Þjóðviljinn - 13.11.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1958, Blaðsíða 1
naður Æsku- lýðsfyíkingarinnar sjá auglýsingu á 8. síðu bláðsins. Fímmtudagur 13. nóvember 1958 — 23. árg. — 259. tölublað Brezkí flotinn grimulausir s]órœning]ar: Hótue brezka flotans er laiidlielgisgæzlaii tekiir yeiðiþjóf 2^5' niílur frá landi. Fyrírskipun Bretastjórnar: Verndið þjófinn! Getur islenzka ríkisst'jórnin c/reg/ð jbað lengur oð kalla sendiherra sinn heim frá Bretlandi? í gær kom varðskipið Þór aö brezkum togara tvær og Tiálfa sjómílu undan landi og stöðvaði togarann. Land- helgisbrjótur þessi var því innan priggja mílna markanna sem Bretar hafa viðufkennt sem landhelgi og sjálfir kallað alþjóðalög. Þegar Eiríkur skipherra á Þór tilkynnti brezka her- skipinu, sem þarna var til að vernda þjófana, að hann teldi sig hafa rétt til að taka togarann og fara með hann til hafnar svaraöi skipherra brezka herskipsins: ..Ef þið skjctið á fogarann þá sökkvum við ykkur"! Svar þetta verður ekki misskilið. Það er yfirlýsing um að Eretar virði ekki einu sinni það sem þeir sjálfir kalla „alþjóðalög" nema þeir hafi hag af því sjálfir. Með því að hindra töku landhelgisbrjóts inn- an þriggja mílna markanna og hótun um að drepa íslenzka löggæzlumenn hafa Bretar sýnt grímulaust hernaðarofheldi ©g hagað sér eins oq í herteknu óvinalandi. Verðuf ekki séð aö íslenzka ríkisstjórnin geti dregið það lengur að kalla sendiherra sinn heim frá Bretlandí og sííta stjórnmálasambandi við Breta. ¦t _.„ Tilkynning landheigisgæzlunn- ar um. þennan atburð er svo- hljoðandi: (millifyrirsagnir Þjóð- viljaris.) t 2,5 sjómílur írá landi Laust fyrir hádegi í dag kom varðskipið Þór að brezka togar- anum Hacknese FD-120 þar sem hanrs. var staddur 2,5 sjómílur ' frá lahdi skammt suður af Látra- bjargi. Kvað þjóíinn í íullum retfi! Togarinn yar með ólöglegan umbúnað veiðarfæra og gaf varðskipið honum þegar stöðv- unarmerki. Tosrarinn sinnti ekki stíj.ð'viuiarmerkjum Þórs og hélt tiJ hafs. Skaut varðskipið þá nokkrum lausum skotum að hinum brezka togara. Þar sem sýnt þótti, að hann ætlaði ekki að stöðva, skaut varðskipið! einu föstu skoti að honum og 'kom skotið í sjóinn rétt fyrir fram- an stefni hans. Sí.öðvaði togarinn þá þegar ferðina. Bretinn virðir ekki rétt- inn heldur byssuna Brezka freigátan Russel var þarna í nágrenninu. Tilkynnti skipherrann á Þór skipherra Russels um málavexti, en hann bað skipherrann á Þór að fresta frekari aðgerðum. Kvað hann togarann hafa verið utan' 4 mílna markanna og bannaði Þór öll afskipti af honum. Skipherranum á Russel var boðið, að Þór færi með togarann í var uppundir land og væri þá hægt að ræða málið. Skipherrann á Russel neitaði því og fóru nú nokkrar orðsend- ingar milli skipherranna. THkynnti Eiríkur Kristófersson Varðskipið Þór á siglingu. skipheira á Þór skipherranum á Russel að Ickum, að hanji teldi sig hafa fullan rétt til þess að setja menn yfir i togarann og færa hann til hafnar. „Þá sökkvum við ykkur"! Svaraði skipherrann á Russel því með eftirfarandi orðsend- ingu: „Ef þið skjóíið á togaramn, þá sökkvum við ykkur". Skömmu seinna bauðst Russel þó til þess að stöðva togarann og senda menn yfir í Þór til þess að ræða málið. Kom skipherrunum saman um að Russel fengi að tilkynna yfir- boðurum sinum í London um málavöxtu og lofaði hann jafn- framt að sleppa togaranum við Þór, ef hann fengi jákvætt svar. Biðu skipin þrjú síðan eftir svari frá London. Skipun Bretastjórnar: i Verndið þjófinn! Laust fyrir kl. 20 barst svo skeyti frá Lundúnum til her- skipsins Russels með fyrirmæl- um um meðferð málsins. Segir þar að fjallað verði um mál tog- arans eftir venjulegum diplómat- ískum leiðum. Skipið eigi að sigla tafarlaust til Lundúna og beri Bussel að sjá um að íslenzk varðskip hefti ekki för þess. m\ Fundir í öllum deildum fé- la«SÍES; verða á FÖSTUÖAGS- KVÖLD (ekki í kvökí eins og au.glýst var). Sósíalistafélag Reykjavíkur. Brezki fáninn blaktir í stafni herskipsins, sem stjórn h^nnar hátignar hefur sent til að vernda veiðirán í ísl enzkri landhelgi. Ráðstefna um fil- lögu Krústjoffs? 1 gærkvöldi bárust fregnir frá London þess efnis, að brezka stjórnin leggi nú til að haldin verði þríveldaráð- stefna Breta, B.andaríkjamanna- og Frakka um þá uppástungu Krústjoffs að fella Postdam- samninginn úr gildi. Brezka stjórnin. vill ;að léitað sé fyr- ir sér um það hjá Sovétstjórn- irini, til hvaða ráða hún muni grípa, ef Vesturveldin haldi áfram að þráast við að við- urkenna stjórn Austur-Þýzka- lands. Ennfremur vill brezka stjórnin kanna, hvort vestur- þýzíka stjórnin sé reiðubúin að slaka til i stefnu sinni gagn-> vart austurþýzku stjórninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.