Þjóðviljinn - 13.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudsgur 13. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Úlfhildur frá Efstahœ VII Þjóðitýting og þúfnabanar Að frádregnum greinum Sigurðar Holtsprests og Sig- urbjörns prófessors eru Fó- lagsbréf Almenna bókafé- lagsins að langmestu leyti hið geðþekkilegasta rit og hefur á sér menningarbrag. En vissaji þegnrétt hefur Indriði G. Þorsteinsson haldið, að menn yrðu að hafa þar. Þann þegnrétt hefur hann ætlað að vinna sér, þegar hann fór að svara spurningu ritsins um það, hver væru helztu vanda- mál ungs rithöfundar á ís- landi í dag. Indriði hefur sýni- lega haldið, að hann yrði að leggja eið út á það, að ekki væri hann hlynntur þjóðnýt- ingu. Hann segir meðal margs annars: „—Þjóðfélagið í dag er kannski einna mest tálmun á vegi ungs rith-öfundar. Nú þykir hver stjórnmálamaður góður, sem rekur einhvers- konar þjóðnýtingarpólitík. — Þetta verður til þess að með tímanum eiéttist úr þjóðfélag- inu eins og risavaxinn þúfna- bani hafi ætt yfir það. Slétt- lendið er ekki hollt hugar- sportinu, vegna þess að ein- staklingurinn hlýtur alltaf að verða efniviðurinn en ekki bæjarútgerðin. .. .“ Litlu seinna segir Indriði: Hérlendis hefur þúfna- bani alhliða þjóðnýtingar stöðugt verið á ferðinni síð- ustu áratugina engu síður en í öðrum löndum Og um önnur lönd segir hann: „—Með Hamsun lauk mikl- um kapitula í bókmenntum Noregs. Síðan hafa verið uppi í Noregi rithöfundar, sem við eigum að lesa vegna tengsla okkar við þessa þjóð, þótt Við myndum ekki forvitnast um þá, ef þeir skrifuðu bækur í Indlandi. Verkamannaflokkur- inn hefur farið með völd í Noregi í tuttugu og tvö ár. Hamsun þroskaðist fyrir þann tíma. Sigurd Hoel var vax- inn úr grasi, áður en farið var að nota spjaldskrá að einhverju gagni í Noregi. . . .“ Um Danmörku segir Ind- riði: „..Tuttugu og tveggja ára ríki hefur staðið með nokkr- um blóma í Danmörku — — Karen Blixen hefur staðið nærri Nóbelsverðlaunum um tíma. Hún varð fullveðja áð- ur en tuttugu og tveggja ára rikið hóf g-"ngu sína í Dan- mörku og hefur raunar ekki búið þar. Hvergi bólar á al- varlegri hugsun í dönskum kvikmyndum. Þær eru svip- lausar eins og velferðarrík- ið....“ Þetta ségir Indriði og margt, margt fleira af slíku og ekki hefur þjóðnýtingar- þúfnabaninn farið bezt með skáldin í Svíþjóð að hans dómi. Indriði hefur haldið, að þetta yrði hann að segja til að eignaet þegnrétt á þessum stað. Eg er viss um, að það er misskilningur hjá honum. Eirikur Hreinn og fleiri ung- ir menn, sem að Félagsbréf- unum standa, hafa alls ekki Indriði G. Þorsteinsson krafizt þess af honum. Þessi ummæli Indriða gætu að vísu skoðast sem einn mesti gap- uxaháttur, sem á prent hefur komið, en eru aðeins eitt dæmi af mörgum um þá áráttu sumra ungra höfunda að vera að skrúfa upp úr sér stór- yrtar fullyrðingar og búa til í sig ofboðslegar gáfur og dóm- greind svo mikla, að hvergi hafi þvílík þekkzt. Síðan er yfir allt farið á hundavaði. Þau ummæli, að einstaklingur- inn hljóti alltaf að vera efni- viðurinn, en ekki bæjarútgerð- in sýna hundavaðsháttinn. Hvernig gæti bæjarútgerð ver- ið til án einstaklinga ? Og hvers vegna ætti einstakling- ur, sem við bæjarútgerð vinn- ur að vera lakari efniviður en hinn, sem vinnur við einkafyr- irtæki? Það er langt síðan að skotið hefur upp kollinum þessi kenning, sem Indriði flytur með offorsi, sem sé sú, að þjóðnýting atvinnutækja þurrki út persónueinkenni manna. Það er vitað mál, að í skáld- skap þjóða rísa tímabil og hníga, enda gæti naumast öðruvísi farið. Eða hvernig gæti það átt sér stað? Þau tuttugu og tvö ár, sem Ind- riði talar um sem niðurlæg- ingu norræns skáldskapar og sækir stjórnir