Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. október 1958 — ÞJÖÐVILJINN
(5
Lengl Hiir i gömlum glæðum
óviiiáffttt Bretcs ©g Þjóðvevja
Elisahef Bretadrotfning heimsœkir ekki
Yesfur-Þýzkaland fyrst um sinn
Viötökur þær sem forseti Vesttur-Þýzkalands, Theo-
dor Heuss, fékk í Bretlandi hafa fært mönnum heim
sanninn um að enn er langt frá því að forn fjand-
Skapur sé glevmdur og grafinn.
Eins og áður hefur verið
Bkýrt frá var því veitt sérstök
eftirtekt hve fálega íbúar
Lundúna tóku hinum þýzka
þjóöhcfðingja þegar hann ók
um götur borgarinnar í fylgd
með Elísabetu Englar.dsdrottn-
ingu, gestgjafa sinum.
Elísabet II.
Þá var einnig eftir því tek-
ið að margir gestir í veizlu
þeirri sem borgarstjóri Lund-
úna hélt Heuss létu hjá líða að
drekka skálarnar, báru að vísu
glösin að vörum sér, en dreyptu
ekki á. Slík framkoma ein-
kenndi allar viðtökurnar, kulda-
leg kurteisi.
Iíeimsóknin ekki endur-
goldin í bráð
„Þýzkaland hefur enn ekki
verið tekið alveg í sátt“, sagði
brezka biaðið Daily Express og
bætti við að Elísabet drottning
myndi áreiðanlega ékki endur-
gjalda heimsókn Heuss fyrstu
tvö árin.
„Það er álit ríkisstjórnarinn-
ar og ráðgjafa drottningar að
af pólitískum ástæðum sé ó-
tímabært að endurgjalda heim-
sóknina fyrr“.
IJtbreiddasta blað Bretlands,
Daily Mirror, segir að það hafi
verið pólitískt glapræði að
bjóða Heuss í opinbera heim-
sókn til Bretlands. Blaðið nefn-
ir 5.000 sterlingspunda ávísun
þá sem Heuss gaf til endur-
reisnar dómkirkjunnar í Cov-
entry og minnist þeirra um-
mæla einhvers talsmanns ut-
anríkisráðuneytisins að með
þeirri gjöf væri bætt fyrir á-
rás þýzka flughersins á borg-
ina. Blaðið segir þau ummæli
algert fávitalijal: „Við óskum
ekki eftir neinum drykkjupen-
ingum til að leggja á þjóð-
helg leiði okkar“.
Vesturþýzk blöð ræða einnig
hinar kuidalegu viðtökur sem
Theodor Ileuss
Heuss fékk i Bretlandi. Gener-
al-Anzeiger sem talið er sér-
stakt málgagn Bonnstjórnar-1
innar segir að ekki komi til
mála að Elisabet Englands-
drottning komi í opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzkalands
í bráð.
Fölsk hlutabréf
til sölu í Pai*ís
62 ára gamall maður, Georg-
es Dubois, hefur játað fyrir
rétti i París að hafa látið gera
fölsk hlutabréf sem hljóðuðu
upp á um 15 milljónir króna.
Lögregian skýrði réttinum frá!
því að þetta væri í fyrsta sinn
sem hún hefði orðið var við
fölsuð hlutabréf. Eftirlíkingin
tókst svo vel að enginn starfs-
manna né viðskiptamanna
kauphallarinnar í París tók eft-
ir því að bréfin voru fö’sk þeg-
ar þau voru boðin til sölu
þar. Eftir svindlinu var tekið í
banka þegar þangað komu tvó
hlutabréf sem báru sama núm-
er. Skömmu síðar hafði lög-
reglan fundið 3.600 hlutabréf,
-öll með sama númeri.
Flugvél smíðnð lír
rvðfríu stáli
Bristol-flugvélaverksmiðjurn-
ar brezku eru nú að smiða
flugvél úr ryðfríu etáli. Þetta;
er tilraunaflugvél sem á að
geta flogið 4.000 km á klukku-
stund og því farið gegnum'
„hitamúrinn". Þegar hraði
liluta í gufuhvolfinu nálgast!
3.200 km á klukkustund verð-
ur mótstaða loftsins svo mik-1
il að allir málmar bráðna nema i
sérstakur kæliútbúnaður sé not-
aður. Búizt er við að tilrauna-
flugvélin mimi kosta um
fimm milljónir sterlingspunda.
