðs þings og þingdeilda í gær voru kosnir forsetar þingsins og skrifarar. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Emil Jónsson, forseti efri deildar Bern- liarð Stefánsson og forseti neöri deildar Einar Olgeirsson. sameinuðu þingi Kosningar í íóru þannig: Forseti: Einil Jónsson, hlaut 28 atkvæði, Jón Pálmason hlaut 15. 1. varaforseti: Gunnar Jóhanns- son, hlaut 29 atkvæði, auðir seðlar 16. 2. varaforseti: Karl Kristjáns- son, hlaut 28 atkvæði, auðir seðlar 18 Skrifarar sameinaðs þings: Skúli Guðmundsson og Friðjón Þórðarson. Einar Olgeirsson forseti neðri deildar Alþingis I neðri deild fóru kosningar þannig: Forseti Einar Olgeirsson, hlaut 18. atkvæði, Jón Sigurðsson hlaut 11. 1. varaforseti: Halldór As- grímssson, hlaut 19 atkvæði, 12 seðlar voru auðir. 2. Varaforseti Áki Jakobsson, hlaut 18 atkvæði, 13 seðlar auð- ir Skrifarar neðri deildar: Páll Þorsteinsson og Magnús Jónsson. í efri deild fórur kosninga þannig: Forseti: Bernharð Sítefánsson, hlaut 11 atkvæði, Sigurður Bjarnason hlaut 5 atkvæði. 1. varaforseti: Friðjón Skarp- héðinsson, hlaut 10 atkvæði, auð- ir seðlar 6. 2. varaforseti: Alfreð Gíslason, hlaut 11 atkvæði, auðir seðl- ' ar 5. I Skrifarar efri deildar: Karl j Kristjánsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Efri deild veitti sér þau af- brigði frá þingsköpum að ekki skyldi hlutað um sæti þing- manna. Neðri deild fór hins veg- ar að lögum og drógu þingmenn sér ný sæti. Hófust flutningar miklir innan þingsalarins og er helzt fréttnæmt af þejm að ÓI- afur Thórs og Bjarni Benedikts- son drógu sig saman og sitja nú hlið við hlið, og Benedikt Grön- lal dró töluna og sætið þrettán. Pmmvarp til fjárlaga 1959 og nokkur fleiri þingmál voru lögð fyrir þingið í gær, verður skýrt frá efni þeirra síðar. Einn Ikú hernámsandstæðinga við Stúdentaráðskosningarnar Félag róttækra stúdenta og Þjóðvarnarfélag stúdenta bera íram sameiginlegan lista Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands fara fram n. k. laugardag. Félag i*óttækra stúdenta og Þjóðvarn- arfélag stúdenta bera fram sameiginlegan lista: Lista„ hernámsandstæöinga. Emil Jónsson forseti sameinaðs Alþingis Aili bæjartogaranna 7. ágúst til 8. oktéber: 7363 fonn ísfiskur - 797 tonn salff iskyr - seld 373 tonn Bernharð Stefánsson forseti efri deildar Alþingis Félag róttækra stúdenta óskaði fyrir nokkru viðræðna við hin vinstri félögin um sam- eiginlegt framboð gegn Vöku- íhaldinu. Kom þegar fram á- hugi á þessu máli hjá Þjóð- varnarfélagi stúdenta og Fé- lagi frjálslyndra stúdenta, en kratar kusu að gerast enn einu sinni skósveinar íhaldsins og neituðu allri samvinnu við í- haldsandstæðinga. Gáfust þá framsóknarmenn líka upp við samvinnu-hugsjónina. Þegar ar svo var komið, ákváðu þau félög, sem ávallt hafa tekið eindregnasta afstöðu gegn er- lendri hersetu, Félag róttækra stúdenta og Þjóðvarnarfélag stúdenta, að bera fram sam- eiginlegan lista, lista hernáms- andstæðinga. Listinn er þannig skipaður: 1. Finnur T. Hjörleifsson, stud. mag. 2. Guðmundur Steinsson, stud. med. 3. Ragnar Arnalds, stud. mag. 4. Hugrún Gunnarsdóttir, stud. mag. 5. Loftur Magnússon, stud. med. 6. Sveinbjörn Björnsson, etud. polyt. 7.- Þorvarður Brynjólfsson, stud. med. 8. Haraldur Henrysson, stud. jur. 9. Hallveig Thorlacius, stud. philol. 10. Guðmundur I. Eyjólfsson,^,- stud. med. 11. Jón Hallsson, stud. philol. 12. Ingiberg J. Hannesson, stud. theol. 13. Örn Erlendsson, stud. jur. 14. Þorgeir Þorgeir6Son, stud. med. 15. Árni Björnsson, stud. mag. 16. Geir Magnússon, stud. oecon. 17. Guðmundur Guðmundsson^ stud. med. 18. Jóhann Gunnarsson, stud. philol. Umboðsmaður listans er~» Kristmann Eiðsíson stud. jur. Undanfarna tvo mánuði hafa togarar Bæjarútgerðar Reykja- vikur stundað veiðar á f jariæg- tim miðum, mest á Nýfundna- landsmiðum, en nokkuð hafa veiðar verið stundaðar við Vestur-Grænland. . Á Nýfundnalandsmiðum hef- ur svo að segja eingöngu veiðzt karfi, sem allur hefur verið lagður á land hér í Reykjavík til vinnslu í frystihúsum bæj- arins. Við Vestur-Grænland hafa aðallega verið stundaðar salt- fiskveiðar, og hefur saltfiskur- inn aliur verið lagður upp í Fiskverkunarstöð Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, þar