verkamanna- flokkanna til saka fyrir, gætu vissulega verið niðurlægingar- ár án þess að neinu sérstöku væri um að kenna innanlands. En þau eru það bara ekki, hvað sem Indriði segir. Hann þykist búa þarna yfir þekk- ingu, sem hann býr ekki yfir. Eg sé, að ég er þessu kunn- ugri en hann. Eg sé, að þessi ungi maður, sem vill verða rithöfundur, hefur ekki lesn- ingu í þessum fræðum á borð við sextuga sveitakonu, sem aldrei hefur reynt að 'vera rit- höfundur. Verk ungra höf- unda á Norðurlöndum á þessu tímabili, sem Indriði nefnir, verða ekki metin á þennan hátt nema með því að höfð sé hliðsjón af verkum jafnaldra þeirra sem víðast um heim á þessum sama tíma. Veit ég vel, að þessháttar mat er erf- itt og getur aldrei orðið tví- mælalaust, en ég sé ekki að ungir Norðurlandahöfundar standi jafnöldrum sínum ann- arsstaðar að baki. Um dansk- ar kvikmyndir skal ég ekki reyna að dæma, en í saman- burði við yfirborð bandarískra kvikmynda, þykja mér hinar dönsku miklu mannlegri. Ind- riði miðar við tuttugu og tveggja ára tímabil. Hvaða þjóðir heims eiga nokkru fremur en Norðurlandaþjóðir athyglisverða höfunda, sem kenndir verði við svo stutt tímabil aðeins? Eru það ef til vill Frakkar með sina Francoise Sagan eða Banda- ríkjamenn með sína Grace Metalious? Má ég þá heldur biðja um Indriða sjálfan. Ind- riði nefnir þrjá Norðurlanda- höfunda til að sýna, hvað þær þjóðir gátu átt til áður en þjóðnýting og verkamanna- flokkar fóru að segja mjög til sín. Hann nefnir Hamsun, Hoel og Blixen. Hamsun var orðinn 31 árs, þegar „Sultur“ kom út. Hann hafði að vísu í dag er til moldar borin Guðfinna Gísladóttir Eiríks- götu 17. Hún andaðist eftir tveggja mánaða sjúkdómslegu. Guðfinna var fædd 12. júlí 1869 í húsi við Bræðraborgar- stíg sem Brekka hét, og fluttist litlu síðar með foreldrum sin- um að Götuhúsum sem faðir hennar byggði. (Er það á horni Vesturgötu og Bakkastígs). Foreldrar hennar voru Gísli Þorsteinsson og Sigríður Jóns- dóttir. Þorsteinn bjó á Mýra- koti í Grímsnesi, sonur Gísla frá Stóruborg Ólafssonar frá Syðralangholti, kona hans var Guðrún Gísladóttir prests á ÓlafsvöIIum Erlendssonar frá Blönduholti. Kona séra Gísla var Ingibjörg Gisladóttir prests í Kaldaðarnesi Álfssonar. Kona Þorsteins var Guðrún Erlends- dóttir frá Miðengi Þorgilssonar. Sigríður móðir Guðfinnu var dóttir Jóns Ásbjörnssonar frá Brattholti og konu hans Guðfinnu Egilsdóttur, bjuggu þau á Hellum í Gaulverjarbæj- arhreppi. Guðfinna var því af Bergsætt. Guðfinna ólst upp með for- eldrum sínum til fjórtán ára aldurs, en fór þá til móður- bróður síns Jóns, sem bjó í Skipholti á Bráðræðisholti og konu hans Þórunnar, óg vann þeim til tvítugsaldurs. Það var hennar annað bernskuheimili, gefið út bækur áður, en enga athygli vakið. Sigurd Hoel var 32 ára, þegar fyrsta bók hans, „Veien vi gár“, kom út. Kar- en Blixen var orðin fimmtíu ára, þegar hennar fyrsta bók, „Syv fanastiske fortællinger“, kom út. Þetta er slæmt, Ind- riði. Þjóðnýting atvinnutækja þurrkar ekki út persónuein- kenni manna, en þau þurrk- ast stundum út, þó að engin þjóðnýting komi til, ekki hvað sízt getur þetta átt sér stað í persónulegum stíl rithöf- unda. Eg skal hér að síðustu koma með sýnishorn þess. Þau eru tekin frá tveimur mjög þekktum bandarískum höfundum, en þar er þjóðnýt- ing ekki á mj”g háu stigi, og svo af einum íslenzkum höf- undi, sem eftir ummælum hans að dæma hlýtur að hafa reynt að láta ekki þjcðnýting- arþúfnabanann fara yfir 'sig. 1. •—dagur nótt, jörð, hann, hann sjálfur, aftur og aftur rlagur, nótt jörð hann sjálfur, aftur og aftur hann sjálfur, hann sjálfur aftur og aftur. Hann sat í litlu herbergi og drakk — tuttugu og tveggja — og stúlkan sat hinum meg- in við borðið —. 