Hjálmar Björns-
son látinn
Hjálmar Björnsson, elzti son-
ur Gunnars og Ingibjargar
Björnson lézt 24. þ. m. í Minn-
eapolis, Bandaríkjunum. Verður
hann jarðsettur á morgun,
mánudag.
Monlgoinery segir nauðsyn að
gerbreyta slipulagi NATO
Utanríkissteína USA sjálíri sér ósamkvæm,
Eisenhower ekki mikill hermaðu#
Montgomery marskálkur, sem nýlega lét af embætti
sem annar æðsti lierstjóri Atlanzbandalagsins, hefur
ritaö æviminningar sínar og gagnrýnir hann þar mjög
allt skipulag bandalagsins og herja þess.
Endurminningar hans hafa
birzt í bandaríska vikuritinu
Lil'e og það er í þriðja og síð-i
asta kafla þeirra sem hann
gagnrýnir bandalagið.
Mont.gomery segir að utan-
rikisstefna Bandarikjanna hafi
ekki verið sjálfri sér samkvæm
og hafi það orðið til r.5 veikja
mjög hernaðaraðstcðu Atlanz-
bandalagsins. „En N ' TO er
einnig af cðrum orsökum í i
slæmu ásigkomulagi og þarfn-!
ast mjög gagngerðrar endur-
sköðunar“.
Hann segist ekki eiga von á
etyrjöld í Evrópu fyrsta ára-
tuginn, en hins vegar sé At-
lanzbardalagið. ekki búið und-
ir þá styrjöld sem hann telur
að óvinaríki þess muni heyja.:
„Utanríkisstefna Bandaríkj-
anna hefur ekki bætt ástandið“,
segir hann. „Mér finnst hún
oft vera csamkvæm sjálfri sér.
Bandaríkin virðast fylgja einni
stefnu í Sameinuðu þjóðunum, í
en annarri og andstæðri stefnu,
þegar einungis er um hagsmuni j
Bandaríkjanna sjálfra að ræða.;
Þetta ósamræmi hefur verið
ein meginástæðan fyrrir því hve
hernaðaraðstaða vesturveld-j
anna hefur versnað. Haldi |
þessu áfram getur það leitt til
þess að bandalag þeirra leysist
upp“.
Of mikil skriffinnska
Hann segir brýna nauðsyn.
Eisenliower
bera til þess að rey.nt verði að
hressa upp á Atlanzbardalagið
þegar í stað. „Bandalagið hefur
of mikla yfirbyggingu, pening-
um er sóað, herráðsforingjar
eru of margir og of mikil skrif-
finnska. Öll herstjórn banda-
lagsins er að áliti Mor.tgomerys
of þung í vöfunum.
„Ekki mikill hermaður“
Montgomery gerir heldur lít-
ið úr herstjórnarliæfileikum
Eisenhowers sem var æðsti for-
ingi herafla vesturveldanna í
síðustu heimsstyrjöld.
,,Ég myndi ekki kalla Ike
mikinn hermann i þess orðs
eiginlegu merkingu", segir
hann. „Hann hefði getað orð-
ið það, ef hann hefði nokk-
urn tíma haft á hendi beina
stjórn herdeildar eða herfylk-
ingar, en því miður kom það
a’drei í hans hlut“.
Montgomery segir vesturveld-
Montgomery
in hafa gert sig sek um mik-
ið glapræði í’ síðustu heims-
styrjöld þegar þau léty hjá líða
Framhald á. 10 síðu
Volkswagen '58 1
Opei-Record '58 '7t »»{
Zephyr Six '58 • 71
Ford Preíect '55 1
Ford Junior '47 &
Skoda 440 '56—'33 •x }
liustiii A 70 '50 1
jjAustin 3 '46 y
Skoda 2ja dyra '47
Moskwitch '58 . 1
Moskwitch '57
Moskwifeh "53
öpel-Caravan '53 \
Borgward '55
Hillmann '50
Skoda Station r ; f
'52—'55 """5
Vauxhall '55
Pofeeda '54
áustin 10 ‘46
Vauxhall '54 '7%
lover '50 <
StandaFd 14 '47
Öragg þjónusta.
Kiapparstíg 37.
Sími 19032.
....u.uAíaJ!