sem hann hefur verið verkaður og seldur til Jamaica. Afll togaranna er sem hér segir, laiuIaiV í frystíhús í Reykjavík Ingólfur Arnarson 1370 tonn JSkúJi Magnússon 1105 — Hallveig Fróðadóttir 1535 — Þorsteinn Ingólfsson 1263 — Pétur Halldórsson 1358 — Þormóður Goði 746 — Samtals 7377 tonn Samvíiia ífeal ds og krata á Skagastr. Margir Albýðuílokksmenn íengust ekki til að kjósa vegna þessarar samvinnu KosiS var til Alþýðusambandsþings í verkalýðsfélagi Skagastrandar um. helgina. Formaður Alþýðuflokks- félagsins lézt fylgjandi vinstri samvinnu en kvaðst þurfa að tala við „sína menn". Samdi svo við íhaldiö og kvaðst ekki hafa fengið vinstri samvinnu. En kjör- dagana voru margir Alþýðuflokksmenn svo reiðir yfir samvinnunni við íhaldið að þeir sátu heima og kusu ekki! Siglufjarðarskarð Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vegurinn yfir Siglufjarðar- skarð lokaðist á laugardaginn var vegna snjóa; en snjór er nú niður að sjó í Siglufirði. Byrjað var að ryðja veginn á sunnudaginn og í gær var hann orðinn sæmilega fær öllum kraftmiklum bílum. Saltfiskur í fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur Jón Þorláksson 276 tonn Þorkell máni 323 tonn Þormóður goði 198 — Selt erltendis Jón Þorláksson 147 tonn 90.710 þýzk mörk. Þorkell máni 226 tonn fyrir 192.000 þýzk mörk. Samtals 373 tonn fyrir 282.710 þýzk mörk. Þannig hafa því togarar Bæj- arútgerðar Reykjavíkur landáð f rá 7. ágúst til 8.. október 7367 tonnum af ísfiski, mest megnis karfa, til vinnslu í frystihúsum í Reykjavík, og lagt á land 797 tonn af ealtfiski til verkunar í fiskverkunarstöð Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Einnig far- ið tvær söluferðir til Cuxhaven og selt 373 tonn fyrir 282.710 þýzk mörk. (Frá Ðæjarútgerð Rvk), Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn óskuðu eftir vinstri samvinnu við Alþýðu- sambandskosningarnar á Skaga- strönd nú, eins og var haustið 1956. Björgvin Brynjólfsson, for- maður Alþýðuflokksfélags Skaga- strandar kvaðst „persónulega" vera því fylgjandi, en þurfa að tala við „sína menn" áður. Það drógst lengi að fá nokkurt svar frá Björgvin um þetta, en loks þegar það kom var það um að „þeir hefðu ekki viljað það", og hafði hann þá samið við íhaldið. AðalumbQðsmenn Björgvins á kjörstað voru þeir Þórður Kr. Jónsson, stjórnarmaður í Sjálf- stæðisflokksfélagi sýslunnar og Ingvar Jónsson Skála, formaður Sjálfstæðisfl.félagsins á Skaga- strönd. Skagstrendingar þurfa því ekki að ganga gruflandi að því hverj- ir voru þeir menn sem Björgvin talaði við. Listi íhaldsins 02 Björgvins fékk 80 atkvæði en listi vinstri manna 31. Á kjörskrá voru 180, en aðeins 112 greiddu atkvæði. Aðalmenn voru kosnir Kristó- fer Árnason og Björgvin Brynj- ólfsson. Varafulltrúar eru Ingv- ar Jónsson og Björgvin Jónsson. Iiiárés Runélfs- inn Andrés Runólfsson, faðir Kristins E. Andréssorar og þeirra bræðra, lézt á heimili sonar síns, Krisí jáns, að Vörðu- stíg 7 í Hafnariirði, aðfaranótt s.l. sunnudags. Andrés var fæddur á Helgu- stöðum í Reyðarfirði og var nær 82ja ára er hann lézt. Hann flutti til Hafnarfjarðar um 1910 og dvaldi þar til 1929 að hann flutti norður að Drangsnesi og átti þar heima þar til hann fluttj til Hafnarfjarðar aftur fyrir tveim árum. Virkir áagm i itýrri (Aqátu Ævisaga Sæmundar Sæmundssonar skip- sljóra. skráð af Guðmundi G. Hagalín Norðri hefur gefið út, í nýrri útgáfu, Virka daga, sögur Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, skráða af Guðmundi G. Hagalín, en hann er nýorðinn sextugur. Liðin eru nú tuttugu ár frá því Virkir dagar komu út hjá Isafold. Sú útgáfa seldist fljótt því Sæmundur skipstjóri var víða kunnur og hafði frá mörgu fróðlegu að segja. Þessari nýju útgáfu, sem er réttar 600 blaðsíður í einu bindi, fylgir tímatal og nafna- skrá. Ennfremur er útgáfan myndskreytt af Halldóri Pét- urssyni. Þá skrifar Hagalín einnig eftirmála: Söguna af Virkum dögum, þar sem hann segir ítá fyrstu kynnum sín- um af Sæmundi og af því að þessi útgáfa sé einnig til að minnast Sæmundar skipstjóra, sem nú er nýlátinn, jafnframt því að Vera gefin út í tilefni af sextugsafmæli höfundarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.