2. — og þetta ósegjanlega, sem Hann lét hverfa í mig og hélt áfram að hverfa í mig, unz hann varð hvítur bolti og Eg varð myrkur — — Svo ekki lengur hún og ekki neitt af þessu, heldur farið hring- inn komið að tómleikanum aftur unz þetta var tómleiki og hugsunin máttlaus og ekki kvöl í henni lengur.... 3. Læknirinn sagði, að það væri sjálfsagt að gefa hon- um brennivínsstaup. Hann drakk það og fór að brosa, en konan var enn að gráta. Það var ekkert betra en áð- og dætur þejrra hjóna sem syst- ur hennar meðan líf entist. Þær voru Ragnheiður gift Jónasi Jónassyni — Guðfinna gift Árri'a Thorlacius, Þóra gift Guðfinna Gísladóttir Þórði Lýðssjmi kaupm., eru þær nú allar dánar. Frá Skipholti vistaðist Gflð- fjnna að Bessastöðum, þá bjó þar skáldíð Gfímúr Thóítetíi, heyrði ég hana minnast á ýfnís atvik í sambandi við þáhn gáfumann. Á Bessastöðum kynntist hún eiginmanni sínum Erlendi ÞórðarSyni írá' Skógtjörn á Álftanesi, sem var þá ráðsmað- ur á búinu. Áður en vistinni Mmnins;: Guðfinna Gísladótfir ur, og hann vissi það, en hann tók því bara öðruvísi vegna brennivínsins. Það var lýgi, en hann sagði, hvað um það? Fyrst það allt var lygi. Það var betra að brosa. 4. — Hætta allt í einu að vera sama og sofna til að vakna við það stundum — morgun og allt sem hafði ver- ið þarna farið og allt svo beitt og hart og skýrt og stundum rifrildi út af borguninni. . . . 5. — Kannski sáu þeir mjög mikið eftir peningunum og kannski voru þeir að hugsa um morgundaginn. Það voru nokkrar stundir og þá hann kominn allur, fullskapaður og gjörsamlega allur og engin leið að komast framhjá hon- um. Hann yrði miög raun- verulegur, hvítskýjaður og ka’dur — 6. — og dyravörðurinn myndi taka ofan kaskéitið og ég murdi ganga v:ð á skrif- stofunni og taka lykilinn og liún mundi bíða hjá lyft- unni...... 7. — Eg skynjaði æðaslög hennar, húð hennar og andlit gegnum ljósin, þvi að hún mundi vera i þe;m einhvers- staðar. . . .Og ef hún var gift, mundi maður hennar bjcða glas. . . .Maður hennar mundi tala. hlýlega. Sýnishomin af framsetn- ingu íslenzka h"fundarins eru tekin úr skáldsögu," sem kom út eftir hann fvrir nokkru, en frá hinum höfundunum úr íslenzkum þýðingum á verk- um þeirra eftir mjög góða þvðendur. Um nöfnin get ég ekki svo að þem, sem þnð vilja geti sprevtt sig á að þekkja hvern höfund af stíleinkenn- um hans. Það ættj að vera hægt, því að ekki hefur þjóð- nýtingarþúfnabani komið hér við sögu. lauk, voru þau gefin saman í Bessastaðakirkju. Grímur hélt brúðkaupsveizluna og var svara- maður brúðurinnar. Þau hjón- in fluttust svo til Reykjavíkur og byrjuðu búskap í Skipholti i sambý’i við frændfólkið os* fluttust svo að Lindargötu 7. Þau lifðu í farsælu hjóna- bandi, en reynslu ár voru fram- undan. Mann sinn missti Guð- finna 1907 og gekk þá með sjötta barnið. Var þá elzta barnið um fermjngu. Kom þá vel í Ijós hver manndómskona Guðfinna var.. Hún hélt sam- an hópnum sínum og urðu tveir elztu .sýnirnir, þó ungir væru, aðalfyrirvinnur heimi'js- ins með henni. Þrjú börn henn- ar dóu ung, og einnig varð hún fyrir þeirri þungu ráun að missa elzta son sinn Gísla um tvítugsaldur. Það sama ár (1912) lézt einnig Guðrún einkasystir hennar frá stórum bamahópi, og er það löng saga, sem ekki verður rakin í fáum orðum hvernig hún lét börn- um /annar í té fórnfúsa aðstoð og móðurlega umhyggjusemi, sem værp þap hennar eigin. Tveir . synir hennar, Þórður „og, Marinó héldu,; .heirpiji, ,rrieð rnóður sinni iangi .prabji, þar ,t.il þeir giftust og mynduðu sin cigin heimilL Þejr eru báðir bú- settir hér í bænum, Þórður giftur Sigþrúði Jónasdóttur og Marinó giftur Ósk Kristjáns- dóttur, og dvaldi Guðfinna á Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.